Lögberg - 31.03.1955, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN, 31. MARZ, 1955
3
J~
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
V
DA LALÍF
^— - r
Hann hvarf þegjandi út í myrkrið.
„Skárri er það fýlan í skepnunni", sagði Lína, lokaði gluggan-
um og tók bréfið, sem var frá Þórði og stakk því í barm sinn.
Hún ætlaði ekki að lesa það, fyrr en hún væri. komin upp á
herbergið sitt og farin að hátta.
Kvöldið leið eins og önnur kvöld; kannske heldur seinna,
fannst Línu. Hún var hálfhissa á því, að ekkert súkkulaðistykki
skyldi fylgja bréfinu eins og venjulega. Þegar hún hafði lokið við
verkin sín, fór hún upp með lampann í annarri hendinni en litla
klukku í hinni, sem hún hafði uppi hjá sér á nóttunni. Henni
fannst ónotalega kalt uppi samanborið við hitasvækjuna niðri í
eldhúsinu. Hún tók sjalið sitt upp úr kommóðuskúffunni og vafði
því utan um sig meðan hún var að lesa bréfið. Hún reif frá endan-
um á umslaginu og tók bréfið innan úr. En hvað þetta var stutt,
aðeins fáar línur. Hvernig stóð á þessu? Hann hlaut að hafa verið
tímalaus, fyrst hann skrifaði henni svona stutt bréf. Hút varð
alveg hissa. Kveðjan var ekkert annað en: „Lína mín! Þú hefðir
ekki átt að veita húsbóndanum alveg svona rausnarlega af víninu,
seinast þegar hann heimsótti þig. Ég er hræddur um, að þú hefðir
roðnað, ef þú hefðir heyrt allt það, sem hann sagði mér á heim-
leiðinni. Það er sá góði kostur við vínið, að sjaldan sniðgengur sá
sannleikann, sem hefur fengið sér mátulegan skammt af því. Svo
að nú veit ég um allt, sem farið hefur verið með á bak við mig. Ég
ætla ekki að ásaka þig neitt. Ég óttaðist alltaf að svona myndi
fara. En mér þótti vænt um þig, og ég ætiaði að hjálpa þér til
þess að verða heiðarleg stúlka. Þú varst einu sinni beðin þess. En
þú vilt ekki vera það. Þess vegna skaltu vera frjáls að því að
njóta þess, sem hjarta þitt þráir. Ég dreg mig í hlé, eins og ég var
búinn að segja þér. Þú skalt ekki hugsa um mig framar, enda veit
ég, að þú gerir það ekki. En hefurðu nokkurn tíma hugsað um,
hvaða endi þetta muni hafa? Kannske fer það vel, en samt er ég
svo margskiptinn að segja, að ég sé kvíðandi fyrir framtíð þinni,
því að það máttu vita, að ég verð alltaf vinur þinn, þó að þér finnst
það ótrúlegt og einskisvert. Ég vona, að það eigi ekki fyrir þér að
liggja, að verða eins hrygg og ég er nú og hef verið, síðan við
sáumst síðast. Þú mátt vera róleg „hans“ vegna. Það skal ekkert
hræðilegt koma fyrir okkar á milli, enda er þetta mér nú óvið-
komandi. Þakka þér fyrir allt vel gert.“
Stafirnir hans voru undir bréfinu, en ekki fullt nafn eins og
venjulega.
Lína las bréfið upp aftur og aftur. Það var eins og hún gæti
aldrei trúað því, að hún læsi rétt. Þetta var uppsagnarbréf. Hann
sagði slitið öllu sambandi við hana. Enginn búskapur í Seli, ekkert
sem hún gæti byggt traust sitt á. Hvernig gat þetta öðruvísi farið,
fyrst að hann komst að sannleikanum? Hann gaf henni frelsi sitt.
Hún var frjáls. Það gleðjast víst flestir yfir ví að heimta frelsi sitt.
En Lína gladdist alls ekki, þó að hlekkirnir hryndu svona allt í
einu af henni. Þeir voru það, sem hún byggði allar vonir sínar á.
Til hvers átti hún að nota frelsi sitt? Til þess að lifa sem óheiðar-
leg stúlka? Það eina ,sem komst að í huga hennar var, að Þórður
var hryggur. Og það var hún, sem hafði hryggt hann, þennan
trygglynda mann, sem hafði sagt, að sér gæti aldrei orðið illa við
þann, sem einu sinni hefði verið vinur sinn. Hún sat dágóða stund,
skilningssljó og dreymandi. Svo fóru tárin að þrengja sér fram
í augun, og að lokum grét hún beiskum vonleysisgráti. Hún fann,
að hún var orðin köld og dofin, og það fóru um hana skjálftakippir.
