Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.05.1955, Blaðsíða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 26. MAI 1955 NÚMER 21 Hans hágöfgi landstjórinn í Canada heimsækir Gimli Heimsókn landsstjórans til Gimli Síðastliðinn laugardag hafði safnast saman nokkru fyrir hádegi í skemtigarði Gimli- bæjar álitlegur hópur manna, kvenna og barna í tilefni af heimsókn landstjórans, og var undirbúningur allur í bezta lagi; einmuna blíða ríkti yfir bústað guðanna um daginn og voru allir viðstadd- ir í hátíðaskapi; skemtiskrá var stutt, en þó tilkomumikil. Bæjarstjórinn á Gimli, Mr. B. Egilsson, setti samkomuna með snjallri og röggsamlega fluttri ræðu, þar sem hann bauð hinn tigna gest velkom- inn, en Mr. G. S. Thorvald- son, Q.C., kynti landsstjóra, með þeirri háttlægni, er jafn- an einkennir framkomu hans á ræðupalli. Ungmennakór af Úkraníu- ættum skemti með söng, en söngflokkur undir stjórn Jó- hannesar Pálssonar átti áhrifa mikinn þátt í hátíðahaldinu; nokkrir gestir voru kyntir landsstjóranum, þar á meðal Vigfús Arason í Kjalvík, er kom til Gimli í fyrsta hópn- um 1875. Miss Jórunn Thordarson kenslukona, heimsótti mann- fagnað þennan í íslenzkum faldbúningi, en Sigurbjörg Stefánsson kynti landsstjóra Ungan námsmann, er hlotið hafði Governor Generals uiedalíuna. Ræða landsstjórans birtist hér í íslenzkri þýðingu í rit- stjórnardálkum blaðsins, og hinar ræðurnar verða einnig birtar á íslenzku í næstu viku. Að lokinni skemtiskrá var landsstjóra og mörgum öðrum boðið til ríkmannlegrar mál- tíðar í kjallarasal hinnar fögru, lútersku kirkju í Gimli. Móttaka landsstjórans var Gimlibúum til hinnar mestu sæmdar. Landstjórinn í boði Canada Press Club Á fimtudaginn fór fram að tilhlutan Canada Press klúbbs- ins virðuleg og fjölmenn at- höfn í Royal Alexandra hótel- inu í heiðursskyni við land- stjórann í Canada, The Right Honourable Vincent Massey; var honum afhent þar fagur- yrt ávarp, er stofnandi klúbbs- ins og fyrsti forseti hans, W. J. Lindal dómari átti sinn þátt í að semja; þau Lindal dómari og frú önnuðust um móttök- una og kynnti dómarinn af mikilli prýði landstjóranum hina mörgu gesti. Mr. Massey þakkaði viðtökurnar með fögrum orðum og árnaði klúbbnum heilla; vegna rúm- leysis í blaðinu var ekki unt að birta ávarpið í þessari viku. Flytur ræður á þjóð- hótíðarsamkomum Norðmanna Dr. Richard Beck prófessor hefir undanfarna daga flutt ræður á þrem samkomum Norðmanna í tilefni af þjóð- hátíðardegi þeirra þ. 17. maí. Hann var samkomustjóri og flutti ávarp á hátíðarsam- komu þjóðræknisfélags Norð- manna (Sons of Norway) í Grand Forks, N.D., föstudags- kvöldið þ. 13. maí, en hann hafði jafnframt verið for- maður undirbúningsnefndar. Mánudagskvöldið þ. 16. maí var hann aðalræðumaður á hátíðarsamkomu þjóðræknis- deildar þeirra í Crookston, Minnesota, og flutti þar ítar- legt erindi um Noregsferð þeirra hjóna síðastliðið sumar. Seinni partinn á sjálfan þjóðhátíðardaginn, þ. 17. maí, flutti hann frá útvarpsstöð ríkisháskólans i Norður- Dakota (K.F.J.M.) erindi er hann nefndi „Andinn frá Eiðsvelli“ (The Spirit of