Lögberg - 12.07.1956, Page 3

Lögberg - 12.07.1956, Page 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLI 1956 3 menn að grunni hinnar nýju dómkirkju og lagði biskup þar hornstein hennar, en prestar sungu „Son Gtiðs ertu með sanni.“ Guð gefi að sijórnvísi og kristnihald megi haldast í hendur Kl. 14,00 setti forseti íslands hátíðina með ávarpi, en lúðra- sveitin lék þjóðsönginn undir stjórn Paul Pampichler. Forseti ræddi í upphafi hin miklu tíðindi er væru að ger- ast í Skálholti í dag með lagn- ingu hornsteins hinnar nýju dómkirkju. Einnig ræddi forseti gildi hinna andlegu minja Skál- holtsstaðar sem varðveitzt hafa. Þá sagði hann um kristnisögu þjóðarinnar: „Það má telja að Island hafi aldrei verið alheiðið, en full- kristið hefir það ekki verið nema á blettum, sem gróið hafa í kringum nafnlausa menn og konur, sem helgað hafa sinn afmarkaða reit.“ Forsetinn lauk máli sínu með þessum orðum: „Guð gefi að stjórnvísi og kristnihald megi haldast í hendur með þjóð vorri á líkan hátt og landvættirnir, sem jafnframt eru frá fornu fari tákn hinna fjögurra guð- spjallamanna, bera uppi þrí- lita krossfánann, skjaldar- merki vors unga endurreista íýðveldis.“ Stórbrolið sögulegt erindi — Góðar gjafir Þessu næst flutti kantötu- kór hluta af hátíðaljóðum eftir séra Sigurð Einarsson. Höfundur kantötunnar, dr. Páll ísólfsson stjórnaði, en einsöng sungu þau frú Þuríð- ur Pálsdóttir og Guðmundur Jónsson óperusöngvari. Kafla þá er ekki voru sungnir sagði höfundurinn fram. Voru bæði Ijóð og lag hin beztu listaverk. Þá flutti dr. Magnús Jóns- son ræðu. Rakti hann andlega °g veraldlega sögu Skálholts- staðar í mjög stórbrotnu og snjöllu erindi. Síðan fluttu hinir erlendu fulltrúar ávörp. Voru það þeir Ölgaard biskup frá Danmörku, Smemo, full- trúi norsku kirkjunnar og Lúterska heimssambandsins, Salomies erskibiskup frá Finn Lndi, Björkquist frv. Stokk- ^ólmsbiskup frá Svíþjóð, séra ^aldimar J. Eylands frá Lanada og Joensen prófastur Lá Færeyjum. Hinir erlendu gestir sögðu frá gjöfum, er þjóðir þeirra hyggðust færa hinni nýju kirkju, en Danir Sefa til hennar kirkjuorgel, Horðmenn, Svíar og Finnar Lirkjuklukkuf, Færeyingar skírnarfont, en Vestur-íslend- ingar Passíusálmana á ensku 1 skrautútgáfu. — Þakkaði hiskup þessar góðu gjafir. Stiklað á stóru í kirkjusögu- i®gu leikriii Að loknum leik lúðrasveit- arinnar, sem lék á eftir ávörp- unum, var fluttur leikþáttur, „Leiftur liðinna alda“, eftir séra Svein Víking, biskups- ritara, undir leikstjórn Lárus- ar Pálssonar. Persónur og leikendur voru: Trú, Herdís Þorvaldsdóttir, Saga, Inga Þórðardóttir, Framtíð Mar- grét Guðmundsdóttir, Þorgeir Ljósvetningagoði, Þorsteinn Ö. Stephensen og Oddur Gott- skálksson, Benedikt Árnason. Ennfremur komu fram papar og biskupar. Hljómlist sá dr. Urbancic um, en Lárus Ing- ólfsson um búninga. Leikur þessi var að mestu í bundnu máli og var mjög vel stiklað á stóru í kirkjusögu þjóðarinnar. Þá sungu kirkjukórar ætt- jarðarljóð undir stjórn dr. Páls ísólfssonar en hátíðinni lauk með nokkrum ávarpsorð- um Steingríms Steinþórssonar kirkj umálar áðherr a. Frá Skálhollshálíðar- höldunum í Reykjavík Skálholtshátíðin hélt áfram í gær. Hófst hún með hátíða- messu í Dómkirkjunni. Séra J ón Auðuns, dómprófastur, prédikaði. Frú Þuríður Páls- dóttir söng sálm eftir séra Jakob Jónsson við lag eftir dr. Pál Isólfsson, hvorttveggja tileinkað hátíðinni. í hátíðasal Háskólans Kl. 2 hófst hátíðasamkoma í Háskóla íslands. Rektor skólans, dr. Þorkell Jóhannes- son, setti samkomuna með stuttri ræðu. — Ræddi hann um glæsibrag hátíðahaldanna í Skálholti daginn áður, og taldi anda íslenzkrar menn- ingar og guðstrúar, sem blundað hefði, enn mikils megnugan. — Hann sagði, að Skálholtshátíðin hefði minnt okkur á þann veruleika, að án blessunar Guðs hins hæsta, er framtíð vor og allt ráð á reiki. Þá flutti Magnús Már Lárus son erindi. í uppahfi máls síns rakti prófessorinn þróun kirkjunn- ar fram að kristnitöku Islands, og benti áJivernig það bezta í kristni hefði sameinast því bezta í heiðni og skapað há- menningu vora. Síðan lýsti próf. Magnús að- stöðu biskupa til forna, og sagði hverjar kröfur voru til þeirra gerðar. Var erindi þetta frábærlega vandað og vitnað í heimildir af miklum lærdómi. Kirkjuleg sýning Þjóðminjavörður Kristján Eldjárn efndi með aðstoðar- mönnum sínum til kirkjulegr- ar sýningar, er opnuð var í gær kl. 4 síðdegis. Safnaðist þar meginið af þeim klerkum landsins, er voru viðstaddir hátíðahöldin í Skálholti á sunnudaginn. Er þjóðminja- vörður hafði haldið ræðu og gert grein fyrir aðalatriðum Business and Professional Cards CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Res.: 72-3*17 sýningarinnar, opnaði Bjarni Benediktsson