Hún tók teppið ofan af rúminu og braut það snyrtilega saman,
THiCalvert Canadíska vasabókin
NÚMEH 30
Þetta er ein þein-a Rreina. sem sérstakI«Ka eru ætlaðar nýjum
innflytjendum í Canada.
JARNBRAUTIR CANADA
Vestur Canada er enn fáment og strjálbygt. Járnbrautir þessa
víðáttu mikla lands eru því vegna þessa þarfari en járnbrautir nokk-
urs annars lands eru. Þarna er um 3,846,000 fermflna af landi að
ræða. Og það sem bindur íbúana saman og er þeim til efnalegrar
viðreisnar, er hið mikla starf járnbrauta landsins.
Frá byrjun hins „stórfelda æfintýris" járnbrauta í þessu landi
sem hðfst fyrir 1200 árum, hafa þær nú útbreiðst og eru ati mflu
fjölda ðviðjafnanlegar í nokkru landi nema í Bandarfkjunum og
Hússlandi — og eru bæði þessi lönd þð afarlangt á undan Canada a8
fölksfjölda.
Upphaflega voru þrjár járnbrautir lagSar þvert yfir landið.
Canadian Pacific Railway byrjaði að leggja sínar brautir brátt eftir
sameiningu Canada 1867, og tengdi þá hvert héraSiS af öSru viS annaS,
og áriS 1885 var brautar lagningin komin yflr þvera álfuna og vestriS
opnaS fyrir innflutningi. HveitiuppgripiS upp úr aldamðtunum 1900
jðk innflutning, velmegun og öSra stækkun bygSanna, en meS þvl
jðkst lcrafan enn meirra til aS fjölga járnbrautum. Tvö kerfi yfir þvera
álfuna Canadian Northern og Grand Trunk Pacific, var byrjaS og
hamast viS aS byggja og lokið viS 1915.
En innflutningur var stöSvarSur vegna fyrsta heimsstrtSsins og
samgöngur f vestur fylkjunum efldust ekki eins og viS var búist. Hín
tvö nýju kerfi höfSu viS efnalega erfiSleika aS blíma, og urSu brátt
gerS aS þjðSeign og sameinuS í Canadian National Railways áriS 1921.
Þannig er járnbrauta-net Canada ofiS úr tveimur uppistöSum,
Canadian Pacific Railway, sem er hlutafélag af stjórnar reksturskerfi,
Canadian National Railway. BæSi C.P.R. og C.N.R. hafa ávalt unniS
saman, undir stjðrnar eftirliti eins langt og áhrærir lagningu brauta
og til aS forSast tvítekningu þeirra. Nefnd sem um flutninga sér af
sambandsstjðrnar hálfu, ákveður burSargjald vöru og verð farbhéfa
eigi sfSur en mál er áhrærir lagningu nýrra brauta og öryggi starfs-
reksturs þeirra. Allur útbúnaSur er hinn fullkomnasti hjá báðum
kerfunum og hinn ðdýrasti fyrir farþega sem hugsast 95,000 mílum
af jérnbrautum sem kerfín til samans eiga. BæSi kerfin hafa rekstur
fuilkomnustu skipa meS höndum, er um úthöfin sigla loftferðalaga,
gisti húsa, ritsima sendinga og skyndi flutninga og skeyta um alt land.
Calvert
DISTILLERS LIMITED
AMHBSIIURO. ONTARIO
eins og hún var vön, og fór upp í rúmið í öllum fötunum, með
spalið vafið utan um sig. Á kommóðunni lá dálitill böggull. Það
var súkkulaði og brjóstsykur; seinasta gjöfin frá Þórði. Hún hafði
ætlað að senda það heim að Háakoti. Nú tók hún það innan úr
umbúðunum, kyssti það og lét það undir koddann sinn. Það var
allt of dýrmætt til þess að gefa það. Nú var allt orðið dásamlegt
frá honum, þessum góða vini, sem hún var búin að missa. Nú fann
hún það, þó að hún hefði ekki elskað hann með þessum ofboðslega
hita gosæluríku þrá eins og Jón, þá hafði hann átt allt hennar
traust, og án hans samfylgdar fannst henni framtíðin glórulaust
myrkur. Og samvizkán átaldi hana miskunnarlaust fyrir það,
hvernig henni hefði farizt við hann. Hún grúfði sig ofan í kodd-
ann og grét sig í svefn. En draumarnir voru jafn erfiðir og vakan.
