Lögberg - 05.04.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.04.1956, Blaðsíða 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In >4 Lb. Tins Makes the Flnest Bread Available at Your Favorite Grocer 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. APRÍL 1956 NÚMER 14 Ólga í stjórnmálum íslands veldur þingrofi og nýjum kosningum Forseii íelur Ólafi Thors framhaldssijórnarforusiu unz nýii ráðuneyti verður myndað að afstöðnum kosningum. Fyrir þremur vikum skýrði Lögberg frá því, að vinstri öflin á Alþingi hefðu bundist samtökum um að knýja fram endurskoðun herverndar- samningsins milli íslands og Bandaríkjanna og þá væntan- lega uppsögn hans eins fljótt °g því yrði viðkomið; þings- ályktunartillaga í þessa átt, var samþykt með 31 atkvæði gegn 18. Með tillögunni hafa auðsjáanlega greitt atkvæði Framsóknarmenn, Kommún- istar, Alþýðuflokksmenn og þeir tveir Þjóðvarnarflokks- þingmenn, sem sæti eiga á þingi, en gegn henni 18 þing- menn Sjálfstæðisflokksins. Á Alþingi eiga sæti 52 þing- menn, og hafa þrír þeirra eigi tekið þátt í atkvæðagreiðslu. Island átti aðild að Norður- Atlantshafsbandalaginu og utanríkisráðherra I s 1 a n d s skipaði forsæti á síðasta fundi þess í París. Tíðindi þessi hafa vakið mikla athygli í blöðum og út- varpi vítt um meginland Norður-Ameríku, og framhjá Washington hafa þau vita- skuld heldur ekki farið, þó valdamenn þar sýnist þeirrar skoðunar, að fram úr ráðist á viturlegan hátt áður en það átján mánaða tímabil, sem enn er eftir af samningnum rennur út; það eina, sem helzt er óttast um liggur í því, að ísland hafi með áminstri af- stöðu skapað fordæmi, sem aðrar bandalagsþjóðir, svo sem Norðmenn og Danir, kynni að fara eftir, því einnig þar hefir hinn látlausi áróður rússneskra kommúnista jafnt og þétt verið að verki. — Hinn mikli vökumaður ís- lenzku þjóðarinnar á erlend- um vettvangi, Ambassador Thor Thors, lét þannig um- uiælt í Washington, að áminst þingsálykunartillaga fæli að- allega í sér kröfu um endur- skoðun herverndarsamnings- ins frá 1951, er leiddi til gæzlu og starfrækslu Kefla- víkurflugvallar. Ambassadorinn lét þess getið, að þingsályktunartillag- an táknaði á þingi þann þjóð- ernislega metnað, að íslend- ingar sjálfir, fremur en er- lendir hermenn, gættu flug- vallarins; á hinn bóginn kvað hann það afdráttarlaust sýnt af tillögunni, að Alþingi lýsti yfir endurtekinni hollustu sinni við áminst Norður- Atlantshafsbandalag, er það frá stofnun þess hefði veitt að málum. — Soffonías Thorkelsson óttræður 1 dag, hinn 5. þ.m., á vestur- íslenzkur víkingur, Soffonías Thorkelsson áttræðisafmæli; hann er enginn hversdags- maður, dugnaðurinn við at- vinnurekstur frábær og hæfi- leiki til ritstarfa hreint ekkert barnaglingur, svo sem bækur hans, Ferðahugleiðingar, bera svo glögg merki um. Soffonías stofnaði hér í borg verksmiðjufyrirtæki, er hann persónulega veitti for- stöðu við góðum árangri um langt skeið, en nú veitir því forustu Paul sonur hans skólaráðsmaður. Soffonías er ættaður úr Svarfaðardal og hefir hann sýnt fæðingarsveit sinni hlýja sonarrækt með rausnarlegum fégjöfum, enda ej hann stórtækur ef svo ber undir. I allmörg undanfarin ár hefir Soffonías verið búsettur í Victoria, B.C., og unir þar hag sínum hið bezta; frétzt hefir, að hann hafi í hyggju, að heimsækja ísland á kom- andi sumri ásamt frú sinni, og er vonandi að af því verði. Lögberg árnar afmælis- barninu allra hugsanlegra heilla um ókomin ár. Tál Soffoníasar Thorkelssonar ATTRÆÐS. 