Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 8

Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. MAÍ 1955 Úr borg og bygð The Thirty-First Annual Convention of the Lutheran Women’s League (Icelandic) will be held at Glenboro, Man., June 3rd, 4th and 5íh, 1955. Friday, June 3rd—The con- vention will commence at 2.00 p.m. 8.00 p.m. — Address, Mrs. Mabel B. Fenner; Address, Miss Eleanor Gilstrom; Music- al Items. Saturday, June 4th,' 8.00 p.m. — Address, Mrs. Helga Sigurbjornson; Address, Mrs. Kurbis; Musical Items. Sunday, June 5th, 11.00 a.m. —Divine Service. To delegates leaving from Winnipeg by bus. The bus will leave the First Lutheran Church, Victor St., promptly at 9.00 a.m., June 3rd. All delegates and friends wishing to go by bus please notify Mrs. Benson, Columbia Press, 74-3411. Valdine Scrymgeour, ☆ Nýkominn er hingað frá Reykjavík hr. Elías Dagfinns- son bryti í heimsókn til Benedikts Ólafssonar málara- meistara og frúar hans; mun Elías hafa í hyggju að ferðast eitthvað um íslenzku bygðirn- ar hér í grendinni. ☆ f fyrri viku kom hingað frá íslandi hr. Magnús Stefánsson ásamt frú sinni og dóttur. Magnús er ættaður frá Mýr- um í Skriðdal. Ólafur Halls- son kaupmaður frá Eriksdale kom til móts við gesti þessa á flugvellinum hér í borg og bauð þeim heim til sín; þau Magnús og frú Guðrún Halls- son eru þremenningar. Lýkur háskólaprófi Miss Dorothy Johnson, B.Sc. Þessi glæsilega og gáfaða stúlka, lauk í vor fullnaðar- prófi í Home Economics við Manitobaháskólann; hún er dóttir hinna kunnu hjóna, Mr. og Mrs. S. E. Johnson, 568 Maryland Street hér í borg. Frú Gerða Ólafsson lagði af stað áleiðis til Vancouver á þriðjudaginn; þaðan mun hún fara til Oregon í heimsókn til dóttur sinnar. Verður hún um tvo mánuði í ferðalaginu. ☆ Síðastliðinn laugardag lézt í San Diego, Cal., frú Bertha Laxdal Curry 80 ára að aldri; húh kcJm frá íslandi um ferm- ingaraldur, en flutti til Cali- fornía fyrir 50 árum síðan; hún var mikilhæf kona, vel efnum búin, og studdi íslenzk mannfélagsmál af ráði og dáð. Hún lætur eftir sig þrjú börn, Peter D. Curry, fyrrum for- mann skólaráðs Winnipeg- borgar, og tvær dætur, Mrs. T. L. Sprague og Mrs. W. E. G. Erskine í California. Út- förin var gerð frá St. Pauls kirkjunni í San Diego á mið- vikudaginn. Hugleiðing . . . Framhald af bls. 5 háskasamleg, því að Rauð- skinnar eða Indíánar voru þeim mjög óvinveittir, og kom oft til átaka við þá. Reistu hin ýmsu byggðarlög vígi með hárri girðingu um- hverfis til varnar gegn árás- um Indíána. Karlar, sem unnu á ökrunum að deginum, höfðu jafnan skotvopn með sér. En á kvöldin var horfið til vígis- ins og dvalizt þar fyrir ör- yggis sakir um nætur. Þannig var þá ástatt, er Samúel Bjarnason tók sér heimilisréttarland, 160 ekrur, á akurlandi skammt vestan við SpanishFork, í nándir Pal- myra, þar sem fyrsta vígið var reist. Samúel reyndist dugandi bóndi og mjög iðjusamur. Enda kom hann sér brátt upp góðum stofni sauðfjár og nautgripa, að því er börn Samúels herma. Hann keypti sér lóð austan Aðalstrætis (Main Street) í Spanish Fork og reisti þar áður en lauk tvö heimili. Þótti annað þeirra eitt