Lögberg - 14.04.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.04.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. APRIL 1955 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON GefiíS 6t hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MaNITOBA J. T. BECK, Manager - Utan&skrlft ritstjórans: EOITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 743-411 Verð $5.0U um árið — Borgist fyriríram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Presa Ltd. 695 Sargent Avenue, Wlnnlpeg, Manítoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Þáttaskipt-i í brezkum stjórnmálum Hinn mikli bardagavíkingur, Sir Winston Churchill, hefir látið af stjórnarforustu Bretlands hins mikla, en við af honum tekið Sir Anthony Eden, er árum saman hefir við mikinn og góðan orðstír haft meðferð utanríkismálanna með höndum. Sir Winston hefir verið líkt við William Pitt hinn eldri, er í raun réttri mátti teljast faðir brezka heimsveldisins og í fótspor hans hefir Sir Winston dyggilega fetað, og minni- stæð verða jafnan þau ummæli hans, að það skyldi sig al- drei henda að skipa forsæti við upplausn þess. Að efast um að sæti Sir Winstons verði vandfylt dettur víst engum í hug, og þá allra sízt Sir Anthony sjálfum, sem þjálfaður hefir verið í ströngum reynsluskóla hjá fyrirrennara sínum, enda hefir hann sjálfur svo sagt, að pólitískur andi hans muni um langan aldur svífa yfir vötnum brezkra stjórnmála. Sir Anthony er enginn nýgræðingur í þingsögu brezku þjóðarinnar; hann hefir samfleytt átt sæti á þingi síðan 1923 og er enn ekki nema 57 ára að aldri; hann er manna glæsilegastur ásýndum, mælskur vel og gæddur ríkri rétt- lætiskend; hann er lýðræðissinni í húð og hár, mótmælti stranglega hinni þrælmannlegu árás Mussolins á Ethiópíu og lét af embætti í mótmælaskyni við hinn illræmda Munich-sáttmála Neville’s Chamberlain við Hitler; það þarf því engum blöðum um það að fletta að lýðræðishug- sjónin eigi traustan hauk í horni þar sem Sir Anthony á í hlut. En nú verða það ekki lengur utanríkismálin, sem at- hafnir Sir Anthony’s snúast um, þótt hann vitaskuld hafi víðtæk áhrif á viðhorf þeirra og rekstur; nú hvílir á herðum hans ábyrgðin á rekstri brezka þjóðarbúsins í heild, marg- þætt og flókin ábyrgð, sem krefst þolinmæði og sífeldrar vökustarfsemi, en svo er hins vegar víst, að í ráðuneyti sínu nýtur hann forsjár ýmissa úrvals samstarfsmanna svo sem Butlers fjármálaráðherra, sem talinn er í sinni grein einn hinn hæfasti maður, sem brezka þingið hefir í háa herrans tíð átt á að skipa. Þess er vænst, að Sir Anthony muni brátt rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, annaðhvort seint í maí eða fyrstu dagana í júní og verða það fyrstu kosningarnar undir forustu hans; íhaldsflokkurinn mun nálega óklofinn ganga til kosninga, en hið sama verður engan vegipn um verka- mannaflokkinn sagt, er sætt hefir einni pólitísku spreng- ingunni annari meiri, og nú síðast vegna brottvikningar Mr. Bevans úr þingflokknum. Langflestir af núverandi þingmönnum íhaldsflokksins munu leita endurkosningar og þeirra á meðal Sir Winston Churchill, er jafnan unir hlut sínum manna bezt í neðri málstofunni, en um endurkosningu hans efast enginn, og enn mun það verða hann, er blæs íhaldsflokknum byr í segl, því enn er hann hin mikla sigurhetja brezku þjóðarinnar. ★ ★ ★ Vert fylztu íhugunar Eins og nú hagar til eru tuttugu og sjö sæti auð í efri málstofu þjóðþingsins í Ottawa og enn eigi vitað hvort nokkrar ráðstafanir séu gerðar til