Lögberg - 12.04.1956, Page 8
8
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. APRÍL 1956
Rösklega gengið til verks
Úr borg og bygð
— ÞAKKARORÐ —
Alúðar þakkir flytjum við
öllum þeim, sem á einn eða
annan hátt auðsýndu okkur
samúð og hluttekningu við
fráfall og jarðarför okkar
elskaða sonar, Stefáns H.
Síefánssonar. — Sérstaklega
þökkum við prestinum, dr.
Valdimar J. Eylands, fyrir
hans fögru og eftirminnan-
legu kveðjuorð; einnig ein-
söngvaranum, Mrs. Perl
Johnson, — organistanum,
Gunnari Erlendssyni og eldri
kirkjukórnum.
F. h. vandamanna,
Foreldrar, eiginkona
og börn
☆
Venju samkvæmt efnir
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar til skemtisamkomu í
kirkjunni á sumardagskvöldið
fyrsta; þetta er fagur og þjóð-
legur sigur, sem vonandi er
að enn haldist um mörg ó-
komin ár. Skemtiskráin, sem
er vönduð með ágætum, er nú
birt hér í blaðinu, og býr hún
yfir slíku aðdráttarafli, að
víst mun mega teljast, að
aðsókn verði geisimikil.
Úrvals veitingar að lokinni
skemtiskrá.
☆
Albert L. Halldórsson, tenór
söngvari, heldur söngskemtun
í Eagle Hall, Dagmar og
William, kl. 8 að kvöldi á
miðvikudaginn hinn 18. þ.m.
Aðgangur $1.00. Fjölmennið á
samkomuna.
☆
Gefin saman í hjónaband í
Lútersku kirkjunni í Selkirk
laugard. 7. apríl Theodore
Fred Dohanisek, St. Martin,
Man., og Fjóla Sesselja Sig-
ríður Gíslason, Selkirk, Man.
Brúðguminn er af Mið-
Evrópuættum, og er bóndi í
St. Martin. Brúðurin er dóttir
Mr. og Mrs. Árni S. Gíslason,
Selkirk, Man. Svaramenn
voru Miss Thorbjörg Guð-
mundsson, Riverton, Man. og
Ronald Fliss, Winnipeg, Man.
Giftingin fór fram að morgu
fólki viðstöddu. Séra Sigurður
Ólafsson gifti. Ungu hjónin
setjast að í St. Martin Man.
Kvenfélag Sambandssafn-
aðar er að efna til hinnar ár-
legu sumarmálasamkomu,
sem verður höfð í kirkju-
salnum þ. 19. þ.m. Skemmti-
skráin verður mjög vönduð og
vel úr garði gerð, svo að eng-
inn, sem þangað kemur, mun
verða vonsvikinn. Það er
gamall og góður siður meðal
okkar fólks að fagna sumar-
komunni, og sumardagurinn
fyrsti hefir ávalt verið ein
mesta hátíð ársins á ættjörð
okkar. Hér í landi er hann, að
sjálfsögðu eitt af því, sem við
tókum með okkur og erum
því ófús á að sleppa á meðan
við höldum hópinn. Hafið því
sumardaginn fyrsta í huga
Komið á samkomu Kven-
félagsins í Sambandskirkj-
unni til að fagna nýju sumri
með vinum og ættmennum
eins og gerðist á gamla land-
inu. S. E. B.
☆
íslenzk stúlka, 14 ára gömul,
óskar eftir bréfaskiftum við
dreng og stúlku á sama aldri
hér vestra.
Utanáskrift:'
Marselía Gísladóliir,
Fjólugötu 11
Akureyri, Iceland
☆
Leiðrélling
Ritnefnd Icelandic Canad-
ian Magazine biður hlutaðeig-
endur afsökunar á því, að í
frétt um séra H. S. Sigmar í
síðasta hefti megi skilja það
svo, að hann hafi þegið köllun
frá St. John’s lútersku kirkj-
unni í Salsbury N. Carolina.
Honum var boðið þangað til
prédikunarstarfs dagana 5. til
11. febrúar. Hann er þjónandi
prestur í Kelso, Washington.
ú
Séra Bragi Friðriksson
sóknarprestur á Gimli, brá
sér suður til Minneapolis,
Minn., í fyrri viku ásamt frú
sinni.