hið myndarlegasta í byggðinni, bæði stórt og rúm- gott, eftir því sem þá gerðist. Er mér þetta hús í barns- minni einmitt vegna þess. Algeng var meðal Mormóna að kveðja menn úr ýmsum byggðarlögum til búsetu víðs fjarri heimilum þeirra í út- jöðrum landnámsins, þar sem yfirgangur Indíána var meiri Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt hér í borg John Benson 65 ára að aldri, um langt skeið í þjónustu fylkis- stjórnarinnar í Manitoba. Hann var jarðsunginn frá Bardals á laugardaginn af séra Philip M. Péturssyni. — Hinn látni lætureftir sig konu sína, Guðrúnu Ingibjörgu Benson. ☆ Mr. og Mrs. Eric Davis frá Sudbury, Ont., komu til borg- arinnar á sunnudagskvöldið var. Mr. Davis átti hér aðeins skamma viðdvöl, en frú hans, Lorraine, mun dvelja í hálfs- mánaðartíma hjá foreldrum sínum, Mr. og Mrs. J. W. Johannson að Pine Falls, Man. ☆ Á miðvikudaginn í vikunni, sem leið, lézt hér í borg Samson J. Samson 78 ára að aldri, fyrrum lögregluþjónn, mikill maður að vallarsýn, dulur í skapi og ramur að afli. Hann var ættaður frá Keldudal í Skagafirði; hinn látni lætur eftir sig konu sína, Guðrúnu, einn son, John Victor, forstjóra hjá Viking Printers Ltd, og þrjár dætur, Mrs. G. Guðmundsson, Mrs. E. W. Hunter og Lillian, svo og einn bróður, John J. Sam- son, fyrrum lögregluþjón. Útförin var gerð frá Bar- dals og að Gimli á laugardag- inn. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. en annars staðar. Hefur kirkj- an þannig fært út kvíarnar til eftisfarandi ríkja: Nevada, Californíu, Idaho, Wyoming, Arizona, Colorado, og auk þess innan Utah og síðar í Vestur-Canada. Samkvæmt slíkum fyrir- mælum kirkjuforsetans voru þau Samúel og Margrét kvödd til landnáms í Wayne sýslu í Utah. Er sú sýsla í suðaustur- hluta ríkisins, fögur mjög og auðug að námum (úraníum) og mannvirkjum. Ekki létu þau hjónin á sér standa, þegar kallið kom, og seldi Samúel mikið af eignum sínum, en hélt þó í heimili það, er hann hafði reist austan við Spanish Fork. Er sölu- samningur Samúels enn til meðal elztu skjala í Spanish Fork. Rakst Mark Johnson (maður af íslenzkum ættum) ekki alls fyrir löngu á þennan samning, er hann var að blaða í gömlum sýslugögnum. Þau Samúel og Margrét áttu ekki sjö dagana sæla í Wayne sýslu. Vandi var að ráða við áveituvatnið, þar sem annaðhvort voru flóð ár eftir ár eða stöðugir þurrkar, svo að þeim búnaðist mjög illa. En þau létu erfiðleikana ekki á sig fá og slepptu aldreí augunum af þeirri hugsjón, er leitt hafði þau frá föðurlandi þeirra í fyrstu. Þau voru trú sinni trygg, unz yfir lauk. Mörgum árum eftir flutning þeirra til Wayne, þegar Samúel var eitt sinn staddur í Spanish Fork í heimsókn, veiktist hann og lézt á heimili dóttur sinnar, Dóru Hansen. Samúel og Margrét reynd- ust íslendingum þeim, er síð- ar komu, mjög vel og hjálp- uðu þeim á allar lundir, með- an þeir voru að koma fyrir sig fótunum. Þórður Diðriksson kom til Utah árið 1856 og settist brátt að í Spanish Fork. Skömmu eftir komuna gekk hann að eiga Helgu Jónsdóttur, er samferða hafði orðið Samúel og Margréti vestur árið áður. Venja var, að Islendingarn- ir, er fyrstir komu á þessar