Lögberg - 12.07.1956, Blaðsíða 7

Lögberg - 12.07.1956, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLI 1956 7 Ef þú ferð til Marz Alltaf er verið að tala um geimflug og ferðalög milli stjarnanna. Hér er grein eftir dr. Robert S. Rich- ardson, sem er stjörnu- fræðingur og hefir starf- að við stjörnurannsóknar- stöðvarnar á Mount Wil- son og Palomar. Hann er einnig í alþjóðanefnd þeirri ,er hefir rannsóknir á Marz gérstaklega með höndum, og hefir gefið út bók um þær rannsóknir. MARZ er eina jarðstjarnan, * auk jarðarinnar, þar sem vart hefir orðið við líf. En að Sjálfsögðu geta verið til mil- lonir annara sólhverfa, þar sem lífið hefir fest rætur. Um það vitum við þó ekkert, og oins og nú horfir, eru litlar Úkur til þess að vér fáum nokkurn tíma að vita það. Það er ekki ýkja langt síðan að það voru taldir draumórar að hægt myndi vera að ferð- ast á milli stjarnanna, en að undanförnu hafa orðið svo stórstígar framfarir, að líklegt er að hnattflug geti hafizt á ckkar dögum — innan tíu ára, segja sumir. I hrifningunhi út af þessu hefir það nær gleymst að tala hvaða erindi vér eigum til annara hnatta. Og vér höfum ekkert verið að hugsa um hvort þetta muni nú borga sig. Flug til Marz mundi t. d. kosta þúsundir milljóna dollara. ^að verður hin dýrasta landa- leit sem sögur fara af. Og hvað fáum vér svo í aðra hönd? Eftir hverju er að S0ekjast á Marz? ----0---- Að útliti er Marz ekki mjög úlíkur jörðinni. Stór land- svæði þar munu svipuð land- svæðum hér á jörð, en þó uðallega eyðimörkum, því að ttijög þurrlent er á Marz og °g mestur hluti yfirborðsins er eyðimörk. Venjulega er talað um Marz sem litla stjörnu, og satt er Það, að ummál hennar er hér Una bil helmingi minna en Unimál jarðar. En hins ber þá að gæta, að um 3/4 af yfir- ^orði jarðar er haf. Sé borið saman þurrlendi jarðar og ^arz, þá er ekki mikið á Uiununum. Þegar vér tölum um eyði- ^Uerkur hér á jörðinni, verður °ss ósjálfrátt að setja þær í samband við hita. En á Marz er öðru máli að gegna. Þar er vlðast þurrt og kalt, eins og á hásléttum jarðar, svo sem í ^íbet. Og vegna þess að Marz er ÖOmilljónum km. lengra frá So1 heldur en jörðin, þá er ekki óeðlilegt að þar sé kald- ara. Og það hafa menn fengið staðfest með því að nota hár- hákvæm vísindatæki til mæl- lriga á hitanum þar. I hitabelti Marz er heitast hádegi, og er hitinn þá að ^eðaltali um 40 stig á ^ahrenheit. En svo lækkar hitinn ört er líður á daginn og er ekki nema 10 stig að kvöldi. En vegna þess að það hvel stjörnurnar, er snýr undan sól, blasir aldrei við jörð, þá hefir ekki verið hægt að kom- ast að því hvernig þar er um nætur, en líklega er þar 20 stiga frost á F. Við heimskaut- in hefir mælst 90 st. F. frost, og um vetur ætti það að geta orðið 150 st. F. En einu sinni mældist 85 st. F. hiti á dökkum bletti við miðjarðarlínu Marz þegar hann var næst sól. Til samanburðar má geta þess, að mestur hiti hér á jörð mæld- ist einu sinni 136 st. F. í Trí- poli, en mesta frost hefir mælzt 90 st. F. í Síberíu. ----0---- Enginn efi er á því, að ein- hver vottur af gufuhvolfi er á Marz. Það sést á því, að þar eru stundum ský, sem skyggja á yfirborðið. En annars vitum vér harla lítið um loftið þar. Þó hafa menn komizt að því að fýri muni ekki vera í loft- inu, eða þá svo lítið að það sé ekki nema einn hundrað- asti af fýrinu í andrúmslofti jarðar. En nú er fýri lífsnauð- syn fyrir alla lifandi verur, nema þær allra ófullkomn- ustu. Að öðru leyti hyggja menn að svipuð efni sé í loft- inu þar og á jörðinni. Vatn er af mjög skornum skammti á Marz. Helztu upp- lýsingar um það hafa menn fengið vegna þess, að