Lögberg - 24.02.1955, Side 4

Lögberg - 24.02.1955, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955 Lögberg Ritéitjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið tit hvern fimtudag aí T H E C O L U M.B IA PRESS LIMITED 695 SAEGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltatjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0u um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is prlnted and published by The Coiumbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Ársskýrsla forseta Þjóðrœknisfélags íslendinga í Vesturheimi, DR. VALDIMARS J. EYLANDS, 21. febrúar 1955 Háttvirtu þingmenn og gestir: „Fylkjum liði á þjóðræknisþing til öryggis vorri tignu tungu og menningarerfðum. ‘ ‘ Þannig fórust öðru íslenzka vikublaðinu hér í borg orð fyrir ári síðan, er það í feitletr- aðri upphrópun á framsíðu, hvatti menn til fundar og þing- setu. Sömu orðin, töluð, eða aðeins hugsuð, hafa hrært hugi ykkar, sem hingað eru komin til að sitja þetta 36. ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi. Ég býð yður innilega velkomin til skrafs og ráðagerða, og ég vona, til heillaríkra framkvæmda. Þegar menn fylkja liði mun það jafnan gert til framsóknar, eða til varnar einhverju góðu málefni. Svo er það einnig hér og nú. Liðssafnaðurinn er nú sem fyrr á þessum þingum vorum kallaður til öryggis hinni tignu tungu vorri og menningarerfðum. Öryggisleysið amar að á mörgum sviðum. Ég hygg, að ekki verði á móti því mælt, að margt sé öruggara er síður skyldi en arfleifð vor fslendinga hér vestan hafs. Vegna skorts á öryggi kaupa menn sér ýmis konar tryggingar. Getum vér þá ekki með einhverju móti keypt líftryggingu fyrir tungu vora og menningarerfðir hér vestra? Sennilega myndu iðgjöldin af slíkri tryggingu nokkuð há, jafnvel hærri en ýmsir telja að samsvara mundi þeim hagnaði, sem henni fylgir. Vér erum saman komin til að ræða þessi mál í bróðerni, til þess að rifja upp það, sem gerzt hefir á nýliðnu ári, og til þess að skyggnast fram á veginn. Málefnið, sem vér vinnum að, er stórt, baráttan, sem vér heyjum, er óþrotleg, og. liðið, sem vér fylkjum, er fámennt og dreift. Eftir því sem samverkamönnunum fækkar falla verk- efnin á herðar þeirra, er eftir standa. Margir ágætir verka- menn í víngarði þjóðræknismála vorra hafa fullnað skeið sitt á meðal vor á þessu nýliðna ári, og fáir hafa komið fram á starfssviðið í stað þeirra. Þetta eru óviðráðanleg lög lífsins og þeirrar þróunar, sem vér erum háð. Þessir hafa látizt á árinu, að því forseta er kunnugt: Heiðursfélagar: Einar Jónsson myndhöggvari og dr. A. H. S. Gillson háskólarektor. Þorsteinn Sveinsson, Sveinn Pálma- son, Jóhanna Hólm, Böðvar Magnússon, George Cooney, Hjörtur Brandsson, Einar Thomson, Guðmundur Jóhannes- son, séra Sigurður Christopherson, Finnur Johnson, Salome Backman, Magnús Árnason, Sigríður Hall, Sigvaldi Nordal, Andrew Daníelsson, Sigurður Sigurðsson, Friðrik Fljozdal, Þorbjörn Magnússon. Stjórnarnefnd félagsins hefir haft marga fundi með sér á árinu. Hafa þeir verið haldnir í hinni snotru, en litlu skrifstofu félagsins í skólahúsinu gamla á Home Street. Er það herbergi einnig að nokkru leyti bókhlaða og forngripa- safn, svo að ekki er þar pláss aflögu þegar tíu manns eru komnir þar inn, en aðsókn að fundum hefir jafnan verið góð, og samvinna í bezta lagi. Umræðuefni fundanna hefir verið svipað og á undanförnum árum. Hið tvöfalda viðhorf í þjóðræknismálum vorum hefir verið rætt, það sem að Is- landi snýr, og horfur og viðleitni vor hér heima fyrir. Ef til vill má með sanni segja, að ekki hafi verið jöfn hlutföll í þessum umræðum, eða að oftar og lengur hafi verið horft í austurátt, en á þau verksvið, sem heimta athygli vora hér og nú. En ljósið úr austri lýsir oss enn, og mun svo verða meðan þetta félag stendur. Slokkni það að fullu, verður fljótlega dimmt á vegum vorum. Þess vegna teljum vér það frumskilyrði fyrir allri þjóðræknisstarfsemi vorri, að vér látum þetta ljós loga, og vér viljum efna bjarma þess og yl svo sem frekast má. En það er auðvitað ekki nóg að sitja með krosslagðar hendur og stara á hinn austlæga bjarma; hlutverk vort er að færa hann út á slétturnar til þess að vér frjósum ekki í hel, og alt stirðni, hugur, tunga og hönd. Dr. Richard Beck, fyrrverandi forseti félagsins, hefir aftur á nýliðnu starfsári lagt málstað þess lið með ýmsum hætti, sérstaklega sem fulltrúi þess í heimferð þeirra hjóna til Islands síðastliðið sumar, en stjórnarnefnd félagsins fól honum það fulltrúastarf. Hann flutti kveðjur félagsins og Vestur-íslendinga á 10 ára afmælishátíð hins íslenzka lýð- veldis í Reykjavík, þann 17. júní, ennfremur á Prestastefn- unni, Sjómannadeginum og Skálholtshátíð, og á fjölmörgum öðrum samkomum víðsvegar um land; var mörgum af ræðum hans útvarpað, og náðu með þeim hætti til allrar þjóðarinnar. Mun dr. Beck sjálfur gera frekari grein fyrir dvölinni á Islandi og viðtökunum þar. Síðan vestur kom úr íslands- og Norðurlandaferðinni, hefir dr. Beck þegar flutt milli 15 og 20 ræður og erindi um ferðina í Norður-Dakota, Minnesota og Manitoba, og Mrs. Bec^t hefir einnig sagt frá henni á samkomum í Winnipeg og Grand Forks. Dr. Beck hefir einnig á liðnu starfsári ritað mikið um íslenzkar bók- menntir og menningarmál; meðal annars birtir hið víðlesna tímarit, The American Scandinavian Review í New York bráðlega ritgerð eftir hann um Stephan G. Stephansson. Þá hafði dr. Beck samvinnu við nefnd þá af hálfu stjórnar- nefndar félagsins, sem ráðstafaði ferðum og ræðuhöldum Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa; átti hann hlut að því að Árni sýndi íslandsmyndir og flutti ræður á tveim sam- komum í Grand Forks, og einnig á samkomu á Mountain, N.D., á vegum Islendinga þar. Af meðlimum núverandi stjórnarnefndar hefir pró- fessor Finnbogi Guðmundsson, vara-skrifari félagsins, verið stórvirkastur og víðförlastur á árinu. Hann varði nokkru af sumarfríi sínu á Islandi, og rak þar ýmisleg erindi fyrir félagið. Hann er forvígismaður í mikil- vægu nýmæli, sem snertir ís- lendinga bæði austan hafs og vestan. Er hér um að ræða kvik- mynd af Vestur-íslendingum, sem ætlað er að Kjartan Ó. Bjarnason, myndatökumaður í Kaupmannahöfn, muni ef til vill fást til að taka hér að sumri. Mundi hann, ef til kemur, jafn- framt starfi sínu að þessari kvik- myndatöku, ferðast um byggðir vorar hér, og sýna nýja og fagra kvikmynd af íslandi og íslend- ingum, sem hann hefir tekið ný- lega og talin er ein bezta Islands- kvikmynd sem gerð hefir verið. Fyrir milligöngu próf. Finnboga hefir ríkisstjórn íslands veitt nokkurn styrk til töku fyrsta þáttar hinnar fyrirhuguðu kvik- myndar af Vestur-íslendingum; en sá þáttur er tekinn í sveit á Islandi og sýnir brottför fjöl- skyldu þaðan á öldinni sem leið. Hefir stjórnarnefnd félagsins heitið þessu fyrirtæki nokkrum fjárstyrk, ef til framkvæmda kemur. Gjafabögglamálið, sem þeir Ólafur Hallsson kaupmaður og próf. Finnbogi lögðu fyrir hlutaðeigandi embættismenn á íslandi fyrir ári síðan, var til lykta leitt með bréfi frá Fjár- málaráðuneyti Islands, þar sem heimilað er að sénda gjafa- böggla af tilteknu verðmæti héðan að vestan til vina og ætt- ingja á íslandi. Verða sendingar þessar undanþegnar tollgjaldi, ef þær fullnægja fyrirmælum reglugerðarinnar um innihald, og eru auðkenndar á vissan hátt. Stjórnarnefnd félagsins lét prenta nokkur hundruð miða með mynd af innsigli félagsins og nafni, að viðbættu orðinu: „Gjafasending,“ til auðkenning- ar slíkum sendingum. Hefir verið mikil eftirspurn eftir þess- um miðum, og virðist þetta fyrir- tæki hafa reynzt mjög vinsælt báðum megin hafsins. Ennfrem- ur hefir próf. Finnbogi beitt sér fyrir endurreisn laugardagsskól- ans í íslenzku, og hefir haldið honum uppi undanfarna mánuði í samkomusal Sambandskirkj- unnar á Bannig St. í fyrravetur var skólinn ekki starfræktur, vegna þess að þá vantaði bækur fyrir börnin, en nú vantar börnin fyrir bækurnar. Aðsókn að skól- anum er treg, og þarf góð ráð til úrbóta. Valdimar Lárusson og Þór Víkingur hafa aðstoðað Finnboga við kennsluna. Hvað samskiptin við Island snertir er þess að geta, að margir hafa komið og farið. Sumir þeirra hafa verið skyndigestir, og kann ég ekki að greina nöfn þeirra allra. Séra Eric H. Sigmar og frú Svava frá Seattle komu úr Evrópu- og Islandsferð snemma á árinu; fluttu þau er- indi á ýmsum stöðum og sýndu myndir fyrir atbeina Þjóðrækn- isfélagsins, sem skipulagði ferðir þeirra. Var erindi þeirra tekið mjög vel, og framkoma þeirra hjóna öll fróðleg og skemmtileg. Arni G. Eylands, fulltrúi, og frú Margit, komu einnig norður hingað á ferð sinni um Ameríku, samkvæmt tilmælum félags vors, og flutti Arni erindi og sýndi kvikmyndir á nokkrum stöðum. Alls sýndi hann myndirnar frá íslandi og flutti erindi á 23 stöð- um á ferð sinni, og á tveimur stöðum voru myndirnar sýndar að honum fjarverandi. Þau hjón reyndust oss hinir mestu aufúsu- gestir; voru þau kvödd hér með samsæti af hálfu stjórnarnefnd- ar, og veitti vara-forseti, séra Philip M. Pétursson því forstöðu í fjarveru forseta. Séra Pétur Magnússon frá Vallanesi kom hér við á ferðum sínum í sumar, og flutti erindi og prédikanir á nokkrum stöð- um. Jón Kristgeirsson, kennari frá Reykjavík, hefir dvalizt hér um slóðir í 2 mánuði og kynnt sér skólamál. Hefir hann einnig ritað margar greinar um dvöl sína vestra í blöð á íslandi. Dr. Haraldur Sigmar og frú ferðuð- ust til íslands og Noregs s.l. sumar. Hefir hann sagt frá ferð- um þeirra opinberlega á ýmsum stöðum og ritað ferðasökukafla í blöðin. Páll S. Pálsson skáld og frú heimsóttu einnig ættjörðina, flutti hann þar erindi og svo aftur hér, er heim kom. Snjólaug Sigurðsson píanóleikari tók sér einnig ferð á hendur til íslands og flutti þar hljómleika. Jón Ás- geirsson kaupmaður og frú hafa dvalizt að undanförnu í heimsókn hjá ættingjum og vinum á Islandi. Dr. Stefán Einarsson prófessor dvaldi á íslandi um tíma s.l. sumar, og sömuleiðis Grettir Eggertsson forstjóri. Valdimar Björnsson, fyrrv. ríkisféhirðir í Minnesota, er nýkominn úr ís- landsferð, og skrifar nú fróðlega greinaflokka um íslenzk mál í stórblaðið St. Paul Pioneer Press. Allt af þessu tagi er til nytsemd- ar og fróðleiks, en mest er þó vert um hin persónulegu vináttu sambönd, sem myndast á slíkum ferðum. Á meðan gagnkvæmar heimsóknir milli íslendinga vestan hafs og