Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 4

Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1955 Lögberg GefiC tit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjðrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Ræða landsstjórans í Canada, GIMLI, 21. maí 1955 Herra bæjarsljóri, bæjarfulltrúar, konur og menn: Það fær mér mikillar ánægju, að vera staddur hér í dag og ég þakka hjartanlega hinar hlýju viðtökur. Einhvernveginn er því þannig farið, að Gimli og þessi héruð seiða til sín ímyndunarafl mitt. Fyrir áttatíu árum kom hingað smár hópur innflytjenda frá íslandi; saga ferð- arinnar hingað og eldraunir hinna fyrstu ára, þar sem bólu- sóttin varð að aldurtila fullum þriðjungi hins fámenna hóps, bera með sér öll hin dramatísku einkenni, er svipmerkja hinar mikilfenglegu, þúsund ára íslendingasögur. Skarpskygni hinna fyrstu landnema og úrræðagæði þeirra við að koma sér fyrir við landbúnað og fiskiveiðar á Winnipegvatni, leiddi í ljós hvað í þetta harðsnúna fólk var spunnið. Það hafði á mig djúp áhrif, er ég varð þess vísari hvað það í rauninni var, er skipaði fyrirrúm í þessari ungu ný- lendu; hér var um óskipulagt landsvæði að ræða; land- nemarnir sömdu stjórnskipunarlög, er fullnægja skyldi þörf- um bygðarlagsins og mæltu fyrir um kosningar með kosn- ingarétti nálega allra þeirra, er náð höfðu 18 ára aldri og þar yfir; kosinn var hreppsnefndaroddviti, jafnframt því sem kosnir voru hreppsnefndarmenn; fyrirmæli voru sett um liðsinni við þá, er hjálpar þurftu við. Skólar voru settir á fót, og mér skilst, að fyrsta veturinn væri dreift út skrifuðu sveitablaði áður en stofnað var hið fyrsta, prentaða frétta- blað. Ég er viss um, að þessi atriði eru yður öllum að fullu kunn, en ég vík að þeim vegna þess hve afdráttarlaust þau leiddu í ljós, hve stofnendur þessa bygðarlags unnu í hjarta sínu lögum og rétti, hve virðing þeirra fyrir lýðræðisstofn- unum var djúp og hverja áherzlu þeir lögðu á mikilvægi almennrar og æðri ^aentunar. Tölu íslendinga í Canada hefir stórvægilega fjölgað síðan að fyrsta landnemafylkingin settist hér að; þeir hafa unnið sér álit vegna iðjusemi og framtaks, er forfeður þeirra mættu vel vera stoltir af. Síðan um aldamót hefir fólk af öðrum þjóðernislegum uppruna flutzt inn í þetta bygðarlag og það hefir líka lagt fram sinn skerf til aukinnar fjölbreytni í félagslífinu; ég fæ því naumast með orðum lýst, hve það gladdi mig að hlusta á hinar mjúku Úkraníuraddir. Án hliðsjónar af þjóðerni, er ég sannfærður um, að þér, sem öðlast hafið canadisk þegnréttindi, hljótið að hafa orðið snortin viðkvæmni við umhugsunina um þau forréttindi og þá ábyrgð, sem canadiskum þegnréttindum er samfara. Á hinn bóginn geng ég þess eigi dulinn, að allir hugs- andi Canadamenn skilji til hlítar hvér ávinningur það varð Canada, að fá inn í landið slíkt fólk til að deila örlögum við þessa ungu þjóð og bjarta framtíð hennar. Canada stendur í mikilli þakkarskuld við frumherjana, er hingað komu snemma á tíð; framtak þeirra, trúnaðar- traust þeirra, saga og siðvenjur, hafa lyft Grettistökum til þróunar þessu landi og þessu til framhalds höldum við áfram að njóta góðs af starfi niðja þeirra, sem nú skipa við vaxandi áhrif margar trúnaðarstöður, ekki aðeins hér um slóðir, heldur um Canada þvert og endilangt. Sérhver nýliði flytur með sér nýjar hugsjónir, nýja kunnáttu og sögulegar erfðir, er óhjákvæmilega hljóta að auðga líf okkar allra, er land þetta byggjum. Þér, sem gert hafið þetta bygðarlag að heimkynni yðar, eruð undantekningarlaust góðir Canadamenn í þess orðs fegurstu merkingu; þér hafið sent sonu yðar á vígvöll til að verja mannréttindi og frelsi þjóðarinnar; þér hafið af heilum huga helgað líf yðar