hvítir blettir myndast við pólana um vetur, en eyðast þegar fram á sumar kemur. Ein- faldasta skýringin á þessu fyrirbrigði er sú, að þarna myndist ís um vetur, eða þá að allt sé þar þakið snjó. Þaðan koma einu vatnsupp- spretturnar á hnettinum, og það mundi oss þykja lítið. Prófessor Russell við Prince- ton háskólann hefir komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki sé meira vatn til á Marz, en sem samsvara muni því sem er í Huronvatni í Bandaríkjunum. ----0---- Ekki hafa fundizt neinar líkur til þess að um dýralíf sé að ræða á Marz, en eitthvert jurtalíf er þar að dómi flestra stjarnfræðinga. Tilsýndar er Marz rauður, og sá litur kem- ur af eyðimörkunum á norð- urhveli stjörnunnar. En á suðurhveli, allt að 40. breidd- argráðu, eru grænleitar skell- ur, sem menn hafa nefnt „maria“. Nafnið er dregið af því, að menn héldu fyrst að þessir dökku blettir mundu vera höf. Nú þykir það undar- legt , að mönnum skyldi skjöplast svo, því að land- spildur þessar breyta um svip eftir árstíðum. Á vetrum eru þær dökkgráar eða brúnar á lit, en á vorin þegar hvíta skellan á skautinu fer að drag- ast saman, breytist liturinn og verður grænn. Það virðist því auðsætt að þarna muni um einhvern gróður að ræða, sem skýtur upp með vorinu, ann- ars mundi þetta svæði vera samlitt við eyðimerkurnar. Sumir halda því að vísu fram, að enginn gróður geti verið á Marz og bera því við að þar sé ekkert fýri og mjög lítið um vatn, og enn segja þeir, að þar hljóti að vera kalt, að þess vegna muni gróður ekki geta þrifizt. En þrátt fyrir þetta er ekki útilokað að harðgerðar jurtir, svo sem alls konar skófir, geti vaxið þar, því að þær virðast geta vaxið alls staðar. Hér með er þó ekki sagt að skófagróður sé á Marz. Stafi græni liturinn þar af gróðri, þá er langsenni- legast að hann sé ólíkur öllum gróðri hér. ----0---- Vér skulum bregða oss nokkur ár fram í tímann og setja svo að þá hafi tekizt að fljúga út fyrir aflsvæði jarðar. Þá mun hægt að komast til Marz, en það ferðalag er þó að vísu enn ýmsum vand- kvæðum bundið. Og enginn getur sagt um með vissu hve langan tíma muni þurfa til þess ferðalags. Þó hefir verið gerð nákvæm áætlun um það nú þegar og gert ráð fyrir að þetta muni verða þriggja ára ferð, með 449 daga dvöl á Marz. Vér skulum hugsa oss að ferðin hafi tekizt og nokkur hundruð ungra og ókvæntra manna hafi verið sendir til Marz og látnir taka sér þar bækistöð. Auðvitað hafa menn þessir verið valdir af hinni mestu nákvæmni, bæði um líkamlega og andlega heil- brigði. Og þeir verða að skuldbinda sig til þess að dveljast að minnsta kosti fimm ár á Marz. Til þess að forðast vatns- skort mun bækistöðin sett á annað hvort heimskautið. Vér gerum ráð fyrir að norður- skautið verði valið, því að þar virðist ísinn ekki hverfa á sumrin. En þarna verða næt- urnar langar og dimmar og ógurlega kaldar. Þó mundi líklega verða enn meiri erfið- leikum að mæta, ef bækistöð- in væri sett nærri miðbaug. En ef mönnum tekst að fljúga til Marz, þá ætti þeim ekki að verða skotaskuld úr því að búa þannig um sig, að þeim geti liðið sæmilega innan húss. Úti gæti þeir ekki farið nema þeir hafi með sér birgðir af fýri, og þessar útigöngur geta orðið hættulegar, því ef nokk- uð verður að fýrisgeyminum, þá er manni dauðinn vís. Eins mundi fara ef helköld nóttin skylli á menn á víðavangi. Annars er sennilegt að menn muni hafa litlar flugvélar til rannsóknaferða. Fáir menn munu annast þessar rannsóknarferðir, en flestir munu halda kyrru fyr- ir í stöðinni, og starf þeirra verður einhæft og þreytandi, að taka daglega saman skýrsl- ur um allt er fyrir ber og