Lögberg - 05.04.1956, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.04.1956, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 5. APRIL 1956 Árið 1908 virkjaði íslenzkur bóndi hver til híbýlahitunar Sagí frá fyrsfu tilraunum Erlendar Gunnarssonar á Sturlu-Reykjum Reykholtsdalur í Borgar- firði er sögufrægur að fornu og nýju. Hann er einnig og verður ein allra blómlegasta sveit á landinu. Þetta hafa ungu bænda- synirnir og bændadæturnar lengi vitað, því að þróunin þarna er á þann veg, að í stað þess að yfirgefa sveitina, kaupa þau hluta úr jörðun- um og setja á stofn sín eigin býli og halda áfram að skjóta rótum í fæðingarsveit sinni. Enda hafa á síðastliðnum 20 árum risið upp 14 nýbýli í dalnum. í Reykholtsdal eru víða breiðar lendur og ræktunar- skilyrði góð. Hverir og jarðhiti eru hingað og þangað í landi 10 jarða og einn þeirra, Deildar- tunguhver, er með þeim stærstu hér á landi. Hverareykirnir stíga í loft upp hver í kapp við annan og liðast yfir dalinn hvítir eins og nýþvegin ull. Meginið af þessari orku, sem streymir úr iðrum jarðar, á mannshöndin eftir að virkja sér til hagsældar og nytja. Súgþurrkun með hverahita I Reykholtsdal eru nú 43 bæir og býli. 7 þeirra hafa súgþurrkunarhlöður. En á Sturlu-Reykjum, í Deildar- tungu og Reykholti, hafa bændurnir látið hverina hita loft, sem dælt er í hlöðurnar. Vegna yfirburða heita lofts- ins hefir á þessum þremur bæjum verið hirt í sumar margtfalt heymagn miðað við hina bæina á sama tíma, svo að í miðjum ágúst var t. d. Björn Jónsson bóndi í Deild- gg§| Erlendur Gunnarsson artungu búinn að heyja nóg handa skepnum sínum að firningum meðtöldum. Brautryð j andinn I byrjun þessarar aldar kom maður til sögunnar, sem sá og skildi af brjóstviti sínu, hve mikil nauðsyn var á, að sveitirnar hagnýttu sér þenn- an kraft, sem fólginn var í jarðhitanum. Þessi maður var Erlendur Gunnarsson, bóndi á Sturlu-Reykjum. Árið 1908 virkjaði hann hveragufuna til híbýlahitunar og þremur árum seinna framlengdi hann hitalögnina um allan Sturlu- Reykjabæinn og steypti þá jafnframt eldavél og leiddi í hana gufu til þess að elda matinn við. Áður hafði Erlendur rætt við ýmsa um þessa hugmynd sína, meðal annara við verk- fræðing og prest, hálærða menn hvorn á sínu sviði, og töldu þeír báðir öll tormreki á að þetta mætti takast. En Erlendur var þessari hugsjón sinni trúr og kom henni framkvæmd. Varð íslendingur fyrsiur? Ég hefi ekki frétt með vissu, hvenær ítalir hófu að notfæra sér jarðhitann til híbýla- hitunar. En hafi Islendingar verið á undan ítölum í þessu efni, þá er það Sturlu-Reykja- bóndanum að þakka. Nú eru milli 20 og 30 hús 1 Reykholtsdal, þar á meðal menntasetrið, hituð upp með hveraorku. I flest þeirra hefir heita vatnið verið leitt, en í hin gufan. Þórður sonur Erlendar á Sturlu-Reykjum var hér ný- lega á ferð og bað ég hann að segja mér með hvaða hætti Erlendur faðir hans hefði leiti jarðhitann í bæinn. Hverinn virkjaður Frásögn Þórðar er á þessa leið: Hverinn, sem virkjaður var, var 26—30 faðma frá bænum, og undan halla. Vatnið í hvernum var á að gizka 90—100 stiga heitt á celsius. Erlendur steypti yfir og utan um augað á hvernum, þó þannig, að vatnið rann neðst úr steypta hólfinu út í gegn- um vatnslás. Efst í hólfinu var pípa, 4 þumlunga í þver, mál, og þrýstist gufan upp 1 gegnum hana. Gróf Erlendur síðan skurð frá þessari pípu og heim í bæinn og steypti hann í botn- inn. Tók þá plötur úr sléttu járni og skipti þeim í lengjur og