Lögberg


Lögberg - 26.01.1956, Qupperneq 4

Lögberg - 26.01.1956, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 1956 Lögberg GefiC út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGBNT AVENUB, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&skrtft ritatjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 j ■ - .. ----------, Virtur og dáður þjóðhöfðingi Blaðið Star Weekly flutti nýverið ágæta grein eftir Joseph Warren um hinn sérstæða og dáða lýðveldisforseta Austurríkis, Theodor Korner, og fer innihald hennar að nokkru hér á eftir; má víst telja, að mörgum leiki hugur á að kynnast persónueinkennum og lífsháttum þessa háaldraða þjóðhöfðingja, sem enn elur í brjósti þroskaðar æskuhug- sjónir og laugar anda sinn í uppsprettum þeirrar lífsfegurðar, sem ljóð og listir fá skapað. Hann gengur venjulegast ber- höfðaður, og hann ferðast með strætisvögnum, er hann bregður sér í heimsókn til vina sinna; hann framreiðir sjálfur sinn eigin morgunverð, en þegar hin endurborna Vínarópera var opnuð, og borgin varð á ný höfuðborg hljóm- anna, hylti hinn mikli mannfjöldi einkum tígulegan, hávax- inn, hvíthærðan mann, sem minti á undarlegt sambland af Sankti Kláusi, Franz Jósef keisara og Abraham Lincoln. Theodor Korner var 78 ára að aldri, er hann var kjörinn til forseta í Austurríki 1951, og þótt nú sé hann nálega 83ja lætur hann engan bilbug á sér finna, og vinnur myrkranna á milli að velferðarmálum þjóðar sinnar; hann gefur sig lítt að fornum hirðvenjum, og það vekur heldur enga smáræðis- undrun, að forsetinn skuli sjálfur fara í matvörubúðirnar og koma þaðan með smápinkla, svo sem tvö pund af eplum, hálfpund af smjöri og þar fram eftir götunum. Þjóðin hefir lagt forseta sínum til fallegan bústað í Grinzing, sem er útjaðraþorp frá Vín; roskinn karlmaður annast um hússtörfin að öðru leyti en því, að forsetinn sinnir sinni eigin matseld. tveir lögregluþjónar gæta húsdyra og á forseti lítið saman við þá að sælda því inn fyrir húsdyr munu þeir naumast koma; forsetabústaðurinn er skreyttur fögrum nýtízku húsgögnum, en sjálfur býr forsetinn í minsta herberginu, þar les hann, skrifar og hugsar. Theodor Korner er víst einn hinna fáu þjóðhöfðingja, sem fer allra sinna ferða án lífvarðar; hann er mikill göngu- garpur, og á götum Vínarborgar þekkja hann allir, þenna teinrétta, hvíthærða, göfuglega mann, sem heil þjóð elskar. Það er á orði haft hve forsetinn ljómaði af gleði, er síð- asti hópur erlendra hermanna hvarf af austurrískri grund eftir 17 ára hersetu og þjóðin hafði öðlast fullveldi sitt á ný. Theodor Korner hefir verið einhleypur maður alla sína ævi. Forsetinn vandist snemma hermensku; faðir hans gekk ungur í herþjónustu og hækkaði brátt í tign; synir hans tveir, þeir Theodor og Richard, fetuðu báðir í fótspor föður síns og gerðust herforingjar; félögum Theodors þótti hann í háttsemi sinni harla ólíkur jafnöldrum sínum, því þegar þeir voru að íþróttum, urðu þeir þess varir, að hann sótti fyrir- lestra um hagfræðileg efni og hlýddi á hljómleika; hann sannfærðist um, að hann ætti heima í hópi alþýðunnar, og árið 1924 gekk hann í jafnaðarmannaflokkinn og varð með því fyrsti yfirhershöfðingi þjóðar sinnar, er slíkt spor hafði stigið; er hann veitti viðtöku forsetaembættinu sagði hann sig úr flokknum, þótt skoðanir hans eins og áður fyr hölluðust á sveif lítilmagans. Rétt