Lögberg - 26.01.1956, Síða 5

Lögberg - 26.01.1956, Síða 5
 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 26. JANÚAR 1956 5 AHU6AMAL UVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON REKAVIÐUR Fyrir nokkru sá ég hjá hús- freyju einni óvenjulegan hlut, er hún notaði sem nokkurs konar skraut á arinhillu sinni. hað var lítil trjárót með stutt- um greinum. Hún hafði fund- ið rótina í flæðarmáli Superior-vatns; öldurótið og uuddið við sandinn hafði fægt rótarbútinn, og henni þótti hann svo einkennilegur í iaginu að hún tók hann, bar á hann gljáhvoðu (varnish), og nú sómdi hann sér allvel þarna á hillunni. Seinna komst ég að því að sumt fólk hefir mikla ánægju af því að ganga á fjöru og tína alls konar smárekavið, er sjórinn eða vatnið hefir fágað og skolað á land. Það ímyndar sér að það sjái í þessum kvist- um einkennilegar myndir af skepnum, mannsandlitum og hmum, og að stundum sé iogun þeirra og línur svo hreinar, fagrar og táknrænar, að um listaverk sé að ræða af uáttúrunnar hendi. Og svo býr það til úr þessum reka- bútum blómastanda, lampa- standa, borðfætur eða eitt- hvað því um líkt. Flest fólk mun nú telja slík- an rekavið eldsneyti og ekkert annað; það sér enga fegurð í honum og skilur ekki þessa iöngun að safna einkennileg- um kvistum og rótum. En ef niaður fer í huganum til baka til æskuáranna, þegar ímynd- Unaraflið var sterkast, áður en það sljófgaðist í baráttunni við veruleika fullorðinsár- anna, fær maður skilning á þessu. Hugarheimur barnsins er frjór; það sér kynjamyndir i mörgu, sem fyrir augun ber. Ég minnist þess hve ég stóð °ft við suðurgluggan heimá þegar rökkva tók og horfði hugfangin á þykkan greni- skóginn umhverfis. Dökkir trjátopparnir báru við himin- |nn ,og ég sá í þeim myndir: hersingu af fólki, karla með sítt skegg, konur með háa batta, krakka, fugla og skepn- Ur. Og eitt af því, sem börn skemmta sér við, er að liggja a bakinu úti á víða vangi og borfa tímunum saman á kvik- ^Uyndir skýjanna; þau sjá í skýjunum skip, lestir, borgir °g eiginlega flest það, sem þau kann að dreyma um. Þegar ég fyrst sá hraunmyndirnar í ^tývatnssveit, skildist mér bvernig þjóðsögurnar um buldufólk, dverga og tröll höfðu skapast í huga þjóðar- innar. ^að fólk, sem tínir saman einkennilegt rekald, kvisti og ^tur, sér eitthvað í lögun þ^irra, sem aðrir sjá ekki; það býr til úr þeim draummyndir. Svo er líka afar seiðandi að ganga á fjörur, sérstaklega snemma á sumarmorgna, eftir að náttúran hefir farið ham- förum nóttina áður með þrumum, eldingum, steypi- regni,. ofsaroki og öldugangi. Eftir slíka nótt lygnir oft með mornginum, sólin nær að skína, regnið hefir þvegið rykið úr loftinu og af öllu um- hverfis. Alt var orðið eins og nýtt, fanst, manni. Þá þótti okkur krökkunum gaman að hlaupa eftir fjörunni og vita hverju öldurnar hefðu skolað á land. Við fundum skeljar, fallega steina, korka af netum, flöskubrot o. s. frv. — Og við fundum rekavið, en kærðum okkur ekki um að hirða hann. ☆ ☆ ☆ Úr bréfi fré Vancouver —dags. 19. janúar Nú er hér sól og sunnan vindur, eiginlega blíðasta vorveður og „himininn heið- ur og blár og hafið skínandi bjart.“ Er það ekki fallegt? Okkur miðar vel með kirkju- bygginguna. Ákveðið hefir verið að fyrsta messan í henni verði flutt næstk. páskadags- morgun jafnvel þó kirkju- smíðinni verði lokið fyrr, því „hátíð er til heilla bezt“. — Annars höfum við haft okkar nefndar- byggingar- og djáknafundi í kirkjunni, þ. e. í fundarherberginu okkar, síðan fyrir jól, svo við erum þar með annan fótinn. — Við hér búumst við mikilli gesta- komu í vor þegar kirkjuþingið verður haldið. Ég býst nú við, að sumir, sem þá koma hingað fari ekki til baka, svo vel I komi þeim til með að lítast á sig hér við hafið og fjöllin. Þetta er yndislegur bær, þó stundum rigni, allt að því 40 daga og 40 nætur, en það er eins og þar segir, að „enginn er verri þó hann vökni.