slóðir, græfu sér, ef svo mætti segja, heimili, þ. e. a. s. þeir grófu sig inn í hól eða hæð og innréttuðu síðan þessi hí- býli, sem bezt þeir gátu og settu loks hálmþak á. Er landslag í Spanish Fork mjög vel fallið til slíkrar húsagerð- ar. En sú er ástæðan, að ég skýri frá þessu, að Þórður beitti sér síðar mjög fyrir bættum húsakosti í Spanish Fork. Þórður var hagleiksmaður mikill, góður búmaður, bók- hneigður og kallaður Islands- skáldið (Iceland poet) í byggð- inni. Hann tók sér heimilis- réttarland skömmu eftir kom- una til Utah, 160 ekrur, og er það land nú rétt handan við götuna, þar sem minnismerki íslenzku landnemanna stend- MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk Hvítasunnudag: Ensk messa kl. 11 árdegis. Ferming ungmenna. Kl. 7 síðdegis. Altarisganga safnaðarins. Engin ræða. Fólk boðið velkomið. S. Ólafsson ú Messur í( Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 29. maí: Árborg, kl. 2 Geysir kl. 3.30 Riverton, kl. 8. Allar á ensku. Robert Jack ☆ Fishermans Festival Sun- day May 29th Service starts at 3 p.m. Broadcast from Gimli over station C.K.R.C. at 3.30 p.m. Daylight Saving Time on The Church of the Air, over Canadian Broad- casting Network. ur. Enda fór mjög vel á því, og eru nöfn þeirra Helgu skráð á minnismerkið. Minnismerkið er táknrænt, byggt eins og viti, en efst uppi á líkan af víkingaskipi. Á landi sínu, er hann byggði og bætti, hóf hann síðar eina hina fyrstu steina- gerð hér um slóðir. Fengu menn stein hjá honum í mörg hinna fallegu heimila fyrr á árum. Stendur hús Þórðar enn, að vísu verið strokið yfir það , en hugmyndin að varð- veita það og þessa sérstöku húsgerð (adobe). Nokkur fleiri hús standa enn, er gerð voru úr þessu sérstaka efni. Steinar þessir voru gerðir úr leir og hálmi. Var sagt um Þórð, að hann neytti morgun- verðar við kertaljós og hefði verið kominn í steingerðina fyrir dögun. Hann vann baki brotnu allan daginn og át loks kvöldverðinn við sama kerta- ljósið. Gilbert Diðriksson, sonarsonur Þórðar, hefur það eftir föður sínum, hve mikið erfiði þessi steinagerð var og hafi Þórður stundum orðið að hræra leirinn og hálminn saman með fótunum, þegar nauðsynleg áhöld vantaði til verksins. Þórður Diðriksson var leið- togi meðal Islendinga í Spanish Fork og kunnur að gestrisni sinni og þau hjónin bæði. Nutu íslendingar þeir, er síðar komu, alúðar þeirra og fyrirgreiðslu í ríkum mæli- Afkomendur þeirra Þórðar og Helgu hafa orðið margir í Utah og reynzt í hvívetna hinir nýtustu þegnar. —FRAMHALD Kaupið Lögberg *TíteB-of ih&Seaum/ EATON'S MAIL ORDER SUMMERSALE Here's a Book planned months ahead, to bring you personal, family and home supplies for now and Summer at prices you'll like: in a choice of quality and smartness to saiisfy you! Shop from ils 126 pages — all of them packed with nolable values — and dozens of them in full color. Shop early for limited-quanlity specials, shop o f t e n for your seasonable needs from this book. You'll find now, as ever — It PAYS TO SHOP AT EATON'S. Waich fbt yowi C&py of ifiú fioóh of BXg VaHuu FREE ON REQUEST ^T. EATON C WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.