Lögberg


Lögberg - 14.07.1955, Qupperneq 8

Lögberg - 14.07.1955, Qupperneq 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 14. JÚLÍ 1955 Úr borg og bygð Afhjúpun og vígsla Þann 17. júlí fer fram af- hjúpun og vígsla minnis- merkismerkis um íslenzka brautryðjendur í Álftavatns- og Grunnavatnsbyggðum. Athöfnin hefst með guðs- þjónustu í lútersku kirkjunni að Lundar kl. 11 f. h. Dr. V. J. Eylands flytur ávarp, en séra Bragi Friðriks- son prédikar. Við minnismerkið flytur hr. Kári Byron, oddviti, ávarp. Hr. Skúli Sigfússon afhjúpar minnismerkið, en séra Bragi Friðriksson vígir það. Að því loknu verða sungnir þjóð- söngvar íslands og Canada. — Einnig flytur séra P. M. Pétursson ávarp, og kveðju frá Þjóðræknisfélaginu flytur Dr. V. J. Eylands. Hr. Gísli Magnússon les skýrslu undir- búningsnefndar. — Þá verða leikin ættjarðarlög og veit- ingar fram bornar. ☆ Hinn 4. þ. m. lézt að Medi- cine Hat, Alberta, Mrs. Guð- laug Helga Freeman (Sigurd- son), fædd 22. nóvember 1876 að Álfhóli í Hofssókn í Húna- vatnssýslu. Foreldrar hennar voru Thorleifur Björnsson og Sigríður Hansdóttir; hún kom til þessa lands 12 ára að aldri og átti upp frá því heima hér. Mann sinn, Sigurð Freman, misti hún fyrir fjórum árum, en tveir synir og tvær dætur létust á undan henni; tvö börn hennar eru á lífi, Halldór, búsettur í Charleswood, og Mary (Mrs. Archie Stewart) til heimilis í Medicine Hat, og þar dvaldi hin látna þrjú síð- ustu æviárin, en lengstan tím- ann átti hún heima í Charles- wood. Útförin var gerð frá Bardals. Dr. Valdimar J. Eylands jarð- söng. ☆ Mr. John Myrman frá Van- couver, B.C., sem dvalið hefir hér um slóðir nokkrar undan- farnar vikur og heimsótt ætt- ingja og vini hér í borg og eins á Oak Point og í Nýja- íslandi, lagði af stað heim- leiðis á fimtudagskvöldið var. ☆ Mr. Hjálmur Thorsteinsson á Gimli leit inn á skrifstofu blaðsins um miðja fyrri viku, og kom þá vestan frá Wyn- yard, en þar hafði hann setið ársþing Unitara-kirkjufélags- ins. Mr. Thorsteinsson hafði aldrei áður til Vatnabygðanna í Saskatchewan komið; upp- skeruhorfur taldi hann hinar beztu. Mr. Thorsteinsson á bróður, sem búsettur er í Leslie. ☆ Kári Jónsson frá Sauðár- króki, sem dvalið hefir ár- langt hér um slóðir, lagði af stað alfarinn til íslands síðast- liðið þriðjudagskvöld; for- eldrar hans eru búsett á Sauð- árkróki og þangað fer hann jafnskjótt og til íslands kemur. Messur í Norður-Nýja-íslandi Sunnud. 17. júlí: Hnausar kl. 2. Geysir kl. 8. Robert Jack ☆ Mr. Thorsteinn Ásgeirsson málarameistari frá Lynn Lake, Man., dvelur í borginni þessa dagana. ☆ Laugardaginn, 2. júlí kl. 2.30 e. h. voru gefin saman í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Glenboro Margrét Hólmfríður, einkadóttir Mr. og Mrs. Paul Anderson frá Glenboro, og Earl Winfred, sonur Mr. og Mrs. Nick Feigel frá Halliday, N. Dak. Brúður- in var leidd til altaris af föður sínum. Svaramenn voru: Beth Sparling frá Regina, Sharon Feigel og Howard H. Sorensen frá Halliday, N. Dak. Clair Anderson og Glen Witherspoon leiddu fólk til sætis. Séra Eric H. Sigmar frá Winnipeg söng tvo einsöngva og aðstoðaði sóknarprestinn við altarið. Mrs. A. Sigmar lék á píanó og argel. Vegleg og fjölmenn veizla var setin í neðri sal kirkjunn- ar eftir hjónavígsluna. Kven- félag safnaðarins veitti af mikilli rausn. Séra Eric H. Sigmar