Lögberg - 31.03.1955, Síða 2

Lögberg - 31.03.1955, Síða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. MARZ, 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið flt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVBNUE, WXNNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager Utanáakrift ritstjðrana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WXNNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colurnbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hálfrar annarrar aldar afmæli heimsfrægs ritsnillings Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK Laugardaginn 2. apríl næstkomandi eru rétt 150 ár liin frá fæðingu hins heimsfræga danska ritsnillings, ævin- týra meistarans Hans Christian Andersen. Verður þessa merkisafmælis hans, að vonum, minnst með veglegum og víðtækum hátíðahöldum í Danmörku, og þá sérstaklega í fæðingarborg hans Odense og í Kaupmannahöfn. Jafnframt verður afmælið haldið hátíðlegt í eitthvað 70 öðrum lönd- um, og ber það vitni víðfrægð og ástsæld Andersens, enda standa börn og foreldrar um allan hinn menntaða heim í mikilli þakkarskuld við hann. Um hann má segja með sanni, að hann hafi verið sonur karls í koti, sem kóngsríkið vann. Ævi hans var eins ævin- týraleg og nokkur af sögum hans sjálfs. Þetta gaf hann í skyn, er hann valdi sjálfsævisögu sinni nafnið: „Ævintýri lífs mins“ (Mitt Livs Eventyr); en hún byrjar á þessa leið: „Líf mitt er fagurt ævintýri, innihaldsríkt og unaðssælt,“ En þetta var ritað, þegar snilld höfundarins hafði hlotið verðskuldaða frægð bæði heima og erlendis. Hitt sýnir sjálfsævisaga hans, svo engum fær dulist, að frægðarbraut hans var hvorki bein né slétt. Hann kleif margan örðugan hjalla áður en hann komst upp á sigurtindinn. Þetta sést einnig víða í ritum hans, ekki sízt í ævintýr- um hans. Það leikur ekki á tveiiji tungum, að sagan „Ljóti andarunginn“ er saga skáldsins sjálfs. Flestir kannast við söguna þá. „Vesalings ljóti andarunginn,“ sem bæði endurn- ar og hænsnin börðu og bit'u, hröktu og hæddu, af því að hann var öðruvísi en þau. Hann átti ekki sjö dagana sæla í andagarðinum. Og lengi mátti hann þola örlög olnboga- barnsins. En loksins kom vordagurinn ógleymanlegi, þegar hann sá í spegilsléttu vatninu, að hann var sjálfur svanur. „Og stóru svanirnir syntu hringinn í kringum hann og struku honum með nefjum sínum — og gömlu svanirnir lutu honum.“ Andersen varð líka að þola marga mæðu, áður en samtíðarmenn hans, eigi sízt margir landa hans, sáu og skildu, að hann var svanur — afburða skáld. Hans Christian Andersen var fæddur 2. apríl, 1805. Hann var sonur fátæks skósmiðs í Odense á Fjóni. Naut lítillar menntunar í æsku, en las allt, sem hann komst hönd- um yfir. Ellefu ára að aldri missti hann föður sinn. Er pilturinn hafði fermdur verið, vildi móðir hans, að hann lærði skraddaraiðn, en því var Andersen algerlega mót- fallinn, og grátbændi móður sína, að lofa sér að freista gæfunnar í „kóngsins Kaupmannahöfn.“ Að lokum lét móðir hans undan og leyfði honum brottförina. En hún hafði haft allan vara á. Hún hafði leitað til spákonu einnar í Odense, sem lét svo um mælt — er hún hafði leitað vé- frétta í spilum og kaffikorg — að Andersen myndi mikill maður verða, og sá dagur myndi koma, að Odensebær yrði skrautlýstur honum til heiðurs. Fjórtán ára gamall, með eitthvað tíu ríkisdali í vasan- um, hélt Andersen úr föðurgarði, að leita gæfunnar. Hann var sem hetjurnar í ævintýrunum, er allalausar og ein- mana lögðu út í heiminn. En Andersen var hinn öruggasti, setti traust sitt á handleiðslu forspónarinnar, minnugur þess að löngum fór vel í ævintýrunum. Aður en hann fór að heiman, hafði hann sagt við móður sína: „Fyrst verður maður margt illt að þola, og svo verður maður frægur.