Lögberg - 20.10.1955, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. OKTÓBER 1955
Lögberg
Gefiö út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
J. T. BECK, Manager
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sarg-ent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 7« 411
Áætlanir um nýja elliheimilis-
byggingu á Betel
Á síðastliðnu kirkjuþingi Hins ev. lúterska kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi, er haldið var að Gimli, Man., var
samþykkt í einu hljóði að byggja nýtt hús fyrir Elliheimilið
Betel á Gimli, þar sem að bygging sú, sem að heimilið er nú
starfrækt í, er nú orðin gömul og of lítil, og þarfnast mikillar
aðgerðar við. — Dvalarstaður vistfólks 1 kjallara hússins er
nú afnuminn. Þriðja loft hússins er talið óhæft til notkunar
fyrir vistfólk öryggis vegna.
Það var tilfinningin um aðkallandi og bráða nauðsyn til
úrlausnar á þessu stóra vandamáli, sem knúði kirkjuþingið
til að samþykkja ofangreint ákvæði. Biðlisti umsækjenda til
dvalar á heimilinu fer stöðugt vaxandi. Margir umsækjenda
eiga ekkert athvarf á ævikvöldi sínu, annað en von um að
fá athvarf á Betel.
Jafnframt ákvæði um byggingu var gerð samþykkt um
fjársöfnun meðal Islendinga þessu stóra mannúðarmáli til
framkvæmdar. Upphæð þess fjárs, sem nauðsynleg er talin,
ákvað kirkjuþingið að yrði $175,000.00. Ákvæði þingsins var,
að fjársöfnunin færi fram undir umsjón framkvæmdarnefnd-
ar kirkjufélagsins. En nú hefir Dr. Valdimar J. Eylands, for-
seti félagsins, beðið Betel-nefndina að takast á hendur og
hafa umsjón á þessari fjársöfnun, og hefir Betelstjórnar-
nefndin orðið við þeirri beiðni hans. Fyrir einhuga beiðni
þeirra, er Betel-nefndina skipa, hefir Dr. P. H. T. Thorlakson,
sem á sæti í stjórn Betel, góðfúslega tekið að sér að vera
“pro-tem” formaður fjársöfnunarnefndarinnar; vinnur hann
nú að skipulagningu hennar og undirbúningi í samráði við
forseta kirkjufélagsins og Betelnefndina. Væntum vér þess,
að valinkunnir íslendingar, sem beðnir verða að starfa í
þeirri nefnd og öðrum nefndum málefninu til styrktar, svo
sem auglýsinganefnd, ráðgefandi nefnd (Advisory Committee),
sjái sér fært að leggja málinu lið og bera það fram til sigurs.
Mrs. J. Ágústa Tallman, hin mikilhæfa kona, sem átt
hefir langa og farsæla kynningu af Betel, hefir verið ráðin
til að gerast “field worker,” við fjársöfnunina og ferðast um
bæi og sveitir Islendinga í Manitoba og Saskatchewan fylkj-
um og víðar, og vinna þar með heimanefndum, er væntanlega
yrðu stofnaðar í hverju umhverfi fjársöfnuninni til styrkar.
Fylkisstjórnin í 'Manitoba hefir lofað fjárhagslegri hjálp
til byggingar þessa fyrirtækis að upphæð $42,500.00.
Áætlaður kostnaður nýju byggingarinnar, sem ráðgert
er að verði 50 einnar persónu herbergi, er af byggingar-
meistara talinn að verði $130,000.00.
Nauðsynleg viðgerð á gamla húsinu er lauslega talið, að
muni nema um $30,000.00; auk þess sem kaupa þarf ný hús-
gögn í nýju bygginguna, og ný eldhús- og þvottahústæki í
gömlu bygginguna. Von Betelnefndarinnar er sú, að í gömlu
byggingunni gætu dvalið um 20 vistmenn, auk þess sem að
byggingin yrði einnig notuð sem “Service Center.” Betel
hefir nú um $37,000.00 í brautryðjendasjóði, er það hinn
eini varasjóður, sem stofnunin á yfir að ráða. — Það er í
fullu trausti um hjálp og handleiðslu Guðs, að þetta stóra
spor um byggingu og fjársöfnun er stigið.
Vestur-íslendingar eru kunnuigir þeirri þjónustu, sem á
Betel hefir verið af hendi leyst í þágu hinna öldruðu, — sem
borið hafa hita og þunga dagsins. Vér treystum yður að
hjálpa til að leiða þetta stóra nauðsynja- og mannúðarmál
fram til sigurs. Fyrir hönd Betelnefndar, S. Ólafsson
☆ ☆ ☆
Fylkið liði um mæta og hollráða menn
Islenzkir kjósendur! Fylkið einhuga liði við bæjarstjórn-
arkosningarnar hinn 26. þ. m. um þá Paul W. Goodman og
Albert E. Bennett, er þá leita endurkosningar í bæjarstjórn í
bæjarstjórn í 2. kjördeild og báðir njóta almenningstrausts;
báðir hollráðir nytsemdarmenn. Paul Thorkelsson, hagsýnn
atorkumaður verðskuldar einnig endurkosningu í skólaráðið.
Vegna almennra áskorana býður Jack St. John sig fram til
bæjarstjórnar í 1. kjördeild; er hann hinn mesti ágætismaður
með margra ára reynslu að baki. Greiðið honum forgangs-
atkvæði.
