Lögberg - 09.06.1955, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1955
5
ÁHUGAHÁL
tsVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
RÓMANTÍSKAR MINNINGAR TENGDAR NETLEY
Ríkisborgararéttur giftra kvenna ogi
fráskilinna ræddur í S. Þ.
Þegar ekið er frá Winnipeg
norður til Nýja-Islands, er
farið fram hjá mörgum sögu-
legum stöðum, sem þó má
ekki merkja sem slíka, nema
af nöfnunum einum. Einn
þeirra sögustaða er Netley-
lækur. Nú á tímum er þessa
staðar venjulega getið, vegna
þess að þangað sækja sports-
menn í tugatali á haustin, til
að skjóta andir, sem hafast
þar við í mýrunum umhverfis.
En við Netleylæk eru og
tengdar sögulegar minningar
og þær harla rómantískar.
Þegar bólan barst til Nýja-
íslands haustið 1876, setti
fylkisstjórinn í Manitoba,
sem einnig var æðsti stjórn-
andi Kewatin-héraðsins, sem
fslendingar dvöldu í, sóttvörð
rcieð nokkrum hermönnum til
að útiloka samgöngur milli
Nýja-íslands og Manitoba.
Vörðurinn var settur 27. nóv.
og hafði bækistöð sína við
Netleylæk, 15 mílur suður af
nýlendunni. Var engum leyft
suður fyrir, sem ekki hafði
fengið bóluna, nema hann biði
þar 15 daga, tæki sótthreins-
andi bað og klæddist nýjum
fötum.
Mánudaginn, fyrstan í
Þorra 1877, kvæntist Sigurð-
nr Kristófersson ungri enskri
stúlku, Caroline Taylor, en
sökum þess að Nýja-ísland
Var enn í sóttkví og enginn
prestur þar, fóru þau „í björtu
en köldu þorraveðri suður að
Netley-læk, þangað sem sótt-
vörðurinn var. Framkvæmdi
kynblendingsprestur hjóna-
vígsluna undir beru lofti
norðan við varðlínuna undir
hermanna-aga, meðan athöfn-
Jn fór fram, en presturinn
var sunnan við línuna her-
manna megin.“ (Vestmenn,
Þ. Þ.). Sóttvörðurinn var
ekki hafinn fyrr en 20. eða
21- júlí um sumarið og hafði
þá staðið í 34 vikur.
S i g u r ð u r Kristófersson
Íluttist frá Nýja-íslandi 1881
°g nam land í Argyle-byggð,
°§ er tafinn faðir þeirrar
^yggðar. Urðu þau hjónin
kynsæl; er margt mætra
manna og kvenna frá þeim
komið.
Önnur rómantísk saga,
mörgum árum eldri, er og
tengd við Netley-læk. Nafns
staðarins er fyrst getið í ann-
alum Hudson’s Bay félagsins
1825. Cree-Indíánar settust
par að. Höfðingi þeirra hét
eguis og hafði hann tekið
ristna trú. Samkvæmt beiðni
ans var þessu Indíánaþorpi
sendur trúboðaprestur frá
Englandi árið 1839 og hét
hann séra John Smithurst.
Hann var elskhugi hjúkrunar-
konunnar heimsfrægu, Flor-
ence Nightingale, er varð
brautryðjandi í hjúkrunar-
starfsemi kvenna. Vegna af-
skiptasemi fjölskyldu hennar,
fengu þau ekki að njótast.
Nightingale-fj ölskyldan var
efnuð og bjó á höfðingjasetr-
inu Lea Hurst í Derbyshire.
Sagt var, að faðir stúlkunnar
hefði verið mótfallinn gift-
ingunni vegna náins skyld-
leika milli elskendanna, en
hitt mun sönnu nær, að hinum
ríka óðalseiganda að Lea
Hurst mun ekki hafa þótt
gjaíorðið sambo.ðið dóttur
sinni, því John var fátækur
verkamaður, er vann á spuna-
rokkaverkstæði í London. I
þá tíð var ekki um að ræða
að dætur breyttu á móti vilja
foreldra sinna í þessum efn-
um.
Þegar hinir ungu elskendur
skildu, hétu þau hvort öðru,
að þau skyldu aldrei giftast
en verja ævi sinni í þjónustu
annara. Florence hafði þá
þegar fengið áhuga fyrir því
að líkna sjúkum, en að henn-
ar ráðum, innritaðist John
í trúboðsskóla með það fyrir
augum að fara til Canada og
starfa að trúboði meðal
Indíána.
Eins og áður er getið, kom
hann til Netley 1939. Sam-
kvæmt frásögn manns, sem
kom þar fimm árum síðar, var
litla Indíánaþorpið svo snot-
urt og vel hirt, að það leit út
eins og enskt þorp, er um-
kringir kirkju. Hefir John
sennilega gefið sóknarbörnum
sínum leiðbeiningar í fleiru
en trúarbrögðum.