um þær mundir, er fyrra heimsstríðinu lauk, mæltu æðstu hernaðaryfirvöld Austurríkis með því, að Theodor Korner yrði sæmdur Maria Theresa orðunni fyrri afreksverk sín á vígvelli, en slíkt átti að hafa í för með sér ríflegan lífeyri og barónstign; hlutaðeigandi skyldi persónulega sækja um þessi fríðindi og gera grein fyrir tilkalli sínu til þeirra; þetta taldi Theodor Korner til afarkosta, er hann gæti ekki undir neinum kringumstæðum gengið að, og fór hann því á mis við hvorttveggja. Forsetinn er venjulegast kominn á skrifstofu sína klukkan átta að morgni og kemur ekki heim fyr en klukkan tíu að kveldi; hann tekur daglega á móti mörgum gestum og á skrifstofu hans eru allir velkomnir og þarf ekki annara útúrdúra við, en að dyravörður nefni nafn þeirra. Þegar Rauðliðar settust að í Vínarborg 1945 fóru flokks- bræður núverandi forseta Austurríkis fram á það, að hann MINNINGARORÐ: Mrs. Anna Guðrún Anderson Einn eftir annan kveðja eldri Islendingarnir, menn og konur, þessar bygðir þar sem þeir hafa lifað og.starfað og gert svo ótal margt auðveld- ara fyrir eftirkomendurna. Þau fáu orð, sem hér verða birt, eru helguð minningu Mrs. Jóhannes Anderson, sem lézt að heimili sínu, skammt vestur af Mountain 7. janúar. Þó að hún verði ekki talin með landnámskonum þessara bygða — í ströngustu merk- ingu þess orðs, þá kom hún samt sem áður nógu snemma til að taka þátt í og kynnast frumbyggjalífinu. Anna Guðrún var fædd að Hólum í Hjaltadal í Skaga- fiarðarsýslu, 20. marz 1877. Foreldrar hennar voru þau hjónin Jóhann Sigurðsson og Karítas Sveinsdóttir, var hún ein af átta börnum þeirra hjóna. Systkini hennar voru: Friðfinnur, Sigurður, Friðrik, Sveinn, Bjarni, Herdís og Lilja (Mrs. Thomas Freeman). Tvö af þessum bömum, — Sveinn og Lilja, — komu til Ameríku. Sveinn flutti snemma á árum til Canada; heyrði ég talað um hann sem annálaðan dugnaðarmann. Öll eru þessi systkini dáin. Gullbrúðkaupsafmæli áttu þau hjónin Jóhannes og Anna á heimili sínu „Þingvalla Farm“ (en svo heitir bújörð þeirra) 8. júlí 1951. 1 ágætri grein, sem tengdasonur þeirra Hjalti Thorfinnsson skrifaði og birt v^r í Lögbergi 2. ágúst ^1951, segir svo: „Ættingjar, vinir og fjöl- skylda Mr. og Mrs. Jóhannes Anderson komu saman á heimili þeirra „Þingvalla Farm“, nærri Mountain, N.D., sunnudaginn 8. júlí s.l. til að heiðra þau hjónin á 50 ára giftingarafmæli þeirra, yfir tvö hundruð gestir komu þar saman. Margir af þeim voru komnir langt að, sumir frá Wynyard-bygðinni og aðrir frá California . . . .“ Það varð hlutskipti Önnu s^lugu, eins og svo margra annara á þeim erfiðu árum, að fara í vist, sem svo var kallað, og það jafnvel á barnsaldri. Mun fyrsta vistin hennar hafa verið hjá foreldrum höfundar þessara lína; hversu mörg ár hún dvaldi hjá foreldrum mínum, er mér ekki kunnugt. Aldamótaárið kom hún til Ameríku, og giftist ári síðar eftirlifandi manni sínum Jó- hannesi Anderson. Stofnuðu þau heimili skammt frá Mountain og hafa búið þar síðan, nú um mörg ár með aðstoð sonar síns, Josephs, sem hefir verið þeim góður sonur. Margt falleg og ástúðlegt mætti skrifa um þessa góðu konu. Nafn hennar var ekki á fremstu síðu dagblaðanna, eigi að síður er lífssaga henn- ar og ævistarf gott og fagurt, og til eftirbreytni. Eitt með öðru, sem prýddi hana, var hvað hún var ó- venjulega dagfarsprúð, mild og réttlát í dómum sínum í garð