Lögberg


Lögberg - 26.01.1956, Qupperneq 2

Lögberg - 26.01.1956, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 1956 Frá Manhatfan Beach, California — 17. JANÚAR 1956 — Kæri riisijóri: Lestin rann hratt meðfram hinu lygna og breiða Missis- sippi-fljóti, en ekki hafði ég setið lengi í vagninum, er ég tók eftir því að í honum var hanabjálkaloft, og þar sem ég hafði aldrei áður slíkt séð á lest, staulaðist ég upp stigann, en er upp kom brá mér í brún, því veggir og loft var úr sam- felldu gleri, en þar voru einnig góð sæti og þaðan víð- sýni mikað. Landið meðfram fljótinu er mjög vogskorið með háum hlíðum og örmjóu undirlendi víða, og var því eigi laust við að mér rynni kalt vatn milli rifja, er ég sá lestina bogna í keng með brestum og braki, er hún skaust fyrir tangann, og ann- að veifið liti helzt út fyrir að hún þá og þegar myndi steyp- ast í fljótið. Meðfram fljótinu hér og þar voru smáþorp, og sum þeirra virtust hanga í hinum bröttu hlíðum líkt og ugla á kletta- snös, og ekki tæki nema litla skriðu af aur eða snjó til að sópa þeim út í fljótið. Þessi þorp munu mestmegnis vera veiðiþorp, því allmikið mun vera um veiði í fljótinu. Fátt er um stóra bæi meðfram því. Víða gaf að líta einkennilega jarðmyndun og markverða sögustaði fyrri ára, en ekki var náttúrufegurðin svo mikil að hún gæti talist hrífandi. Eftir að lestin skildi við iljótið og kom upp á há- lendið, breytist það í öldu- myndað láglendi með frjó- sömum jarðvegi, því bænda- býli voru þétt sett og vel byggð, og stórar gripahjarðir voru hér á sveimi, og á eftir þeim trítlaði stór hópur svína, og leit helzt út fyrir, að bænd- um hefði tekizt að venja þau á að áfla einhvers hluta sinnar eigin fæðu. Mais-ræktin réði hér lögum og lofum, en brátt fórum við að nálgast hina miklu Chicago borg, og þar sem ég hef aldrei haft ánægju af að horfa á hinn dökka blæ, sem hvílir yfir henni, á því svæði, sem lestin rennur yfir, fór ég niður til að búa mig til burtfarar. Á stöðinni mætti ég tengda- syni mínum, sem var á heim- Ieið í bíl, og eftir stutta dvöl þar, lögðum við af stað; en sökum snjókomu var stutt farið þann dag. Morguninn eftir var drungalegt veður með éljagangi, og varð því keyrslan allerfið þann dag eða þar til við komum til Springfield, — höfuðborgar Ulinois, — hvar Lincoln for- seti eyddi sínum síðustu ævi- dögum og hvílir nú í friði. Hér er einnig talinn vera mið- punktur hinnar miklu mais- ræktar; landslagið fannst mér að mörgu leyti líkjast lands- lagi Rauðárdalsins. Það var þó ekki fyr en fór að nálgast Missouri, sem snjór inn hvarf alveg og sumar tók við völdum; en hvað varð af vetrinum veit ég ekki. Hér breyttist landslagið í breiða cg langa dali með hólum og hæðum á milli þeirra, en eins langt og augað eygði lá fagur, grænn felldur yfir því mestu, og víða sáust einkennilegar og fagrar jarðmyndanir, og ef dæma má af búpeningi, sem þar sást, þá er hér búsæld mikil. Þegar við komum að braut þeirri, er lá til Independence, þá langaði okkur til að leggja krók á leið okkar til þess að heimsækja Truman, en það, og eins hinir merku sögu- og náttúrustaðir urðu að bíða betri tíma, sökum takmark- aðrar áætlunar. Brátt mátti greina í fjarska hinar fallegu og merkilegu Ozask-hæðir eru þær allháar og víðlendar mjög; þar sem vegurinn liggur yfir þær eru þær að mestu þaktar skógi, víða þéttum en ekki stór- vöxnum; víða renna tærir lækir þar eftir smáum dal- verpum, en lítið ber þar á jarðrækt; bæir eru fremur smáir nema Springfield, sem er allstór borg og er þar mið- bik hæðanna,hún er sérstak- lega þekkt fyrir hina miklu framleiðslu gripa-^furða, Mér fannst borgin sérstaklega eftirtektarverð fyrir hrein- læti og margbreyttan stíl á húsabyggingum. Þar sá ég hús sem bar stíl gömlu torfbæj- anna heima, og nákvæmlega eins byggt