Lögberg - 12.07.1956, Síða 6

Lögberg - 12.07.1956, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLI 1956 GUÐRÚN FRA LUNDI: DALALÍF Anna stóð hvatlega upp við þessa óvæntu vörn, sem Lína sýndi. Hún flýtti sér út að glugg- anum til að kæla sjóðheitt andlit sitt við opna rúðuna. Hvaða synd? Þannig gat hún talað, þessi fallna kona. Minna hana á, að hennar börn hefðu ekki fæðzt svo hraust, að þau gætu lifað nema fáa daga — annað ekki nema fáa klukkutíma. Náttúr- lega hafði hún gert þetta í nokkurs konar nauð- vörn. Hún hafði dæmt hana voðalega hart. Aldrei látið sér detta í hug, að hún bæri sams konar sár og hún sjálf, fyrst eftir að hún fylgdi sínum börnum til grafar. Hún tók töskuna og hugsaði sér að fara fram og bæta svolítið fyrir framkomu sína með því að afhenda Línu innihald hennar, erí*rétt í því komu Hildur og Doddi inn ásamt Dísu. Hildur bauð Önnu velkomna. Það gerði Doddi líka, en fórst það heldur klaufalega. „Þá er nú komin önnur blessuð stúlka í fötin frá þér, Anna knín“, sagði Hildur og laut brosleit yfir smábarnið í rúminu. „En mikið eru þær ólíkar. Blessaður engillinn okkar var svo fallegur.“ Anna aðgætti gömlu konuna nákvæmlega. Skyldi hún ekki hafa hugmynd um, að engillinn var ekkert skyldur henni — eða var hún aðeins svona slóttug? „Já“, svaraði Anna dræmt, „manni finnst víst oft, að það sé tekið frá manni, sem er dýrmætast. Ég segi þér satt, að þessi verður líka falleg“, bætti hún við til að geðjast gömulu konunni. Doddi settist við rúmstokkinn hjá litlu dóttur- inni. „Hún verður nú lík mér, þessi snót“, sagði hann drjúgur. „En hvar er Lína eiginlega — því lætur hún gesti sína sitja eina inni?“ bætti hann við og athugaði hvern krók og kima í baðstofunni með augunum. „Hún er alveg nýgengin fram“, svaraði Anna. Hún sá það nú, þegar skapið var farið að kyrrast, að hún hafði ekki verið kurteis gestur. Lína var ekki lengur undir hana gefin, heldur húsmóðir á þessu heimili, og hún og fjölskylda hennar hafði tekið henni'vel og boðið hana velkomna. „Þú þarft nú ekki að ímynda þér, að hún hafi látið hana sitja lengi eina inni“, sagði Hildur. „Hún tekur ekki þannig á móti gestum sínum og það öðrum eins gesti. Hún hefur líklega farið að láta ketilinn upp, ef ég þekki hana rétt“. „En hvað aumingja gamla konan var hrifin af tengdadótturinni“, hugsaði Anna. „Já, hún er snjöll húsmóðir, hún Lína“, sagði Doddi og hló ánægjulega. „Við vorum lánsöm að fá hana hingað“. „Já, hún ætti skilið að búa í betri húsakynn- um en hér eru“, sagði Anna og virti fyrir sér baðstofuna. „O-já, það er nú svona“, sagði Hildur, „að ég kann ósköp vel við baðstofuna hérna. Við erum heldur fátæk. Það hvíldu skuldir á búinu, þegar maðurinn minn féll frá, og svo datt Páli mínum í hug að fara að kaupa þennan bát að hálfu leyti. —“ „Ég var nú aldrei hrifinn af kaupunum þeim“, greip Doddi fram í, en móðir hans aðvaraði hann með augunum að hafa sig hægan, svo að hann þagnaði. En Anna sagði aðeins: „Já, jaá“. „Allt lenti þetta á Þóroddi mínum, og var hann þá fyrir innan tvítugt, en nú erum við orðin skuldlaus fyrir nokkru. Það er mikill munur“. „JS' auðvitað“, sagði ríkiskonan. Hún tók töskuna og fékk Hildi hana og bað hana að færa Línu — það væri í henni eitthvað með kaffinu. Hildur rak að henni rembingskoss. Lína var inni í búrinu, þegar Hildur kom fram með töskuna. Hildur var svo skynsöm mann- eskja, að hún gat ímyndað sér að Línu liði ekki alls kostar vel í návist húsmóður sinnar fyrver- andi. „Hér er úttroðin taska, sem Anna bað mig að fá þ£r. Hún sagði að það væri í henni með kaffinu“. Lína hefði helzt kosið að biðja tengdamóður sína að kasta henni í eldinn með öllu, sem í henni var, en þá myndi Hildi gruna, að ekki væri allt með