Lögberg - 20.10.1955, Side 6

Lögberg - 20.10.1955, Side 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. OKTóBER 1955 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF „Ég bauð Þóru borgun, en hún var nú of stórlát til þess að taka við henni — sagðist hafa gert það fyrir þig“. „Já, ég sauma fyrir hana utan á krakkana, það kemur henni vel, og svo minnist þú aldrei á borgun við Dodda fyrir þessa veizlu“. „Eins og þú vilt, elskan mín“, sagði hann og andvarpaði af feginleik yfir því, að þessi geig- vænlegi skuggi skyldi vera liðinn hjá. MJÚKUR BÖGGULL Snjórinn seig og þéttist og varð að hjarni. Þorri var farinn að „telja af sér“. Hann hafði verið stilltur, en kaltíur. Einn daginn, þegar Borghildur var að hella á miðaftanskönnuna, kom Jakob inn með gest. Það var Doddi á Jarðbrú. Hann greip ofan húfuna áður en hann heilsaði. ,„Sæl og blessuð, ætíð sæl!“ sagði hann bros- leitur. „Sæll vertu, Doddi minn“, sagði Borghildur. „Það er orðið langt síðan þú hefur sézt hér“. „Ojá, ojá“, sagði hann og fékk sér sæti. „Konan bað nú víst að heilsa hingað“, sagði hann drýgindalega, þó að Línu hefði ekki dottið í hug að biðja hann fyrir kveðju; „Þakka þér fyrir. Hvernig er hún til heils- unnar núna — kannske sæmileg?" „Já, ojá. Hún er svona sæmileg. Hún er nú alveg ha^Jt að kasta upp, en hún á bágt með að borða fituna af kjötinu“. „Svo — já. Er annars nokkuð að frétta?“ spurði Borghildur. „Ja, nú-nú. Það er heldur fáferðugt hjá okkur“, sagði Doddi. „Eiginlega kom ég til þess að spyrja ykkur, hvort þið hefðuð ekki orðið vör við sex ærnar hennar Línu — Sigurlínu?“ Borghildur brosti. „Þú verður víst að spyrja piltana að því, Doddi minn, en ekki mig. Ég lít nú sjaldan eftir því, sem gerist utan bæjar- dyranna". „Það er náttúrlega engin von að þú vitir það, blessuð, þótt ég segði það nú svona“. Steini var kominn inn og heyrði, hvaða erinda Doddi var kominn. „Ekki hef ég orðið var við þær“, sagði 'hann. „Þær eru þá hjá Þórði, ef þær hafa komið hingað“. Doddi varð áhyggjufullur á svip. „Hún bjóst endilega við, að þær 'hefðu brokkað fram eftir. Hvað hefði annars átt að verða um þær?“ „Þær eru sjálfsagt hjá honum Þórði“, flýtti Borghildur sér að segja, svo ap Doddi yrði rólegri. Hún raðaði bollapörum á borðið og heimilisfólkið dreif að í einni þvögu. Doddi heilsaði öllum brosandi og þakkaði fyrir síðast. „Það var nógu gaman“, sagði Anna hlæjandi. „Ég vildi bara að einhver annar færi að gifta sig, svo að maður gæti skemmt sér eins vel“. „Ja, það eru víst engir, sem gera það strax“, sagði Doddi og virti hjónin fyrir sér með stórum spurningarsvip. Stúlkurnar töluðu um veizluna og hlógu og Doddi hló þeim til samlætis. En húsbóndinn sat eins og á nálum. Það var ekki gott að gizka á, hvað einfeldningar gloppuðu út úr sér, þegar svona mikið var skrafað í kringum þá. Eitt ógætnisorð gat gert alla varúð að engu. En það var samt hreinasti óþarfi að óttast nokkuð þess háttar. Doddi hnitmiðaði hvert orð áður en hann sleppti því út fyrir varnirnar. Hann ætlaði að reynast vera vaxinn þeim vanda, sem honum hafði verið falinn á hendur. Þórður gerði líka endi á þessum gáskafullu samræðum, þegar hann kom inn. „Þú ert náttúrlega kominn að sækja ærnar þínar“, sagði hann. Doddi varð himinglaður. „Já, þær hafa þá komið til þín. Hún bjóst líka við því, konan, að þeim yrði ekki úthýst hérna. Hún er kannske ekki ókunnug“. „Það er ekki orðið svo þröngt í húsunum, að það komist ekki fyrir sex kindur“, sagði Þórður fálega. „Þú tekur af mér svolítinn böggul til hennar Línu“, sagði Anna. „Ég skal ekki verða lengi að útbúa hann“. Þegar stúlkurnar voru horfnar inn, varð Jón skrafhreifnari við gestinn, en