Lögberg - 31.03.1955, Qupperneq 1
ANYTIME
ANYTIME _ ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
— ANYWHERE
CALL
TRANSIT - SARGENT
SILVERLINE TAXI
5 Telephone Lines
20-4845
68. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN, 31. MARZ, 1955
NÚMER 13
Gagnkvæm hópferð milli
Reykjavíkur og Winnipeg
kirkju á föstudags kvöldið kemur VALA THORODDSEN, borgarstjórafrú
Þrír áhugamenn í Winnipeg,
flugfélagið Loftleiðir og ferða-
skrifstofan Orlof í Reykjavík
hafa síðan fyrir jól verið að at-
huga möguleika á gagnkvæmri
hópferð flugleiðis milli Reykja-
víkur og Winnipeg á sumri kom-
anda. Er nú málið komið á þann
rekspöl, að ákveðið hefur verið
að auglýsa slíka för í vegum
ferðaskrifstofnuuar Orlofs bæði
austan hafs og vestan.
Áætlaður faratími verður sem
hér segir:
Hópur frá íslandi
12. júní, brottför frá Reykjavík.
13. júní, komið til Winnipeg, —
eftir um 19 stunda flug.
Sami hópur flýgur frá Winni-
peg 2. ágúst, komið til Reykja-
víkur 3. ágúst.
Hópferð Vestur-fslendinga
til fslands
14. júní, brottför frá Winnipeg.
15. júní, komið til Reykjavíkur.
30. júlí, brottför frá R.-vík.
31. júlí, komið til Winnipeg.
Verður hér því nálega um 7
vikna ferð að ræða.
í ráði, er að skipuleggja 3-4
daga ferð (auk annarra ferða, ef
menn kjósa það) um nærsveitir
Reykjavíkur fyrir hóp þann, er
héðan færi til Íslands. Yrð.i sú
för farin rétt eftir komuna þang-
að, en þó örugglega dvalist í
Reykjavík á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn, 17. júní.
Svipuð ferð verður og skipu-
lögð um næstu íslendingabyggð-
ir og víðar um Manitoba fyrir
hóp þann, er frá íslandi kæmi,
en lengri ferð t.d. vestur að hafi,
fyrir þá, er þess óskuðu. Allar
þessar ferðir yrðu farnar á veg-
um ferðaskrifstofunnar Orlofs,
er samband hefur við ferðaskrif-
stofur um allan heim.
Beðið er eftir upplýsingum
frá Islandi um flugfargjöldin
milli Reykjavíkur og Winnipeg,
Og verða þær birtar jafnskjótt
og þær berast.
Þessi frásögn er aðeins til að
vekja athygli á ferðinni, svo að
menn geti þegar farið að hugsa
sér til hreyfings.
Ég undirritaður hef tekið að
mér að afla þáttakenda vestan
hafs, og bið ég menn því að hafa
Bágborinn hagur
sjúkrahúsa
Nokkra undanfarna daga hafa
dagblöð Winnipegborgar flutt
alvarlegar fregnir um það, hve
Almenna sjúkrahúsið í Winni-
peg ætti erfitt uppdráttar frá
fjárhagslegu sjónarmiði séð, þar
sem rekstrarhalli þess á árinu
sem leið hefði numið þrjú
hundruð þúsundum dollara eða
freklega það; forráðamenn sjúk-
rahússins hafa verið þungyrtir í
garð fylkistjórnarinnar fyrir af-
skiptaleysi hennar af málinu,
með því að nú hefir þing setið á
rökstólum án þess að nokkurrar
minstu ráðstafana til úrbóta
yrði vart, og nú hafa sjúkrahúsa
samtökin í Manitoba, The As-
sociated Hospitals of Manitoba
tekið í sama streng og segja sín-
ar farir ekki sléttar að því er
fjármál þeirra áhrærir.
Hér eru auðsjáanlega góð ráð
dýr; fylkið getur ekki verið án
sjúkrahúsa sinna og hverjum
stendur það þá nær en fylkis-
stjórnni, sem fer með umboð
fyrir fólksins hönd, að hlaupa
undir bagga og leysa skjótlega
þetta vandamál?
beint samband við mig, þegar
þar að kemur. Þeir Jakob Kristj-
ánsson og Finnbogi Guðmunds-
son hafa unnið að undirbúningi
með mér og munn veita mér að-
stoð eftir því, sem á reynir.
Vitað er, að talsverður áhugi
er á Islandi á hópferð vestur og
vonandi, að áhugi á íslandsferð
héðan verði ekki minni. Gagn-
kvæm hópferð er í senn skemmti
legasta og verklegasta leiðin til
aukinna kynna milli Islendinga
vestan hafs og austan að ó-
gleymdum þeim þægindum og
sparnaði, sem vinnast hlýtur við
slík samtök.