að skipa nýja Senatora; það er alveg á valdi forsætisráðherrans að ráða bót á þessu og almenningi því að íullu ljóst, að við svo búið má ekki lengur standa; háttalag sem þetta getur naumast skoðast á annan veg en sem lítilsvirðing gagnvart stofnuninni og í rauninni gagnvart þjóðinni í heild, því vitaskuld er það hún, sem borgar brúsann; nú er svo komið, að efri mál- stofan er orðin að elliheimili fyrir Liberala, sem sagt er að verðskuldað hafi trúrra þjóna verðlaun og eigi skilið að bíða aldurtila síns í dúnmjúkum værðarvoðum á kostnað fólksins. Núverandi sambandsstjórn hefir, eins og títt er um aðrar stjórnir, verið ásökuð um margt, en fram að þessu hefir hún víst sjaldan verið ásökuð um sparsemi, og þess vegna eiga menn örðugt með að átta sig á því, að auðu sætin í efri málstofunni eigi rót sína að rekja til sparnaðar- ráðstafana; á hinn bóginn gæti það ef til vill komið sér vel, að fylla í skörðin eftir því, sem nær dregur kosningum. Hvað ofan í annað hafa komið fram raddir um afnám efri málstofunnar, er sætt hafa misjöfnum undirtektum. En því ekki að breyta til um skipulagningu hennar og láta Senatora verða þjóðkjörna eins og viðgengst í Banda- ríkjunum? ★ ★ ★ Fyrrum stjórnarformaður í heimsókn Mr. Clement Attlee, fyrrum stjórnarfomaður Breta og leiðtogi verkamannaflokksins, er nýkominn hingað til lands; mun hann dveljast hér í átján daga og flytja fyrir- lestra í hinum meiri háttar borgum. Mr. Attlee verður canadisku þjóðinni aufúsugestur; hann er maður víðsýnn og mælskur vel. Eini maðurinn, sem andað hefir frá sér köldu í garð Mr. Attlees, er Mr. Drew, foringi íhaldsflokksins, er gefið hefir í skyn, að heimsókn hans sé pólitísks eðlis til stuðnings við C. C. F. flokkinn; en slíkt er alveg út í hött og hefði betur verið ósagt, því vitað er að fyrirlestrar Mr. Attlees fjalla því nær einvörðungu um núverandi stjórnmálavið- horf í heiminum. C. C. F.-sinnar eru skoðanabræður Mr. Attlees í stjórnmálum og þar af leiðandi er það ekkert undrunarefni þó þeir, öðrum fremur, fagni heimsókn hans. Eigingjarni risinn Smásaga eftir OSCAR WILDE Þegar börnin komu frá skólan- um, var það dagleg venja þeirra að leika sér í garði risans. Þetta var mikill og dásamleg- ur garður, vaxinn grænu mjúku grasi. Upp úr grasinu teygðu sig hér og þar yndisleg blóm, líkt og stjörnur. Þar voru einnig tólf ferskjutré, sem sprungu út á vorin í ljómandi blómaskraut, en báru á haustin mikinn ávöxt. Fuglarnir sátu í trjánum og kvökuðu svo yndislega, að börnin hættu stundum leikjum til þess að hlusta á fuglasöng- inn. „Ó, hve yndislegt er að vera hér“, kölluðu þau til hvers annars. Dag einn kom risinn heim úr ferðalagi. Hann hafði farið að heimsækja vin sinn, er átti heima í Tröllagarði, og dvalið hjá honum sjö ár. Þá var hann búinn að rabba um allt, sem hann gat fært í tal, því að sam- talshæfileiki hans var takmark- aður, og nú aíréð hann að hverfa heim í kastala sinn. Þegar hann kom, sá hann börnin að leikjum í garðinum. „Hvað eruð þið að gera hér?