Lögberg


Lögberg - 12.04.1956, Qupperneq 1

Lögberg - 12.04.1956, Qupperneq 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In Yi Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer ■ = SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In 'A Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 68. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. APRIL 1956 NÚMER 15 Atkvæðamaður á þingi Tímaritið #/The Banker" ræðir viðskipti íslend- inga og fleiri vesturþjóða við austurveldin Einn af hinum allra mestu áhrifamönnum Liberalflokks- ins í fylkisþinginu í Manitoba, er alveg vafalaust Jack St. John, þingmaður Winnipeg Centre kjördæmisins, og víst er um það, að á yfirstandandi þingi hefir hann látið mjög til sín taka varðandi lausn ýmissa þeirra mikilvægustu mála, sem efst eru á baugi og krefjast viturlegrar úrlausn- ar; þessu til staðfestingar nægir, að vitnað sé í tvö mál. Svo sem vitað er, gildir sambandsstjórnareinokun um fréttaflutning sjónvarpsins canadiska, þar sem ein sál og einn hirðir ráða því hvað horfa má og hlusta á, og hvað ekki; þetta fellur mörgum illa og vilja að stjórnareinokun- inni verði létt af, og einn þeirra manna er Jack St. John; hann flutti tillögu til þingsálykunar, er í þá átt gekk, að skora á sambands- stjórn, að heimila stofnun og rekstur einkasjónvarpsstöðva í fylkinu, og var hún samþykt af svo að segja öllum þing- heimi; í sama streng tók bæj- arstjórnin í Winnipeg við ein- hljóða atkvæðagreiðslu. Tillög í kosningasjóð Á fundum þingnefndar þeirrar, sem sett var á laggir til að rannsaka verðið, sem stjórnarvínsalan í Manitoba greiddi ölgerðarhúsunum fyr- ir það öl, sem hún keypti af þeim, hafa komið í ljós -þær fjárhæðir, er þau á síðustu sex árum hafa gefið í kosn- ingasjóð sumra stjórnmála- flokka í fylkinu; eru Liberal- ar efstir á blaðinu með $16,050. Konservatívar $11,500 Social Credit $525. Utan- flokka $750. Hvorki C.C.F.- sinnar né Kommúnistar þáðu kosningafríðindi úr þessari átt. Það var leiðtogi C.C.F.- sinna, er krafðist áminstra upplýsinga, og hann hefir jafnframt farið fram á að fá að vita, hvernig upphæðun- um hefði verið skipt milli einstakra frambjóðenda. Ekki er sjáanlegt, að það skipti máli hvort það eru öl- gerðarhús eða önnur við- skiptafyrirtæki, er leggja fram fjárhæðir í kosninga- sjóði hinna ýmissu stjórn- málaflokka, því þeim er það óllum vitanlega jafnt í sjálfs- vald sett; en á hinu bera fram bjóðendur sjálfir ábyrgð, að viðtaka þeirra á kosningafé brjóti að engu leyti í bága við fyrirmæli kosningalaganna. Þá hefir málið um Trans Canada Pipe Line Limited borið mjög á góma upp á síð- kastið og dregist meir á lang- inn en æskilegt þótti. Mr. Jack St. John hefir barizt fyrir því með oddi og egg, að framkvæmdum yrði þannig hraðað, að byrjað yrði á gas- leiðslulagningunni frá Al- berta til Quebec nú í sumar og ráðstafanir teknar til að veita slíkri orku til Winnipeg eins fljótt og framast mætti auðið verða. / Með þetta fyrir augum bauð Mr. Jack St. John til dag- verðar sambandsþingmönn- unum Gordon Churchill, Winpeg South Centre, Ant- hony Weselak, Springfield, Fernand Viau, St. Boniface, Scotty Bryce, Selkirk, og F. W. Satchwell, forstjóra Win- nipeg Central Gas Company, til að fá þá til að beita áhrif- um sínum við sambandsstjórn og aðra aðilja að skjótum og rótttækum framkvæmdum þessa aðkallandi nauðsynja- máls, sem frestað hefir verið að ófyrirsynju mánuðum saman. Það myndi styrkja