Lögberg - 12.07.1956, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLÍ 1956
5
AIHVV4AL
IWENNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
„Gaktu við sjó
Ein mikilvægasta uppfinn
rng á þessari öld eru farar-
t®kin, bílarnir og strætis-
vagnarnir. Þessi tæki hafa
gerbreytt daglegu lífi fólks-
ins, greitt fyrir ferðum þess
til nærliggjandi og fjarliggj-
sndi staða og hraðað öllum
viðskiptum. En öll gæði lífs-
ins má misnota þannig að
þau verði að hermdargjöfum.
Ekki líður nokkur sá dagur
að ekki fréttist um hörmuleg
bílslys; þúsundir manna lát-
ast á ári hverju af völdum
þessara slysa. Svo er og önnur
bsetta, sem stafar af ofnotkun
bílanna, en er ekki eins á-
bærileg: bílaeigendur eru að
^niklu leyti hættir að nota þau
farartæki, sem skaparinn gaf
Þeim, það er að segja, fæt-
uma. Margt ungt og hraust
fólk virðist veigra sér við að
ganga stuttan spöl, jafnvel
þótt ekki sé nerha yfir strætið;
það er eins og það kunni ekki
við sig nema á hjólum, finnist
næstum óvirðing í því, að
sjást á gönguferð.
Þessi hugsunarháttur eða
feti, eða hvað það kann að
vera, hlýtur að hafa illar af-
^eiðingar í för með sér. Fólk,
sern situr á skrifstofum allan
óaginn, fer síðan allra sinna
ierða í bíl, fær ekki nægilega
nkamshreyfingu, vöðvar þess
slakna, blóðrásin fer í ólag,
þróttur þess minnkar og
beilsu þess hrakar.
Ganga er bezta og ódýrasta
ukamsæfing sem til er. Til
að skapa mönnum lífsorku
^emst engin æfing til jafns
við hana. íþróttamenn, sem
sig undir keppni ganga
og sittu við eld"
ávalt ákveðna vegalengd á
degi hverjum. Göngur eru og
hið einfaldasta læknislyf og
hið eðlilegasta. Nýlega heyrði
ég um embættismann, sem
þjáðist af hjartabilun. Hann
hafði alla starfsæfi sína setið
á skrifstofu, farið ferða sinna
í bíl og hvorki lagt stund á
göngur né aðrar líkamsæfing-
ar. Læknirinn ráðlagði hon-
um að reyna að styrkja líkam-
ann, líkamsfærin og þá um
leið hjartaði, með því að
ganga, fyrst stuttan spöl í
hægðum sínum og smálengja
síðan ' gönguferðirnar og
gönguhraðan.
Það er ekki einungis að
gönguferðir styrki líkamann;
þær hafa og endurnýjandi
áhrif á allan persónuleik
manna; menn kynnast og
njóta þess, sem er fagurt, sef-
andi og athyglisvert í náttúr-
unni; göngumaðurinn sér
fleira fólk en ella og honum
finst hann þátttakandi í at-
hafnalífinu umhveffis. Þetta
kallar hug hans og hjarta til
starfa jafnframt hreyfingu
líkamans.
Síðast en ekki sízt, er jafn-
vel hægt að ganga af sér á-
hyggjur, þjáningar, og létta
sér sorg. Gangan er í sam-
ræmi við meðfædda eðlishvöt,
löngun manns til að hafast
eitthvað að, hvað sem vera
skal, til að varpa af sér þeipri
cfurbyrði, sem á manni hvílir.
Völvan íslenzka vissi hvað
hún söng:
Ef að þín er lundin hrelld
þessum hlýddu orðum:
Gaktu með sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.
Þuríður Thordarson
1866—1956
☆ ☆ ☆
Konur eru hvorvetna í meirihluta
Það er staðreynd að í flest-
Urn löndum heims eru konur
^iklu fleiri en karlmenn.
■^etta leiðir til þess að sífellt
ileiri ógiftar konur ganga til
Srafar en áður fyrr.
Víða er svo komið að
^vennafjöldinn er orðið hið
^esta vandamál, en að sjálf-
sógðu er þetta vandamál ekki
Isfnmikið í öllum löndum. 1
tveim styrjöldum hafa fallið
^illjónir karlmanna á bezta
aldri, og hvarvetna fækkar
hjónaböndum.
1 Frakklandi fækkaði hjóna
böndum um 60 prósent á ár-
Ut>um frá 1860 til 1951 miðað
fólksfjölda. Fæðingum
fjÖlgar, en mismunurinn á
i3eddum stúlkum og drengj-
Urn verður sífellt meiri, og
j-afa rannsóknir leitt í ljós, að
stúlkur fæðist miklu fleiri en
drengir, og jafnframt deyja
fleiri drengir úr barnasjúk-
dómum en stúlkur.
í Englandi er talið að
fimmta hver núlifandi stúlka
megi gefa upp alla von um að
giftast nokkurn tíma, og í ír-
landi er hlutfallið enn óhag-
stæðara. Þar er álitið að
fjórða hver stúlka giftist ekki.
