Lögberg - 15.03.1956, Page 4

Lögberg - 15.03.1956, Page 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. MARZ 1956 Lögberg GefiO ðt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utan&akrlft rltstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Veró $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is prlnted and published by The Columbia Prees Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa PHONE 743 411 Orð í tima talað Það er holt að eiga á þingi menn, sem ganga jafn rösklega til verks og Chris Halldórsson þingmaður St. George kjördæmis jafnan gerir hver sem í hlut á, hvort heldur það er forsætisráðherrann sjálfur eða einhver óbreytt- ur liðsmaður, því nóg er ávalt af lítilsigldum jáyrðlingum, sem allra auðmjúklegast blimskakka augunum í áttina til yfirboðaranna í von um fallandi mola af náðarborðinu. Mr. Halldórsson flutti þingræðu hinn 7. febrúar síðast- liðinn, er yakti mikla athygli vegna þeirrar djörfungar, er hún mótaðist af og hve nákvæmlega þar var lýst þeim að- stæðum, sem skapast höfðu í kjördæmi hans, sem og raunar á öðrum svæðum í bygðarlögunum milli vatnanna; ekki kvaðst Mr. Halldórsson sjá auga til auga við háttvirtan þing- mann Selkirkkjördæmis í sambandsþinginu, er látið hefði sér þau orð um munn fara, að milli vatnanna væri þannig óstatt, að víðtækt hungur ætti sér stað; kvað Mr. Halldórsson sér fullkunnugt um það, að» fólk á áminstum svæðum væri ekki búið slíkri skapgerð, að það sætti sig við að horfast í augu við hungur meðan einhvers staðar mætti lífsframfærslu leita. „Mér er það ljóst,“ sagði Mr. Halldórsson, „að síðastliðin tvö ár hafa flóð veitt fólkinu milli vatnanna þungar búsifjar; uppskera hefir verið mjög af skornum skamti og stórar land- spildur þannig á sig komnar vegna áflæðis, að sáning reyndist óhugsanleg; í vesturhluta áminstra svæða hefir svo að segja ekki verið um neina uppskeru að ræða, en sú aðstoð, sem bændum þar skyldi veitt samkvæmt Prairie Farm Assistance lögunum var hvorttveggja í senn lítt verj- andi og ófullnægjandi. í flestum tilfellum er hér um smá- búgarða að ræða, og hefir sú aðstoð, sem hlutaðeigandi bændum hefir fallið í skaut, numið frá nokkrum dollurum upp í segjum 200 dollara, þó slíkt væri ekki alment heldur; sums staðar var nokkru meira örlætis vart. Ég er þeirrar skoðunar, að langtum nákvæmara eftirlits sé þörf; hinar ströngu reglur, sem annars staðar gilda, eiga naumast við á millivatnasvæðinu þar, sem kornræktarspild- urnar eru bæði smáar og dreifðar. Sumir bændur fengu enga aðstoð, vegna þess að aðrir í bygðarlaginu fengu uppskeru. Ég hef það á vitund, með fullri hliðsjón af þeim erfiðleikum, sem margir bændur á svæðum þessum eiga við að etja, að sambandsstjórn beri að bregðast drengilega við kröfum þeirra, því naumast verður sagt að þeir hafi verið kröfu- harðir fram að þessu“. Svo sem vænta mátti gerði Mr. Halldórsson Manitoba- vatn og ágang þess á nærliggjandi bygðarlög að alvarlegu umtalsefni, og kvað hann víst, að samþingismenn sínir fyrir St. Rose og Fairford kjördæmi hefðu svipaða sögu að segja; jafnvel kjördæmi forsætisráðherra hefði ekki farið varhluta af áflæði; margir bændur á flóðsvæðunum hefðu ekki átt annars úrkosta en að farga miklum meirihluta hjarða sinna, eða þá í öðrum tiifellum að koma þeim á beitiland og í fóður annarsstaðar. Mr. Halldórsson mintist á bónda í Eriksdale-bygðinni, sem varð að flytja 150 smálestir af heyi um 65 mílna vega- lengd til að halda lífinu í bústofni sínum; fólk á Lundar hefði orðið að koma fyrir 200 nautgripum til vetrarfóðrunar í grend við Woodsland, auk þess sem mörgum gripum hefði verið komið annarsstaðar fyrir. Mr. Halldórsson kvað það liggja í augum uppi, að við svo búið mætti ekki lengur standa yrði fjárhagshrun að verða umflúið; fólk hefði þegar gengið af óðölum sínum vegna hinnar sífeldu hækkunar Manitobavatns og vegna úrræðaleysis stjórnarvaldanna varðandi skipulagsbundnar ráðstafanir til varanlegra úrbóta. „Á því tíu ára tímabili, sem ég hefi setið á þingi, hefi ég fyrir hönd kjördæmis míns,“ sagði Mr. Halldórsson, „farið margs á leit við núverandi fylkisstjórn, svo sem framræslu- skurði, skóla, raflagnir, síma og ferju yfir Lake Manitoba Narrows; ég er stjórninni þakklátur fyrir það, sem áunnist hefir í þessum efnum, og það eru kjósendur mínir líka, því innars árs eða svo verður rafurmagn og sími við hendi á langflestum heimilum kjördæmisins; en þessu til viðbótar Betel from the Standpoint of the Attending Physician By GEORGE JOHNSON, M.D. The problems of the aged and infirm have become a special field of medical in- terest and concern. The care of the aged is being seen more and more frequently on the agenda of medical meet- ings. In the United States it is estmated there will be twenty million people over seventy years by 1980; applied to Canada this means that about one seventh of our population will then be over seventy. At Betel the aged residents now come to us at a greater age than they did even ten years ago. In fact they are willing to come only too often when they are very old and sometimes bedridden. Betel has become largely an in- firmary and the burden on the attending staff is great. Were it not for the devotion of the staff