senda þær með firðskeytum til jarðarinnar. Enginn maður getur verið út af fyrir sig eina stund. Þar verður farið eftir fyrirfram ákveðinni „dagskrá“ og aginn verður að vera mjög strangur, því að ekkert má út af bera. Menn mundu verða þarna eins og hjól í vél. ----0-— Hvers vegna skyldum vér nú hætta Iífum margra manna og eyða þúsundum milljóna dollara til þess að komast á þennan eyðihnött, þegar enn er svo margt órannsakað hér á jörð? Er það vegna þess, að við búumst við því að finna dýrmæta málma eða frum- efni? Nei. Er það þá vegna þess, að það hafi mikla hern- þýðingu að ná fótfestu á Marz? Fásinna. Búumst vér þá við því að hitta þar mann- kyn, sem oss sé fremra að pllu leyti? Það er nær óhugsandi? Samt sem áður er ég viss um, að ef nokkrar líkur eru til þess að vér getum flogið til Marz, þá verði það reynt. Og vér munum gera það enda þótt vér vitum hér um bil fyrirfram hvað þar er að sjá. Hvers vegna? Það er vegna þessarar sífelldu og óslökkv- andi þrár mannsins að sjá og skynja hvað er á bak við næsta leiti. Vér verðum ekki í rónni fyrr en oss hefir tekizt að komast til Mar?. Þótt engin skynsamleg ástæða sé til þess að ferðast þangað, munum vér verða knúðip til þess af sömu þrá og réði því, að menn gerðu hverja tilraunina eftir aðra til þess að komast upp á Everest-fjallið. Það stóð þarna og ögraði os$ — og það var nóg. Að mínu áliti er eina skyn- samlega ástæðan fyrir flugi til Marz, að með því getum vér aukið vísindalega þekkingu vora. Mjög fróðlegt væri t. d. að vita hvernig segulmagnið hagar sér þar, hve öflugt það er og hvernig það breytist. Lífeðlisfræðingar ættu þó sennilegast brýnast' erindi þangað. Ef grænu blettirnir á Marz eru gróður, þá mundu blasa þar við nýjar uppgötv- anir, hvert sem litið væri. Og það væri ekki ónýtt fyrir grasafræðingana að kynnast gróðri, sem dafnað hefir við svo örðug skilyrði, sem eru þar að auki gjörólík því sem er hér á jörð. Margt annað þyrfti einnig að athuga, en erfiðast verður að ákveða á hverju skuli byrja. Mundu borgarar verða viljugir að leggja fram 10 milljónir dollara til þess eins að fá að vita mismuninn á halla segulskauts og mönduls stjörnunnar? Ég er hræddur um að þeir segi að sér komi það ekkert við. —Lesb. Mbl. Bounly-menn M a r g i r munu minnast hinnar frægu uppreisnar á „Bounty“ árið 1790, er stýri- maðurinn og meiri hluti há- setanna tóku skipið á sitt vald, er það var á leið til Eng- lands frá Hawaii. Skipstjór- inn og þeir, sem honum fylgdu, voru settir í skipsbát- ana og yfirgefnir úti á regin- hafi, með litla von um björg- un, en komust þó flestir lífs af eftir miklar þjáningar. En skipstjórinn, sem var harð- jaxl mikill, eins og flestir skipstjórnarmenn þ e i r r a daga, mætti fyrir umfangs- miklum réttarhöldum, er til Englands kom, þar sem allir uppreisnarmennirnir voru dæmdir til að hengjast. Af flóttamönnum er aftur það að segja, að þeir fengu sér konur 1 Hawai og settust síðan að á eynni Pitcairn í Kyrrahafi, og vissi enginn um afdrif þeirra fyrr en 18 árum seinna, er ameríski selfang- arinn „Topaz“ kom þar af til- viljun árið 1808. Eyjan Pit- cairn var hrjóstrug mjög, en þó voru þar nokkrir gróður- blettir, þar sem eyjarskeggj- ar ræktuðu jarðepli, brauð- ávexti og nokkrar aðrar nytja jurtir sér til lífsframfæris. Afkomendur Bounty-manna eru nú orðnir nokkuð fjöl- mennir, og þrátt fyrir stór- aukið ræktunarsvæði, þar sem ræktaðar eru fjöldi jurta og ávaxta, hafa margir þeirra flutt til Hawai vegna skorts á landrými. Enginn uppreisnar- manna mun hafa tekið út hina dæmdu refsingu. Onemys MD 385

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.