“ Vinsaml., E. S. Brynjólfsson Gefið til Sunrise Lutheran Camp Mr. og Mrs. T. Partridge, Selkirk $10.00; Mr. og Mrs. H. B. Hofteig Cottonwood, Minn., $10.00; Mr. J. G. Isfeld, Minnesota, $5.00; Ladies Aid St. Pauls Congreation, Minn., $10.00; Ladies Aid Hallgríms- safnaðar, Seattle, $10.00; Herðubreiðarsöfnuður Lang- ruth, $20.00. Með innilegu þakklæti, Mrs. Anna Magnússon, Ste. 8A, Brigadoon Apts., Winnipeg. Frá G. S. Johnson Framhald af bls. 1 Frjálst íslenzkt vikublað þarf ekki að vera mjög stórt blað, en það gæti verið gagn- legt að hafa þar dálítið pláss fyrir íslenzk orð, sem hjálp- uðu íslenzku fólki að kenna börnum sínum ögn í alþýðu- íslenzku. Það er álit ýmsra lærðra manna, að um 500 — fimm hundruð — orð er mjög gagn- legt alþýðufólki til að geta skilið tungumál sér til gagns, svo ef börn, sem ekki kunna íslenzk orð, fengju vald á 500 orðum gætu þau svo síðar bætt við það orðasafn svo vel að íslenzkur bókmenntaheim- ur gæti orðið þeim skemmti- leg opinberun. Ég les nú aldrei skáldsögur hvorki í enskum né íslenzkum blöðum vegna þess að á þeim er lítið að græða. Skáldsögur eru vanalega áróður eða nöld- ur um eitt og annað sem gæti verið í betra lagi. Allar fræðiritgerðir og ævin týri finnst mér skemmtilegt lesmál, svo að ég hefi ekki tíma til að fást við skáldsögur. Blað, sem kæmi út 50 sinn- um á ári gæti flutt tíu orð vikulega, íslenzk með fram- burði, og meiningu á ensku og væri það kostnaðarlítill vegur til að fá vald á íslenzku, sem var Evrópu-tungumál fyrir 2000 árum síðan. Það sem ég hefi hér talað um, er engin skylduákvörðun, heldur vinsamleg bending því fólki til athugunar, sem sér rauðadóm íslenzka tungu- málsins hér í Vesturheimi. Sjálfur finn ég til þess, að ef ég skildi ekki íslenzku væri ég verr af, og ekki mjög Umhirða kæliskópsins Nauðsynlegt er að hirða kæliskápinn vel, svo hann komi að fullu gagni. Strax þegar ís myndast á frystinum, verður að þíða skápinn. ísinn á frystinum hindrar, að kuld- inn breiðist út um skápinn, og hann kemur því ekki að fullu gagni. Á sumrin þarf að gera þetta helzt einu sinni í viku, en á vetrum ekki eins oft. Matinn er sjálfsagt að geyma sem mest í lokuðum ílátum, ekki sízt ef sterk lykt er af honum. Nýju, „loftþéttu“ plast-ílátin eru fyrirtak, lokið fellur mjög vel að, svo ekki er hætta á, að maturinn þorni upp við geymslu í þeim,' en þau eru dýr. Plasthettur eru einnig góðar til að bregða yfir skálar og önnur ílát, og plast- pokar eru sérstaklega þægi- legir fyrir það, hve lítið fer fyrir þeim. Það er einnig mjög mikið atriði, að halda skápnum vel hreinum, þurrka strax upp, ef eitthvað hellist niður og gera skápinn allan hreinan öðru hverju. Oft heyrist talað um sérstaka „ísskápalykt“; engin hætta á að vera á henni, ef þessum reglum er fylgt. margra fiska virði, en væri þó eiris og fleiri fremur verð- mætur búpeningur Canada- ríkis eða Bandaríkjanna, eftir því hvar íslenzkt fólk á heima. Segir Hávi í Eddu: — „Gott mannvit er bezt allra gæða á jörðu“. En Hávi er og var sjálfur Ása-Þór, forfaðir vor íslendinga og forfaðir hvíta fólksins á jörðinni. — Forn Goða-siðmenning er spenn- andi viðfangsefni. Svo bið ég ykkur vel að lifa og vona að Lögberg lifi svo lengi sem ég hefi nú borgað fram í tímann. Verið svo sæl, Guðm. S. Johnson Persónulegt frelsi er nauðsyn- legt mannlegri tign og ham- ingju. Bulver Lyiton Gagnvart frjálsum mönnum eru hótanir máttlausar. Cicero Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir. Björnson Málstaður frelsisins er mál- staður Guðs. Bowdes CANADA FRAMLEIÐIR EINN HINN BEZTA LAX í HEIMI Þegar þér etið lax, sem er óvanaléga Ijúf- fengur, getið þér nœrri reitt yður á, að hann er úr ám á vesturströnd Canada. Þar er fult af hinum víðfræga silfur-lax, sem etinn er um allan heim. Myndin hér að ofan og textinn eru úr auglýsingagreinum gefnum út af The House of Seagram í ritum og fréttablöðum út um allan heim. Þessar auglýsingar eru birtar með það fyrir augum, að kynna Canada og vekja eftirtekt á ágæti og þýðingu framleiðslu landsins í öðrum löndum. Chc J íouse of Seagram

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.