Lögberg - 15.03.1956, Side 7

Lögberg - 15.03.1956, Side 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 15. MARZ 1956 7 Júlíana Diðriksdóttir Johnson Fædd 18. júní 1877 — Dáin 15. des. 1955 Foreldrar Júlíönu, Diðrik Guðmundsson og Karítas Guðmundsdóttir, voru ættuð úr Borgarfirði, en bjuggu í Selskarði á Álftanesi og þar fæddist Júlíana. Börnin voru þrjú auk hennar: Guðmund- ur, Valgerður og Helga; Val- gerður er enn á lífi og er búsett í Reykjavík. Árið 1907 yfirgaf Júlíana Suðurland og fluttist norður í Húnavatnssýslu og var þar í vistum í ýmsum stöðum; var hún alstaðar aufúsugestur vegna hins framúrskarandi dugnaðar, verklægni og á- huga við öll verk. Alfarin frá íslandi fór Júlíana árið 1914 í maí með dóttur sína Guðrúnu, er þá var 15 ára; fóru þær til Sask. og dvöldu þar fram í október sama ár. Árið 1922 fluttist Júlíana ti Glenboro og giftist þar manni að nafni Alexander Johnson; dvaldi hún þar í 3 ár. Að þeim tíma liðnum fór hún til Win- nipeg og stundaði þar hjúkr- unarstörf um hríð. Sama starf hafði hún einnig síðar á Gimli og mörgum bæjum og byggð- um vestan Winnipegvatns, var hún mjög vinsæl og eftir- sótt við það starf. Á einu heimili var hún við- loðandi svo árum skifti, bæði sem hjúkrunarkona og bú stýra, hjá aldurhnignum og farlama hjónum, sem litla björg gátu veitt sér af sjálfs- dáðum. Með því að Júlíana þarfn aðist flestu fremur að geta kallað einhvern sérstakan stað í heiminum „heimili11 sitt, þegar stund gafst til hvíldar, en ekkert sparifé fyrir hendi, þá lét Guðrún dóttir hennar — sem þá var gift ágætum manni — byggja vandað og snoturt hús á Gimli, sem hún færði móður sinni að gjöf, og það var sá helgi steinn, sem Júlíana veiti sér af náð þá ánægju að dvelja í dag og dag, milli þess er hjúkrunarannir kölluðu að. Ánægjulegustu dagar Júlíönu munu hafa verið vissar 2 vikur á hverju sumri í mörg ár, því einmitt þær sömu vikur var sumarleyfi dóttur hennar og^ dvaldi hún þann tíma hjá móður sinni með þremur börnum sínum. Sá, sem þetta ritar kom eitt sinn í hús þetta, þegar öll fjölskyldan var þar sameinuð. Þá sagði Júlíana: „Já, þetta eru nú meiri sólskinsdag- arnir“. En það stóð einmitt- svo á að þennan dag var helli- rigning. Hún átti auðvitað við sólskin í alt annari merkingu. Mér þótti þetta heppilega og fallega sagt undir kringum- stæðunm og var henni sam- mála í því efni. Fyrir þrem árum síðan flutti hún alfarin frá Gimli til dóttur sinnar í Minnipeg, þá úttauguð og heilsulaus eftir langan og strangan vinnudag, og dvaldi hún þar til dauðadags. Dóttirin borgaði þá með sinni hjúkrun og ástríki þá umhyggju, sem móðirin lét henni í té á löngu liðnum árum. Sjaldan var þögult eða þungbúið þar sem Júlíana var stödd, því hún var prýði- lega greind og hnittin í svörum. Vafalaust munu margir, sem hún lét hjálp og hjúkrun í té, minnast hennar með þakklæti fyrir þá miklu og góðu þjónustu, er hún veitti fyr og síðar. J* Lögreglustjórinn: — Mér þykir mjög fyrir því, en af einhverjum misskilningi höf- um við haldið yður mánuði lengur í fangelsinu en til- skilið var. Fanginn: — Gerir ekkert til, góði lögreglustjóri, þér dragið það bara frá í næsta skipti. KAUPIÐ LÖGBERG Betel . . . Framhald af bls. 4 tell from the horse and buggy and home, how neat he had kept his farm and how desperately hard he had tried to carry on despite crop fail- ure after crop failure. After admission to Betel he became known to us alls as “a real gentleman.” He never com- Plained. His joy in having a room to himself, prepared rneals and a hobby, was wonderful to see and he went to sleep at night feeling se- cure. He had a heart con- dition and when a clot caused blindness he never realized he was blind and was nursed in bed for a year believing he could see. One’s heart went °ut to this real pioneer. One old lady who was blind ^vas found in a room in a small western town. She existed on $40.00 a month and a neighbour brought her food. When someone brought her case to the attention of the late Mr. J. J. Swanson, fr naade invéstigations and had | her admitted to Betel as urgent. For four years she lived in our home remaining active and being led to meals. During this time her grati- tude to the home was a great source of encouragement to all who worked there. Were it not for Betel she would indeed have been very much alone. There are 59 residents in Betel now and there are naany on the waiting list The average age at present is 86 years. Those of us in close touch with Betel realize the desperate need which exists and there is no doubt as to its worthiness. I feel confi dent that the responce will be great and that our future home will truly be, as Dr. David Alexander Stewart said, the “Home of the Happy Sunset.” LEIÐTOGAR SJALFBOÐA FRAMKVÆMDA Með þau áform i huga eða störf, sem aðstoðar þarf með til framkvæmda og að þvi lúta . . . • að hjálpa nýjum innflytjendum til þessa lands að verða hér borgarar. • að hvetja þá til umræðna um þau mál, er þegnrétt áhræra eða • að afla þeim upplýsinga um Canada og canadiskar stofnanir . . . er Canada Citizenship Branch, reiðubúinn till hjálpar yður á hvern hátt sem hægt er. Til frekari upplýsinga leitið til næsta Regional Liasion Office, sem hér segir: 1247 Guy St., Montreal, P.A. 1200 Bay St., Toronto, Ontario. 10138-100 “A” St., Edmonton, Alta. Federal Bldg., 150 Main St. W., Hamilton, Ont. Immigration Bldg., Vancouver, B.C. Room 537, Dominion Public Bldg., Winnipeg, Man. THE DEPARTMENT 0F CITIZENSHIP AND IMMIGRATION OTTAWA CANADA Hon. J. W. Pickersgill, ráðherra Laval Fortier vara-ráðherra

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.