“ Hann reyndist sannspárri, en hann mun hafa grunað. Vegur snillingsins er eigi sjaldan þyrnum stráður, og sannaðist það eftirminnilegs á Andersen. Hann varð að þola sár vonbrigði og margt andstreymi, áður en frægðardraumur hans rættist. En er stundir liðu, hlutu ritverk hans verðuga viðurkenningu erlendis og heima fyrir Hann fór sigurför úr hverju landi í annað í Norðurálfunni, og heima á ættjörð hans öfluðu ævintýri hans honum vax- andi lýðhylli með ári hverju. Sjálfsævisaga skáldsins, sem út kom á fimmtugsafmæli hans, jók einnig vinsældir hans í Danmörku. Ýmiskonar virðingarmerki hlóðust nú að honum. Hinn 23. nóvember 1867 var Andersen gerður að heið- urs borgara Odensebæjar; var bærinn skrautlýstur og mikil hátíð haldin við það tækifæri. Spákonan hafði reynst sannspárri en margar stallsystur hennar. Og sjálf „kóngs- ins Kaupmannahöfn“ sýndi Andersen að lokum verðskuld- aðan sóma. Hinn 26. júní 1880 var afhjúpuð höggmynd sú af skáldinu, er stendur í Rosenborgarhallargarði. Kom hér fram kaldhæðni örlaganna. Því að í skemmtigarði þessum hafði Andersen, bláfátækur unglingurinn, setið og maulað þurrt brauð, er hann átti eigi ráð á betri miðdegisverði. Við minnisvarða hans þar í skemmtigarðinum fer einnig fram meginþáttur í hátíðahöldunum í tilefni af 150 ár afmæli hans, er nær hámarki sínu í skrúðgöngu 5000 barna þangað. Ekkert sæmir heldur betur minningu ævintýraskáldsins, en að dönsk börn hylli hann með þeim hætti. Andersen var kunnugt um, að reisa átti ofannefnda standmynd honum til heiðurs, en hann lifði eigi, að sjá því verki lokið. Hann andaðist, rúmlega sjötugur að aldri, 4. ágúst 1875. Varð honum ævikveldið ánægjulegt, því að hann var umkringdur ábætum vinum og fórnfúsum. Andersen var óvenju fjölhæfur og afkastamikill rit- höfundur. Hann orti margt kvæða. Meðal hinna bestu og víðfrægustu þeirra er „Hið deyjandi barn,“ sem 'margir kannast við í íslenzkri þýðingu. Hann samdi einnig margar skáldsögur, er teljast meðal merkustu rita hans. Hann ritaði fjölda sjónleika, er sumir urðu vinsælir á leiksviði, en ekki var h a n n atkvæðamikið leikrita- skáld. Ferðalýsingar hans eru skemmtilegar og vel samdar, en hann var ferðalangur mikill. Þá er fyrrnefnd sjálfsævisaga hans stórmerkilegt rit og heillandi. Eitthvert allra frumlegasta og yndislegasta rit Andersens er þó „Myndalaus myndabók“ (Billed- bog uden Billeder), er kom út í Heimskringla í prýðilegri þýð- ingu dr. Sigurðar Júlíusar Jó- hannessonar fyrir tveim áratug- um síðan. Hér lætur Andersen tunglið lýsa ýmsu því, sem bor- ið hefir fyrir sjónir þess á ferð- um þess kringum jörð vora. í þessu safni meistaralegra smá- mynda blasir lífið sjálft við oss í fjölbreytni sinni, og málið á þessum tilbreytingaríku frásögn um er framúrskarandi þýtt og ljóðrænt. Þetta sérstæða og snilldarlega rit Andersens er, að efni og frá sagnarhætti, náskylt ævintýrum hans. En þeim á hann heims- frægð sína að þakka. Fyrsta hefti þeirra kom út 1835, fyrir 120 árum síðan, og rak svo hvert heftið annað þangað til 1872. Sem vænta má, eru ævintýrin ekki öll jafn ágæt, en fjölda- mörg þeirra eru löngu viður- kennd listaverk. Þau hafa