og starf þróun þessa mikla lands. Ég vona af djúpi hjarta míns, að þó hollusta yðar sé tengd órofaböndum við Canada, að þér gleymið eigi upp- runa yðar, né varpið í glatkistuna sögu og menningu for- feðra yðar. t Megi auðlegð menningarerfða yðar verða í framtíð allri óaðskiljanlegur hluti af lífi yðar og oss öllum eggjun til framtaks og dáða. Hugleiðing um hundrað óra afmæli íslenzku byggðarinnar í Utah eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON Það er nógu fróðlegt til þess að vita, að hinir fyrstu menn, er tóku sér aðsetur á Islandi, svo að kunnugt sé, fóru þang- að af trúarástæðum — og reyndar brott þaðan aftur fyrir sömu sakir. En í íslend- ingabók Ara fróða segir, þeg- ar lýst er komu landnáms- manna til íslands: „Þá voru hér menn kristnir, þeir er Norðmenn kalla Papa, en þeir fcru síðan á braut, af því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn, og létu þeir eftir bækur írskar og bjöllur og bagla. Af því mátti skilja, að þeir voru menn írskir.“ 1 Landnámu er frá þeim skýrt á svipaðan hátt, en þeir þar kallaðir Vestmenn. Er það óvenjulegt, því að Vest- menn er að jafnaði haft um norræna menn, er tekið höfðu sér bólfestu fyrir vestan haf (frá Norðurlöndum séð), og þá oftast átt við Orkneyjar, Hjaltland eða írland, að því er ætla má. Sú skýring Land- námu, að Vestmannaeyjar hafi í upphafi verið nefndar eftir þrælum Hjörleifs Hróð- marssonar hinum írsku, hefur verið dregin í efa og senni- legra þótt, að eyjarnar hafi verið heitnar eftir norrænum mönnum, er . dvalizt höfðu fyrir vestan haf og komið þaðan til Islands. Auðvitað skiptir þetta ekki miklu máli, aðeins gaman að brjóta heilann um það og þá sérstaklega vegna þess, að hinir fyrstu íslenzku Vest- menn, í hinni yngri merkingu þess orðs, komu frá Vest- mannaeyjum og fóru vestur um haf af trúarástæðum líkt og Paparnir forðum. Víkur sögunni nú fram á miðja 19. öld. En þá gerðust þau tíðindi vestur í Ameríku, í New York ríki, að trúar- flokkur þeirra manna, er Mormónar voru kallaðir og nefndu kirkju sína Church of Jesus Christ of' Latter Day Saints, varð sökum trúar sinnar fyrir svo miklum of- sóknum, að hann flúði vestur á bóginn og linnti ekki för- inni fyrr en hann hafði brot- izt alla leið til héraðsins Utah, um þúsund mílna veg vestur af næstu byggðpm í austri. Námu Mormónár þar lönd árið 1847, og hét foringi þeirra Brigham Young. Ein- ungis tveimur árum síðar sendu þeir trúboða til ýmissa Evrópulanda og þá m. a. til Danmerkur. En þaðan barst kenning Mormóna til íslands og vitneskja um landnám þeirra í Utah. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson hefur í 2. bindi Sögu Vestur- íslendinga skrifað allýtarlega (3. — 66. bls.) um landnám Islendinga í Utah, og leyfi ég mér að grípa niður í fyrsta kaflanum, þar sem hann segir: Um þær mundir, sem trú- boðarnir frá Utah byrjuðu starf sitt í Danmörku, voru í Kaupmannahöfn tveir ungir íslenzkir iðnnemar frá Suður- landi. Munu þeir hafa komið þangað frá Vestmannaeyjum. Hétu þeir. Þórarinn Hafliða- son og Guðmundur Guð- mundsson. Lærði hinn síðar- nefndi gull- og úrsmíði. í Höfn komust menn þessir í kynni við trúboðana og hlýddu á kenningar þeirra. Verður ei annað séð en ís- lendingarnir hafi tekið á móti hinum nýja fagnaðarboðskap með glöðu geði eins og margir Danir gerðu þá. Er Þórarinn talinn hafa tekið trú Mor- móna fyrstur allra íslendinga, árið 1851, en Guðmundur litlu síðar, óefað sama árið. Og skömmu síðar segir Þor- steinn ennfremur: Það er því ekki einungis ný trú, sem postularnir frá Utah boða í Evrópu. Það er ný ummyndun til lífs og sálar, ný vesturför og ný veröld, sem heitið er. Þeir bjóða gjafajarðir, glaða sólskin og sælu þessa heims og annars, en umfram allt nýja