Eidsvoll), og dró þar athygli að frelsis- og framsóknarhug- sjónum þeim, er svipmerktu þá menn, er grundvöllinn lögðu að frelsi og framförum norsku þjóðarinnar með samningu og samþykki stjórnarskrárinnar á Eiðsvelli árið 1814. Lýkur prófi Alberl Thorvaldson, B.A. Þessi ungi og efnilegi maður lauk í vor Bachelor of Arts prófi með fyrstu einkunn við Manitobaháskólann; hann er sonur hinna góðkunnu hjóna, Mr. og Mrs. T. R. Thorvald- son, sem heima eiga á Boyd Avenue hér í borginni. Fylkið liði um íslendinginn Mr. Paul Thorkelsson Svo sem Lögberg hefir fyrir skömmu skýrt frá, leitar Mr. Paul Thorkelsson forstjóri kosningar í 2. kjördeild til skólaráðs Winnipegborgar, en aukakosningin fer þar fram hinn 8. júní næstkomandi vegna þess að einn skólaráðs- manna, Mr. Malcolm, sagði lausri sýslan sinni áður en kjörtímabil hans rynni út; frá fjölþættum starfsferli Mr. Thorkelsson’s heflr blaðið þegar grandgæfilega sagt, svo þar er í rauninni litlu sem engu við að bæta; hann er hagsýnn atorkumaður og Hópferðin til fslands Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, er nú útrunninn sá tími, sem fólki var ætlaður til að láta skrá sig í þessa ferð. Úrslitin urðu þau, að um 20 manns tilkynntu þátttöku sína. Verður því hópferðin farin frá Winnipeg, um New York, til íslands, og fargjaldið verður þá $460.00, eins og áður var auglýst. Fólki, sem ekki hefir nú þegar útvegað sér nauðsynleg farargögn, það er: gilt vegabréf og vegabréfs- áritun, skal ráðlagt að gera það án tafar, því að tími er nú orðinn naumur. Strax og mér berast frá Islandi upp- lýsingar um brottfarartíma frá Winnipeg og New York, tilhögun um greiðslu far- gjalda og annað varðandi ferðina, mun ég tafarlaust koma þeim upplýsingum til hlutaðeigandi aðilja, þ. e. a. s. fólksins, sem þegar hefir látið skrá sig í þessa ferð. Vinsamlegast, THOR VIKING, 515 Simcoe Street, Winnipeg 10, Man. kippir þar mjög í kyn til hins rameflda víkings, föður síns, Mr. Soffoníusar Thorkels- sonar. ' Fjármagn það, sem ráðstafa þarf til skólahalds í þessari borg veltur árlega á miljónum og þar af leiðandi er það mikils um vert, að í skólaráð veljist hagsýnir menn, og ein- mitt einn slíkra manna er Mr. Paul Thorkelsson, er nú býður sig fram undir merkj- um hinna borgaralegu kjós- endanefndar. Til þess að tryggja Mr. Thorkelsson kosningu verða íslenzkir kjósendur í áminstri kjördeild að greiða honum at- kvæði, allir sem einn. Flytur til Winnipeg og stofnar söfnuð Séra Eric H. Sigmar Nú er fullráðið, að séra Eric H. Sigmar, er látið hefir af prestsþjónustu í Seattle, flytji hingað til borgar um mánaðamótin ásamt frú sinni, og taki sér fyrir hendur stofnun lútersks kirkjusafn- aðar í hinu fagra og fjöl- menna River Heights hverfi hér í borg. Sameinaða kirkjan, The United Lutheran Church of North America, stendur að safnaðarstofriuninni. — Séra Eric hefir getið sér ágætan kennimannsorðstír, auk þess sem hann er gæddur góðum skipulangingarhæfi- leikum, svo sem hann á kyn til. — Lögberg býður þau séra Eric og frú innilega velkomin til borgarii.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.