“ öskraði hann reiðilega, og börnin hlupu öll á brott. „Garðurinn minn er minn eiginn garður“, sagði hann við sjálfan sig, „það ætti öllum að vera ljóst, og ég leyfi engum að hafast þar við nema sjálfum mér. Hann tók sig til og gerði háan girðingarvegg allt í kring- um garðinn, og setti svo upp viðvörunarspj ald. ÁGENGNI verður REFSAÐ Hann var mjög eigingjarn risi. Nú áttu aumingja börnin hvergi aðgang að góðum leik- velli. Þau reyndu að leika sér á götunni, en hún var óslétt og þar var mikið ryk, og þeim þótti hún vondur leikvöllur. Þau gengu oft í kringum hinn háa girðingarvegg risans, er þau voru að koma heim frá skólan- um, og töluðu um yndislega garðinn innan við vegginn. „Ó, hve okkur leið vel í garðinum“, sögðu þau hvert við annað. Nú kom vor, og hvarvetna Ijómuðu blómin og fuglar sungu. Aðeins í garði eigingjarna ris- ans va renn vetur. Fuglarnir vildu ekki syngja þar og blómin ekki spretta, því að nú voru þar engin börn. Aðeins eitt blóm rak höfuðið upp úr jörðinni, en þegar það sá viðvörunarspjald risans, gramdist því svo vegna barnanna, að það hnypraði sig aftur niður í jörðina og sofnaði. Einu verurnar, sem nú undu sér vel, voru Snjói og Frosti. „Hún Vor hefir gleymt þessum garði“, sögðu þeir, „svo hér getum við verið allt árið“. Snjói huldi allt grasið með mikla, hvíta feldin- um sínum, og Frosti málaði silfurlit á öll trén. Svo buðu þeir Norðanvindi að koma til sín. Hann var klæddur í loðfeld og æddi allan daginn um garð- inn og feykti burt reykháfspíp- unum. „Þetta er skemmtilegur staður“, sagði hann, „við verð- um að bjóða honum Hagla hingað líka“. Og svo kom Hagli. Hann lamdi kastalaþakið þrjár klukkustundir hvern dag, þar til hann hafði brotið flestar þak- plöturnar, og svo þaut hann um garðinn með ofsahraða. Hann var í gráum kufli og and- aði frá sér ískulda. „Ég skil ekki, hvers vegna Vor er svona sein á sér að þessu sinni“, sagði eingjarni risinn, þar sem hann sat við gluggann og horfði út yfir kalda og snævi- þakkta garðinn sinn, „ég vona, að brátt komi veðurbreyting“. En Vor kom alls ekki, ekki Sumar heldur. Haust gaf hverj- um garði gullinn ávöxt, nema garði risans. Honum gaf hún alls ekkert. „Hann er of eigingjarn“, sagði Haust. 1 garði risans var því ævarandi vetur, og þar dönsuðu þeir, Norðanvindur, Hagli, Snjói og Frosti á milli trjánna. Morgun einn lá risinn vakandi í rúmi sínu og heyrði svo undur- fagra óma. — Þeir ómuðu svo yndislega í eyrum hans, að hann hugði, að framhjá mundi fara hljómsveit konungsins. Þetta var þó aðeins lítill fugl, sem söng fyrir utan gluggann, en svo langt var liðið frá því að risinn hafði heyrt fuglasöng í garði sínum, að honum fannst þetta vera þeir dásamlegustu hljóm- ar, sem til væru í héiminum. Nú hætti Hagli að dansa á þak- inu yfir höfði risans, og Norðan- vindur hætti áð næða, og yndis- legur ilmur barst inn um glugga opið. „Ég held að Vor sé loksins komin“, sagði risinn og stökk fram úr rúminu til þess að líta út um gluggann. Hvað var það, sem hann nú sá? Við honum blasti hin undur- samlegasta sjón. Börnin höfðu skriðið um lítið gat á veggnum inn í garðinn, og nú sátu þau hér og þar á greinum trjánna. — 1 hverju tré, sem hann gat séð, sat lítið barn. — Trén voru svo fagnandi yfir endurkomu barn- annað, að þau höfðu öll sprungið út í laufskrúð og blóm og veif- uðu nú örmum sínum yfir höfð- um barnanna. Fuglarnir flögr- uðu til og frá og kvökuðu • af unaði, og blómin gægðust upp úr græna grasinu og hlógu hjartan- lega. Þetta var allt yndislegt. Aðeins í einu horni garðsins var enn vetur. — Það garðshorn var lengst í burtu og þar stóð lítill drengur. Hann var svo lítill, að hann náði ekki upp í greinar trésins, en ráfaði í kringum það og grét beisklega. Vesalings tréð var enn þakið snjó og klaka og Norðanvindur æddi yfir höfði þess. „Klifraðu upp, litli dreng- ur“, sagði tréð og sveigði grein- ar sínar niður að drengnum, en hann var of lítill. Nú þiðnaði hjarta risans, er hann sá þetta. „Ósköp hef ég verið eigingjarn“, sagði hann. „Nú