Lögberg - 30.06.1955, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. JÚNÍ 1955
Lögberg
GefiS út hvern flmtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrlft rltstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Dögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Offiee Department, Ottawa
PHONE 743 411
Ræða Péturs Eggerz sendiróðu-
nautar í Washington,
haldin 17. júní 1955 á samkomu í Spanish Fork, Ulah,
í tilefni af því að 100 ár eru liðin síðan fyrsíu
íslendingarnir setiúsl að í Spanish Fork.
Góðir áheyrendur:
Fyrir 100 árum síðan var það langt og áhættusamt ferða-
lag að fara frá íslandi til Utah.
Þetta ferðalag krafðizt karlmennsku, og það var engin
trygging fyrir því, að ferðalangarnir kæmust á leiðarenda,
enda dóu margir á þessu ferðalagi.
Leiðin lá frá íslandi til Danmerkur, og þaðan til Eng-
lands og frá Englandi til New York og þaðan gangandi svo að
segja alla leiðina til Utah um eyðimerkur og aðrar torfærur.
Matur var af skornum skammti, og stundum þurftu karlmenn
að ganga undir sjúkum konum og börnum. Þessar ferðir
bera vott um þjáningar og dauða, en einnig viljafestu, karl-
mennsku og ósigrandi löngun til þess að ná settu marki, og
vegna þess að þetta íslenzka fólk sigraði örðugleikana og
komst á leiðarenda, þá erum við hér samankomin til þess
að fagna því tilefni, að 100 ár eru liðin síðan að. fyrsti íslend-
ingurinn settist að í Spanish Fork, Utah.
Þessar erfiðu ferðir eru kafli í sögu tveggja landa,
Bandaríkjanna og íslands.
Hvað var það, sem fyrir 100 árum síðan laðaði svo ís-
lendingana til Utah, að þeir yfirgáfu heimili sín og tókust á
hendur erfiða og hættulega ferð til þess að komast þangað?
Saga íslands og Utah og Mormónatrúarbragðanna svarar
þessari spurningu.
Við skulum láta hugann reika aftur á bak til ársins 874,
þegar fyrstu landnámsmennirnir komu til íslands.
Landnámsmennirnir voru stoltir menn og frjálsir og þeir
höfðu yfirgefið heimili sín og farið til Islands vegna þess að
þeir gátu ekki hugsað sér að gefa nokkurn minnsta afslátt af
sjálfstæði sínu og frelsi.
Þeir fluttu með sér út til íslands anda frelsis og löngun
til þess að byggja upp þjóðfélag á lýðræðis grundvelli, og
þessar óskir staðfestu þeir með stofnun Alþingis árið 930,
en Alþingi er elzta þing veraldarinnar.
Landnámsmennirnir fluttu einnig með sér til íslands
mörg skip og góð. Þessi skip voru íslandi brú milli þess og
umheimsins, og um þessa brú fluttust nauðsynjar og nýjung-
ar. En þegar frá leið fóru skipin að týna tölunni, og að lokum
er svo komið, að brúin er horfin, og íslendingar þurfa að
fara að treysta á aðra með skipakost og aðdrætti að landinu.
Þetta leiðir að lokum til þess að íslendingar glata sjálf-
stæði sínu. Eftir ad Islendingar höfðu glatað frelsi sínu varð
verzlunin ófrjáls, og ein&tökum erlendum verzlunarfélögum
er seldur á leigu rétturinn til þess að verzla við Island.
Þessi erlendur einokunar verzlunarfyrirtæki settu það
verðlag á vöru sína, sem þeim hentaði, en höfðu það sem
mælisnúru að græða sem mest á sem stytztum tíma, og einnig
ákváðu þeir sjálfir gæði þeirrar vöru, sem þeim fannst
boðlegt að ota að íslendingum. Stolt íslenzku þjóðarinnar
hafði oft verið reynt til hins ítrasta, en aldrei hafði því verið
misboðið eins og nú með einokunar verzluninni, sem dró
kjark úr fólki og auðmýkti það að auk, og þetta ástand
varaði árum saman.
Vonin er hverjum manni nauðsynleg, og án hennar
getum við ekki lifað. Þegar syrtir að, þá vonum við að
morgundagurinn lyfti okkur upp úr örvinglup gærdagsins.
Þeir voru til á Islandi, sem höfðu kynnzt Mormónatrúnni,
og sáu í henni ljósið í myrkrinu. Mormónakirkjan gaf með-
limum sínum trú, og hún örfaði eðlilega lífsgleði. Hún barðist
móti nautnum, áfengi tóbaki og kaffi, en hvatti einstakling-
inn til þess að tjá sig í gegnum hinar ýmsu greinar listar-
innar, svo sem söng, dans, hljómlist og leiklist.
Látum okkur heldur ekki gleyma því, að trúin hefir á
öllum tímum haft mikil áhrif á islenzku þjóðina, og margt
sverðið hefir roðnað af blóði í átökunum um hina ^íslenzku
kirkju.