og málað hús og það, sem ég tók myndir af á ALT UNDIR EINU ÞAKI Bankaútibú er annað og meira en öruggur staður fyrir sparifé yðar. Þar er um að ræða alhlíða bankaþjónustu, er vinnur að heill hvers einasta og eins mannsbarns í umhverfinu. Hjá yfir 4,000 bankaútibúum í Canada nýtur fólkið bankaþjónustu í óteljandi myndum; það leggur inn peninga skiptir ávísunum; þar má semja um lán, leigja öryggishólf, færa yfir peninga og selja erlenda mynt. Aðeins í útibúum hinna löggiltu banka, stendur yður slík þjónusta til boða undir einu og sama þaki. Heimsókn í bankann er vissasti vegurinn til að bankaþörfum yðar sé fullnægt á einfaldan, tryggan og auðveidan hátt. FINNIÐ BANKANN í SAMBANDI VIÐ ÞETTA Aðeins löggiltur banki hefir á takteinum þá þjónustu, sem hér greinir: Sparireikning Daglegan reikning Sameiginlegan reikning Persónulán Viðskiptalán BúnaðarencLurbótalán N.H.A. veðskuldalán Heimilisendurbótalán Upplýsingar um verzlun og erlenda markaði Kaup og sala erlends gjaldeyris Verzlunarlegar innheimtur Yfirfœrsla peninga Bankaávísanir og víxlar Ferðamanna ávísanir Lántrausts skilríki Öryggishólf Sala og kaup verðbréfa Geymsla verðbréfa og annara verðmæta Bankaviðskipti með pósti HINIR LÖGGILTU BANKAR ÞJÓNA UMHVERFI YÐAR bóndabæ heima árið 1953, það voru 3 hús samskeytt með háum burstum og bröttu þaki; ég átti sannarlega sízt von á að sjá þennan byggingastíl hér. Annað hús sá eg þar skammt frá á búgarði, það var mjög stórt og með svo mörg- um turnum, að mér entist ekki tími til að telja þá; mér fannst mér hafa tekizt að telja átta, þeir voru allt í kringum húsið; það var auðsjáanlega afar gamalt, og ekki mundi mig undra, þó turnarnir hafi verið notaðir sem skotturnar á dögum þrælastríðsins. — Keyrslan yfir þessar hæðir var bæði áhrifarík og fögur. Án þess að við tækjum eftir því, voruih við komnir til Oklahoma, en þar sem ekki var sjáanlega mikil breyting á landslagi frá því sem var í Missouri, að undanskildum Ozak-hæðum, vil ég aðeins geta þess, að Oklahoma City, sem talin er stærsta olíuborg Bandaríkjanna, fannst mér ekki bera nafn með rentu, þar sem miðpunktur hinna sterku olíulinda, sem þar fundust, er þar sem Tulsa stendur, og er það lítið eitt minni borg. Það var ekki fyrr en tók að nálgast Texas, að landslagið breyttist til muna, þá tóku við víðáttumiklar sléttur og var kornrækt rekin í stórum stíl; mest bar þar á hveitirækt og var búpeningi beitt á akrana, því er nú ver að við getum ekki notað sömu aðferð í N. Dakota. Bændabýli eru strjál, og fáir bæir, enda er farið að- eins yfir hornið á því mikla landflæmi, sem tilheyrir því ríki; það ber nafnið Pan- handle. Við staðnæmdumst um stund í bæ þar, gengum inn í greiðasöluhús; en þegar inn kom varð ég að líta upp, því þar var fyrir hópur manna, flestir þeirra yfir 6 fet, og sýndust talsvert hærri fyrir hina háu og barðastóru hatta, er þeir báru á höfði; flestir voru þeir grannvaxnir, og það dró sízt úr hæð þeirra; en ekki get ég neitað því, að mér fanst þeir mannvænlegir á velli. Á meðal þeirra var einn kvenmaður, sem mér varð starsýnt á; hún var há- vaxin, bolmikil með stór brjóst, en mjög mittismjó; og mér er enn ómögulegt að gera mér grein fyrir því, hvernig þessari konu hafði tekizt að standa af sér hina sterku vinda, sem tíðum geysa þar, án þess að hrökkva í tvennt. En nú lá leiðin til Amarillo, Texas, er það allstór bær eða borg, byggð á rennisléttum grundum, og þar gaf að líta stærstu Helsium Plant, sem til er í heiminum, og skammt frá þeim bæ, sást talsvert stór hjörð af Buffalos, sem grimd mannanna hafði ekki enn tek- ist að eyðileggja. Vestan við Amarillo er víð- áttumikil slétt sandauðn — Staked Plains, en á fyrri ár- um er stórar hjarðir gripa voru reknir til járnbrautar í

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.