farið heimskauta milli, og kann ég ekki nöfn eða tölu á öllum þeim tungum, sem þau hafa verið sem þau hafa verið þýdd á. Efni ævintýranna er sótt víða að. Sum eru byggð á dönskum þjóðsögum, sem Andersen hafði heyrt í æsku; önnur eru erlend að uppruna. En þó efnið sé lán- að, þá hefir skáldið jafnan lagað það í hendi sér. Mega ævintýrin því yfirleitt kallast skáldskapur hans sjálfs. Og hann hefir sjálfur skýrt frá uppruna ýmsra þeirra. Eitthvert atvik, einhver endur- minning, eitthvað, sem vakti eftirtekt hans — það gat verið blóm, dýr eða leikfang — varð honum oft efni ævintýra. 1 orð- um skáldsins: „Þau lágu í hug mér sem frækorn, og þurftu eigi annað en vindblæ, sólargeisla eða malurtardropa, svo að þau yrðu að blómi.“ Mörg ævintýrin eru þannig auðsjáanlega árang- urinn af augnabliks hughrifum. Samt skyldi enginn ætla að skáldið hefði eigi lagt rækt við að hefla þau og fága. Hann yfir- fór þau mörgum sinnum, unz hann hafði klætt þau í þann snilldarlega búning, sem al- menna aðdáun vekur. En sam- ræmi efnis og forms er ekki utill þáttur listar hans. Og engum blandast lengur hugur um, að hin beztu ævintýr- anna séu, frá listarinnar sjónar miði, fullkomnust allra rita Andersens. Hér naut fjölhæf skáldgáfa hans sín til fulls: frumleiki hans, hugarflug og skörp eftirtekt. Hér gat hann gefið í m y n d u n sinni lausan tauminn, látið hana fara gandr- eið um loft og lög, kanna haf- djúpin og iður jarðar. Hér var hann ekki hnepptur um of í fjötra formsins. Enda eru ævin- týri hans og sögur svo fjölbreytt að efni og búningi, að hreinni furðu sætir. Hér eru ljóðræn kvæði, þó í óbundnu máli sé, stuttar skáldsögur, glettnir gam- anleikir og háalvarlegir harm- leikir. Ekki verða hér þulin nöfn á ævintýrunum og sögunum, en geta má þess, að mörg hin allra beztu þeirra og frægustu eru í safni því, sem Steingrímur skáld Thorsteinsson þýddi á vora tungu. Sem ævintýraskáld á Ander- sen ekki sinn líka. Á því sviði er hann konungur konunganna. I hverju er hin mikla list hans fólgin? 1 bréfi, er hann ritaði um það leyti, sem hin fyrstu ævintýri hans komu á prent, segir hann: „Ég hefi byrjað á nokkrum ævintýrum, sem sögð eru fyrir börn; ég hefi ritað þau alveg eins og ég mundi segja barni þau.“ Hér leggur skáldið áherzluna á höfuðeinkenni ævintýra sinna og sagna — frásagnarháttinn. Þau eru við hæfi barna, rituð frá sjónarmiði þeirra, en skáldið skildi til fulls hugsunarhátt þeirra. Honum veittist létt, að setja sig í spor þeirra og líta á lífið með þeirra augum. Þetta hefir engu ævintýraskáldi tek- ist eins vel og honum. Og eflaust er það rétt, að hið ríka barnseðli hanS hafi átt sinn þátt í því, að honum tókst þetta svo meistara- lega. Frá því á stúdentsárum sínum hafði Andersen tamið sér, að segja börnum sögur; þannig þroskaðist smám saman hjá hon- um hið sérkennilega orðfæri, er hann notar í ævintýrum sínum. Hann talar beint til barnanna og miðar orðaval og allan rithátt sinn við þroska þeirra og þekk- ingu. Setningarnar eru stuttar og einfaldar, eins og í mæltu máli, er menn segja börnum frá einhverju, samlíkingarnar hlut- rænar, miðaðar við það, sem börn þekkja. Segi menn börnum frá einhverju dýri, þá herma menn líka eftir því til fyllri lýs- ingar og á h e r z 1 u: krunka, hneggja, baula o. s. frv. eftir því, sem við á. Og allt þetta gerir Andersen á pappírnum svo lysti- lega, að mann stórfurðar á leikni hans. Hann segir söguna í stað þess að rita hana. Annað er það, að Andersen