Lögberg


Lögberg - 12.07.1956, Qupperneq 1

Lögberg - 12.07.1956, Qupperneq 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Xlns Makes the Flnest Bread Avallable at Your Favorite Grocer SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Xins Makes the Finest Bread Available at Your Favorite Grocer 69. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLI 1956 NÚMER 28 Guðlaug Guðmundsdóttir, 19 óra, kjörin fegurðardrottning íslands 1956 Munir og minjar PUÐLAUG Guðmundsdóttir heitir fegurðardrottning Islands 1956. Þúsundir manna kusu hana í Tívolí núna um helgina. Ungfrúin er nítján ára gömul, fædd 14. ágúst 1936, Reykvíkingur og á heima á Hraunteig 14 hér í bænum. Þann 6. júlí n.k. fer hún vestur um haf til Long Beach í Kaliforníu og keppir þar fyrir íslands hönd um titilinn „Ungfrú Alheimur.“ Fegurðarsamkeppnin í Ti- voli á sunnudags- og mánu- dagskvöld þótti fara vel fram og var geysilegur fjöldi á- horfenda þar bæði kvöldin. 13 fegurðargyðjur tóku þátt í keppninni. Komu þær fram á kj-ólum fyrra kvöldið, og kusu Tivoligestir 5 þeirra til úr- slitakeppni kvöldið eftir. Komu hinar 5 útvöldu þá fram á baðfötum skömmu fyrir kl. 10, síðan voru at- kvæði greidd og talin og úr- shtin síðan tilkynnt kl. rúm- íega 12. Fegurðardrottning íslands var, svo sem áður segir, kosin Guðlaug Guðmundsdóttir. — Hún hlýtur að launum Kani- forníuferðina, 2 kjóla og nokk- uð skotsilfur. Flýgur hún ^ieð Loftleiðavél til New Tork og þaðan til Long Beach ^eð Constellationvél frá fé- laginu TWA. Önnur verðlaun hlaut Rúna Brynjólfsdóttir 21 árs, Birki- ^uel 8. Hefur hún undanfarið unnði sem hattadama í Heykjavík. Hún hlýtur að verðlaunum útvarpsgrammó- fón. — Þriðju verðlaun hlaut Þór- dís Tryggvadóttir, 28 ára, til heimilis í Máfahlíð 1. Hún er dóttir Tryggva Magnússonar bstmálara. Er nú teiknari að ^tvinnu hjá Rafmagnsveitu Heykjavíkur. Hlýtur hún að verðlaunum flugferð með F.I. til Hafnar og aftur til baka. ^jórðu verðlaun hlaut Mar- 8rét Jónsdóttir, 21 árs, til keimilis að Sólvallag. 60. Hún er verðlunarmær í Bókaverzl- Uu Lárusar Blöndal. Hlýtur að verðlaunum dragt frá Káp- Utlui, Laugavegi 5. Fimmtu verðlaun hlaut Jóhanna Sigur •iónsdóttir, 21 árs að aldri, Höfðaborg 43, hárgreiðslu- dama. Hlýtur að verðlaunum gullúr. Litfríð og ljóshærð Fegurðardrottning Islands 1956 er eins og áður segir 19 aru gömul, kvennaskólagengin cg hefir til skamms tíma starf- að í Ingólfs apóteki. Næsta vetur hyggur hún á nám austur í Svíþjóð. Guðlaug er 167 sm. á hæð, björt yfirlitum og fagurlimuð. 1 keppninni bar hún einkennisnúmerið 6. Hún er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, og má segja að nú háfi Reykjavík hefnt ófara tveggja undanfarinnar ára, en þá báru akureyrsku stúlkurn- ar sigur af hólmi. —Alþbl., 12. júní Skemtilegur mannfundur Síðastliðinn föstudag bauð miðstjórn íhaldsflokksins í Manitoba meðlimum Carvada Press Club til kveldverðar og samtalsfundar á Royal Alex- andra hótelinu hér í borginni, þar sem hvorki skorti gleði né góðan fagnað; í þessu blaðamannafélagi eru því nær einvörðungu ritstjórar viku- blaða þeirra hér í borg, sem gefin eru út á öðrum tungu- málum en ensku. Forseti klúbbsins, W. J. Lindal dóm- ari, skipaði forsæti, en Mr. Duff Roblin leiðtogi íhalds- flokksins í fylkinu, kynti aðal- ræðumann kvöldsins, Mr. John Diefenbaker sambands- þingmann frá Saskatchewan, er flutti afarsnjalla