Camp- bellstjórnina til muna, ef Jack St. John yrði hið bráð- asta tekinn inn í ráðuneytið og Winnipegborg hlyti það að verða til raunverulegra bú- bóta. Dánarfregnir Á miðvikudaginn í fyrri viku lézt að heimili sínu hér í borginni Stefán Halldór Stefánsson lögregluþjónn, 41 árs að aldri, fæddur í Lundar- bygð 18. desember 1914, sonur Guðmundar A. Stefáns- sonar og konu hans Jóhönnu Jónsdóttur Sigfússonar; hinn látni ólst upp með foreldrum sínum í áminstri bygð til átta ára aldurs unz hann fluttist með þeim til Winnipeg, gekk þar á Daniel Mclntyre skól- ann og lauk þaðan prófi 1931. Stefán Halldór var í þjón- ustu lögregluliðsWinnipeg- borgar, er hann lézt og hafði verið það í samfleytt átján ár; naut hann þar sem annars staðar trausts og virðingar samferðamanna sinna, enda að öllu hinn mesti mannkosta- maður; hann var í þjónustu Konunglega canadiska flug- liðsins frá 1943 til stríðsloka. Hinn 3. september 1941 kvæntist Stefán Halldór og gekk að eiga Lillian Emily Stratton, er lifir mann sinn ásamt sjö börnum þeirra, tveim sonum, Stefáni og Donald, og fimm dætrum, Jóhönnu, Lillian, Robertu, Lindu og Susan Mörtu; einnig lifa hann foreldrar hans og tvær systur, Mrs. V. A. John- son og Mrs. Thor Viking. Útförin var gerð að við- stöddu miklu fjölmenni frá Fyrstu lútersku kirkju á laugardaginn, 7. apríl, undir forustu Dr. Valdimars J. Eylands. Mrs. Lincoln John- son söng einsöng en við hljóð- færið var Gunnar Erlendsson. ----0---- Hinn 11. marz síðastliðinn lézt að heimili sínu í Chicago, Mrs. Laufey Anderson sextug að aldri; hún var dóttir Há- varðar Guðmundssonar að Hayland og fyrstu konu hans. Laufey giftist Eyjólfi Ander- son af Seyðisfirði 1923 og fluttust þau fjórum árum síðar til Chicago og stóð heimili þeirra þar jafnan síðan; auk manns síns lætur hún eftir sig tvo sonu, Howard og Norman í Chicago og 10 bræður og systur: John í Vancouver, Mrs. O. Magnús- son, Lundar, Mrs. J. Breið- fjörð, Baldur, Bjarna, Kitimat, B.C., Mrs. V. Johnson, Ashern, Hjálmar, Ashern, Soffíu í Vancouver, Mrs. W. Reykdal, Gypsumville, Mrs. G. Free- man, Siglunes og Mrs. K. Dory, Ashern. •---0---- Björgvin Eric (Ben) Jóns- son, lézt að heimili sínu í Sel- kirk á laugardaginn var 63 ára að aldri; hann var um langt skeið hafnarverkfræð- ingur að Churchill. Hinn látni lætur eftir sig konu sína Önnu, þrjá bræður, Alex, Monte og Eyjólf lækni og eina systur, Mrs. Lloyd Pollock. — Útförin var gerð í dag, fimtu- dag, frá kirkju Selkirksafn- aðar. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. ----0---- Nýlátinn er að heimili sínu Ste. 14 Corinne Apts. Carl Guðmundur Nielson. Hann var fæddur í Vopnafirði 10. des. 1873. Foreldrar hans voru Andrés Nielson og Sigurveig Jónsdóttir kona hans. Carl kom til Canada árið 1910, og stundaði smíðavinnu lengst ævinnar. Konu sína, Valgerði, misti hann árið 1944. Hann lætur eftir sig eina dóttur, Guðvaldínu, Mrs. Anderson, og son Andrés, bæði búsett í Winnipeg. Útförin fór fram frá útfararstofu Bardals á miðvikudaginn 11. apríl. Dr. Valdimar J. Eylands jarðsöng. í grein í tímaritinu „The Banker“ er nú í þessum mánuði rætt um viðskipti ýmissa vesturþjóða við austurveldin, e i n k u m Sovétríkin, og m. a. drep- ið á viðskipti íslendinga og austurveldanna, og þau sett í samband við löndunarbann togaraeig- eigenda í Bretlandi. Pólilísk sókn á sviði efnahafsmála Austurveldin eru nú orðin, segir blaðið, næst stærsti kaupandi óseljanlegra birgða á