En einnig á þeim tímum, þegar einstaklingyrinn byggði
öryggi sitt að miklu leyti á sverðinu, líkamlegu atgervi og
aúði, einnig á þeim tímum
var rík þörf fyrir eitthvað
varanlegra og sterkara heldur
en mannlega veru.
Þorkell Máni, sem var lög-
sögumaður árið 970, bað þess
þegar hann fann dauðann
nálgast, að hann yrði borinn
út í sólina og fól sig þeim
guði á vald, sem hafði skapað
sólina.
Svo var það árið 1855, að
fyrstu íslendingarnir fóru frá
Vestmannaeyjum til Utah til
þess að tengjast nánari bönd-
um trúarbráeðrum sínum, og
þjóna þar trú sinni.
Þjóðhetja íslendinga, Jón
Sigurðsson, fæddist 1811.
Hann tók forustuna í barátt-
unni fyrir því sjálfstæði, sem
íslenzka þjóðin þráði.
Einokunarverzlunin var af-
numin árið 1855, en áhrifa
hennar gætti árum saman.
Framtaksþrá Islendingsins,
sem kúgunin hafði haldið í
skefjum tók nú að brjótast
fram, og þegar íslendingar
byrjuðu frjáls viðskipti við
aðrar þjóðir, þá komu þeir
auga á nýjungar, sem þeir
fluttu heim.
Hagnaðurinn, sem á tímum
hinnar ófrjálsu verzlunar
hafði safnast í erlendar hend-
ur tók nú að streyma í ríkis-
féhirzluna, og peningarnir
námu ekki staðar. Þeir voru
settir í ný hús, brýr, vegi,
sjúkrahús og háskóla. Þeir
voru nýttir til þess að bæta
heilbrigðisskilyrði á íslandi
og aðbúnað fólksins í landinu,
svo og til þess að hagnýta
betur beztu fiskimið heimsins,
sem liggja að íslandi.
Islendingar voru minnugir
þess, hvernig skipamissirinn
hafði að nokkru leyti leitt til
þess að. þeir glötuðu sjálf-
stæði sínu, og þess vegna var
það, að þeir stofnuðu Eim-
skipafélag íslands árið 1914.
En stofnun þessa skipafélags
naut bæði siðferðislegrar og
fjárhagslegrar aðstoðar Is-
lendinga, sem sezt höfðu að í
Bandaríkjunum og Kanada.
Síðan hafa önnur íslenzk
skipafélög verið stofnuð.
Nú er flugvélin orðin Is-
landi geysiþýðingarmikið
farartæki. íslendingar, sem í
dag hafa í hyggju að sækja
heim skyldmenni sín í ÍJtah,
stíga upp í íslenzka flugvél í
Reykjavík, og þeim er flogið
á 20 tímum til Utah.
Fyrir hér um bil tveim
árum síðan sendi Geneo-
logical Society of Utah vel-
komna fulltrúa til íslands.
Þessir fulltrúar ljósmynduðu
öll skjöl og bækur í vörzlu
Þj óðskj alasaf nsins.
Ég var heima á íslandi í
maí, og heimsótti þá Þjóð-
skjalasafnið þeirra erinda að
sjá með eigin augum ljós-
myndasafnið. Skjalavörður-
inn, sem sýndi mér safnið tók
hverja handritaða bókina á
fætur annarri út úr bókahill-
unum og strauk þær blíðlega
að sið bókavina, og sagði:
„Allar þessar bækur eru
óbætanlegar, og ég sem hefi
handleikið þær undanfarin 20
ár, hefi tekið eftir því, mér
til mikillar raunar, hversu
tímans tönn hefir unnið á
þeim, en nú er mér létt vegna
þess, að Geneological Society
of Utah hefir tryggt það með
því að ljósmynda þær, að efni
þeirra geymist í framtíðínni“,
og um leið og hann sagði
þetta benti hann mér á skáp,
þar sem ljósmyndasafni þessu
hefir verið komið fyrir.
Og svo bætti hann við: —
„Þegar þú ferð til Utah, þá
segðu þeim, að við kunnum
vel að meta þann vott skiln-
ings og vináttu, sem þeir hafa
sýnt okkur með þessu.“
Ég hefi haft mikla ánægju
af því að lesa um landnám
Mormóna í Utah. Hvernig þeir
hafa með dugnaði og sam-
starfi breytt stórum hluta af
hinni þurru jörð Utah-ríkis í
frjósama garða.
Ég hefi einnig haft mikla
ánægju af því að kynnast því
hvernig Mormónakirkjan hef-
ir séð fyrir þeim kirkjumeð-
limum, sem veikindi og aðrar
ástæður hafa hindrað í því
að sjá sér og sínum farborða.