felldu á milli hennar og Önnu. En það átti hún aldrei að fá vitneskju um. Hún bað hana því að taka upp úr töskunni fyrir sig. „Skárri eru það nú ósköpin. Það er eins og úttekt úr kaupstað“, sagði Hildur, þegar hún var búin að tæma úr töskunni á búrkistulokið. „Það er meiri gæðakonan þetta“. Lína samsynnti því. Svo var dúkað fínt kaffiborð. Ekki vantaði að nógu myndarlega voru góðgerðirnar bornar fram. Hildur og Doddi drukku með gestunum, en Lína var alltaf að snúast ýmist inn eða fram. Anna talaði óvanalega mikið, meðan þau drukku kaffið. Sagði þeim frá heyskapnum og að Kristján litli hefði farið á engjarnar þá um morguninn og mörgu öðru. „Ertu nú ekki orðin svo hress, Lína mín, að þú getir gengið með mér hérna niður fyrir túnið?“ spurði Anna, þegar hún stóð ferðbúin á hlaðinu. „Dísa getur komið með hestana á eftir“. Lína hikaði — hana lapgaði ekki eftir eintali við hana aftur. „Það var svo lausgyrtur söðullinn, að ég gat tæplega setið í honum. Þú gyrðir hann betur, Doddi“, sagði Anna og fór að kveðja Hildi, sem margblessaði hana fyrir komuna. „Ég skal herða gjörðina“, sagði Doddi. „Lína hefur ekki gott af að ganga svo langt“. Þá tók Anna reiðpilsið og rétti Línu það. „Jú, hún hefur gott af því, Doddi. Ég sé það á henni, að hún gæti farið í smalamennsku“, sagði hún og kvaddi Dodda, en tók undir handlegg Línu og leiddi hana af stað. Lína fór mótþróalaust, þótt hún hefði helxt kosið að verða eftir á hlaðinu hjá Hildi. En það loðir lengi við vinnuhjúið að hlýða húsbændunum og bera virðingu fyrir þeim. Anna stakk upp á því, að þær skyldu stanza í lautinni fyrir neðan túnið, en það vildi Lína ekki. Hér höfðu þau ræðzt við í síðasta sinn, Jón og hún. Þó að þær samræður hefðu verið dálítið öðruvísi en vanalega, höfðu þau þó skilið eins og elskendur. Anna mátti ekki koma hér nærri — þessi laut tilheyrði „henni“ og „honum“ einum. Þær héldu því dálítið lengra áfram. Þar stönzuðu þær og biðu eftir Dísu með hestana. Anna byrjaði samtalið. „Ég var ósanngjörn og miskunnarlaus við þig áðan, en ég er orðin svona síðan þetta kom fyrir. Ég missi stundum stjórn á skapsmununum“. „Ég hélt að þú værir búin að fyrirgefa okkur. Þú ert svo góð kona“, sagði Lína. „En djúp sár þurfa langa græðslu. Þú getur þó kannske ímyndað þér, hvernig mér hafi orðið við að uppgötva þetta svona allt í einu eftir allt það dálæti, sem hann hafði á mér og ég á honum. Og síðan höfum við lifað eins og vandalausar manneskjur — og verra en það. Ég hef reynt að gera honum lífið svo erfitt, sem ég hef getað. Heldurðu að það sé fljótt hægt að gleyma svona löguðu?“ „En hann hlýtur þó að vera þér jafngóður og hann var“. „Nei, þú hefur tekið hann frá mér að öllu leyti“. Svo greip hún það fast um handlegg Línu, að hana kendi til. „Segðu mér satt, Lína, það er ekki of mikið, þó að þú gerir það. Kemur hann oft hingað?“ „Hingað? Hann hefur aldrei komið síðan þú komst með honum“, sagði Lína. „<p, bara að ég gæti trúað þér, Lína. Þú hefur logið svo oft að mér“. „Þú mátt trúa mér — ég segi satt. Guð veit, að ég segi satt“. „Vildirðu að hann kæmi?“ spurði Anna. „Það er líklega bezt að við sjáumst aldrei“, sagði Lína. Hún horfði vonaraugum til Dísu, sem ekki var ennþá komin af stað með hestana. Það var hennar eina frelsisvon, að hún kæmi. En hún var líklega svipuð því, sem hún hafði verið, kæmist aldrei úr sporunum. Þær settust. „Þótti þér vænt um hann, Lína? Elskaðir þú hann?