ú
Mr. S. V. Sigurdson bæjar-
stjóri í Riverton var staddur í
borginni á laugardaginn.
☆
Þeir séra Jóhann Fredriks-
son og Mr. Conrad Norman
frá Glenboro voru staddir í
borginni á mánudaginn.
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Allir ævinlega velkomnir
☆
ST. STEPHEN'S
LUTHERAN CHURCH
— Silver Heights —
Eric H. Sigmar, Pastor
Services in St. James
Y.M.C.A., Ferry Road South
(just off Portage).
Sunday, April 15lh:
Sunday School 9:45 A.M.
Worship Service 11 A.M.
☆
Lúlerska kirkjan í Selkirk
Sunnudaginn 15. apríl:
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
Ensk messa undir umsjón
yngra fólks kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
t
Árdal Lulheran Church
Árborg, Manitoba.
Sunday, April 15th:
Worship Service 8:00 P.M.
Rev. Eric H. Sigmar
☆
Riverton Lutheran Church
Sunday, April 15th:
Worship Service 2 P.M.
Rev. Bragi Friðriksson
Hin árlega skemtisamkoma
og tombóla til arðs fyrir bóka-
safn lestrarfélagsins á Gimli,
verður haldin í Parish Hall,
föstudagskvöldið 20. apríl n.k.
og byrjar kl. 8.30.
Á meðal skemtana, sem þar
verða um hönd hafðar, er
ræða, séra P. M. Pétursson;
einsöngur, frú Elma Gíslason;
upplestrar; samsöngvar , og
fleira. — Dregið verður um
sex verðmæta muni.
Fjölmennið á þessa sam-
komu og styrkið gott málefni,
jafnframt því sem þér njótið
góðra skemtana.
☆
Mr. Sveinn Oddsson prent-
ari lagði af stað suður í Banda
ríki síðastliðinn mánudag og
bjóst við að verða um hálfan
annað mánuð að heiman; fór
hann þangað til fundar við
son sinn í Minneapolis, og
systkini sín tvö í Arlington,
og einnig átti hann von á
bróður sínum þangað, Svein-
birni prentara frá Reykjavík.
Framhald af bls. 5
Er þeir komu að landi spyr
Grettir, „hvárt þeir vildi
heldur fara heim með uxann
eða setja upp skipit. Þeir
kusu heldur að setja upp
skipit, og settu þeir upp með
öllum sjánum, þeim sem í
var, en þat var mjög sýlt, en
Grettir leiddi uxann, og yar
hann mjög stirðr í böndun-
um, en allfeitr. Varð honum
Betel Old Folks Home —
Building Campaign
A committee has been
formed in Regina, Saskat-
chewan with Dr. B. N. Arna-
son, Chairman, Mrs. Jona
Halvorson, Secretary, Mrs.
Thelma Finnbogason and
Miss Jennie Sigurdson.
The Elfros, Saskatchewan
committee is Mr. Helgi Horn-
ford, Chairman, Mr. R. Arna-
son and Mr. Valdi Jackson.
The Betel Building Cam-
paign committee of Langruth,
Manitoba is undir the
auspices of the Lutheran
Ladies Aid and consists of
Mrs. V. Bjarnason, Chairman,
Mrs. B. Bjarnason, Mrs. J.
Finnbogason, Mrs. G. Thor-
leifson, Mrs. Emma Johnson,
Archie M. Johnson, G. F.
Thordarson and G. Hannes-
son, Secretary-Treas.
Grettir Eggertson
☆
— DÁNARFREGN —
Hallgrímur Björnsson smið-
ur lézt í Riverton á laugar-
daginn var 86 á^a að aldri;
hann átti um hríð heima í
Winnipeg og í Geysi og
Riverton allmörg síðustu
æviárin; hann lætur eftir sig
tvo sonu, Björn og Garðar og
tólf barnabörn. Margrét kona
hans lézt 1947. Útför Hall-
gríms var gerð frá kirkju
Bræðrasafnaðar í Riverton á
þriðjudaginn.
☆
A meeting of the Jon Sig-
urdson Chapter I.O.D.E. will
be held in the University
Women’s Club 54 Westgate
on Friday Eve. April 13th at
8 o’clock.
mjög mætt. En þá er hann
kom neðan hjá Tittlingsstöð-
um, þraut uxann gönguna.