Gjöf til héraðsskjala-
safns Skagfirðinga
Sauðárkróki, 27. sept.:
Hinn 24. sept. kom Árni G.
Eylands, stjórnarráðsfulltrúi,
hingað og færði héraðsskjala-
safninu góða gjöf, þar sem
voru bréf og handrit hins
merka Vestur-lslendings —
Magnúsar Jónssonar frá
Fjalli. Magnús var fæddur að
Hóli í Sæmundarhlíð 17. júlí
1851. Hann bjó að Fjalli í
Sæmundarhlíð og flutti þaðan
vestur um haf árið 1887. Var
hann þá, þótt ungur væri,
einn af forystumönnum
Skagafjarðar, í sýslunefnd, í
stjórn Hólaskóla a. fl. Magnús
andaðist í Blaine í Wash-
ington-fylki í Bandaríkjunum
31. marz 1942. — Aska hans
var flutt heim og greftruð í
heimagrafreit að Hafsteins-
stöðum, en þar hafði lengi
búið Jón, bróðir Magnúsar. —
Magnús var gáfumaður mikill
og fékkst nokkuð við ritstörf.
Er eftir hann bókin „Vertíðar-
lok“, hugleiðingar um ýms
efni. Einnig skrifaði hann
mikið í blöð og tímarit
vestra.
Síðan Magnús andaðist hafa
bréf hans og handrit verið í
vörzlum sr. Alberts Krist-
jánssonar í Blaine, en á s.l.
vori, er Árni G. Eylands var
staddur þar, af henti sr. Al-
bert honum þetta til heim-
flutnings með þeim ummæl-
um að „þá væri Magnús kom-
inn allur heim.“
Stjórn bóka- og héraðs-
skjalasafns Skagfirðinga veitti
gjöfinni móttöku í húsa-
kynnum safnsins og vottaði
gefendum þakkir. Prófastur-
inn, sr. Helgi Konráðsson, for-
maður stjórnar safnsins, hélt
ræðu og þakkaði Árna fram-
tak hans og hugulsemi við
safnið bæði fyrr og síðar.
Aðrir stjórnendur safnsins,
sem viðstadir voru, þeir Jón
Sigurðsson, alþm. á Reyni-
stað, og Sigurður Sigurðsson,
sýslumaður, tóku einnig til
máls og fluttu Árna þakkir.
Allir ræðumenn minntust
Magnúsar frá Fjalli, sérstak-
lega ræktarsemi hans við
fornar stöðvar fyrr og síðar.
Jafnframt var minnzt þess
hlýja hugar, sem ýmsir aðrir
Vestur-lslendingar hafa sýnt
gömlum átthögum með heim-
sóknum og gjöfum.
—Mbl., 29. sept.
Óvenjulega hraust fé
Hvergi hefir komið upp
mæðiveikisgrunur
Blaðið átti í gærkveldi
tal við Sæmund Friðriks-
son og spurði hann um
skoðun á fé, sem nú fer
fram á þeim svæðum, sem
menn óttast mest, að
mæðiveiki kunni að koma
upp á, en það er þar sem
hennar varð síðast vart,
í Dalasýslu og Skagafirði.
Reynt hefir verið að fylgj-
ast sem bezt með fé í réttum
í haust eins og að venju, sagði
Sæmundur, og ýtarleg skoðun
farið fram í Hjaltadal og því
hólfi Dalasýslu, sem mæði-
veikin kom upp í síðast.
Hvergi hafa fundizt sjúkar
kindur, sem grunur léki á
um að væru mæðiveikar, og
virðist fé yfirleitt vera mjög
vel hraust, er þáð kemur af
fjalli í haust, jafnvel svo að
óvenjulegt er. Flest haust
koma fyrir kindur, sem eru
sjúkar og grunur gæti leikið
á, að væru mæðiveikar, þótt
það reynist ekki við lungna-
rannsókn.
Hafa eiginlega hvergi kom-
ið fram kindur í haust, sem
slátra þurfti vegna gruns um
mæðiveiki.
Skoðun í öðrum göngum fer
nú fram í Dalasýslu næstu
daga.
—TIMINN, 25. sept.
IIIIIII!IIH!!I!IIIIII!IIIII»HIIB!!IIHIIIII!!IIIIIIII!!I!B
ÞAÐ ER ÞESSI
ÖRYGGISKEND,
SEM FÓLKINU
FELLUR í GEÐ . . .
Hjá EATON’S kaupir fólk margra
ára reynslu: það kaupir
öryggið, sem felst í fullvissunni um
það, að EATON’S nafnið stendur
að baki vörunnar.
Skiptir minstu hvað keypt er,
smátt, stórt, mikilvægt eða
smámunir .... EATON’S tryggingin
er ávalt að baki.
"VARAN ÁKJÓSANLEG EÐA
PENINGUNUM SKILAÐ AFTUR"
EATON’S of CANADA
"■li!1H!ll!HIII!HlllH!!liB!!!!H!!l!H!lllH!»1HII!IHII!!HIUH!!ilHIII!Hl!>!HI!!IB!lilH!!iiH>ll!HIIIIBIIIIHIII>H!l!l
ELECT
JACK ST. JOHN
FOR ALDERMAN. WARD 1
10 Years on City Council
2 Years in Manitoba Legislature
Use His Experience and Ability
VOTE
ST. JOHN, Jack 1
INDEPENDENT