og fróð- lega ræðu um nauðsyn þess að vaka á verði yfir persónu- frelsi mannkynsins; var hann hyltur mjög að loknu máli, enda mælskur áhrifamaður. Framboð staðfest Senator Knowland fram- sögumaður Republicana í efri málstofu þjóðþingsins í Wash- ington, lýsti því yfir að Eisenhower forseti hafi nú fengið það mikla heilsubót, að hann hafi formlega tilkynt forustumönnum flokks síns, að víst sé að hann leiti endur- kosningar til forsetatignar í haust. Framboðsþing Republicana verður háð í San Francisco í ágústmánuði næstkomandi. Skipaður forstjóri Fylkisstjórnin hefir skipað Bernard Halstead sem for- stjóra við stjórnareinokun Manitobafylkis á sölu áfengra drykkja; hann verður eftir- maður W. R. Clubbs, sem gegnt hefir forstjórastarfi við áfengisverzluna í 15 ár. Hinn nýi forstjóri er 41 árs að aldri og árslaun hans verða $9,000. Jón Sigurðsson á Gautlönd- um skráði fyrir Jón Árnason þjóðsöguna um sýslumanns- konuna á Burstarfelli og álf- konuna. Segir sagan, að sýslu- mannskonan gengi í draumi í stein þann, sem í rauninni var álfabær, og greiddi hag sængurkonu, er þar lá á gólfi og var þungt haldin. I þakk- lætisskyni gaf álfkonan henni dúk mjög dýran úr guðvef, allan gullofinn. Þóttist enginn svo fagran dúk séð hafa, enda var hann hafður í altarisklæði við kirkju þá, er Burstarfell á kirkjusókn að, og mátti þar enn sjá hann, þegar þjóðsagan var færð í letur fyrir hundrað árum. Á Burstarfelli var fyrrum hálfkirkja, helguð Pétri postula. Sú kirkja hefir senni- lega lagzt af ekki öllu seinna en um siðaskipti. Nú á Burst- arfell kirkjusókn að Hofi. 1 kirkjunni á Hofi var lengi altarisklæði, sem gestum var oft sýnt og kallað var „álf- konudúkurinn frá Burstar- felli“. Sigurður Vigfússon íékk hann handa þjóðminja- safninu árið 1890. Klæðið er mjög , sérkennilegt, gert úr sterkgulu vaðmáli, tvær breiddir saumaðar saman í miðju. Á þennan grunn eru saumaðar útklipptar myndir, blóm og greinar. Blómin eru öll svört, flest úr flaueli og saumað í þau með gylltum og silfurlitum þráðum. Þau eru skrautleg og haglega gerð, og kringum tvö þeirra sjást bústin fiðrildi á sveimi. Sum þessara blóma minna helzt á lótus og vissulega verður þeim ekki fundinn staður í flóru íslands. Þessum einkennilegu svörtu blómum er sáldrað eins og af handahófi á hinn gula vaðmálsgrunn. Manni finnst þau ekki eiga heima þarna fremur en lótusblóm á íslenzku holti. Auk blóma og fiðrilda eru efst á klæðinu tvö sælleg englabörn á flugi, klippt út úr hvítu lérefti með gullsumað hár og vængi og bláar lenda- skýlur. 1 neðri hornunum eru tvær útsaumaðar myndir af konum. Þetta eru glæsilegar hofróður með mikið hrokkið hár eða öllu heldur hárkollur, fagurlega búnar eins og hirð- meyjar frá frönsku hirðinni á 18. öld. Önnur slær hörpu og hefir blómakörfu fyrir fram- an sig, hin heldur á þremur greinm. Blóm og tré sjást í kringum báðar eins og til að tákna, að þær séu í lystigarði. Slíkt umhverfi mundi og betur hæfa heimsdömum þessum en lítil sveitakirkja úti á íslandi, enda mætti halda að þeim væri annað betur gefið en andlegheit og kirkjurækni. Ef ekki væru blessuð englabörnin mundi annar staður talinn hentari dúk þessum en altari kristinn- ar kirkju. Fljótt á litið virðist svo sem blómin og myndirnar hafi verið klipptar út úr einhverju öðru og saumaðar á þetta klæði. En við nánari athugun sést, að þær eru frá sauma- konunnar hendi miklu