beygði þær þvers í hálf- hring. Hvolfdi síðan lengjun- um ofan á steyptan skurð- botninn og steypti yfir járnið. Fékk Erlendur á þenna hátt 3—4 þumlunga víða pípu, sem leiddi gufuna frá hvern- um heim í bæinn. Járndunkar í stað miðstöðvarofna Fyrsta veturinn leiddi Er- í lendur gufuna í einn járn- dunk, er hitnaði svo að tæp- lega var hægt að snerta hann. En úr járndunknum lá pípa upp úr þaki bæjarins, og fékk gufan þar útrás. Þremur árum síðar leiddi Erlendur svo hitann í flest eða öll herbergi í bæ sínum. Not- aði hann venjulegar vatns- pípur og fyrst járndunka, einn í hverju herbergi, sem seinna voru látnir víkja fyrir miðstöðvarofnum. Og þá um leið keypti Er- lendur eldavél og' leiddi í hana gufu til þess að elda matinn við. Hér lýkur frásögn Þórðar. Mikil breyting Erlendur Gunnarsson var fæddur 1853 og dó 1919. Hann giftist fyrst konu norðan úr Húnavatnssýslu. En hún lézt að fyrsta barni þeirra hjóna og barnið með. Seinni kona Erlendar var Andrea Jóhann- esdóttir af Akranesi, ættuð lengra fram austan undan Eyjafjöllum. Elzti sonur þeirra, Jóhannes, tók við jörðinni eftir föður sinn og byggði þar myndarlegt hús nokkru áður en hann lézt. Á Sturlu-Reykjum búa nú 3 sonarsynir Erlendar. En alls voru börn Erlendar og Andreu 10, sem upp komust, 5 dætur og 5 synir. Geta má nærri, hvort fólkið í baðstofunni hefir* ekki fagn- að breytingunni, sem á varð, þegar hitinn var fyrst leiddur í bæinn. Hefir ein af dætrum Erlendar sagt mér, að svo hafi hitaveitan gefizt vel, að fólk- ið á Sturlu-Reykjum vissi naumast af kuldunum 1918, og var þá mesti frostavetur, sem komið hefir á þessari öld. Mér kæmi ekki á óvart, þótt einhverntíma rynni upp sú stund, að Reykdælingar reistu Erlendi Gunnarssyni minnis- merki og staðsettu það í tún- inu á Sturlu-Reykjum. Mundi það minna vegfar- endur á íslenzka bóndann, sem var svo framtakssamur og hugkvæmur, að verða fyrstur allra til þess að nota hveraorkuna til híbýlahitun- ar og útrýma þannig vetrar- kuldanum. —ODDUR —Mbl., 3. nóv. 1955 LÆGSTA FLUGFAR TIL meí Douglas Skymasters, er hver um sig hefir 6 skandinaviskra manna áhöfn, sem fengiS hafa fiugœfingu í Bandaríkjunum. C. A. B. skrásettar, reglubundnar flugferSir frá New York. Þýzkalands . Noregs . Svíþjóðar Danmerkur . Duxemburg KaupiS far hjá næstu fertiaskrifstofu. n /71 n iCELAMDiCi AIRLINES uzAaud ÍSLANDS 31000 BAÐAR LEIÐIR 15 West 47th Street, New Yom 36 Pl 7-8585 c4lt MÓÐINS REYNÐ NÆRF0T AÐ GÆÐUM Það borgar sig að krefjast PENMANS vörumerki til tryggingar verðs og efnis E Penmans 253 hvftar; HNÉ-SfDD HNAPPALAUS SSTUTTERMUÐ 251 eðlilegur; fp| Stuttar ErmarPenmans 253 hvítar; [ö1 Teygjuband um mitti si-l- .!JJ 009 O U-/9T- 1-1.- LJCAXrCTrHA OSl -Sia—1 , n______________ n ökla sídd 223 2-þráða, hvftar; SAMSTÆÐA 222 2-þráða, eðlilegur. SAMSTÆÐA 251 eðlilegur BUXUR Penmans 253, hvítar SV-NECK Penmans 2530 hvítar; öklasídd 251 eðlilegur; Stuttar ermar 2510 eðlilegur; fj~]Hneft að framan öklasfdd 223 2-þráða, hvftar; 222 2-þráða, eðlilegur. , CRISS-CROSS HNEFT að FRAMAN E Engar ermar einhneftar, hnélcngd [TlStuttar ermar Penmans 253, hvítar SAMSTÆÐA Penmans 253, hvítar SKYR'f UR 251, eðlilegur; 251 eðlilcgar; 223 2-þráða, hvítar 222 2-þráða, eðlilegur. öklasídd Penmans 253 hvítar; 251 eðlilegur; [Jj T-SKYRTUR fyrir mcnn og drengi rnJERSEYS fyrir menn og drengi 1— slétt eða rifjuð ffmmaná jT) BRIEFS fyrir menn og drengi slétt eða rifjuð LÉTT NÆRF0T B4-G

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.