Veitið athygli frekari greinar-
gerð í næstu blöðum.
Með kærri kveðju
THOR VIKING
515 Simcoe St., Winnipeg
Sáffrncli staðfestur
Franska þjóðþingið samþykti
með miklu afli atkvæða síðast-
liðinn sunnudag aðild Frakka að
London-París sáttmálanum, er
veita s k a 1 Vestur-Þýzkalandi
fullkomin ríkisréttindi ásamt
heimild til endurhvervæðingar
innan vébanda Norður-Atlants-
hafsbandalagsins, einnig var stað
festur samningurinn við Vestur-
Þýzkaland, er að því laut að hin
auðugu Saarhéruð yrði fyrst um
sinn undir Evrópuþjóða eftirliti.
í dag, 16. febrúar, er skozkur
Islandsvinur, William George
McArthur, starfsmaður við af-
greiðslu Eimskips í Leith (R.
Cairns & Co.) sextugur. Flestir
íslendingar, sem eiga leið um
Leith með skipum Eimskips,
munu kannast við hann undir
nafninu Mr. McArthur. Á þess-
um merku tímamótum er mér
ljúft að minnast lítillega á hið
ágæta starf hans í þágu íslands
og íslendinga nú um fjörutíu ára
skeið, þakka honum alla greið-
vikni, er hann hefir oss í té látið
fyrr og síðar, svo og flytja hon-
um hugheilar hamingjuóskir í
tilefni dagsins.
Síðast, er ég var í Skotlandi,
átti ég stutt rabb við hann í til-
efni afmælisins.
Þegar ég spurði hann um
starfið, vildi hann lítið um það
segja annað, en að sér hefði allt-
af þótt það skemmtilegt. Þess
vegna hafi hann valið það að
ævistarfi, þótt sén: hafi veríð
ætlað annað starf af fjölskyld-
unnar hálfu. Hann var starfs-
maður hjá Ellingsensbræðrum
árið 1914, er téð fyrirtæki tók
að sér afgreiðslu hins nýstofn-
aða Eimskipafélags Islands, og
var McArthur settur yfir deild
þá, er hafði afgreiðslu Eimskips
með höndum. Hefur hann æ síð-
an unnið við afgreiðslu skipa
Eimskips og fylgzt með þróun
félagsins frá byrjun. Hann hefur
unnið verk sitt af trúmennsku
bæði fyrir húsbændur sína sem
og Eimskip og íslenzku þjóðina.
Kynni hans við ýmsa af forráða-
mönnum Eimskips frá upphafi,
ásamt kynnum hans af ýmsum
athafnamönnum í íslenzku þjóð-
lífi, hafa eflaust valdið því,
hversu hann hefur bundizt Is-
landi traustum vináttuböndum.
Þegar rætt er við hann um liðna
tímann, er auðheyrt, að hann er
nákunnugur málefnum Islands.
Hann hefur fylgzt með hinni öru
0r borg og bygð
Vegna lasleika vélsetjarans, hr.
Thors Víkings, var ekki unt að
prenta nema fjórar blaðsíður af
Lögbergi í þessari viku.
framþróun á íslandi frá fyrri
heimsstyrjöldinni fram til þessa
dags og verið að nokkru leyti
þátttakandi í þeirri viðreisn.
Þegar hann er spurður, hvers
vegna honum falli svo vel við
Landann, svarar hann eitthvað á
þá leið, að sér finnist svo margt
líkt með Skotum og íslending-
um. Þess vegna eigi hann svo
marga vini á íslandi.
Eins og ég vék að áður, er
greiðvikni McArthurs viðbrugð-
ið, og eru þau eigi svo fá sporin,
sem hann hefur lagt að baki sér
við að liðsinna veglausum
Landa í Leith og Edinborg. Þetta
hefur verið virt og viðurkennt
að nokkru af opinberum aðilum,
því að McArthur var sæmdur
riddarakrossi Fálkaorðunnar ár-
ið 1949, og er hann fyrsti Skot-
inn, sem slíkur heiður hefur
hefur hlotnazt síðan Island varð
frjálst og fullvalda ríki. —
McArthur hefur fjórum sinn-
um gist ísland á þessum fjórum
áratugum, er hann hefur starfað
að afgreiðslu íslenzkra skipa. 1
tvö skiptin ferðaðist hann um-
hverfis landið og kom þá á all-
flestar hafnir þess.
McArthur er kvæntur Agnesi
Butt, hinni ágætustu konu, er
búið hefur honum fagurt heimili
í Edinborg. Þau eiga tvo upp-
komna syni. Annar þeirra starf-
ar hjá Scotland Yard í London,
en hinn er nemandi, sem dvelst
heima.
