Lögberg


Lögberg - 18.08.1955, Qupperneq 2

Lögberg - 18.08.1955, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. ÁGÚST 1955 komst í málið svo ekkert varð úr því. Ólafur Hallsson var einn af þeim ágætu íslendingum, sem ég kom til, Austfirðingur að ætt. Hann er fjölgreindur maður. Vel að sér í ættfræði og íslenzkum fræðum yfir- leitt. Sömuleiðis í söngfræði og er tónskáld gott; náttúru- fræðingur er hann líka. Hann var lengi kaupmaður á Eiríks- dal, en er nú búinn að af- henda syni sínum verzlunina. Hann er ágætur félagi í Þjóð- ræknisfélagi íslendinga og mesti höfðingi heim að sækja. Hann sótti okkur systkinin til Lundar og fór með okkur heim til sín; fór hann með mig víða um kauptúnið í Eiríks- dal og sýndi mér meðal ann- ars mjólkurbúið og skauta- höllina, sem er í smíðum. Ólafur heldur uppi messum í kauptúninu, þegar presturinn getur ekki komið, og jarð- syngur stundum. Ég man ekki hvort kirkja er þar eða mess- að j samkomuhúsi. Á ferð sinni um þorpið með mér hitti hann að máli skólakennarann og var erindið að fá hann til að flytja messu næsta sunnu- / dag, því að sjálfur gat hann ekki komið því við og ekki prest. að hafa þá. Kauptúnið í Eiríksdal er með fallegustu þorpunum, sem ég sá þarna. í heimsókn hjá skáldi Haraldur Daníelsson bauð okkur Kristínu með sér til Gimli einn sunnudaginn. — Gimli er við Winnipegvatn. Er það nokkuð langt í austur frá Lundar. Veðrið var slæmt þennan dag, slyddukafald allan daginn, stytti aldrei upp. Hlóðst snjór á bílrúðuna svo vinnukonan þurfti stöðugt að vera í gangi. En ekki festi til muna á jörð, gerði aðeins grátt í rót. Þrátt fyrir þetta slæma veður sá ég naugripi á beit víða meðfram veginum. Á Gimli var komið til þeirra ágætu íslendinga Páls skálds Pálssonar og Ólínu konu hans, sem tóku höfðinglega á móti okkur. Þau eiga þar skemmtilegt hús, sem þau kalla Álfaborg. Þau minntust með mikilli ánægju íslands- ferðarinnar í sumar. Þar hitti ég gamlan og góðan Hvítsíð- ing, Daníel Halldórsson frá Síðumúlaveggjum; b e i d d i Frá Seattle, Washington Góði vinur, hr. ritstjóri Lögbergs: Eftirfarandi lítið ljóð kom fyrst fram í huga mínum í íslenzka búningnum. En til þess að börnin mín sex, alin upp 1 algjörlega enskumælandi umhverfi, og tengdabörnin líka, gætu fyllilega notið þess, færði ég það einnig í enskan búning. Mér.finst það eigi, ef til vill, erindi til lesenda blaðs þíns á báðum málunum. Þess vegna býð ég þér það til birtingar á þann hátt í blaði þínu. Máske það geti túlkað tilfinningar og hugsanir margra annar foreldra, sem eru sams konar láni og blessunar aðnjótandi. ☆ ☆ ☆ BÖRNIN Mín Fyrir blessað barnalánið, blíði Guð, sem gafstu mér, fyrir þeirra ást og aðstoð önd mín þakkir tjáir þér; fyrir trúarblysið blíða bjart er skín í þeirra sál; fyrir heilög áhrif Andans alt sem helgar líf og mál. Guð, ég bið að blessuð vernd þín börnum mínum fylgi æ; gef þeim náð að standa stöðug stormi í og þíðum blæ; gef þau láti’ að leiðsögn þinni lífs að hinztu dagsins stund, og að þeirra ævisporin aðra leiði’ á Guðs síns fund. MY CHILDREN For the children, God, Thou gav’st me, For their love and help and care, Heartily I thank and praise Thee, As with Thee their love I share; For the light of faith that brightly Burns within their hearts alway; For Thy Holy Spirit’s presence Hallowing all their earthy day. God, I pray that Thy protetion Be my children’s stay always; By Thy grace may they stand steadfast Both in dark and sunny dáys; To Thy guidance ever yielded Till their earthly path they’ve trod; By their footprints gently leading Other souls to faith in God. KOLBEINN SÆMUNDSSON hann mig fyrir kveðju til Hvit síðinga, sérstaklega þó til allra af Fróðastaðaætt. Har- aldur Daníelsson er Snæfell- ingur að ætt, en kona hans ættuð úr Borgarfirði og að nokkru úr Hafnarfirði; ég held að þau séu bæði fædd vestra. Þau tala ágæta ís- lenzku og vanda mjög mál sitt; hann hefir lesið allar ís- lendingasögurnar og ætlar að gera það aftur og hafa þá ís- landskort við hendina til að sjá á hvaða stöðum hver saga gerist. Ég held að Gimli sé stærsta kauptúnið á milli vatnanna og helzt borgarbragur þar, steypt ar götur með trjáröðum. Þar í nágrenni sá ég talsvert stóra akra með kál- eða rófutegund- um, en það sá ég ekki annars staðar. Venjulega sýndist mér vera á hverjum bæ matjurta- garður svona rúmlega handa heimilinu. Afkomandi afreksmanna Beggi á Borg heitir Björg- vin Guðmundsson. Hann er ættaður af Austfjörðum, af- komandi Hafnarbræðra, sem voru nefndir afreksmenn austur þar. Kona hans er Rannveig Björnsdóttir Þor- steinssonar frá Hofsstöðum í Hálsasveit. Beggi er skemmti- legur og hressilegur karl og hefir stórbú. Hann sótti okkur Kristínu á bíl sínum. Hann á fínan fólksbíl. Hann hefir mesta sæg af hænsnum og kalkúnum og mig minnir líka af öndum og gæsum. Einnig heilmikla korn- og griparækt. Nýlega var búið að skera niður alla nautgripi hans vegna berkla, sem komu þar upp. Var hann ekki búinn að koma gripum sínum í fulla tölu aftur. Dýralæknar frá stjórninni rannsaka alla gripi manna öðru hverju. Synir Björns voru að mala korn þegar ég kom þar. Létu þeir heimilisdráttarvélina drífa mylluna, sem var fljótvirk. Kornbændurnir hafa hingað og þangað út um hagann litl- ar kornskemmur á eða hjá ökrunum. Sums staðar við vegina í þorpunum gat að líta þó nokkuð stóra turna, sem oft stóðu á stólpum. Það voru korngeymslur kaupmanna. Þegar svo kornið var flutt á markaðinn voru flutningsbíl- arnir settir þarna undir og látnir fyllast sjálfkrafa. Einn sonur Björgvins var prestur, mig minnir suður í Bandaríkj- unum og held ég að hann hafi numið hér. Hann var sumar- tíma á Hvítárbakka. Bústaður þeirra Björgvins og Rann- veigar er skammt fyrir vestan Lundar. Þar eru ekki mjÖg miklir skógar; ber miklu meira á ökrum og engjum- Ég held að þau kalli bæ sinn Borg af því þau eru ættuð sitt úr hvorum Borgarfirðinum- Borgarfjörður vestan lands gengur undir nafninu Stóri- Borgarfjörður hjá þeim 1 Ameríku. —framhald

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.