skil ég hvers vegna Vor vildi ekki koma hingað. Ég ætla að lyfta litla drengnum efst upp í tréð, rífa svo niður giringar- veggina, svo að garðurinn minn geti verið leikvöllur barnanna upp frá þessu“. Hann sáriðraðist þess, er hann hafði gert. Risinn læddist nú niður stig- ann, opnaði hurðina hljóðlega og steig út í garðinn, en er börn- in sáu hann, hlupu þau öll dauð- hrædd á braut, og vetur dundi yfir garðinn á ný. Aðeins litli drengurinn var eftir, því að augu hans voru svo full af tárum að hann sá ekki, er risinn kom. Risinn læddist að baki drengs- ins og lyfti honum varlega upp í tréð. Allt í einu stóð tréð í full- um blóma, fuglarnir komu og sungu í greinum þess, og litli drengurinn rétti fram hendur sínar, vafði handleggjunum um háls risans og kyssti hann. Þegar hin börnin sáu, að risinn var hættur að vera vondur, hlupu þau aftur inn í garðinn, og þá kom einnig Vor með þeim. „Upp frá þessu er þetta ykkar garður, börnin góð“, sagði risinn, og hann tók sér í hönd exi mikla og braut allan girðingar- vegginn. Þegar fólkið var að fara á sölutorgið, sá það risann að leik með börnunum í þeim yndislegasta garði, sem það nokkru sinni hafði séð. Á kvöldin komu börnin ávallt að bjóða risanum góða nótt, er þau höfðu leikið sér allan dag- inn í garðinum. „En hvar er litli félaginn ykkar?“ spurði risinn, „þessi, sem ég lét upp í tréð“. Risanum þótti vænzt um hann af því að hann hafði kysst hann. „Við vitum það ekki“, sögðu börnin, „hann er horfinn“. „Segið honum, að hann megi til með að koma á morgun“, sagði risinn, en börnin sögðust ekki vita, hvar hann ætti heima og þau hefðu aldrei séð hann nema í þetta eina skipti. Risinn var mjög hryggur út af þessu. Á hverjum degi komu börnin og léku sér hjá risanum, en litli drengurinn, sem risanum þótti vænst um, kom aldrei. — Ris- inn var mjög góður við börnin, en hann þráði að sjá aftur litla vininn sinn og talaði oft um hann. „Hve mig langar til að sjá hann aftur“, sagði hann oft. Árin liðu og risinn varð gam- all og lasburða. Hann gat nú ekki tekið þátt f leikjum barn- anna, en sat í stórum hæginda- stóli og horfði á þau, og var ósköp ánægður með garðinn sinn. — „Mörg falleg blóm eru í garðinum mínum“, sagði hann, „en börnin eru þó fallegustu blómin“. Vetrarmorgun einn var risinn að klæða sig og leit út um glugg- ann. Honum var nú ekki framar illa við Vetur, því að hann vissi, að Vetur var aðeins Vor í svefni, og að blómin voru aðeins að hvíla sig. Allt í einu varð hann mjög undrandi, nuggaði augun og horfði út. Vissulega var það dá- samlegt, sem hann sá. — I fjar- lægasta horni garðsins var tré alþakið yndislegum, hvítum blómum. Greinar þess voru sem úr gulli og ávextir þess silfur- bjartir, og hjá trénu stóð litli drengurinn, sem hann hafði þráð svo lengi. Risinn varð ákaflega glaður, þaut niður og út í garðinn og flýtti sér til barnsins, en er hann kom fast að því, varð hann rauður í framan af reiði, og sagði: „hver hefir vogað að særa þig?“ I höndum barnsins sá hann naglaför, og á litlu fót- unum sá hann einnig þessi naglaför. „Hver hefir vogað sér að særa þig?“ hrópaði risinn, „segðu mér það, svo að ég geti grandað honum með mikla sverðinu mínu“. „Nei“, sagði barnið, „þetta eru undir elskunnar“. „Hver ert þú?