Um það bil helmingur írskra
kvenna, er náð hafa 34 ára
aldri eru ennþá ógiftar, og 81
prósent karlmannana eru
ógiftir þegar þeir ná þrítugs
aldri. Á það í flestum tilfell-
um rót sína að rekja til fá-
tæktar, því að mjög margir
írskir karlmenn telja sig ekki
það vel efnum búna, að þeir
geti stofnað heimili.
1 Ameríku skorti um hálfa
milljón eiginmenn árið 1940,
og ástandið mun ekki vera
betra þar í dag. Rúmlega átta
milljónir amerískra mæðra,
MINNINGARORÐ:
Miðvikudaginn 20. júní s.l.
andaðist Þuríður Thordarson
ó hjúkrunarhæli í Winnipeg
eftir æðilanga og þunga legu,
eftir að hún hafði fótbrotnað
á háum aldri.
Þuríður sál. fæddist í Mið-
firði í Húnavatnssýslu á ís-
landi 22. október 1866. Hún
var því nærri níræð, er hún
andaðist 20. júní s.l. Foreldrar
hinnar látnu voru Þórður
Narfason og kona hans, Guð-
rún, sem þar voru þá búsett.
Til Ameríku fluttist Þuríð-
ur þegar hún var um 20 ára
að aldri, hvarf hún þá frá ætt-
ingjum og vinum, en kom þó
til samfunda við aðra nána
ættingja, sem á undan voru
þangað komnir. Öll árin (68)
síðan hafði hún átt heima í
Winnipeg-borg. Þar í borg
var Þuríður saumakona. Hún
giftist aldrei, en tók að sér
unga stúlku, og ól hana upp
eins og hún væri móðir henn-
ar til fullorðins aldurs.
Tveir af bræðrum Þuríðar,
þeir Guðmundur og Björn,
fiuttust fyrir löngu til Garðar
í Pembína-sveit í Norður-
Dakota, og eru börn þeirra
einu ættingjarnir á lífi hér 1
ekkna og fráskilinna kvenna
standa uppi fyrirvinnulausar,
og hafa litla eða enga von um
að ná sér í eiginmann. Sjö-
unda hver amerísk stúlka
getur búizt við því að mega
vera ógift til grafar, og 17%
amerískra karlmanna neita að
gifta sig.
Eftirfarandi saga bregður
nokkru ljósi á þetta vanda-
mál. í sveitaþorpi einu,
hringdi ungur maður til
sóknarprestsins, og bað hann
að gifta sig í kirkjunni næsta
sunnudag, en af einhverjum
ástæðum láðist honum að
segja til nafn síns, og prestin-
um að inna hann eftir því.
Þegar í kirkjuna kom næsta
sunnudag, var presturinn í
mesta vanda staddur, þar eð
hann vissi ekki hvern hann
skyldi gifta. Hann greip þá til
þess ráðs eftir prédikunina, að
lýsa af stólnum, eftir þeim
sem óskuðu að ganga í heilagt
hjónaband: „Þeir sem óska
eftir að gifta sig,“ sagði hann,
„geri svo vel og komi upp að
altarinu“ — og honum til
mikillar undrunar risu upp
tólf stúlkur, en aðeins einn
karlmaður!
En þó að hinn mikli meiri-
hluti kvenna í heiminum
hljóti að leiða af sér margvís-
leg vandamál, þá er þó þess
að geta, að ógiftar konur hafa
nú miklu meiri möguleika til
lífsframfæris, en áður fyrr.
Og þeim til huggunnar, sem
búnar eru að tapa roða og
ferskleika æskunnar, skal á
það bent, að nú til dags giftast
konur orðið, svo að segja á
öllum aldri, svo að lengi má
„lifa í voninni“.
Ameríku. Meðal þerira eru
Bína og Guðrún, Stefán og
Davíð, sem voru viðstödd út-
för hennar í Winnipeg 22.
júní.
Þuríður var heilsugóð og
sístarfandi fram til 88 ára
aldurs, og hélt sitt eigið
heimili. Þá varð hún fyrir því
mótlæti að fótbrotna, og varð
síðan að dvelja á hjúkrunar-
hæli í borginni þar til hún
andaðist 20. júní.
Þuríður var vel kynt og
mikilsvirt af fslendingum, er
kyntust henni í Winnipeg, og
þeir voru vitanlega margir.
Það er sagt að hún hafi
verið ákveðin og einlæg trú-
kona ávalt. Á yngri árum var
hún starfandi meðlimur Tjald
búðarsafnaðar í Winnipeg, þá
átti hún heima í Ft. Rouge,
og gekk hveín sunnudag til
kirkju sinnar, sem var langur
vegur, og kenndi hún þar
einni deild sunnudagaskólans.
Einnig var hún í söngflokki
safnaðarins.