5. APRÍL 1956 Vormorgun speglast í víkinni þinni. Á vinlega húsinu sé ég opnar dyr. — Nú mun þar gestkvæmara’ en nokkru sinni fyr. Trén fram á bakkanum í töfraspegil líta, tala hljótt er vorgolan örlát og rík, flytur hlýjar kveðjur inn í Fögruvík. Hugheilar óskir — til heilla með daginn! Hér sé glatt — unz kvöldsólin dásemdarrík, dreifir gullnum roða yfir Draumavík. JAKOBÍNA JOHNSON, Seattle, Washington Tvenn hjón boðin ó Skólholtshófíðina — í SUMAR-/ Dr. Valdimar J. Eylands og frú Mrs. P. M. Pétursson Séra Philip M. Pétursson Þeim Dr. Valdimar J. Eylands og séra Philip M. Péturs- syni hefir verið boðið til íslands ásamt frúm sínum til að vera við Skálholtshátíðina, sem haldin verður á þessum forn- fræga stað þann 1. júlí næstkomandi, og í Reykjavík næsta dag eða daga til minningar um 900 ára afmæli stofnunar innlends biskupsstóls á íslandi. Boðsbréfið er samið í Reykjavík 18. febrúar 1956 og undirritað af Steingrími Steinþórssyni kirkjumálaráðherra og biskupi íslands, Ásmundi Guðmundssyni, og er þar meðai annars svo komist að orði: „I nafni íslenzku kirkjunnar leyfum vér oss að bjóða yður og frú (sama orðalag í báðum bréfum), að vera viðstödd þessi hátíðahöld. Jafnframt biðjum vér yður að gjöra okkur þá ánægju, að vera gestir kirkju vorrar á meðan þér dveljizt hér á landi í sambandi við hátíðina.“ Þó víst sé, að áminst heimsókn hljóti að hafa í för með sér allverulegan kostnað, er þess að vænta, að boðsgestunum reynist kleift að þiggja heimboðið og styrkja með því bræðra- böndin milli stofnþjóðarinnar og afkomenda hennar í vestri. Þjóðsaga Hinir víðfeðmu leðurblöðku vængir báru hinn illa anda upp á við þar til hann sá til stjarnanna. Þreyttur á að jórtra á þeim Júdasi og Pílatusi hafði hann tekið sér hvíld, og til að sjá sig um 1 heimkynnum mannanna, og athuga hvað þar gengi og gerðist. Hann kannaðist fljótt við umhverfið, er hann steig á yfirborð jarðar. Til vinstri handar var svarta skógar- landið, heimkynni hinna stirðlyntu manna, þar sem svo mikið ofbeldi á sér upp- tök; til hægri, hið mjóa haf, en fyrir handan það hið fagra land Egypta. Hugur hans hvarflaði til baka, allt til Faraós og pláganna, nær upp- hafi tímatals. Plágurnar, sællar minningar, höfðu fallið honum vel í geð, þótt hann hefði átt engin ítök í þeim. Flugna- og grasbitvargarnir voru einkanlega ánægjuleg tilhugsun, og dauði allra frumburða, bæði manna og skepna á einni nóttu var meistaralegt tilþrif, þótt það hefði ekki hið framhaldandi böl, sem flugan átti í skauti sínu. Og við fætur hans var hið skagamyndaða flatlendi íberíu, og handað við það hlið Herkúlesar, sem veitti sjávarveg að hinu breiða út- hafi. Hann stóð á tindi fjalla- hryggs þess sem aðskilur eina þjóð frá annari, og kennt er við Pýr. Svo settist hann og studdi hönd að kinn, í þeirri stelling er Ródin átti síðar að mynda hinn hugsandi mann, og virti fyrir sér fólkið við iðju, í sveit og borg, á hinm víðu og fögru sléttu. Var sem gljákvoða færðist yfir augu hans, svo ákveðin var hugsunin um það, hvaða ólán bezt hæfði, eins og nú horfði við. Hinn illi andi sat lengi hugsi, og horfði í tómt. Hvað var það af öllu því, sem hann gæti komið til leiðar, sem Framhald á bls. 8 Á sjúkrahúsi Alt í grænan gengur sjá gleði ræna dvínar; brigðar mænir Elli á æsku-bænir mínar. Sjúkdóms klafa sál mín ber, segl án tafa’ hef’ rifað. Huggun vafans verður mér, vel að hafa lifað! —PÁLMI

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.