“ spurði Anna. ' „Getum við ekki talað um eitthvað annað? Þetta hlýtur að vera okkur báðum til hörmungar að ræða um hann“. „Ég býst ekki við að sjá þig oft. Þú ert alveg hætt að koma til kirkju, svo að það er bezt að tala við þig núna, eða þá aldrei“. „Það væri óneitanlega bezt að talaf aldrei um þetta. Það er okkur báðum of viðkvæmt mál“, sagði Lína. „En ég heimta, að þú svarir mér. Ég er þegar fullsærð — á það er tæplega hægt að bæta“. „Þá svara ég því, að ég elskaði hann svo mikið, að ég efast um að nokkur kona geti elskað mann meira“, sagði Lína, en forðaðist að líta framan í keppinaut sinn. „Og þetta segirðu mér, eiginkonunni hans“, sagði Anna skjálfrödduð. „Hvernig dettur þér í hug, að þú hafir elskað hann meira en ég, sem hef elskað hann síðan við vorum börn?“ „Þú heimtaðir að ég svaraði þér og segði þér sannleikann!“ „Ég hélt að þetta hefði aðeins verið augna- blikshrösun, en það hefur líklega ekki verið svo, ef það er satt, sem vinnumaður læknisins segir. Segðu mér, hvort það er satt“. Lína horfði enn til Dísu. Hún drattaðist áfram með hestana svo hægt sem mögulegt var. Það yrði tími þangað til hún yrði komin henni til hjálpar. „Þú átt líklega bágt með að svara“, sagði Anna skjálfrödduð. Þá datt Línu ráð í hug. „Þú getur líklega alveg eins spurt hann að því. Hann veit það eins vel og ég“, sagði hún. „Spyrja hann? Hverju skyldi hann svara nema einhverri lyginni, eins og vant er. Ég er búin að fá nóg af svoleiðis sögum. Nær væri þó að þú segðir satt, og mér finnst ég eiga rétt á því“. „En það er nú þannig, að þó að þér finnist ég hafa tekið mikið frá þér, get ég þó engu skilað þér aftur. Minningarnar um ástalíf okkar á ég ein og læt engum þær eftir, enda einskisvirði fyrir þig. Þær eru bæði sælar og sárar. Ég valdist af óljós- um kvíða um að dagur hefndarinnar ætti eftir að koma yfir okkur — og hann kom líka. Reyndar var það um nótt, sem ég vakti yfir veiku barninu okkar og stórviðrið hamaðist á baðstofunni. Það var hræðilegt. Ég hafði líkið hjá mér í rúminu og reyndi að ylja það með líkamshita mínum og þvo það með brennheitum tárum mínum. Þá tók ég út næga hegningu fyrir mínar stolnu sælu- stundir. Og nú bið ég þig að hlífa mér við að segja meira. Ef þú manst eftir því, þegar þú horfðir á þín eigin börn þjást og deyja, geturðu séð, hvað ég hef þolað“. Hún byrgði andlitið í höndum sér og grét lágt. Og Anna — þessi veikgeðja kona, sem ekki gat hugsað til þess að egg væru tekin úr hreiðri eða nokkurt afkvæmi frá móður — fann til lítillar samúðar. Hversu mörg tár var hún ekki sjálf búin að fella fyrir aðgerðir þessarar manneskju? Það voru laun syndarinnar, sem Lína hafði orðið að þola, og hún játaði það líka sjálf. „Já“, sagði Anna, „það var voðaleg nótt. Ég vakti líka þá nótt. Þó að það væri ekki yfir deyj- andi barni, leið mér víst lítið betur. Og ekki hafði ég ásakandi samvizku. Slíkt þekki ég ekki. Ég hef ekki lifað þannig að samvizkan sé að ónáða mig- En óveðrið var afskaplegt og mér heyrðust of- heyrnir — stunur og andvörp, og mér heyrðist ég heyra barnsgrát og kvöldið eftir bauð ég manni mínum að taka barnið ykkar. Svona var ég göfug- lynd. Eftir allt það illa, sem þið voruð búin að gera mér, ætlaði ég að ganga barninu þínu í móðurstað“. Lína grét ekki lengur, en hlustaði með hend- urnar fyrir andlitinu. „Stúlkan mín var ekki móðurlaus", sagði hún og það var gremja í mál- rómnum. „Ég hefði aldrei látið hana til þín. Þér hefði aldrei þótt vænt um hana. Hún hefði sífellt minnt þig á hrösun foreldra hennar. Þú hefðir orðið afbrýðissöm, þegar þú hefðir séð mann þinn sýna henni sína miklu föðurást, og ég hefði tæp' lega verið velkominn gestur til að sjá hana — og hún hefði aldrei þekkt mig sem móður. Nei, ég hefði ekki látið hana af hendi við neinn“. Jón ætlaði yfir um strax og illviðrið væri afstaðið og koma með hana, hvað sem þú segðir. Hann trúði mér fyrir henni. Þetta er þakklætið, sem þú lætur mér í té fyrir göfuglyndi mitt“, sagði Anna sárgröm.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.