at Betel the doors would have been closed long ago. This devotion entails visit- ing all residents daily and attending to their needs; distributing medicines; turn- ing, rubbing and feeding the bedridden patients. We have had a patient in Betel bed- ridden for five years who never developed a bedsore. The only bedsore seen in the home was present when the patient was admitted. Hospitalization is to be avoided with elderly people except as a matter of absolute necessity. Prolonged hospital- ization is bad for their mo- rale. They worry about the cost and the burden to their families and this naturally affects their sense of well being. They wish to grow old in comfort and with a sense of security. Their demands are small and treatment must be simple and conservative. Earlier in the course of my work at Betel I was often con- cerned with complex medi- cal problems, (e. g. a patient of eighty-six with indigestion, headache, markedly hardened arteries etcetera), and tried to help such patients with many medical measures. I soon learned that spending fifteen minutes at their bed- side asking about their past and their family and prescrib- ing simple measures for the relief of symptoms was suf- ficient. The best medicine is to revive their interest in themselves, in current events and possibly in some simple hobby. Companionship with people their own age is a good tonic. One cannot separate medical care from environ- mental care in these aged people. A friendjy visitor or anythirig to break the routine and monotony of growing old is, in short, the best treatment. We are deseperately in need* of space to give the “younger” residents an op- portunity to develop or con- tinue their hobbies. With twenty bedridden patients it it is impossible to separate the well from the ill and nothing is more depressing than to see, in a small room, an elderly lady doing her utmost to help a roommate who is extremely ill, instead of enjoying the advantages the home provides for resi- dents. From a public health and safety standpoint the home should have been condemned years ago; the authorities had no alternative but to praise the work already being done because they had no solution for housing the aged; this however is being rectified in part and we must do the rest. We are all familiar with the problem of the aged patient, with no family or a partner too old to help, who becomes irrational, senile, or bed- ridden. Now, if such patients cannot get into Betel the only other places are a hospital at a charge of $8.00 or more a day, or a nursing home at a charge of $90.00 a month. These are impossible on the pensions allowed and give neither comfort nor security to the patient. Here in Betel there is companionship, the food is prepared to their taste, and they have the security of knowing they will not be placed in hospital unless an vil ég beina athygli stjórnarinnar að því, að miklu fé hefir verið varið til að koma þessum þægindum inn á heimili, sem nú eru svo umflotin eða á kafi vegna áflæðis, að þau mega teljast öldungis einangruð.“ Mr. Halldórsson kvað sér að fullu kunnugt um tilraunir til úrlausnar, sem fram hefðu farið milli sambandsstjórnar og núverandi fylkisstjórnar án þess að til árangurs hefði leitt; málið þyldi nú ekki lengri bið; hlutaðeigendur ættu heimtingu á að kröfum þeirra yrði sint og þeirra vegna beindi hann nú máli sínu einu sinni enn til hæztvirts forsætisráðherra. Þá vakti Mr. Halldórsson máls á því misrétti, sem 1 ljós kæmi, er kornræktarbændur eða kvikfjárræktarbændur kæmist í fjárhagslegan vanda, og’væru þá hinir síðarnefndu venjulegast látnir sitja á hakanum; slíkt yrði ekki lengur þolað. Dýpkvun Fairford árinnar taldi Mr. Halldórsson frum- skilyrði til úrbóta flóðvandanum. emergency develops. All they need now is constant care, friendly visits and an oppor- tunity to carry on their in- terests. Every summer it was customary for my late father to drive. the older people at Betel to the Beach for ice cream. This was an outing and medicine par excellence for them. The stories our aged resi- dents can tell are numerou.4 and talking to these people makes one realize how brave they are and have been; some have suffered real hardships almost beyond human endur- ance. On Christmas Eve two years ago a little elderly Ice- landic lady arrived at Betel. She had been found unatten- ded in a rooming house in the city and she was very ill. She died Christmas morning from advanced broncho-pneumonia. I will always remember a grand old gentleman in Betel. He had no one in the world specially interested in him. His life story was full of hardship and frustrations. He had homesteaded in Saskat- chewan. His wife died in childbirth and left him with twins. One child died at eighteen from poliomyelitis. He had devoted his life to raising these children and saw one die in the prime of life. On the wall of his room at Betel there was a picture of these two girls and himself in an old buggy. One could Framhald á bls. 7 "Betel" $180,000.00 Building Campaign Fund ---—180 —160 —140 —120 —100 —80 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Street, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.