Hún vaknaði nokkru seinna og skalf ennþá. Ljósið hafði hún
gleymt að slökkva. Hún blés ofan í glasið, en þá fannst Jienni
myrkrið hræðilegt, og samvizkan byrjaði aftur að hrella hana. Þá
reyndi hún að lesa allar bænirnar, sem hún kunni, og út frá því
sofnaði hún.
„Lína! Lína! Eruð þér veikar?“
Þetta var það, sem Lína heyrði næst. Húsmóðir hennar stóð á
náttkjólnum við rúmið hennar. Það var orðið hálfbjart. Aldrei
hafði það komið fyrir, að Lína færi ekki.stundvíslega á fætur fyrr
en nú. Það var von, að frúnni flygi að ( hug, að hún væri veik.
Lína settist kófsveitt upp. Hún stökk í ofboði fram úr rúminu,
alklædd innan í sjali.
„Hvað er þetta? Af hverju hafið þér ekki háttað?“ spurði
frúin alveg hissa.
„Ég var svo syfjuð, og mér varð svo kalt, þegar ég kom upp,“
fátaði Lína út úr sér , ráðleysi.
Hún las tortryggnina út úr svip frúarinnar og flýtti sér niður,
hálf skömmustuleg á svip. Ekki nema það þó, að þurfa að láta
vekja sig eins og krakka. Það skyldi hún heyna að láta ekki handa
sig oftar.
Vinnumaðurisn sat við eldhúsborðið. Hann var búinn að
kveikja á olíuvél og setja ketilinn upp.
„Nú varstu þó einu sinni almennilegur, Simmi minn, að vera
búinn að hita kaffið. Ég hef sofið yfir mig eins og hálfviti,“ sagði
hún og tók til að mala á könnuna.
Simmi gaut til hennar lymskulegu hornauga og glotti.
„Ég þarf að fara út á Strönd fyrir lækninn, en mig langaði í
kaffið áður,“ sagði hann. „En hvaða óvenjulegur svefn er þetta í
þér? Varstu í fagurlífi í gærkvöldi, skinnið? Kannske rölt upp í
hvamm, og hann verið óvenju seinvirkur sá, sem þú ert að finna?“
Hann hló og glennti upp augun, eins og alltaf, þegar hann var með
einhverja slefsöguna, sem hann var viss um, að skemmti tilheyr-
endum sínum.
Lína missti niður kaffið úr skúffunni, áður en það kæmist í
pokann. „Það vantaði nú bara,“ hugsaði hún, „að hann færi að
gruna hvern hún var að finna uppi ( hvamminum, þennan óþverra
strák, sem alltaf var með illkvittni og slúður í túlanum.“
„Ég er engan að finna,“ sagði hún um leið og hún strauk kaffið
saman fram af borðinu. „Mér þykir bara gaman að sjá fram í
dalinn.“
„Já, það er gaman að sjá framan í dalbúana líka, áður en þeir
k fara heim til sín,“ hélt hann áfram í ertni.
„Látu ekki sjóða upp úr katlinum, þvættikollur," sagði Lína.
Hún var handfljót að koma kaffinu á bakkann og fara með
það inn til hjónanna. Líklega var þetta fyrirboði einhverra vand-
ræða, að hún skyldi sofa svona yfir sig og gera sig tortryggilega í
augum frúarinnar með því að vera alklædd undir sænginni. En
hún var jafn hlýleg við hana og hún var vön að vera.
Um kvöldið, þegar hún var komin upp í herbergið sitt, tók hún
upp skriffæri og fór að skrifa Þórði. En það var stutt bréf. Hún
ætlaði að reyna að telja honum trú um, að Jón hefði skrökvað
þessu öllu upp í dyrkkjuvímunni. En það var ekki til nokkurs
hlutar. Hún sagði honum aðeins, að hún gæti ekki hugsað sér
neitt líf annað en að verða konan hans og búa í Seli. Hún ætlaði
sér að verað honum ákaflega góð, ef hann vildi fyrirgefa sér. En
þagar hún svo las bréfið yfir, sá hún, að það var ekkert annað en
rugl, sem ekkert þýddi að senda. Það yrði betra að reyna að ná
tali af honum þegar hann kæmi næst ofan eftir. Það yrði eftir
þrjá daga. Svo kveikti hún í bréfinu og horfði á það brenna. Hún
sofnaði fyrr en kvöldið áður, því að nú var svolítið vonarljós
kviknað í sál hennar, um að enn myndi hún geta haft Þórð góðan.
En þessir þrír dagar voru lengi að líða.