æsku í nýjum heimi, og stundum nýja ást, sem minnir Islend- inga á mildi Jörundar við stórbóndann á Suðurnesjum og marglæti Salómons kon- ungs í allri sinni dýrð, og var þar ekki leiðum að líkjast. Þega'r iðnsveinarnir tveir höfðu tekið hina nýju trú, voru þeir sendir til íslands í trúboðserindum, og munu báðir hafa farið til Vest- mannaeyja, þótt. Guðmundur kæmi nokkru seinna en Þórarinn. Sigfús M. Johnsen hefur í 1. bindi Sögu Vestmannaeyja, í sérstökum kafla um Mor-. mónana þar, lýst þeim erfið- leikum, er trúboðarnir áttu við að etja, og viðnámi ís- lenzkra yfirvalda, hæði and- legra og veraldlegra. Þórarinn Hafliðason drukknaði við Vestmannaeyjar árið 1852, og stóð þá Guðmundur einn eftir, unz danskir Mormónar sendu Lorensen nokkurn honum til aðstoðar. Útnefndi hann Guð- mund forseta Mormónasafn- aðarins í Vestmannaeyjum og og vígði Samúel Bjarnason bónda í Kirkjubæ, er tekið hafði trúna, til Mormóna- prests. Urðu nú talsverð átök með Mormónum og yfirvöld- unum, unz hinir fyrrnefndu munu hafa séð, að þeim yrði varla vært til lengdar. Þar sem og trúboðið hafði gengið stirðlega og söfnuðurinn var fámennur, sáu íslenzku Mor- mónarnir loks sinn kost vænstan að hverfa á brott frá íslandi og leita vestur um haf til trúbræðra sinna í Utah. Vegna sambandsins við danska Mormóna var förinni fyrst heitið til Kaupmanna- hafnar, en þaðan vestur sam- fara öðrum Mormónum frá Norðurlöndunum. Nokkur vafi hefur ríkt um brottfararár hinna fyrstu vesturfara frá íslandi, sumir talið (t. d. Einar H. Johnson í Sögu íslendinga í Utah, Alm. Ólafs Thorgeirssonar 1915), að þeir hafi lagt af stað árið 1855 og komið til Utah árið eftir. En aðrir, svo sem Sigfús M. Johnsen í fyrr- nefndri Sögu Vestmannaeyja, og ýmsir í Utah, að þeir hafi farið frá íslandi árið 1854 og komið til Utah 1855. Rann- sóknir, sem nýlega hafa farið fram, sanna, að hið síðara er rétt, og skal nú skýra ögn frá þeim. Styðst ég við bréf, er Henry E. Christiansen, forstöðumað- ur fyrir Rannsóknardeild Ættfræðifélags Mormóna (Re- search Department, Genea- logical Society of the Church of Jesus Christ of Latter Day Saints) í Salt Lake City skrif- aði Tryggva Oleson 3. febrúar þetta ár. Ennfremur styðst ég við bréf til mín, skrifað 25. janúar s.l., frá John Y. Bearn- son, formanni framkvæmda- nefndar hátíðahaldanna í Utah nú á næstunni. í bréfunum vitna þeir í kirkjubók Kirkjubæjarpresta- kalls í Vestmannaeyjum árið 1854, þar sem getið er brott- farar eftirfarandi fjögurra persóna frá Vestmannaeyjum: 177 Helga Jónsdóttir, aldur 39 vinnukona, frá Garðinum til Kaupmannahafnar. 178 Guðmundur Guðmunds- son, aldur 27, gullsmiður, frá Þorlaugargerði. 179 Samúel Bjarnason, ald- ur 32, bóndi, frá I^irkjubæ til Kaupmannahafnar. 180 Margrét Gísladóttir, aldur 32, hans kona. í sérstakri athugasemd í kirkjubókinni segir: „Allir þessir fara burt héðan sem Mormónar.“ Ekki er þess getið, hvaða dag þau fóru, en í Church Chronology eftir Andrew Jen- sen, sem talin er mjög áreiðan- leg heimild, er frá því skýrt, að Guðmundur Guðmundsson hafi farið frá íslandi 20. júlí 1854, þar sem hann hafi boðað trú Mormóna í þrjú ár og skýrt níu manns. Er einnig tekið þar fram, að hann hafi farið til Danmerkur. Þar sem Guðmundur er nefndur í fyrrgreindri kirkju- bók í sömu andrá og þau Helga, Samúel og Margrét, má sennilegt þykja, að þau hafi öll orðið samferða til Kaupmannahafnar og 20. júlí 1854 sé brottfarardagur fyrstu íslenzku vesturfaranna frá Islandi á síðustu öld. í skýrslum um útflutning Mormóna frá Norðurlöndum (Latter Day Saints Emigra- tion Records from the Scandi- navian Mission) 30. október 1854 eru þrjú íslenzk nöfn: Framhald á bls. 5

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.