Færeyskur
Á miðöldum var verzlunin
við Færeyjar alfrjáls, en
komst smátt og smátt í hend-
ur Hansakaupmanna í Bergen.
Árið 1556 gaf Kristján kon-
ungur III. borgarstjóranum í
Kaupmannahöfn, M i k k e 1
Skriver að nafni, ekki aðeins
einkarétt á verzluninni við
eyjarnar heldur og skipaði
hann umboðsmann krúnunn-
ar þar. Þannig að hann inn-
heimti alla skatta og hafði
önnur réttindi, gegn því að
gefa árlega skýrslu og greiða
konungi % hluta teknanna af
verzluninni.
í konungsskipuninni til
eyjarskeggja var ákveðið að
Skriver hefði sömu réttindi
og hinn fyrrverandi konung-
legi lénsmaður hafði haft.
Þessum miklu réttindum hélt
Skriver þó aðeins í þrjú ár
því að árið 1559 tók Anders
Jude við þessari eftirsóknar-
verðu sérstöðu. Krúnunni var
að sjálfsogðu ljóst, að var-
hugavert var að fá einum
manni svona mikið vald í
hendur, sem aðeins hugsaði
um að auðga sjálfan sig án
þess að láta sig nokkru skipta
hag og velferð landsmanna.
Brátt fóru að berast kvartanir
frá Færeyingum yfir illri
meðferð og yfirgangi, en að
kvartanir þessar hafi verið á
rökum reistar sannar bezt að
konungurinn setti Jude frá
sem lénsmann árið 1565. Hann
fékk þó að halda einkarétti á
siglingum til Færeyja ásamt
öðrum kaupmanni í Kaup-
manni í Kaupmannahöfn og
var það leyfi gefið út árið
1569 og skyldi það gilda til
fjögurra ára, en kærur yfir
alls kyns ofbeldi og okri,
héldu áfram að berast frá
Þegar sá söfnuður hætti
gjörðist hún meðlimur í
Fyrsta lúterska sönfuði í Win-
nipeg og sótti þá kirkju reglu-
lega, meðan hún enn var fær
um að ganga þangað. Einnig
var hún starfandi meðlimur
í Góðtemplarafélaginu Skuld
í mörg ár.
Með hinni látnu er til graf-
ar gengin ein af hinum vel-
metnu, góðu íslenzku frum-
herjakonum þessa bæjar-
félags. Og eins og vitað er,
er sá hópur nú mjög að fækka.
Hingað kom hin látna frá
ástmennum og vinum úr
heimasveit sinni á Islandi til
óþektra heimkynna í annari
heimsálfu. En hér eignaðist
hún kært heimili og góða vini.
Hér þroskaðist hún einmitt á
þroskaskeiði borgarinnar
sjálfrar. Og hjarta hennar
fann hér líka kæran bústað.
Útför hennar var gjörð frá
útfararstofu Bardals, 22. júní.
Séra Eric H. Sigmar, prestur
hins nýstofnaða St. Stephen’s
safnaðar í vesturhluta Winni-
pegborgar, flutti kveðjumál
og jarðsöng hina látnu.
Blessuð sé minning hennar.
E. H. S.
sjóræningi
Færeyingum. Árið 1571 voru
því eyjarnar fengnar í hendur
Bergenshúss og íbúunum gef-
ið frjálst að haga verzluninni
eftir eigin höfði. Þetta frjáls-
ræði stóð þó aðeins í tvö ár,
þar eð hinn mikli ágangur
sjóræningja gerði eyjar-
skeggjum mjög erfitt að
birgja landið upp með nauð-
synjavörum. Verzlunin var
því um nokkurt árabil fengin
í hendur stórkaupmanni ein-
um í Hamborg er mataði
krókinn til ársins 1578 að kon-
ungur fór að ráðum skatt-
stjóra síns, Kristofers Valken-
dorf, að starfrækja verzlunina
við eyjarnar fyrir reikning
krúnunnar.
Mogens Hejnesön
Um þetta leyti kom til sög-
unnar hinn frægi og illræmdi
færeyski sjóræningi Mogens
Hejnesön, er torveldað hafði
mjög allar siglingar til eyj-
anna. Honum tókst með ýms-
um klækjum að ávinna sér
hylli konungs í svo ríkum
mæli, að fyrirkomulag Valk-
endorfs á verzluninni var
numið úr gildi aðeins einu ári
eftir að það var tekið upp og
siglingar og verzlun við eyj-
arnar fengnar í hendur Hejne-
sön og nokkrum skipaeigend-
um í Bergen. Þessum einka-
rétti fylgdi og varðveizla á
skattfé konungs. Þá var þeim
leyft að útbúa eitt skip vopn-
um til þess að herja á sjó-
ræningum þeim er komizt
var í færi við, en þeir höfðu
sig mjög í frammi á þessum
slóðum. En bannað var Hejne-
sön að ráðast á „friðsamlega
sjófarendur“. Til þess að
Framhald á bls. 8