Lína gat ekki sofnað fyrir samvizkubiti fyrr en löngu eftir
aðrir voru steinsofnaðir. Hún svaf í öllum fötunum, svo að hún
ætta hægra með að vakna á morgnana, og hressti sig á víni, sem
hún hnuplaði frá lækninum, þá fyrst fannst henni hún vera
vöknuð.
Loksins kom þessi langþráði dagur ,er hún vonaðist eftir Þórði.
Hún horfði á það með talsverðum hjartslætti, að hestarnir hlupu
meðfram húshliðinniú en Þórður var ekki með þeim, heldur
Manga.
Lína fór niður að hrossaréttinni og heilsaði henni.
„Af hverju kom ekki Þórður?“ spurði hún.
„Hann sagðist þurfa að leita að tveimur lömbum, sem vantaði.
„Ætli að hann komi ekki næst?“ spurði Lína.
Það hafði Manga ekki hugmynd um. Það var svo sem ekkert
sérlega erfitt að ríða á eftir klárunum heim, þegar búið var að búa
upp á þá. Hún gat það ósköp vel, sagði hún.
Lína bauð henni inn og veitti henni kaffi. Nú iðraðist hún
eftir að hafa ekki haft til skrifað bréf, jafnvel þótt það hefði verið
vitlaust. Það hefði enginn séð það annar en Þórður. Svo bað hún
Möngu fyrir kveðju til önnu fyrir nærfötin, sem hún hefði sent
henni um daginn; þau væru svo indæl.
Þórður kom ekki næst. Hún sá hann aldrei þetta haust. Hann
kom aldrei ofan á Ósinn. Hún skrifaði honum mörg bréf, en sendi
þau aldrei. Sigga sá hún sjaldan. Hann lét sem hann hefði aldrei
lilið hana augum, ef þau mættust. Hún næstum því hataði hann
fyrir það. Hvað kom honum þetta við? Náttúrlega tók hann upp
þykkjuna fyrir Þórð.
Seinasta úrræði hennar var það, að setja í sig kjark og tala
við Jón, segja honum hvernig komið væri og biðja hann að tala við
Þórð. Skeð gat, að allt kæmist aftur í lag. Við þessa tilhugsun
varð hún rólegri. Sannleikurinn var þó alltaf sagna beztur. Og
sannleikann varð að segja, ef vel átti að fara. En svo leið ein vikan
af annarri, að Jón kom aldrei í kaupstaðinn.
Business and Professional Cards
Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shingles Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 832 Simcoe St. Winnlpeg, Man. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 |
Gilbari Funeral Home Selklrk, Manltoba. J. Roy Gilbart Licensed Embalmer Phone 3271 Selkirk J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og elds&byrgS, bifreiBaúbyrgS o. s. frv. Phone 92-7538
Dr. ROBERT BLACK SérfræSingur í augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusimi 92-3851 Heimasími 40-3794 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 For Quick, Reliable Service
Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountanls Phone 92-2468 100 Princess St. Winnipeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FÖRT FRANCES - ATIKOKAN V DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MANITOBA / Phones: Office 26 — Residence 230 Office Hours: 2.30 - 6.0t p.m. 1
Hofið Höfn í huga Heimili sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks’ Home Soc , 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Thorvaldson. Eqgertson, Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOITA Bldg. Portage og Garry St. PHONE 32-8291
ARLINGTON PHARMACY Prescription Specialist Cor. Arlington and Sargent Phone 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Office CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesaie Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917
Muir's Drug Store Lid. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 Elllce & Home Office Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment.
Thorarinson & Appleby Barristers and Solicitors S. A. Thorarinson. B.Sc.. L.L.B. W. R. Appleby, B.A.. L.L.M. 701 Somerset Bldg. Winnipeg, Man. Ph. 93-8391 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. StofnaS 1894 SlMI 74-7474
Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accc'intant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Minnist BETEL í erfðaskrám yðar.
PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin. 5th fl. Canadian Bank of Commerce Bnilding, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smlth St. Winnipeg PHONE 92-4624
G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Síml 92-5227 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave. Winnlpeg PHONE 74-3411
EGGERTSON FUNERAL HOME Dauphin. Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON Jr. SELKIRK METAl PRODUCTS Reykhft.far, öruggasta eldsvörn, og ftvalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viS, heldur hita frft aS rjúka tlt meS reyknum.—SkrifiS, simiC til KELLY SVEINSSON 625 Wall St. Wlnnlpeg Just North Of Portage Ave. Simar 3-3744 — 3-4431
Van's Electric Ltd. 636 Sargvnl A Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAI McCLARY ELECTRIC — MOFFAT Phone 3-4890 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in all lts branches Real Estate - Mortgages • Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 93-7181 Res. 44-34M LET US SERVE YOU
ENDIR