Góðir áheyrendur af ís-
lenzkum uppruna, sem sezt
hafið að í Utah, í dag fögnum
við af því tilefni, að 100 ár
eru liðin síðan fyrsti íslend-
ingurinn settist að í Utah.
Ég er hér í dag til þess að
flytja ykkur árnaðaróskir og
innilegar kveðjur íslenzku
þjóðarinnar. Við eigum margt
sameiginlegt, og eitt er það,
að við eigum sameiginlega
forfeður, sem nú hvílast í
litlum, friðsömum, íslenzkum
kirkjugörðum, og hafa þar
sameinast hinni íslenzku
mold, sem þeir eru sprottnir
úr. Flestir okkar koma frá
litlum íslenzkum bóndabæj-
um. Lífið á bóndabæ er
skemmtilegt og sérstaklega
þegar mörg börn eru á bæn-
um. Börnin una sér við leik
og vinnu, og þau segja hvort
öðru sorgir sínar og gleði.
Þau þekkja umhverfið og
landslagið svo vel, að það
skapar þeim öryggi og sjálfs-
traust.
Sérhver steinn í nágrenninu
á sér sína sögu, og litli silfur-
tæri lækurinn, sem líður fram
hjá bænum, er næstum hluti
af börnunum sjálfum.
Þarna hafa þau leikið sér,
svamlað og synt, og lækurinn
hefir brynnt þorsta þeirra.
Og svo er það einn góðan
veðurdag, að börnunum er
það ljóst, að þau eru ekki
börn lengur, og bóndabærinn
getur ekki framfleytt þeim
öllum, og eitt af öðru leggja
þau af stað að heiman til þess
að leita sér atvinnu nær og
fjær, og sum fara alla leið til
Utah.
Börnin, sem 'eftir eru, eru
hrygg í bragði, þegar þau sjá
systkini sín hverfa að heiman,
en þau vita að svona verður
þetta að vera, og þau óska
þeim fararheilla.
En í hvert skipti, sem póst-
urinn gengur í hlað, þá- leggja
þau niður vinnu og bíða þess
með eftirvæntingu að hann
flytji góðar fréttir af þeim,
sem fóru að heiman.
Góðir áheyrendur, karlar
og konur af íslenzkum upp-
runa, við heima á Islandi ósk-
um þess innilega, að póstur-
inn megi alltaf hafa tilefni til
þess að flytja okkur góðar
fréttir af ykkur.
Fjallkonan, hin íslenzka
móðir okkar, er eins og aðrar
góðar mæður, hún gerir hvað
hún getur til þess að stæla
okkur og undirbúa undir þau
átök, sem lífið býr hverjum ;
heilbrigðum manni, en þegar
við erum fullvaxta, þá skiptir
hún sér ekki frekar af okkur,
og eftirlætur okkur að ákveða
hvar við setjumst að til þess
að vinna fyrir brauði okkar,
en hún gleymir aldrei börn-
unum sínum.
í dag finnst mér sem hún
vilji biðja mig um að segja
ykkur, að hún sé stolt af
ykkur og að hún meti tryggð
ykkar við sig, og að allt gott
sem hendir ykkur verði til
þess að gleðja hana.
Ritsafn Jónasar
Jónssonar
Fyrir nokkrum árum kom
út fjögur bindi af ritsafninu
Komandi ár eftir Jónas Jóns-
son frá Hriflu, fyrrv. ráð-
herra. tJtgáfuna kostuðu Sam-
band ungra Framsóknar-
manna og Isafoldarprent-
smiðja síðasta bindið. En út-
gáfa þessi stöðvaðist af ýms-
um sökum, sem ekki verða
hér raktar.
Síðar bundust nokkrir vinir
Jónasar samtökum um að
halda útgáfunni áfram, og
kemur eitt bindi af ritsafni
þessu út nú í vor. Fyrirhugað
er, að útgáfan verði að
minnsta kosti 10 bindi með
þeim 4 bindum, sem áður
voru komin.
Svo var til ætlast að bindi
það, sem nú er á leiðinni
kæmi út á morgun á 70. af-
mælisdegi höf., en sakir las-
leika hans í vetur hefir þetta
dregist nokkuð.
Þegar hafa 50 menn gerzt
þátttakendur í útgáfufélagi
þessu. Bráðabirgðastjórn hef"
ir verið kosin og skipa hana:
Sigurður O. Björnsson, prent-
meistari Akureyri, formaður;
Benedikt Baldvinsson bóndi
Dálksstöðum, gjaldkeri;
Finnur Kristjánsson, kaup-
félagsstjóri Húsavík ritari.
meðstjórnendur eru Guðm-
Guðlaugsson framkv.stj. Ak'
ureyri, Kjartan Magnússon,
bóndi Mógili, Baldur Bald-
vinsson, bóndi Ófeigsstöðum
og Árni Bjarnason, ritstjóri
Akureyri.
Laugardagsblaðið 30. aprd
Kaupið Lögberg