Eftir tólf ára burtveru
heimsótti John ættland sitt.
Engar sögur fara af því, hvort
þau Florence sáust þá; en
talið er víst, að enn á ný hafi
fjölskyldan skipt sér af þessu
einkamáli þeirra. Hann fór
vestur aftur en ekki til Netley
i Manitoba heldur til Ontario.
Löngu síðar sagði hann frá
því leyndarmáli, að hin fagra
silfur-samstæða á altarinu í
litlu kirkjunni í Netley væri
gjöf frá Florence Nightingale.
Hann dó vonsvikinn maður
árið 1867. Síðustu ár ævinnar
bjó hann í litlu húsi, sem hann
nefndi — Lea Hurst.
En Florence Nightingale
vann sér ódauðlega frægð
með líknarstarfi sínu í Krím-
styrjöldinni, og fyrir hennar
atbeina var fyrsti stóri her-
mannaspítalinn reistur að
Netley, þrjár mílur frá
Southampton.
Líkur til, að samþykkt verði,
að konur missi ekki fyrri
borgararétt sinn
Konur, sem nú eiga á
hættu, að tapa ríkisborg-
ararétti sínum, er þær
giftast eða skilja við borg-
ara annars lands, munu
ná rétti sínum, ef uppkast
að alþjóðasamþykkt um
þessi mál nær staðfest-
ingu. Kvenréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna hef-
ur þegar samþykkt upp-
kastið. I þessari nefnd
eiga sæti 18 konur, sem
staðið hafa framarlega
í kvenréttindamálum í
heimalöndum sínum.
Eins og er getur það komið
fyrir í mörgum löndum, að
konur missi ríkisborgararétt-
.indi í sínu eigin landi, ef þær
giftast útlending, eins getur
það komið fyrir að þær öðlist
borgararéttindi í tveimur
löndum, eða verði landlausar
með öllu. Með enn öðrum
þjóðum skapast þessir erfið-
leikar ef konan skilur við
mann sinn, ef hann er útlend-
ingur.
Missa ekki borgararélt
í uppkastinu að samþykkt-
inni er gert ráð fyrir, að kon-
ur missi ekki sín borgararétt-
indi af sjálfu sér, er þær gift-
ast erlendum borgara. Það á
hvorki að vera hægt að neyða
konu til að taka ríkisborgara-
rétt manns síns eða missa
— HÚSRAÐ —
Þunn gluggatjöld má gera
við á þennan hátt: Pappírinn
er þræddur undir rifuna og
síðan saumað yfir þversum og
langsum í saumavél. Þegar
svo gluggatjaldið er þvegið
molnar pappírinn burt en
saumarnir eru eftir.
☆
Með sítrónusafa og salti má
oft ná ryðblettum úr. Blettur-
inn er vættur vel með sítrónu-
safa og síðan er salti dreift á.
Síðan er flíkin þurrkuð í
sterkri sól.
☆
Ef þú vissir, að þú ættir að-
eins eflir að lifa í sólarhring.
hvernig mundir þú þá eyða
tímanum?
Ef þú kýst helzt að dvelja
með ástvinum þínum, ertu
tilfinninganæmur og hjarta-
hlýr. Ef þú vilt vera einn, ertu
einrænn, sennilega óánægður
með tilveruna innst inni fyrir.
Ef þú kýst að „lifa hátt“ síð-
ustu stundirnar, ertu senni-
lega forlagatrúar, en ef þú
geymir með sjálfum þér vit-
neskjuna, og segir engum,
hefurðu sterk bein og ert
ekki líklegur til að bogna í
baki.
sinn eigin borgararétt við
giftingu eða fráskilnað.
1 á móti — 20 sátu hjá
Kvenréttindanefndin hefur
haft þetta mál til umræðu á
þingum sínum undanfarin ár
og loks , var uppkastið sam-
þykkt með 15 atkvæðum. Ein
þjóð var á móti (Bandaríkin),
en tvær þjóðir sátu hjá
(Frakkland og Indonesia). Til-
lagan um alþjóðasamþykkt
þessa var borin fram af full-
trúa frá Kúba, en breytingar-
tillögur voru samþykktar frá
fulltrúa Ástralíu og öðrum
fulltrúum.
Félagsmálaráð
Uppkastið fer nú til Efna-
hags- og félagsmálaráðs Sam-
einuðu þjóðanna og ef ráðið
samþykkir það, verður það
lagt fyrir allsherjarþingið til
endanlegrar samþykktar.