mælti fyrir minni brúðarinnar. — Brúðguminn þakkaði fyrir sig með vel- völdum orðum. Eftir brúðkaupsferð vestur í fylki og suður í Bandaríki setjast ungu hjónin að í Breckenridge, Minnesota. ☆ Kristján Sveinbjörn Good- man andaðist snögglega á heimili sínu í Glenboro s.l. miðvikudag þann 6. júlí 69 ára gamall. Hann var fæddur í Winnipeg þ. 22. nóv 1886. Foreldrar hans voru Hafliði Guðmundsson og Halldóra Stefánsdóttir frá Holugili í Víðidal í Húnavatnssýslu. Faðir Kristjáns dó á unga aldri árið 1901, en móðir hans í hárri elli 1935. Kristján kvæntist aldrei. Hann dvaldi lengst af í Glenboro og grend- inni. Kristján var einn af sjö systkinum. Guðmundur bróð- ir hans dó vestur í fylki fyrir nokkrum árum síðan. Þau, sem syrgja bróður sinn, eru: Jón Rosant og Sveinbjörg, Mrs. Weird, bæði í Glenboro; Sigrún, Mrs. Felix Frede- rickson, og Thorbjörg, Mrs. Parker frá Edmonton; og Kapitola, Mrs. Cole r Winni- peg. Útförin fór fram frá lút- ersku kirkjunni í Glenboro kl. 2 e. h. föstudaginn þ. 8. júlí. Sóknarpresturinn jarð- söng. ☆ Þriðjudaginn þ. 5. júlí kl. 7.30 voru gefin saman í hjóna- band á prestsheimilinu í Glenboro Thorbjörg J. Sig- ríður, dóttir Jóns og Mary Isleifsson frá Glenboro og William Mike, sonur Mr. og Mrs. M. Mantyka frá Saska- toon. Bjarni ísleifson leiddi brúðurina fram. Svaramenn voru Marie Arran og Robert ísleifson. Eftir hjónavígsluna var setin veizla á heimili Bjarna Isleifsonar bróður brúðarinn- ar. — Ungu hjónin fóru í brúðkaupsferð austur í fylki. Þau setjast að í Brandon. — Sóknarpresturinn vígði. ☆ Hinn 10. júlí s.l. fermdi séra Ólafur Skúlason eftirtalin börn í Herðubreiðarkirkju, Langruth: Linda Grace Thompson Louise Bernice Bott Phyllis Victoria Unger Edward Karl Larson Harold Archibald Johnson Ronnie Guðínundur Ingimundsson. ☆ Miss Eva Johnson frá Northumberland á Englandi, kom til borgarinnar í fyrri viku í viðskiptaerindum. Hún kom hingað í fyrra með föður sínum, en hann lézt á þessu ári. Miss Johnson er af brezk- um ættum, en hefir lagt stund á íslenzku og íslenzkar bók-, menntir; var hennar að nokkru getið í Kvennasíðu Lögbergs í fyrra í því sam- bandi. ☆ Mrs. Anna Jones frá Hecla, Man., dvaldi viku í borginni í heimsókn hjá dætrum sín- um, Mrs. Webb og Miss M. Jones og öðru skyldfólki. Á mánudaginn fór hún norður á Winnipegvatn til Sandy’s Island, þar sem maður hennar og synir reka hvítfisksstöðvar. ☆ Mrs. S. B. Johnson, Elm Park Rd., St. Vital, fór nýlega vestur til Vancouver í skemmtiferð. , ☆ Mrs. G. A. Williams frá Hecla, Man., kom til borgar- innar í fyrri viku í viðskipta- erindum. ☆ Mr og Mrs. Ian Kennedy og fjölskylda frá Stonewall, fóru í fyrri viku alfarin til California. Mrs. Kennedy (Helga Thorvaldson) er dóttir Sveins heitins Thorvalds- sonar. ☆ Mr. P. N. Johnson að Furby Court, Winnipeg, fór nýlega vestur til Saskatchewan að hitta vini sína í Vatnabyggð- unum og börn sín þrjú, sem búsett eru í fylkinu, og var hann heiðursgestur við hátíða höldin í Wadena í tilefni af hálfrar aldar afmæli fylkisins, en hann var einn af frum- herjum þess byggðarlags. Mr. Johnson ráðgerði að verða um mánaðartíma í ferðalaginu vestur þar. ☆ Mr. V. Baldwinson, bakara- meistari frá Vancouver, kom til borgarinnar nýlega, og veitir hann forustu brauð-, gerðarstofu sonar síns á Ellice Ave., meðan hann eyðir bvíldardögum sínum vestur við