Lögberg - 14.07.1955, Síða 1

Lögberg - 14.07.1955, Síða 1
ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ANYTIME — ANYWHERE CALL Transit - Sargent Silverline Taxi 5 Telephone Lines 20-4845 ®8. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1955 NÚMER 28 Fréttir af kirkjuþingi Eftir séra ÓLAF SKÚLASON Hjálp streymir að úr öllum áttum Frá vinstri sézt Dr. H. V. Waldon, yfirlæknir við sjúkrahúsið í Vita, Man., og við hlið hans Mr. Pete Langelle, einn af yfirmönnum SHEA’S Winnipeg Brewery Limited, sem er meðal elztu iðnstofnana í fylkinu, þar sem hann afhendir Dr. Waldon, sem er formaður viðreisnarstarfseminnar í Vita $1,000 bankaávísun frá þessu kunha ölgerðarfyrirtæki í viðreisnarsj óðinn. Frá ástandinu í Vita hefir áður verið sagt hér í blaðinu og fárviðri því hinu geigvænlega, sem hertók þetta litla og vingjarnlega þorp. — Tillög í viðreisnarsjóðinn hafa svo að segja streymt að úr öllum áttum, og má slíkt teljast óblandið fagnaðarefni þeim öllum, sem finna til með sam- borgurum sínum þegar mannraunir steðja að. „íslenzkir stjórnmálamenn skilja menningarhlutverk leiklistarinnar11 Langruth, 4. júlí AGANA 25.—29. júní duld- ist engum, hvað setti ntestan svip á bæinn Gimli við Winnipegvatn. Þá gengu þar um menn og konur með borða og spjald á barmi, en Þar á stóð nafn og heimilis- fang viðkomanda. Tíðir voru sungnar oftast þrisvar dag bvern, og hvar sem tveir eða Þrír komu saman barst talið újótlega að kirkjunnarmál- efnum. Hið íslenzka lúterska birkjufélag í Vesturheimi var að halda hátíðlegt 70. afmæli sitt. í^ingið hófst með borðhaldi að laugardagskvöldi, 25. júní, þá voru og kynntir ýmsir gestir, sem komnir voru til þings. Þá flutti forseti Kirkju- íélagsins, séra Valdimar J. Eylands skýrsiu sína. Hann kvað Kirkjufélagið vera í Vexti og leit björtum augum a framtíðina. Tveir voru þeir aðilarnir, sem hann sérstak- Iega þakkaði, og sagði hann Þeir væru sem stóru bræður Khrkjufélagsins. Það voru The United Lutheran Church °f America (ULCA) og Þjóð- kirkja Islands. Kirkjufélagið befði hlotið yfir 100,000 dali ffá ULCA (á 14 árum), en nú væru starfandi í Kirkjufélag- mu fjórir prestar, sem hlotið befðu menntun og vígslu heima á Islandi. Opinberir fulltrúar þessara aðila voru þeir Rev. Dr. G. Harkins og séra Ólafur Skúlason, fluttu þeir kveðjur og erindi, m. a. sendi biskupinn yfir Islandi dr. Ásmundur Guðmundsson skrautritað ávarp, sem full- trúi Þjóðkirkjunar afhenti. Það mun almennt álit, að fundur þessi og hátíð hafi verið ein hin bezta í sögu Kirkjufélagsins. — Fulltrúar voru áhugasamir um eflingu og viðgang Kirkjufélagsins og áhugamála þess. Einkenndist afgreiðsla mála einna mest af einkunnarorðum þeim, sem valin höfðu verið fyrir fund þennan, en þau voru: „Legg þú á djúpið“. Þarf ekki annað en benda á samþykkt fundar- manna varðandi elliheimilið Betel. Kunnáttumenn (í sam- bandi við elliheimilið) töldu ekki nema um tvennt að ræða, annað hvort að fækka vist- mönnum niður í 40 eða byggja nýtt hús. Að vandlega athug- uðu máli var samþykkt að „leggja á djúpið“ vondjarfir og safna 175 þús. dollurum til endurbyggingar. Munu allir þeir, sem bera hag gamal- menna fyrir brjósti, fagna þessari ákvörðun og leggja fram sinn skerf til þess að settu marki verði náð. Á þinginu var ekki ein- göngu horft á nútíðina, heldur var einnig skyggnzt til baka Framhald á bls. 4 Viðtal við E. M. OELENSLAGER. einn frægasta leik- tjaldamálara Banda- ríkjanna ELENSLAGER leiktjalda- málari hafði hér skamma viðdvöl, en notaði að sjálf- sögðu tækifærið til þess að kynna sér eftir föngum ís- lenzk leikhúsmál, skoðaði m. a. Þjóðleikhúsið í fylgd með þeim Lárusi Ingólfssyni leiktjaldamálara, Indriða