I dag verður eflaust gest-
kvæmt á heimili þeirra hjóna í
Edinborg, og gaman væri að geta
þrýst hönd þessa heiðursmanns.
I stað þess verðum við að láta
oss nægja að senda honum hug-
heilar hamingjuóskir með von
um að mega enn um langt skeið
njóta vináttu hans og sam-
fylgdar.
—Mbl., 16. febr.
Samkoma föstudagskveldið
1. apríl
Munið samkomuna föstudags-
kvöldið 1. apríl kl. 8 e.h. í fyrstu
lútersku kirkju.
Dr. Valdimar Eylands verður
samkomustjóri, frú Elma Gísla-
son syngur nokkur lög eftir vest-
ur-íslenzk tónskáld, G u n n a r
Thoroddsen borgarstjóri flytur
erindi um Reykjavík fyrr og nú
og sýnir myndir þaðan og víðar
af Islandi.
Aðgangur 50 cent við dyrnar.
☆
Þeir Matthías Björnson og D.
Björnson sonur hans frá Cav-
alier, North Dakota, voru staddir
í borginni á mánudaginn.
☆
Hin árlega samkoma Viking
Club s. 1. föstudag var fjölsótt.
Gunnar Thoroddsen, borgar-
stjóri flutti snjalla ræðu. For-
seti félagsins, Arthur A. Ander-
son,< stjórnaði mótinu. Þessir
tóku einnig til máls: S. R. Rod-
vick, W. J. Lindal dómari, Gret-
tir L. Jóhannson konsúll, próf.
Finnbogi Guðmundsson, Jón K.
Laxdal, Heimir Thorgrímsson og
Mrs. Hermannson. H. A. Brodahl
las kveðjuskeyti, þar á meðal
árnaðaróskir frá Dr. R. Beck.
Verðlaunin, sem veitt eru á
þessu móti fyrir dyggilegt starf
í þau félagsins, hlutu þau Mrs.
Palmer og Jón K. Laxdal. Þökk-
uðu þau heiðurinn með nokkrum
vel völdum orðum. Að kveld-
verði og ræðuhöldum loknum
var stíginn danz fram á mið-
nætti.
☆
Miss N o r m a Ingimundson
kom um helgina flugleiðis frá
Whitehorse, Yukon í heimsókn
til foreldra sinna Mr. og Mrs. L.
E. Ingimundson, St. Elmo Road,
St. Vital.
☆
Dorcas Socieiy to Show Films
The Dorcas Society of the
First Lutheran Church extends
an invitation to all those inter-
ested to attend their meeting on
Thursday, March 31st, at 8.30
p.m. in the lower auditorium of
the church, at which films en-
titled “Iceland on the Prairies,”
“Listen to the Prairies” and
“Sunny Iceland” will be shown.
Collection will be accepted for
the refreshments.
E. Mae Fitton,
Corr. Secretary
Björgvin Guðmundsson, tón-
skáld, frá Akureyri, og kona
hans, frú Fríða eru væntanleg
hingað til lands í júní mánuði,
koma þau sjóleiðis til New York
með Eimskip. Þau eiga bæði
margt skyldmenna og fjölda
vina bæði í Manitoba og Saskat-
chewan og munu verða Vestur
Islendingum aufúsugestir.
☆
Hin þrítugasta árlega sýning
mynda eftir Manitoba listamál-
ara var opnuð af Mrs. John
Bracken s.l. sunnudag í Winni-
peg Art Gallery. Þar eru myndir
til sýnis eftir Helgu Miller,
dóttur séra Guðmundar heitins
Árnasonar og frú Sigríðar konu
hans.
Vakti mynd hennar af Allan
syni hennar sérstaka athyggli.
Peter Wengel, 12 ára að aldri,
þykir listamannsefni. Hann er
sonur Dr. Aldísar Thorlakson
Wengel og Dr. Roman Wengel.
Peter byrjaði að mála 9 ára
gamall og sýnir þarna olíumála-
verk af móður sinni. Sýningin
verður opin til 3. apríl.
☆
Við nýafstaðna hljómlistar-
samkeppni Manitobafylkis, sem
haldin var hér í borginni, hlaut
Luxton skólakórinn 86 stig og
létu dómendur þannig ummælt,
að flokkurinn hefði borið vitni
um „great spirit and excellent
rhythm." Flokk þennan þjálfaði
ásamt mörgum öðrum skólakór-
um, Miss Gloria Sivertson, sem
er snilingur mikill á vettvangi
hljómlistarinnar; hún er íslenzk
í móðurætt, dóttir frú Maríu
Sivertson.