haf. Sæmd heiðursmerki íslendingar eru orðnir kunnir á sviði mennta og starfsmála um alllangt skeið, svo slíkt er ekki beinlínis nýtt í sögu þeirra, en yfirlýs- ing sú, er hér fylgir, er þó dálítið einstök í sinni röð. Þessi gáfaða stúlka, sem hér um ræðir er May Kardal, dóttir Óla Kardals söng- manns og Sylvíu konu hans. Eftir tveggja ára dvöl í Bandaríkjunum er henni veitt sérstakt heiðursmerki fyrir gáfur, lærdóm og hegðun. May var fermd snemma í sumar í fæðingarbæ sínum Gimli. Vafalaust fylgja henni ein- lægar framtíðarhamingjuósk- ir allra vina hennar og kunn- ingja. * * * The American Legion Certificate of School Award This Certificate of Distin- guished Achievement is awarded MAY KARDAL, of BAKER SCHOOL, in recogni- tion of attainment acquired as winner of The American Legion School Award. In fur- ther recognition of the poses- sion of those high qualities of Honor, Courage, Scholarship, Leadership and Service which are necessary to the preserva- tion and protection of the fundamental institutions of Þríburar . . . Framhald af bls. 4 því mjög erfitt fyrir Sæunni að fá litlu táturnar allar í einu, en börn þeirra hjóna hafa verið mjög hraust og allt gekk vel, þótt sýnt sé, að Sæunn hefir haft í mörg horn að líta fyrstu árin. Hefir mikið starf hvílt á hennar herðum, en laun erfiðisins hafa líka verið mikil að sjá þessar myndarlegu telpur komast á legg. —TIMINN, 15. júní Ör fjölgun bíla Bílum fjölgar nú svo ört í London, að bæjarstjórnin hefir skipað sérfræðinganefnd til að athuga möguleika á því hvort auka megi bifreiðastæði í borginni þannig að viðun- andi megi teljast, því að við svo búið megi ekki lengur standa. Mr. Ágúst Sædal fór vestur á Strönd á föstudaginn í heimsókn til sonar síns Boða sjóliðsforingja og dóttur sinn- ar, Mrs. Rúnu Hopkins og þeirra fjölskyldna, er búa í Victoria. Mr. Sædal er og vinmargur þar um slóðir; mun hann dvelja þar í þrjár vikur. ☆ Mr. og Mrs. Sigurður Sig- urðsson frá Elfros, Sask., dvelja í borginni um þessar mundir. ☆ Mr. Thorður Thompson frá Swan River er nýkominn til borgarinnar til að leita sér læknisaðgerða. our government and the ad- vancement of society. This award is made by LESTER TIERLUND, Post No. 451, The Department of Minnesota, The American Legion. Duane E. Spiess, Post Commander. Vernon E. Stech, Post Adjutant. fslenzkir . . . Framhald af bls. 1 ingarþróun og framfarir al- mennt.“ Oelenslager hefir gert leik- tjöld fyrir ýmsar frægar sýn- ingar í Bandaríkjunum. Til gamans má nefna „Frúen fra havet“ (Ibsen), „Er á meðan er“, „Brúðuheimilið", „Mýs og menn“, „Hringinn“ (Som- erset Maugham), „Kanadídu“ (Bernhard Shaw), „Pymalion“ (Shaw) og „Fædd í gær“. Þá hefir þessi listamaður gert tjöld fyrir ýmsa fræga ball- etta og óperur. Oelenslager, sem er pró- fessor í leiktjaldatækni við leiklistardeild Yale-háskóla í Bandaríkjunum, hefir hlotið margvísleg verðlaun fyrir list sína og ritað bækur um leik- tjöld og leiktjaldagerð. Hér skrapp hann til Þing- valla ásamt konu sinni, en hún er gamall Islandsvinur. Eru þau stórhrifin af náttúru íslands. Héðan fóru þau til Stokkhólms og Helsingfors, en þar mun hann flytja fyrir- lestra um leiktjöld. —VISIR, 9. júní BLOOD BANK CONTRIBUTED B Y Dnemys MANITOIA D I V I $ I ON WESTERN CANADA BREWERIES l I M I T [ D MD-366

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.