menntamálaráð- herra þessa kirkjulegu sýn- ingu. Fórust hounm orð á þessa leið: Rilun og varðveizla fornbókmennianna Við erum hingað komin til að skoða kirkjulega sýningu og þarf þó enginn langt að leita til að verða var kirkju- legra minja og kristilegra áhrifa. Ef við leiðum t. d. hugann að hinu dýrmætasta í þjóðar- arfi okkar, fornbókmenntun- um, þá var.ritun þeirra hafin af klerklærðum mönnum. Um leið og kristin sigraði hér á landi, bjargaði hún frá glötun Eddukvæðunum og öðrum ómetanlegum minjum heið- innar menningar norrænna manna. Upprunl mannréttinda Tökum annað dæmi. Vest- rænar þjóðir hafa fátt mikils- verðara lagt til heimsmenn- ingarinnar en viðurkenning mannréttindanna svo kölluðu. Uppruna þeirra er aftur að leita í baráttu kristinna manna fyrir trúfrelsi sínu og réttin- um til að þjóna guði, svo sem samvizka hvers og eins segir til um. Af þessum tveimur dæmum má sjá, hversu kristni og kirkja hafa eftirlátið minjar sínar, jafnvel þar sem ætla hefði mátt að þeirra væri sízt að vænta. Tengl Skálholli Þegar þetta er haft í huga, skiptir minna máli, þótt sýni- legar minjar kirkjulegrar menningai4 séu ekki ýkja margar hér á landi. Þó eru þær nokkrar til og ekki sízt tengdar við hinn fornhelga Skálholtsstað. Allt eru það samt fátæklegar leifar þess, sem áður var. Á þessari menn- ingarhátíð er skylt að skoða þær til að rifja upf\starf horf- inna kynslóða um leið og við heitum því, að reisa við eftir því, sem nútímanum hentar það, er lagt var í rústir, þegar íslenzkri |þjóð virtust allar bjargir bannaðar. Nú getum við með sanni sagt, að öldin sé önnur og þess vegna höldum við þessa sýn- ingu okkur til örvunar í upp- byggingarstarfinu, og á þá jafnt við nú sem fyrr, að ár- angur allra okkar verka er í drottins hendi. Lýsi ég hér með hina kirkju legu sýningu opnaða. —Mbl., 3. júlí Minnist BETEL í erfðaskróm yðar Dr. ROBERT BLACK SérfræBingur l augna. eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 92-3851 Heimasími 40-3794 G. F. Jonasson. Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louiæ Street Slmi 92-5227 Van's Electric Ltd. 636 Sargenl Ave. Authorized Home Appllance * Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnsel 3-4890 Dr. P. H T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC st. Mary's and Vaughan, Winnlpeg Phone 32-6441 Office Phone 92-4762 Res. Phone 72-6113 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—8 p.m. anri by appointment. PAHKER. TALLIN. KRIST- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker. Clive K. Tallin. QC.. A. F. Kristjansson. Hugh B. Parker. W. Steward Martin 5th fL canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street . SELKIRK, MANITOBA Phonea. Office 26 — Residence 230 office Hours: 2.30 - 6.00 ptn. Thorvaldson, Eggertson. Bastin & Stringer Barrirteri and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 A. S. BARDAL LTD. funeral home 843 Sherbrook Street Selur líkkistur og annast um út- farir, Allur útbúnaCur sá beitl. StofnaS 1894 SÍMI 74-7474 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPRG Fasteignasalar. Leigja hús. Öt- vega peningalán og eidsábyrgC, bifreiðaábyrgC o.s. frv. Phone 92-7538 SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvöm. og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vi8, heldur hita frá a8 rjúka út meS reyknum.—SkrifiS, símið til KELLY SVEINSSON 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STA&mS notary & cqrporate seals CELLULOID BUTTONS 324 Smilh SL WinnipHr PHONE 92-4624 J. Wilfrid Swanson & Co. Insurance in aU its branchee Real Estate - Mortgages - RentaU 210 POWER building Telephone 93-7181 Res. 40-34*6 LET US SERVE YOU eggertson FUNERAL HOME Dauphin* Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Phone 74-7855 ESTTMATES FRXX J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlnglea Insul-Bric Siding Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Maa. Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOR 27 YEARS Phone 74-4422 ElUce A Homa Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osbome Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch Phon* 74-5818 — R®«- 74-0119 s. A. Thorarinson Barrister and SoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslmi 40-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phona 92-2488 100 Princes* 8t. Wlnnipeg, Maa And officea at:_ FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATTKOKAN Hafið Höf n í huga Heimlli sólsetursbarnanna, Icelandic Old Folks' Home Soc., 3498 Osler St., Vancouver, B.C. Arlington Pharmacy F*rescription Specialist Cor. ArUngton and Sargaat SUnset 3-5550 We collect light, water and phone bills. Post Offioa

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.