samferðafólksins. Ró- semi huga hennar og sálar í svo miklu samræmi að fágætt er. Heimili hennar, manns og barna, var hennar helgireitur, því helgaði hún líf sitt og krafta ;þar var hennar arin- eldur, sem hún sá um að ekki fölnaði; þar var hún hvort tveggja í senn vöku- og hjúkr- unarkona, þegar þess þurfti með. Hún var ein af þessum elskulegu konum, og mæðr- um, sem alt vilja leggja í sölurnar fyrir börn sín. Hún átti í ríkum mæli hugtakið, sem svo oft fer talað um: hinn fórnandi kærleika. — Ég sé hana í huganum, þegar barna- hópurinn er enn á bernsku- skeiði — að eftir langan og líklega stundum þreytandi vinnudag, en svo þegar kyrð og ró kvöldsins er komin og svefntími fyrir litlu börnin — að þá hafi hún mælt fram vers og bænir — og svo þegar svefninn var að taka þau í faðm sinn — þá hefir hún raulað þetta undurfallega vögguljóð: Sofðu, sofðu litla barnið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. Móðurhöndin milda, milda þýða, mjúkt þér vaggi inn í himinsfrið. Hún lifði það líka að sjá börnin þeirra, eftir að þau komu út í lífið, bera því fagurt vitni, að þau voru alin upp á góðu og kristilegu heimili. Trú hennar á guðlega for- sjón var sönn og einlæg, og hún kunni mikið af sálmum og bænum. Sérstakar mætur hfaði hún á sálmaskáldinu séra Hallgrími Péturssyni; mun hún hafa kunnað suma sálma hans utanbókar. Jóhannes og Anna eignuð- ust 8 börn; 4 af þeim lifa og eru þau: Jóhanna Guðrún (Mrs. Hjalti B. Thorfinson), Whopetown, N.D.; Lilja (Mrs. gerðist borgarstjóri, en það lá í augum uppi, að slíkt yrði, eða gæti orðið ærnum vanda bundið; hann vildi ekki skerast úr leik og varð brátt einn allra vinsælasti borgarstjórinn, sem „borg listanna“ nokkru sinni hafði eignast; og það var ástin á föðurlandinu, sem gerði það að verkum, að Theodor Korner lét til leiðast að bjóða sig fram til forsetaembættis, því fátt var honum fjær skapi en það, að sækjast eftir mann- virðingum. Stefán Melsted), Edinburg, N.D.; Edvin Friðfinnur, giftur og býr í Willistone, N.D.; og Joseph, heima. Dáin eru: Ágústína María (Mrs. Edward Scheving), Anna Sigurbjörg (Mrs. Gunnar Davíðsson); tvö dóu á barnsaldri. Öll hafa börn þeirra hjóna notið mentunar meira en alment gerist, enda bráðmyndarleg og vel gefin. Jarðarför Önnu sálugu fór fram að Mountain 11. janúar, að mörgu fólki viðstöddu; öll börnin hennar og barnabörn, sem komið gátu vegna fjar- lægðar, voru þar til þess að kveðja hana með ást og virð- ingu og þakklæti, — það vantaði aðeins hinn aldraða eiginmann hennar, sem heils- an leyfði ekki að fylgja henni í kirkjuna og svo síðustu sporin út í grafreitinn. Nú dvelur hann í skjóli góðra barna sinna við hugljúfar minningar og ástúðlega sam- búð um nærfelt 55 ára skeið. Séra Ólafur Skúlason flutti á íslenzkri tungu undurfögur og hugnæm kveðjuorð; og sálma- söngurinn með undirspili Mrs. Esther Olgeirson átti sinn hlut í því að gera þessa útfararathöfn virðulega. Dagurinn 11. janúar var einn af þessum fágætu blíð- viðrisdögum um þetta leyti árs, — það var eins og hann vildi einnig vera í samræmi við líf og starf þessarar góðu konu. þar sem rósemi huga og sálar voru svo sterkir þættir í lífi hennar öll æviárin. Blessuð sé minning þín. A. M. A. "Betel"$180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 —120 —100 —80 —60 Make your donalions to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.