Lögberg - 12.07.1956, Blaðsíða 8

Lögberg - 12.07.1956, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. JÚLÍ 1956 Færeyskur sjóræningi Úr borg og bygð 30. júní 1956 Til íslendingafélagsins „Frón" Winnipeg, Manitoba, Canada. Hjartans þakklæti fyrir vkkar mikla starf og undir- búning við söngskemmtun mína, 25. júní 1956, í First Lutheran Church, Winnipeg. Kvöldið verður mér ógleym- anlegt. — Guð blessi starf ykkar í náinni framtíð. Kær kveðja, ykkar einlæg Hanna Bjarnadóitir ☆ Mrs. Una Bjarnason og Miss Emma Sigurdson kenslukona, sem báðar eru búsettar hér í borginni, lögðu af stað vestur til Vancouver í vikunni, sem leið, og munu dveljast þar vestra nálægt mánaðartíma. ☆ . Mr. Ólafur Thorlacius frá Ashern, Man., var staddur í borginni ásamt frú sinni seinnipart fyrri viku. ☆ Mr. Árni Pálsson fyrrum bóndi í Reykjavíkurbygð við Manitobavatn, en nú til heimilis á Betel ásamt frú sinni, var staddur í borginni á fimtudaginn í vikunni, sem leið. ☆ Þeim hjónunum séra Eric H. Sigmar og frú Svövu Sig- mar, St. James, Man., fæddist sonur hinn 4. þ. m., er gefið var nafnið Eric William. