Lögberg - 24.02.1955, Síða 8

Lögberg - 24.02.1955, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR 1955 Úr borg og bygð Föstudaginn þann 15. febrúar síðastliðinn voru gefin saman í hjónaband á heimili Mr. og Mrs. Óli Arason í Glenboro, Miss Eöith E. Ronlands, hjúkrunar- kona að Ninette, Man., og Wermer H. Wirth, sérfræðingur við olíustöðina í Glenboro. Mr. og Mrs. O. Arason aðstoðuðu brúðhjónin. — Sóknarpresturinn gifti. Veizla var setin að heimili Arasons hjónanna. ☆ Mr. Ásmundur Benson dómari frá Rugby, North Dakota og frú, lögðu af stað heimleiðis á mið- vikudagsmorguninn. Á skemti- samkomu Icelandic Canadian Club, sem haldin var í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudags- kvöldið, flutti Ásmundur dóm- ari snjalla og afar fróðlega ræðu um stefnu Bandaríkjanna í utan- ríkismálum og var hyltur af samkomugestum í ræðulok; það var Winnipeg-íslendingum ó- segjanlegt ánægjuefni að hitta þessi glæsilegu og ágætu hjón. BLOOD BANK TMIS SPACI CONTRIBUTCD • V WINNIPEG BREWERY IIMITÍO M 0-351 Dánarfregn Þann 12. febrúar s.l. lézt á Almenna spítalanum í Winnipeg Clarence L. McLeon frá Pilot Mound, Man., 47 ára gamall. Hann var fæddur að Pilot Mounc' þann 18. marz 1907. Hann lætur eftir sig konu sína og fimm börn. Ekkjan er Lilja, dóttir Guðnýjar og Kristjáns heitins Jóhannessonar, er lengi áttu heima við Markerville í Alberta. Börnin eru: John Elswood, Myra, Mrs. Curri að Pilot Mound; Gwenith, Mrs. Dogson, að Red Lake, Man; Bruce og Joan í heimahúsum. Clarence McLeon var hinn mesti myndar- maður, höfðingi heim að sækja og bjó fyrirmyndarbúi suðaust- ur af bænum Pilot Mound. — Byggðin saknar sárt þessa góða drengs. Fjölmenn jarðarför fór fram frá heimilitu þann 15. febrúar s.l.. Séra Jóhann Fred- riksson frá Glenboro jarðsöng. ☆ Föstudaginn þann 18. febrúar voru gefin saman í hjónaband á prestsheimilinu í Glenboro Vivian Laufey, dóttir Rev. og Mrs. J. Fredriksson, og Alvin Hugh, sonur Mr. og Mrs. A. H. Carruthers frá Glenboro. Brúð- urin var leidd fram af bróður sínum, Allan. Mrs. Barbara Wallis aðstoðaði brúðurina og John Sigmar brúðgumann. Mrs. R. C. Ranlings lék á píanó. — Sóknarpresturinn framkvæmdi hjónavígsluna. Fjölmennt boð boð var setið á prestsheimilinu. Ungu hjónin setjast að í Glen- boro. ☆ Á þriðjudagskvöldið hinn 1. marz næstkomandi, verður af- mælissamkoma Betel haldin í Fyrstu lútersku kirkju, ep þetta verður fertugasta afmælishátíð hinnar þörfu og vinsælu stofn- unar á Gimli, er allir Vestur- íslendingar unna og vilja styrkja eftir föngum; svo sem á undan- förnum árum, er það kvenfélag safnaðarins, sem gengst fyrir þessum afmælisfagnaði. Skemti- skráin, sem er vönduð og fjöl- breytt, birtist á öðrum stað hér í blaðinu. Telja má víst, að samkoman verði fjölsótt og samskot höfð- ingleg. ☆ Hinn 13. febrúar s.l. lézt gð heimili sínu að Charlson, N. Dak., bóndinn Carl O. Sigurd- son, 71 árs að aldri. Foreldrar hans voru Stefán Sigurdson og kona hans Sigríður Jóakims- dóttir frumbyggjar í íslenzku nýlendunni í Minnesota. Carl H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AÐALFUNDUR Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar- daginn 11. júní 1955 og hefst kl. 1.30 e. h. DAGSKRA: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og fram- kvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstil- höguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga til 31. desember 1954 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, stað þeirra, sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosnings eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að vera borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 7.—9. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 1. júní 1955. Reykjavík, 10. janúar 1955, STJÓRNIN var fæddur og uppalinn í Minneota, Minn. — Jarðarförin fór fram frá St. Páls lútersku kirkjunni í Minneota s.l. föstu- dag. Séra Guttormur Guttorms- son jarðsöng. Mrs. J. B. Jónsson, 729 Simcoe St., hér í borg, fór suður til Minneota til að vera viðstödd útför bróður síns. ☆ Mr. Grettir Eggertson rafur- magnsverkfræðingur og frú lögðu af stað í gærmorgun áleið- is til New York, en þaðan sigla þau til Evrópu hinn 3. marz næstkomandi; munu þau ferðast vítt um meginland Norðurálfu og verða að heiman nálægt fjórum mánuðum. Lögberg árnar þeim Gretti og frú góðs brautargengis. ☆ Næsti fundur stúkunnar Heklu I. O. G. T. verður haldinn á venjulegum stað og tíma þriðjudaginn, 8. marz. ☆ A meeting of the Jon Sigurd- son Chapter I. O. D. E. will be held at *the home of Mrs. P. J. Sivertson 497 Telfer St., on Fri- day Eve., March 4th at 8 o’clock. ☆ Mr. Jóseph Jóhannsson, um langt skeið bóndi í Garðarbygð, N. Dak., lézt á sjúkrahúsi í Cavalier hinn 16. þ. m., og var jarðsunginn að Garðar þann 18. þ. m. Jósep var vandaður og vinsæll maður, ættaður úr Húna vatnssýslu, 89 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eina dóttur, frú Sigrúnu Magnússon í St. Boniface. ☆ The Icelandic Canadian Club, undir forsæti W. J. Lindal dóm- ara, hlutaðist til um virðylegt dagverðarboð á Fort Garry hótelinu hér í borginni á þriðju- daginn í heiðursskyni við Ás- mund Benson dómara; var þetta eftirminnilega fallegur mann- fagnaður, félagi og forseta til mikils sóma. ☆ Dánarfregn Þann 25. jan. síðastliðinn, lézt hér á Victoria sjúkrahúsinu Sig- ríður Árnadóttir Sveinsson, eiginkona Sveins Sveinssonar frá Marquette, Man., 62 ára að aldri. Sigríður var fædd á Glæsi- bæ í Skagafirði á íslandi. Dóttir Árna heitins Jónssonar læknis og seinni konu hans Sigurveigar Friðfinnsdóttur. Til Vopna- fjarðar fluttist hún með foreldr- um sínum og þar misti hún föður sinn, þegar hún var 5 ára gömul. Síðar giftist móðir henn- ar Jóni Benediktssyni, og með þeim fluttist hún til þessa lands 1905, þegar hún var 12 ára að aldri. Árið 1918 giftist hún eftir- lifandi manni sínum, Sveini Sveinssyni. Hún lætur eftir sig 4 börn: Emil í heimahúsum, Goodwin dýrlækni í Dauphin, Man., Henry í Fort Nelson, British Columbia, og Elenor, (Mrs. Thompson) í Sault St. Marie. Einnig 2 hálfbræður, Jón Árnason og Arthur Benedictson í St. James. Tvær systur, Ingu (Mrs. W. McGougan) í St. Vital og Sigríði Árnadóttur í Reykja- vík á íslandi. Einnig 6 barna- börn. ☆ Frú Ingibjörg Shefley frá Vancouver, B.C., sem dvalið hef- ir hér um slóðir síðan í haust, lagði af stað heimleiðis í gær. ☆ Frú Valgerður Dalman frá New York leit inn á skrifstofu blaðsins í fyrri viku og kom hún þá norðan frá Steep Rock, Man., en þangað fór hún til að sitja gullbrúðkaup systur sinnar og tengdabróður, þeirra Mr. og Mrs. Einar Johnson, sem haldið var hátíðlegt þar í bæn- um að viðstöddu miklu fjöl- menni hinn 16. þ. m. Frú Val- gerður er kona Cello-leikarans víðkunna, Freds Dalman; hún er vinmörg hér í borg frá fyrri tíð og fögnuðu því margir komu hennar hingað. Mesta súlubyggð... Framhald af bls. 1 1. NA 167 2. SA 2071 3. NV 1306 3544 Samtals 15178 Samkvæmt þessari niðurstöðu leikur enginn vafi á því lengur, að á engri einstakri eyju er stærri súlubyggð en í Eldey. Hér er þó aðeins átt við byggðir hafsúlunnar (Sula bassana). Skulu hér nefndar nokkrar hinar fjölbyggðustu: Little Skelling (írland) 12000 Boreray (St. Kilda) 9431 Grassholm (Wales) 9200 Bonaventure (Kanda) ...... 6800 Fjöldi súluhjóna hér á íslandi mun því nú vera um 21 þúsund, eða rúm 20% af súluhjónum Atlantshafsins. Þær talningar, sem farið hafa fram í Eldey á undan þessari eru: 1939 fara H. G. Vevers og L. Ársskýrsla Framhald af bls. 5 Utah hið næsta ár, forboði þeirra miklu tíðinda, að íslandsbyggð- ir voru stofnsettar víðsvegar hér í álfu. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri Reykjavíkur, og frú, eru væntanleg hingað til Winnipeg, 24. marz. Koma þau hjónin hing- að í boði Háskóla Manitoba- fylkis og Þjóðræknisfélagsins, og mun Gunnar flytja fyrirlestur við háskólann og nokkur erindi hér í borginni og nágrenni. Stjórnarnefndin hefir kosið í undirbúnings- og móttökunefnd þá Gretti L. Jóhannson, Finn- boga Guðmundsson og séra Philip M. Pétursson. Milliþinganefndir, sem skipað- ar voru á þingi s.l. vetur, munu gera grein fýrir störfum sínum nú. Er þar um að ræða Laga- breytingarnefnd, sem falið var að athuga nauðsyn þess að end- urskoða lög félagsins með sér- stöku tilliti til afstöðu deilda fé- lagsins á Kyrrahafsströndinni. Þá er einnig nefnd í samningu kennslubókar í íslenzku við hæfi vestur-íslenzkra barna og ungl- inga; svo og Skógræktarmála- nefnd og Húsbyggingarmála- nefnd. Af þessum lestri er það ljóst, að félag vort hefir mörgum verk- efnum að sinna, og mörg vanda- mál að leysa. En það ætti ekki að skjóta mönnum skelk í bringu. Ef félag vort hefði engin vandamál til meðferðar, væri það dautt. Dauð félög hafa engin vandamál. Við höfum nú fylkt liði til þess að glíma við vanda- málin og verkefnin og leysa þau. Verkefnið mesta er viðreisn og viðhald þeirra deilda félagsins, sem örðugast eiga uppdráttar og standa höllum fæti. í því efni er vert að athuga hvort félagið er þess megnugt að ráða útbreiðslu stjóra til að ferðast um byggð- irnar einhvern hluta ársins. Þar sem líkt stendur á um félags- samtök eins og hjá okkur, er það jafnan talið nauðsynlegt, og jafnvel lífsnauðsyn að ráða slíkan starfsmann. Um leið og ég fel þinginu mál vor til afgreiðslu, þakka ég stjórnarnefndinni ánægjulega samvinnu á árinu. Þeir Ásgeir Gíslason og Páll Guðmundsson frá Leslie, Sask., komu hingað um helgina til að sitja ársþing Þjóðræknisfélags- ins; létu þeir vel af líðan fólks og afkomu í bygðarlagi sínu. ☆ Meðal annara, sem sóttu þing þjóðræknisfélagsins, voru: Einar Magnússon, Selkirk Dr. S. E. Björnsson, Miniota Ari Johnson, Árborg T. M. Sigurgeirsson, Prince Rupert J. Walter Johannson, Pine Falls. S. V. Venables til talningar að Eldey. Þeir félagar telja af sjó utan í 628 hreiður, en aðstoðar- maður þeirra, Gísli Guðmunds- son, telur ofan á 8700. Alls 9328. 1949 fara J. Huxley, James Fisher, H. G. Vevers og Þor- steinn Einarsson ásamt fleirum til talningar að Eldey. Þrír hinir síðarnefndu töldu af sjó utan í 1177 hræður, en upp á eyjuna varð ekki komizt en þar voru áætluð 9700 hreiður, alls 10877. Með í förinni var Árni Stefáns- son, og tók hann ágætar myndir af sjó. Af samanburði mynda Árna Stefánssonar og þeirra, sem nú var talið eftir, sést að mikil aukning er utan í. Eins og kunnugt er, var Eldey friðuð árið 1940 með sérstökum lögum, en áður höfðu Vestmann- eyingar árlega farið þangað til að taka súlu-unga. Á árunum 1910—1930 voru teknir þar að meðaltali 3257 súlu-ungar á ári. Vestmannaeyingar, sem farið hafa í Eldey til súlna (venjulega í lok ágúst) hafa sagt mér, að þá hafi alltaf verið þó nokkuð flogið af unga, og aldrei var venja að slá nema fullgerðan unga. Meirihluti unga mun því árlega hafa komizt undan súlu- keppum veiðimanna. Á þeim 14 árum, sem liðin eru frá því, er súlu-ungar voru síðast „slegnir" í Eldey, hafa eigi síður um 45500 ungsúlur bætzt við súlustofninn vegna friðunar Eldeyjar. Friðun- in kemur meðal annars fram í því, að byggðin utan í hefir tvö- faldazt frá 1939 til 1949, og er 1953 sexfalt meiri. Eldeyjarfarar hafa sagt mér, að ofan á væri auður blettur, frá því að sótt var súludrit í Eldey 1911. Engan blett var hægt að sjá auðan „ofan á“ á hinum á- gætu myndum frá 1953. Utan í er enn hægt að benda á syllur, t. d. á tveim neðstu stóru syllun- um að SA, þar sem einstaka súlur eru komnar inn í svart- fuglabæli. Viðkoman í Eldey mun því innan fárra ára hafa áhrif á vöxt annarra súlubyggða eða verða vísir að nýjum súlu- byggðum. —VISIR, 14. jan. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 27. febr.: Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ☆ Messur í Norður-Nýja-fslandi Sunnudaginn 27. febr.: Árborg, kl. 2 e. h. Riverton, kl. 8 e. h. Báðar messu á ensku. Robert Jack COPENHAGEN _ ' ’Á :■' Bczta munntóbak heimsins Beztu föt sem fáanleg eru. Ávalt Tip Top búC i grend- inni. Veljið í öryggi hjá Tip Top Tailors Gamlir og nýir viöskiptavinir njóta hlnna sömu kjörkaupa, hinnar sömu persönulegu afgreiCslu hjá elztu og frœgustu fatagerCarverzlun i Canada eftir máli, jafnt fyrlr konur sem karla. BflCir og umboCsmenn I hverri borg frá strönd til strandar. tailors r >Y AFMÆLISSAMKOMA BETELS undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar verður haldin í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Victor Street þriðjudaginn, 1. marz 1955 — Byrjar kl. 8.15 e. h. SKEMMTISKRÁ : O CANADA ÁVARP SAMKOMUSTJÓRA Dr. V. J. Eylands PÍANÓSPIL Edith Lillian Lewis (I. O. D. E. Scholarship winner) EINSÖNGUR Hermann Fjeldsted RÆÐA Rev. Fred J. Douglas SAMSKOT — Afmælisgjafir til Betel FIÐLUSPIL Irene Thorolfson (Sonatina — Anton Anton Dvorak) EINSÖNGUR Hermann Fjeldsted GOD SAVE THE QUEEN Við hljóðfærið: MRS. ERIC A. ÍSFELD Að lokinni skemmtiskrá er öllum boðið að setjast til borðs við kaffiveitingar í fundarsal kirkjunnar.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.