Þeir fóstbræður gengu til
húss, því at hvárigir vildi
veita öðrum af sínu hlutverki.
Þorgils spyr at Gretti, en þeir
sögðu, hvar þeir höfðu skilit.
Hann sendi þá menn á móti
honum, ok er þeir kómu ofan
undir Hellishóla, sá þeir, hvar
maðr fór í móti þeim ok hafði
naut á baki, ok var þar kom-
inn Grettir ok bar þá uxann.
Undruðust allir, hversu mikit
hann gat orkat. Lék Þorgeiri
næsta öfund á um afl Grettis".
Er ég rifjaði upp söguna um
þetta kraftaverk Grettis, kom
mér í hug saga, er ég heyrði
af miklu afreki, er unnið var
af rúmlega tvítugum Stranda
manni fyrir nokkrum árum.
Á býli nokkru á Ströndum
bjuggu þrír bræður. Voru
þeir allir mjög vel að manni
og fór orð af ýmsum þeirra
afrekum. Allir voru þeir há-
vaxnir mjög. Dag nokkurn
bar það við, að einn þeirra
skaut úr fjörunni á útsel, er
svamlaði drjúgan spöl frá
landi. Bjóst hann síðan til að
bíða þess, að selinn ræki að
landi, en sá brátt, að svo
myndi ekki fara. — Lá
straumurinn þannig, að ljóst
var, að selurinn mundi berast
frá landi fyrir nes eitt, er þar
gengur í sjó fram.
Þótti afreksmanninum illt
til þess að vita að missa feng-
inn úr höndum sér. Lagðist
hann því til sunds, náði seln-
um og hélt til lands. Þess má
geta, að selurinn var fullvax-
inn — og fullvaxnir útselir
verða allt að 2 m. og jafnvel
lengri. En skotið mun hafa
geigað og ekki gengið af seln-
um dauðum. Á miðri leið til
lands raknaði selurinn úr rot-
inu og bjóst til að glefsa í
manninn. Brá piltur þá skjótt
við og gaf selnum svo vel úti-
látið högg á nasirnar að hann
hrærði sig hvergi eftir það.
Synti hann síðan til lands
með selinn. — Ekki varð
Strandamanninum meint af
svaðilförinni. —Mbl.
SUMARMÁLASAMKOMA
undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar
verður haldin í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
Victor Street
fimmtudaginn 19. apríl 1956 — Byrjar kl. 8.15 e. h.
SKEMMTISKRÁ:
SÁLMUR
ÁVARP SAMKOMUSTJÓRA .Dr. V. J. Eylands
FIÐLUSPIL ...................Carlisle Wilson
UPPLESTUR ..................Skúli Jóhannsson
EINSÖNGUR Elmer V. Nordal
RÆÐA Próf. Finnbogi Guðmundsson
FIÐLUSPIL ...................Carlisle Wilson
EINSÖNGUR .................Elmer V. Nordal
Við hljóðfærið: Mrs. J. Kerr Wilson
Að lokinni .skcmmtiskrá er ölluin boðið tll kufndrykkju
í funílarsal kirkjunnar.
SAMSKOT VIÐ DYRNAB Rkemm-tiskráin fer fraw, á íslttozku
SUMARMÁLASAMKOMA
í Sambandskirkjunni, Sargent og Banning,
fimmtudagskveldið 19. apríl, klukkan 8.15
undir stjórn kvenfélagsins.
1. O CANADA
2. ÁVARP, forseti kvenfélagsins, Mrs. Marja Bjornson
3. EINSÖNGUR Mrs. Elma Gíslason
4. QUARTET: Albert Halldorson, Alvin Blondal
Thor Fjelsted, Hermann Fjelsted
5. UPPLESTUR Mr. H. Axdal
6. EINSÖNGUR Mr. Albert Halldorson
7. QUARTET: Albert Halldorson, Alvin Blondal
Thor Fjelsted, Hermann Fjelsted
8. EINSÖNGUR .....................Elma Gíslason
9. NÝJAR MYNDIR FRÁ ÍSLANDI
GOD SAVE THE QUEEN
Inti^aii^ui* r*Oc. Veilinsar í neðri salniitn