heimsmarkaðnum, næst á eftir landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna, sem kaupir ýmsar afurðir amerískra bænda svo þúsundum smá- lesta skiptir og varðveitir í birgðaskemmum sínum. Mun- urinn er þó einkum sá, að austurveldin kaupa vörurnar án tillits til þess, hver er framleiðandinn. Bandaríkja- menn kaupa af sínu heima- fólki. En þetta er ekki eini munurinn. Innkaup kommún- istaríkjanna eru aðeins fyrsti hlekkur í keðju, segir The Banker, sem leiðir til fjötra fremur en farsældar. Innkaup þessara landa eru liður í sókn á vettvangi viðskiptamála og efnahagsmála, sem þó er í rauninni pólitískt. Blaðið tel- ur síðan upp kaup á fiski frá Noregi, landbúnaðarvörum af Dönum, víni frá Frökkum og ítölum, tóbaki og hveiti frá Tyrklandi, gúmmí frá Ceylon, kjöti frá UrugGay og Argen- tínu og hveiti og smjöri frá Canada. Lítll utanríkisverzlun Þessi vörukaup duga aðeins til að fullnægja litlu broti af þörfinni. Þess vegna er það, segir tímaritið ,sem þessi lönd geta, hvenær sem er, og án verulegra óþæginda fyrir sig, gersamlega hætt að kaupa þessar vörur, og þarf þá ekki að lýsa afleiðingunum fyrir land, sem er orðið mjög háð þessum viðskiptum. Verzlunaraðferðina, segir tímaritið, minna mjög á að- ferð dr. Schachts í Þýzkalandi fyrir stríðið. Seljandinn losn- ar við umframvörur og getur flutt inn vörur án þess að eyða hörðum gjaldeyri. En þar sem austurveldin búa að öllu leyti miklu betur en Þýzkaland Hitlers gerði, og eru því í sterkari samninga- aðstöðu, munu þau lönd, sem háð verða þessum viðskipt- um, uppgötva, að netið, sem út er lagt, er miklu sterkara og veiðnara en nokkurt það veiðarfæri, sem dr. Schacht hafði yfir að ráða. Með aust- urveldunum, sem búa við risa vaxið og mjög flókið efna- hagskerfi, er utanríkisverzlun lítilvægt brot, en fyrir við- skiptalöndin í vestri er málið annars eðlis. Þau þurfa e. t. v. að endurskipuleggja utan- ríkisverzlun sína með tilliti til þessara viðskipta, og verða þannig verulega háð harðasta samningsaðilanum, sem um getur á heimsmarkaðinum, segir The Banker. Framhald á bls. 4 Fró Minneapolis, Minnesota Hin árlega samkoma Heklu klúbbsins í Minneapolis fer fram laugardagskvöldið, 21. apríl, samkvæmt tilkynningu frá frú Margréti, konu Hjalta Tómassonar. Er Margrét, dótt- ir Marinos Thorvaldsonar í. Winnipeg, forseti íslenzka kvenfélagsins þar syðra í ár. Samkoman verður á sama stað og verið hefir í' nokkur undanfarin ár — í húsakynn- um International Institute, við gatnamót Exchange Street og Kellogg Boulevard í St. Paul. Byrjað verður með kveldverði kl. 6, og hefst skemmtiskráin kl. 8. íslend- ingum, sem kynnu að vera í „tvíbura-borgunum“ þann 21., er hjartanlega boðið að taka þátt í þessari kvöldskemmtun, af hálfu Heklufélagsins. Aðalskemmtiskraftar í þetta skipti verða ung hjón, Bragi Magnússon kennari og Gail Guðmundsdóttir, kona hans, ættuð frá Nýja-íslandi. Eftir nokkurra ára dvöl á íslandi eru þau nú búsett í Minne- apolis, og ætlar Bragi að sýna kvikmyndir frá íslandi ásamt ýmsum nýtízku skrautmun- um úr silfri og leir, sem hann kom með að heiman í fyrra. Kona hans, sem vakti eftir- tekt með málverkasýningum sínum á Islandi, mun sýna bæði málverk og vatnslita- myndir. Verður ýmislegt ann- að á boðstólum samkomu- gestum til skemmtunar, og er búizt við fjölmenni eins og tíðkast hefir á þessum árlegu skemmtunum Islendinga í Minneapolis og St. Paul.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.