austan haldast við, er síður hætt við að tengslin slitni. Með því sem þegar hefir verið vikið að um heimsóknir, fyrir- lestrarhöld o. fl., tel ég að gerð hafi verið nokkur grein fyrir samvinnumálum við ísland og viðleitni félagsins í fræðslu- starfsemi. Margir munu þeir, bæði innan Þjóðræknisfélagsins og utan þess, sem í kyrrþey vinna að fræðslumálum um íslenzk efni. Kunnugt er það um prestana, einkum þá á meðal þeirra, sem nýlega hafa flutzt hingað vestur. Þannig hefir séra Eiríkur Brynj- ólfsson flutt erindi og sýnt myndir á ýmsum stöðum á Kyrrahafsströndinni; séra Bragi Friðriksson og séra Robert Jack hafa gert slíkt hið sama í presta- köllum sínum og víðar. Kunnugt er mér og um konu eina, sem hefir unnið mikið og gott starf á þessum vettvangi. Er það frú Hólmfríður Danielson, fræðslu- málaritari I. O. D. E., og hefir maður hennar, Hjálmur, veitt henni góða aðstoð í starfi henn- ar. Hefir frú Hólmfríður flutt fræðsluerindi um ísland, land og þjóð, sögu, bókmenntir og listir á ýmsum stöðum bæði í Mani- toba og Minnesota, og hafa á- heyrendur hennar komið víða að, og skipt hundruðum. Margt af þessu fólki, eins og t. d. Al- þjóðaþing Zonta samtakanna, þar sem fulltrúar voru saman komnir úr flestum Miðríkjum Bandaríkjanna, og frá öllum Vesturfylkjum Canada, hafi naumast heyrt áður að til væri land, sem heitir Island. Erindi frúarinnar á þessu mikla þingi var vel tekið, og bárust henni margar bréflegar fyrirspurnir síðar, og beiðnir um bækur og fræðslurit um ísland. Hafa þau hjón lagt á sig mikla vinnu við að fjölrita slíkt lesmál og senda áhugamönnum um þessi efni, og einnig kennurum og námsmönn- um við ýmsa skóla, alla leið frá Toronto til Hawaii. Hafa þau hjón rekið eins konar einka- bréfskóla í íslenzkum fræðum á eiginn reikning. Viljum vér votta þeim viðurkenning og þakkir félags vors fyrir þetta ágæta og óeigingjarna starf. Þá er þess að geta, að Jóns Sigurðssonar félagið, I. O. D. E., efndi s.l. ár til samkeppni í samn- ingu leikrita. Skyldi leikurinn vera í þremur þáttum og fjalla um líf og starf Islendinga í Vesturheimi. Fjögur leikrit voru send dómnefndinni, en einn meðlimur hennar var prófessor Skúli Johnson. Hlutskörpust listhafenda var Lauga Geir, frá Edinburg, N. Dak., og voru henni veitt verðlaunin. Nefnist leikrit hennar: “In the Wake of the Storm,” og verður það senni- íega sýnt á leiksviði innan skamms. Útgáfumál félagsins eru ekki margbrotin. Saga íslendinga í Vesturheimi, er nú, sem kunn- ugt er, komin út í fimm bindum. Er talið, að því verki sé þar með lokið, en svo er þó ekki. Enn vantar mikið á, að gerð hafi verið grein fyrir öllum byggðum vorum hér vestra, og þyrfti sögu- ritunin að halda áfram. Sögu- útgáfunni hefir því miður ekki verið tekið eins vel og vonir stóðu til, en um gildi hennar segir Jónas Jónsson frá Hriflu í blaðagrein, sem birt var í Reykjavík 17. maí s.l.: Sú saga hermir frá dáðríku lífi kynslóð- arinnar, sem vestur fór og af- komendum þeirra, sem erfðu landið eftir feður og mæður og ömmur og afa, og hafa gert Is- lendingsnafnið heiðrað í fjar- lægum löndum.“ Stórir staflar af þessum bókum liggja á skrif- stofu stjórnarnefndarinnar á Home St. Minntist hr. Jón Emil Guðjónsson, forstjóri Bókaút- gáfu Menníngarsjóðs á íslandi, útgefandi tveggja síðustu bind- anna, á þetta í nýkomnu bréfi til forseta, er hann segir: „Illa gengur salan vestra á Sögu Vestur-íslendinga, 4. og 5. bindi.