“ spurði risinn, og allt í einu varð hann gagn- tekinn lotningu og hann kraup niður frammi fyrir barninu. Barnið brosti til risans og sagði: „Þú lofaðir mér eitt sinn að leika mér í garði þínum, nú skaltu koma með mér í garðinn minn, — í Paradís. Seinna um daginn, er börnin hlupu um garðinn, fundu þau risann liggjandi hjá þessu tré og var hann allur hulinn hvít- um blómum. — Hann var dáinn. P. S. þýddi —EINING Feig skip mætast í hafi IIINN gamli skipstjóri hafði “ skemmt okkur lengi með frásögnum sínum um einkenni- lega atburði á hafinu, og við höfðum hlustað á sögur hans af mikilli athygli, eins og vera ber, þegar gamall og reyndur sjó- garpur segir frá hlutum, er hann veit betur deili á en flestir aðrir. Hann hafði sagt okkur frá briggskipinu „Marie Celeste" og leyndardóm hennar og ráð- gátuna um freigátuna „Melusa“, sem aldrei var að fullu ráðin. Um sjóræningja, langferðasigl- ara, hvalfangara og herskip. Hver sagan var annarri betri, en loks hóf hann að segja frá at- burði, er honum sjálfum þótti merkilegast, og með nákvæmni í þeirri sögu sannaði hann, að þar vissi hann gjörla um öll at- vik og ennfremur til sannleiks- gildis, hvað hann söguna vera skráða í annálum Lloyds. Hér kemur svo sagan eins og gamli sjóarinn sagði hana og kallaði: „Feig skip mætast í hafi“. í september 1884 var þýzki barkurinn „Fredric Scalla“ á leiðinni frá Stettin til New York með saltfarm og lenti í afar vondum veðrum. Siglurnar brotnuðu, stýrið tapaðist og björgunarbátar skipsins fóru, fyrir borð. í marga daga rak skipið hjálparlaust um víðáttu hafsins í stormi og stórsjó. Fjór- um dögum eftir að stýrið tap- aðist, kom leki að skipinu og varð skipshöfnin að skipta vökt- um við dælurnar. Það óvenju- lega skeði þá, að skipið fór að léttast mjög og virtist ætla að fljóta lengur heldur en búizt hafði verið við. Þetta stafaði af því, að sjórinn tók að bræða saltið í framrúmunum og dæl- urnar fluttu því ætíð nokkuð af því fyrir borð við hvert dælu- sog. En skipverjar voru líka al- veg komnir að þrotum eftir erfiði við dælurnar í níu sólar- hringa samfleytt, og gátu ekki meira. Um þetta leyti var sjór- inn í framrúmunum um 4 fet, og þar eð hætt var að dæla, seig barkurinn jafnt og þétt. Ástandið var næsta vonlaust, því skipverjar gátu ekki yfir- gefið skipið, því að bátarnir voru farnir, og um borð var ekki nægilegt timbur til þess að hægt væri að slá saman fleka. Mínútu hverja sökk „Frederic Scalla“ dýpra og dýpra og það gat að- eins verið um örfáa klukkutíma að ræða, þar til barkurinn sykki með manni og mús. Við yfirgefum nú um stund hið sökkvandi skip, „Fredric Scalla“, úti á miðju Atlantshafi, og hverfum til strandar Vestur- Afríku. í höfninni Sierra Leone lá ameríska briggskipið „F. J. Merryman“ frá Boston fyrir akkerum. Heilbrigðisyfir- völdin höfðu stranglega bannað skipinu að leggjast að bryggju, því að 1. stýrimaður og einn háseti höfðu dáið úr einkenni- legri hitasótt, er lýsti sér eins og farsótt. Skipverjum hafði einnig verið bannað að jarða hina dánu í landi eða fleyja þeim fyrir borð. Er „F. J. Merry- man“ lá þarna nokkuð frá ströndinni, tóku aðrir skipverj- ar þessa einkennilegu veiki og dóu nokkrir við miklar þján- ingar. Skipstjóra skipsins tókst að fá nokkra kjarkgóða inn- fædda til þess að taka líkin í ein- trjáning sinn og fleyja þeim í sjóinn langt frá ströndinni, en er yfirvöld staðarins fréttu þetta, bönnuðu þau mönnum Framhald á bls. 8 Announcement: The Barley Improvement Institnte Sponsored by the Malting and Brewing Industries of Canada announces there will be a MAMTOBA B VBLEY CONTEST IN 1955 with the usual generous prizes. The space contributed by Drewrys Manitoba Division Western Canada Breweries Limited MD-353

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.