persónugervir dýr og dauða hluti. En þetta gera börnin líka í leikjum sín- um. Fyrir þeim er allt lifandi og sálu gætt — brúðan sem köttur- inn, stóllinn sem fuglinn, skýið sem blómið. Ævintýri Andersens og sögur eru því fyrst og fremst ætluð börnunum ,en hann hafði hina fullorðnu einnig í huga, er hann skráði þau. Hann segir í bréfi til skáldsins Ingemann: „Ég gríp hugmynd við hæfi hinna full- orðnu — og segi svo frá fyrir börn, minnugur þess, að pabbi og mamma hlýða oft á, og þeim verður eitthvað að fá til umhugs- unar. Og einmitt þessa, að Ander sen talaði bæði til hinni yngri og hinna eldri, verður hvarvetna vart í ævintýrum hans. Eins og lífið sjálft, horfa þau öðru vísi við frá sjónarmiði hins saklausa og óreynda, en hins reynda og harðnaða. Barnið les ævintýrið sögunnar einnar vegna, og finn- ur þar andlega næringu og unað. Hinn fullorðni finnur þar, eða getur fundið, dýpri merkingu, eilífsanna speki, ávöxt fjöl- breyttrar og oft dýrkeyptrar reynslu skáldsins sjálfs. Ekki verður því neitað, að margt af því, sem Andersen rit- aði er löngu fallið í gleymsku. En hann lifir og mun halda á- fram að lifa í hinum meistara- legu ævintýrum sínum. Þau eru sígild, hafa allt í senn till brunns að bera: frumleik, fegurð og sannleiksgildi. Og ég er svo gam- aldags, að ég held því fastlega fram, að slík ævintýri séu hollur lestur börnum og unglingum. Þau verða ekki andlega snauðari við það, að kynnast Hans Chris- tian Andersen. Hann opnar les- endum sínum veröld dýrðar og furðu, hann eykur ást þeirra til allra manna, ást þeirra til alls, er lifir, ást þeirra á sannleik, góðvild og réttlæti. Og ævisaga Andersens getur verið hinum ungu hvatning til dáða og fram- sóknar. Hún sýnir, að hið lífs- hæfa heldur velli. „Ekki sakar þann að vera fæddur í andagarði sem í svanseggi hefir legið.“ Andersen áleit hina óvenju- legu snildargáfu sína guðlega gjöf, sem ekki mátti misbeita, og þessi háleiti skilningur hans á köllun hans óx eftir því, sem árin liðu. Hann hafði lært það, að hinir mestu í heimi hér helga líf sitt hárri hugsjón. 1 kvæðinu „Zombien“ (sem Bjarni Jónsson frá Vogi þýddi) segir skáldið: Andans snilli er einhlít varla, ef að kalt er mannsins hjarta.“ Hann gat djarft úr flokki talað; hann átti bæði hlýleik hjartans og hreinleik þess. Hann var alla ævi snillingurinn með barnshjartað. Kaupið Lögberg VEÐLESNESTA ISLENZKA BLAÐIÐ m BLOOD BANK T H I S SPACE CONTRIBUTE D B Y DREWRYS MAN ITOBA D I V I S I O N WESTERN CANADA BREWERIES L I M I T E D HD-352 L.i JAR SOKKARyJ Skoðið hina nyju vG*vV*V Pen-flex SOKKA Hin eina tegund fvíilja sokka í Canada 13-S-5 Fáanlegir úr 100%nylon eða ull Ágætt handa ömmudreng — og ömmu! Ljúffent á bragðið. Wampole’s inniheldur ekki neina ollu og reynist fyrirtak ár út og ár inn fyrir fólk á öllum aldri. Eink- um holt fyrir ungbörn. Auðugt af bætlefni “D” og caleium pað styrkir bæði heUsu og llfsþrðtt. Reyn- ið þetta sjálf. EXTRACT onlt‘i?* 0F C0D LIVER W-4-R KONUNGLEGA CANADISKA LÖGREGLA litast eftir mönnum fyrir lúðrasveit sína í Ottawa, Ontario og Regina, Saskatchewan. Ungir menn frá 18 til 30 ára gamlir og ókvæntir koma til greina við valið ef þeir geta leikið á eitt eða fleiri af eftirtöldum hljóðfærum: Flauta, Oboe, Básúna, Klarinett, Valdhorn, Trompett, Bassifíól, Lúður, Trombón, Bassi og Slag- hljóðfæri. Allar upplýsingar veittar hjá: The Commissioner R. C. M. POLICE, OTTAWA, ONTARIO

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.