“ Vera má, að þetta þing vilji taka til athugunar á hvern hátt bezt verður greitt fyrir þessu máli. Tímarit félagsins kemur út í ár, eins og venjulega, undir á- gætri ritstjórn Gísla Jónssonar, og er Mrs. Einarsson auglýsinga- safnandi, eins og s.l. ár, en í Nýja-íslandi mun Mrs. P. S. Pálsson annast það starf. Hefir þess verið getið við stjórnar- nefndina, að tregar gangi nú með söfnun auglýsinga en á fyrri árum. Má það teljast eðilegt, er rætt er um hagnaðarvon auglýs- enda, sem er víst harla lítil. Hitt veldur meiri furðu, að meðlimir félagsins sums staðar hafa tekið eðlilegri og sjálfsagðri hækkun meðfimagjalda fremur þung- lega, en eins og kunnugt er, var meðlimagjaldið hækkað úr ein- um dollar upp í tvo á þingi voru fyrir ári síðan. Menn ættu að muna, að fyrir þetta tveggja dollara meðlimagjald veitist þeim ekki aðeins tækifæri til að tilheyra Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi, styrkja þannig sína eigin þjóðernis- kennd og málstað félagsins, heldur veitist þeim í uppbót eitt hið bezta tímarit, sem gefið er út á íslenzku. Forseta er ekki kunnugt um neitt annað sam- bærilegt félag, sem býður með- limum sínum slík kostakjör; en spursmál er hversu lengi það tekst að halda uppi slíkri rausn, vegna þverrandi auglýsinga og síhækkandi kostnaðar við útgáfu tímaritsins. Þá skal vakin athygli þingsins á því, að á þessu ári hætti Almanak Ólafs S. Thorgeirsson- ar að koma út. Þetta rit var gefið út í 60 ár, fyrst af Ólafi sjálfum, en síðar af sonum hans, með að- stoð dr. Richard Beck. Naut almanakið mikilla vinsælda. — Áratugum saman hafði það birt söguþætti úr byggðum Islend- inga, annála og annan fróðleik. Enn munu liggja á skrifstofu út- gefanda allmörg handrit af þessu tagi, sem ekki var hægt að birta áður en útgáfunni lauk. Æski- legt væri, að útgáfa almanaksins gæti haldið áfram í einhverri mynd, og væri vel ef þetta þing vildi athuga möguleikana á framkvæmdum í því máli. Til fróðleiks um áhuga sumra gamalla íslendinga langar mig að benda á það, að háaldraður maður, Mr. J. A. Vopni í Well- wood, Man., hefir nýlokið því, er kalla má merkilegt þrekvirki. Hann hefir safnað og skrifað Framhald á bls. 5 Þetta þurfið þér að vita um canadiska póstþjónustu Skrifið fult nafn og heimilisfang, að viðbættu landi. Skrifið skýrt. Setjið nafn og heimilisfang í hœgra horn bréfs eða pakka að ofan. Búið vandlega um pakka í þykkum pappír og bindið traust- lega með seglgarni eða tvinna. Fyrirfram greiðsla þarf að vera gerð. Séuð þér í vafa um þyngd bréfs eða bögguls, skal það vegið í pósthúsinu. Hafið hugfast, að sé burðargjald ófullnægjandi verða frændur yðar eða vinir að greiða tvöfalda upphæð áður en þeir fá póstinn. Póstgjöld til þjóða handan hafs FLUGPÓSTUR: Til Evrópu og Bretlands 15c Vz únza Til Asíu og Afríku .....25c x/z únza Til U.S.A...............7c fyrsta únza 5c hver auka únza PÓSTGJÖLD Á LANDl OG SJÓ: Til Frakklands, Spánar, Bret- lands og brezku sambands- þjóðanna og U.S.A....5c fyrsta únza 3c hver auka únza Til annara Evrópuþjóða, Asíu og Afríku ...........6c fyrsta únza 4c hver auka únza Spyrjist fyrir í pósthúsinu um gjöld til þeirra landa, sem hér eru ekki talin. AEROGRAMMES: lOc hvert til hvaða lands, sem er. PAKKAPÓSTUR LOFTLEIÐIS: Leitið upplýsinga í póst- húsinu um burðargjald og hvað annað, sem vera vill. CANADA POST OFFICE HON. ALCIDE COTE, Q.C., M.P. W. J. TURNBULL Postmaster General Deputy Postmaster General

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.