sam- grónari dúknum en séð verð- ur í fljótu bragði. Ég held, að allt skrautið hafi verið gert fyrir þetta klæði og mun þá allt vera íslenzkt verk, því að guli dúkurinn er líklega venjulegt njólalitað íslenzkt vaðmál. Verkið er ágætt og íburðarmikið, þótt klæðið í heild geti ekki kallazt fallegt, sökum þess hve tætingslega blómunum er fyrir komið og hve illa fara saman blóm og grunnur. Eftir búningi kvenn- anna getur þetta varla verið eldra verk en frá 18. öld. Líklegt er, að hinn óvenju- legi og ævintýralegi blær á þessu klæði hafi fengið því nafnsins „álfkonudúkurinn frá Burstarfelli". Konurnar tvær eru ekki venjulegar íslenzkar sveitakonur, þær eru jafnVel fínni en fínustu prestkonur. Engin furða þótt allt þetta stáss minnti mest á það, sem sögur kváðu tíðast í álfheimum. Þetta er eins og mynd af álfasögu: Álfkonan, fagurlega búin, slær hörpu sína og seiðir dalasveininn, og kringum hana höfug, annar- leg blóm, sem litskrúðug fiðrildi sækja heim í hunangs- leit. Hver veit nema einhverj- ar slíkar hugrenningar hafi falizt í kolli einhvers drauma- drengs í Vopnafirði, einmitt þegar presturinn hélt að andagt hans væri í algleym- ingi, af því að hann hafði ekki augun af altarinu. Kristján Eldjárn —TIMINN, 3. júní Boðnir til Moskvu Þeir Sir Anthony Eden for- sætisráðherra Breta og Sel- wyn Lloyd utanríkisráðherra, hafa verið boðnir til Moskvu og munu fara þangað í tíu daga heimsókn hinn 5. maí næstkomandi. íslendingadagurinn Enn einu sinni hljómar þetta töfraorð í eyrum okkar, og í Winnipeg' og Nýja-lslandi er nú þegar undirbúningur _ hafinn fyrir þá miklu og vin- sælu árshátíð okkar á Gimli. Nefndarmenn eru sammála um að láta ekkert ógert til þess að þessi hátíð verði sú bezta og þá, eins og menn vita, er mikið sagt. Fyrsti mánudagur í ágúst er ákveðinn hvíldardagur frá öllu erfiði, og verður þann dag haldinn Islendingadagur- inn á Gimli til þess að allir, sem vettlingi valda fái tæki- færi að njóta þeirrar fjöl- breyttu skemtunar, sem þar verður á boðstólum. Að vera þar er öllum íslenzkum mönn- um og konum ljúft og skylt, því „hér er mót á helgum stað, hér er stór og mikil saga skráð á sérhvert skógarblað“. Á það bendir töfraorðið ó- gleymanlega. í næstu blöðum verður skemtiskráin birt í heild sinni, en hér vil ég einungis laus- lega minnast á nokkur atriði. Eins og ávalt áður verða þar ræður haldnar og kvæði flutt. Fjallkonan flytur þar sitt ávarp og söngvar hljóma í sölum. Sérstakt atriði verður þar, sem ætti að vekja athygli. Dr. Lárus Sigurdson sýnir þar og skýrir fyrir fólki hreyfi- myndir frá lðinum íslendinga- dögum, sem hann hefir tekið árlega í síðastliðin tólf ár. Þar í litmyndum sjá menn sjálfan sig og sína vini. Einnig verða myndir af fiskimannahátíðum Gimli bæjar, ásamt fleiru. Síðast en ekki sízt vil ég geta þess að í þetta sinn hefir nefndin ákveðið að allur arður af þessum Islendinga- degi skuli renna í byggingar- sjóð Betel. Ætti það eitt að vera nægilegt til þess að ýta undir fólk með að fjölmenna á hátíðina, því um þörf Elli- heimilisins eru allir sammála. Vestur-íslendingar h a f a styrkt mörg og góð fyrirtæki fyr en aldrei betra og þarfara en þetta. Verður þetta því fagnaðarsamkoma í fleiri en einum skilningi og ætti að verða sú fjölmennasta, sem enn hefir verið haldin í vesturheimi. JÓN K. LAXDAL riiari nefndarinnar ■*

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.