Waage leikstjóra og Ævari Kvaran leikara. „ísland ber menningar- nafnið með rentu. Stjórnmála mennirnir virðast bera fullt skyn á stórkostlegt menning- arhlutverk leiklistarinnar hér á landi. Þið eruð sannarlega öfundsverð þjóð“, sagði Oelenslager við tíðindamann Vísis. „Mín bíða að vísu sex leik- rit, er heim kemur, en ég get varla komizt hjá að öfunda Lárus Ingólfsson, sem ekki þarf að brjóta heilann um framtíðina í þeim efnum. Sjálfur þarf ég aðstoðarleik- tjaldamálara, einkaritara og fleira fólk í skrifstofu minni og vinnusal í New York. 1 borg hraðans höfum við ekki ráð á að láta tækifærin ganga okkur úr greipum. Lárus Sigurbjörnsson, for- maður Leikfélags Reykjavík- ur, en það fyrirtæki myndi ég kalla Tjarnarleikhús, sýndi mér gamla leikhúsið í Iðnó. Það var sannarlega fróðlegt að fá að vita, að allir leikarar Þjóðleikhússins eru „aldir upp“ í þessu gamla, göfuga húsi. Sennilega er þetta ein- kennandi fyrir íslenzka menn Framhald á bls. 8 Endurkosinn í stjórn- arnefnd hóskóla síns Dr. Richard Beck prófessor var nýlega endurkosinn í stjórnarnefnd (Administra- tive Committee) ríkisháskól- ans í Norður-Dakota. Er hann einn af sex háskólakennurum, sem sæti eiga í nefndinni og kjörnir eru á almennum kennarafundi; en sjálfkjörnir eru yfirmenn (Deans) hinna ýmsu sérskóla innan háskól- ans. Dr. Beck á einnig sæti í ýmsum öðrum meiriháttar háskólanefndum, svo sem bókasafnsnefndinni. Um f-vent að velja Rétt áður en vísindamaður- inn víðfrægi Albert Einstein lézt, hafði hann ásamt níu öðrum heimskunnum speki- mönnum undirskrifað skjal þar sem skorað var á allar þjóðir að afnema vopnaburð, með því að sýnt væri, að notkun atómsprengjunnar og vetnissprengjunnar gæti ger- eytt öllu mannkyninu; í raun- inni væri því einungis um það tvent að velja að leggja niður vopn eða eiga á hættu gereyðing mannkynsins í heild; einn þeirra manna, er undirskrifuðu skjalið var heimspekingurinn og stærð- fræðingurinn Russell lávarð- ur, sem nú er 83ja ára að aldri, einn af frægustu rit- höfundum og mælskumönn- um Breta. Stórveldafundur í aðsigi Hinn 18. þ. m. hefst í Geneva á Svisslandi stór- veldafundur, er forustumenn Breta, Bandaríkjamanna, Rússa og Frakka standa að. Fyrir hönd amerísku þjóðar- innar sækir Eisenhower for- seti fundinn. Telja má víst, að mikið af fundartímanum gangi í um- ræður um það með hverjum hætti draga megi úr kalda stríðinu sem og várðandi sameiningu Þýzkalands. Kosin í virðingarstöðu Frú Björg ísfeld Á nýafstöðnu ársþingi hljómlistarkennara sambands ins canadiska, sem haldið var í Vancouver, var frú Björg ísfeld kosin forseti þessara út- breiddu menningarsamtaka; var hún makleg slíkrar sæmdar sakir hæfni sinnar og persónuleika. ^^^^jóJhirhja Jiiiandi iendir -Jdinu dJuantgeliíba cjCúterila -Jdirhjupéiayi jCiiendinya í Ueiturbeirni twe&ju iína °9 iampaynar fnrí, er jrta u eidur nú ijötugaita drifinj iitt. JJtarfi vjÍtar er orJiJ mihiJ ocj hieiiunarríht. Jér hapiJ t/arJ- ueitt hirhjuarj-inn dtjra frá j-eJrum i/orum ocj mceJrum otj iacjt fram mihinn iherf tii vemdunar tuncju uorri ocj ftjóJemi. -JJriitindómurinn Lfi. iétt tjjur (ífiraun tjar. j-^ér hafiJ Veitt mihium ocj góJum hirhju (eiJtogum tjjar örucjja fjtjd. (jóJhirhja JJiiandi fahhar tjjur dit o<j tnjcjjj ocj tretjitir fuj aj aidrei rofni höndin i miiii. \Jér uiijum aiiir uera eitt, jreinar d iama meiJi, Jfeiú -JJriíti. \Jér hiJjum 2)rottin, athuarf uort frd hjni tii hjni, aJ (*iJa tjJur um óhomin dr oj hieiia -JJirhjuféiaj tjjar oj tjJur h uem oj einn. 'J-ifiJ heiiir um a(dur í friJi hani oj hcerieiha. f^eyljauílt, /7. jtlnt /955. cr*\<d. LLchv-\.\Afsr\.(A-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.