Fulltrúi Bandaríkjanna
greiddi atkvæði á móti upp-
kastinu á þeim forsendum, að
það væri verkefni alþjóða
laganefndarinnar að fást um
mál eins og þetta og auk þess
ættu ákvæði laganna að gilda
jafnt um karla og konur.
—Alþbl., 7. maí
Dcmarfregn
Þann 8. desember 1954 and-
aðist Ágúst Ásmundsson að
heimili sínu í Red Deer, Al-
berta. Ágúst var fæddur 25.
ágúst 1871 að Haga í Gnúp-
verjahrappi í Árnessýslu, son-
ur Ásmundar Benediktssonar
og konu hans Sigurlaugar.
Systkini Ágústs voru Ásgeir,
Vigfús, Halldór og Ingibjörg.
Halldór kom til Vesturheims
og bjó í Calgary, nú dáinn
fyrir mörgum árum. Þau
voru náskyld þeim bræðrum,
Gísla Dalman, Jóni Jónssyni
og Benedikt Bardal frá Möðru
dal.
Til Vesturheims kom Ágúst
árið 1900 og var samferða
Breiðuvíkur-fólkinu. — Hann
dvaldist um nokkurn tíma í
Argyle-byggð, en fluttist það-
an til Albertafylkis og bjó
þar framvegis. Árið 1903
kvæntist hann Sigurlaugu
Önnu Jónsdóttur frá Claverts-
húsum í Garði í Gullbrigu-
sýslu. Bjuggu þau fyrst í
Oktotoks, Alberta, en árið
1905 fluttu þau vestur fyrir
Markerville og tóku sér þar
heimilisréttarland. Árið 1907
fluttu þau til Red Deer og þar
var heimili þeirra upp frá því.
Ágúst og Sigurlaug eignuð-
ust þrjú börn. Jón Haraldur,
kvæntur konu af norskum
ættum, dó 1942 frá konu og
fjórum börnum, öllum í
ómegð. Anna Sigurlaug, gift
H. Goodaere, eiga þau tvö
börn. Býr hún á næstu jörð
við foreldra sína og hefur
verið þeirra önnur hönd.
Óskar Ingólfur býr í Cali-
fornia, kvæntur hérlendri
konu, eiga þau tvö börn.
Óskar var um tímabil mikill
“Hockey”-kappi.
Ágúst hafði marga þá eigin-
leika til að bera, er gjörðu
hann sérstaklega góðan ferða-
félaga á lífsleiðinni. Hann var
framúrskarandi góður heimil-
isfaðir, með sinni glaðværu og
staðföstu lund. Glöggt dæmi
um þessa eiginleika hans er
það hvernig hann reyndist
tengdadóttur sinni, en hann
vitjaði hennar á hverjum
morgni til að sjá. hvernig
henni og börnunum liði og
studdi hana á ýmsan hátt.
Vart mun að finna iðjusam-
ari mann. Á yngri árum sín-
um ruddi hann heila flaka af
skógi með exi sinni, og hvaða
vinna sem var sýndist leikur
í hans höndum. Hann lagði
stund á steinsteypu síðustu
árin, og var það hans líf og
yndi. 75 ára að aldri byggði
hann sér heimili úr stein-
steypublökkum, sem hann
hafði búið til í frístundum
sínum. Hann gegndi störfum,
sem banka-“janitor’ í 26 ár.
Húsið er snildarlega gjört,
með öllum nýtízku þægindum
og mun standa sem minnis-
varði um langan aldur.
Heimili þeirra „Laugu og
Gústa“ hefur ætíð verið ann-
álað fyrir gestrisni og góðvild
til vegfarenda á þessum slóð-
um, og voru þau bæði sam-
hent í því.
Ágúst var ungur í anda
fram til síðustu stundar. Bók-
hneigður var hann og unni
öllu því, sem fagurt var á Is-
landi. Og þó að honum gæfist
aldrei tækifæri til að sjá ætt-
jörð sína aftur, þá dvaldi þó
hugurinn oft á þeim slóðum,
sérstaklega síðustu árin.
Útför hans fór fram frá
Brown and Johnson Chapel í
Red Deer-borg, og var fjöldi
af vinum viðstaddir og mikið
barst af fögrum blómum. Rev.
Uiller og Rev. Guebert fluttu
kveðjuorðin. Eru þeir báðir
lúterskir kirkjuprestar. Þeim
söfnuði tilheyrðu þau hjónin
og studdu hann af ráði og dáð.
Ágúst var lagður til hinztu
hvíldar í Red Deer grafreit.
Minning þessa mæta sam-
ferðamanns mun lengi lifa í
hugum og hjörtum þeirra,
sem til hans þektu.
—R. S. B.
COPINHAGíN
Heimsins bezta
munntóbak