samt leið honum ekki vel. Hann kvaddi því og gekk til baðstofu. Þegar hann kom inn í hjónahúsið, sá hann konu sína vera að slétta smábarnaföt, sem hann kann- aðist við. Þau voru búin að liggja niðri í kommóðu- skúffu í ellefu ár. Oft höfðu þau verið viðruð og sléttuð, en vanalega hafði hann ekki verið látinn sjá það. I hvert skipti vakti það söknuð í brjósti Önnu að handfjalla þau, og hún bjóst við, að honum myndi vera líkt farið. Þess vegna forðaðist hún að láta hann sjá þau. En hann þekkti þau samt strax. „Hvað er þetta, góða mín“, sagði hann spaug- andi, „þú ætlar þó líklega ekki að fara að leggjast á sæng, án þess að ég hafi hugmynd um það?“ „Ó-nei“, sagði hún dauflega. „Ég er búin að geyma þau svo lengi. Þau gera mig alltaf hrygga, þegar ég skoða þau. Ég hef verið svo barnaleg að biðja guð að gefa mér lítið, heilbrigt barn í þau, en honum hefur ekki þóknazt að bænheyra mig. Þess vegna ætla ég að gefa þau konu, sem er lánsamari en ég“. Anna þerraði tárvot augun á fóðrinu undir litlu treyjunni, sem hún var að brjóta saman. „Ég verð víst að gera mig ánægða með þessa arfgengu fátækt forfeðra þinna, að eiga bara einn son“, bætti hún við. „Já, það er dálítið einkennilegt, að hér hefur ekki verið nema einn sonur í sex mannsaldra, ef ég eignast ekki fleiri börn“, sagði hann. „En við skulum ekki mögla, fyrst við eigum einn fallegan dreng. Við vorum bæði einbirni og foreldrar okk- ar voru víst vel ánægð yfir því“. „Mamma þín sagði, að sig hefði langað til að eiga mörg börn“. „Því get ég vel trúað“. Jón stóð við gluggann og horfði upp fjallið fyrir ofan bæinn, eins og alltaf, þegar hann hafði eitthvað óþægilegt umhugsunarefni. Anna gaf honum auga og sá, að það sveif sorgarský yfir svip hans. Hún vissi, að hann var að hugsa u® dánu börnin þeirra. Hann hafði syrgt þau svo mikið. Henni datt í hug að spyrja hann, hvort honum líkaði það verr, að hún gæfi fötin, en hætti við það. Hann hefði talað um það, ef svo væri. Hún lét fötin innan í hvítan léreftspoka, tók síðan hrúgu af dagblöðum, sem hún ætlaði víst að vefja þar utan yfir. Jón var hættur að horfa út um gluggann. Nú var það konan og smábarna- fötin, sem hann starði á. Hann langaði til að segja:: „Gerðu þetta ekki, Anna, láttu þau ekki 1 burtu, sízt þangað, sem þú hefur hugsað þér“- En það gæti vakið hjá henni einhverjar grun- semdir, ef hann segði það. Nú varð að fara varlega. „Ætlarðu að láta öll þessi bréf utan um þennan litla böggul?“ spurði hann. „Ég vil ekki, að þau óhreinkist“, sagði hún. og Westinghouse þurkunarvélin er ÖRUGG TIL ÞURKUNAR Á ÖLLU SEM ÞÉR ÞVOIÐ! ENGAR GB7TGATLR ÞatS er ekki framar rent blint I sjð meÍS þurkun A fötum. Þér RetitS treyst þurkunarvél Westinghouse félagsins fyrir atS þurka föt af hvatSa gertS sem er. SJÁIÐ SJónvarpsins beztu stund "Studio One" á mániulögum. HÉR ER EINA ÖRUGGA VÉLIN TIL ÞURKUNAR Á HVAÐA GERÐ FATA SEM ER! VÍLIN’ SKTvr til þurkunar á fötum, sem alþurka A. Þegar þurkun er lokitS stööv- ast vélin sjálf. HITA-VAL t Reglulegt — fullur hiti þurkar föt skjðtt og vel. Skjðtara en önnur þurkunaráhöld. SETJIÐ OG FYRIR þurkun til pressunar. FatnaSurinn mun koma út jafn rakur. Skvett- ara er engin þörf. Vf:IJ\ SETT STUTTAN TÍMA — Þaö er fyrir nýja geriS fata, sem þorna skjðtt. lagt þegar hita skal fatnatS, sem betur þornar vlð lítinn hita. ENGINN HITI — Við þennan hita er átt við svipaðan hita og í herbergi. Er það fyrirtak á fatna8i, sem illa þolir þvott. Hann lofthreinsar föt, sem lengi haía inni hangiS e8a veri8 þur hreinsuS. , DRY DIAL Þer getið treyst þeim, ef um Westinghouse Dryer er að ræða. HEAT SELECTOR

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.