☆
Mrs. Edwards frá Calgary,
Alta., systir Mrs. Ingibjargar
Cross, dvelur um þessar mundir
í borginni í heimsókn hjá skyld-
fólki og vinum.
☆
Séra Harald S. Sigmar, sóknar-
prestur á Gimli, var staddur í
borginni á þriðjudaginn.
☆
Dr. P. H. T. Thorlakson og frú
eru nýlega komin heim eftir
rúma mánaðardvöl suður í hinu
sólhlýja Floridaríki.
☆
The meeting of the Jón Sigurð
son Chapter I.O.D.E., announced
for April lst, has been postponed
to a later date not yet deter-
mined.
Seinnipart síðastliðins laugar-
dags, höfðu þau G. L. Jóhannson
ræðismaður og frú virðulegan
móttökufagnað á hinu fagra
heimili þeirra, 76 Middlegate, til
heiðurs þeim Gunnari borgar-
stjóra Thoroddsen og konu hans,
frú Völu Thoroddsen; það má til
sanns vegar færa, að á heimili
ræðismanns hjónanna sitji gest-
risnin á Guðastóli, gestrisni
hjartans og hinnar fylztu alúðar;
var þarna margt um manninn og
nutu gestir ósegjanlegrar á-
'nægju af að kynnast þessum
glæsilegu og ágætu hjónum, sem
nú ráða ríkjum í höfuðborg
íslands.
☆
Mr. and Mrs. John Bergman
announce the engagement of
their only daughter, Joan Aud-
rey, to Mr. Bradley R. B. Colbert
only son of Mr. and Mrs. C. O.
Colbert, Long Acres, Aldershot,
Ontario. The wedding will take
place at the First Lutheran
Church, Victor and Sargent, on
May 7, 1955, at 3 p. m. Dr. V. J.
Eylands officiating.
Brad is a Product manager
with the Quaker Oats Co. of
Canada at Peterborough, Ont.
■fr
Donations to the Arborg Mem-
orial Hospital "Memorial Fund"
Mr. and Mrs. G. O. Gislason,
Gimli, Man., in memory of Jonas
M. Jonasson, Geysir, Man., 5.00.
Mrs. Thora Oliver, Selkirk, Man.
in memory of Guðmundur Vig-
fusson, 10.00 and Tryggvi Bjorn-
son, 5.00.
Received with thanks,
( Mrs. E. Gislason,
Sec. Treas.
☆
Hinn 23. marz síðastliðinn
varð bráðkvaddur að heimili
sínu í Riverton, Hermann Thor-
steinsson útgerðarmaður og fiski
kaupmaður 68 ára að aldri; hann
var drengur góður og vinsæll, er
ekki vildi vita vamm sitt í neinu.
Hann lætur eftir sig konu sína
Margréti, ásamt fjórum upp-
komnum börnúm; einnig lifa
hann tvær systur.
Vegna fjærverandi ættmanna
hins látna, varð að fresta útför-
inni, sem gerð verður frá kirkju
bræðrasafnaðar í Riverton kl. 3
^e.h. á laugardaginn kemur, þann
2. apríl.
☆
Silver Tea og Home Cooking
Sala til arðs fyrir Sunrise Luth-
eran Camp verður haldin undir
umsjón hinna þriggja kven-
félaga fyrsta lúterska safnaðar í
Winnipeg (Kvenfélagsins, Wo-
men’s Association og Dorcas) í
samkomusalnum í Eaton’s búð-
inni á fimtudaginn 7. apríl frá
kl. 2.30 til kl. 5 e.h.
Mrs. Sigurjón Sigurðson, Mrs.
Paul Sigurðson og Mrs. C.
Scrymgeour taka á móti gestum.
Kaffiborðin eru í umsjá Mrs.
S. Sigurðson, Mrs. J. Ingimund-
son og Mrs, J. R. Storry.
Fyrir matarsölunni standa
Mrs. S. O. Bjerring, Mrs. H.
Olsen og Mrs. L. Gibson.
Aðalforstöðukona er Mrs. A. S.
Bardal. Þetta er eina samkoman
sem hér er haldin í Winnipeg til
arðs fyrir sumarheimilið og er
þess vænst að sem allra flestir
vinir og velvildarmenn styðji
þetta góða fyrirtæki eftir föng-
um.
Allslags kaffibrauð verður til
sölu einnig blóðmör og lifrapylsa.
☆
Veitið athygli!
Af ófyrirsjáanlegum ástæðum
verður FRÓNS-fundinum, sem
halda átti 1. apríl, frestað til 11.
apríl. — Skemmtiskrá fundarins
verður nánar auglýst síðar.
—Nefndin
Sexiugur íslandsvinur:
William G. McArthur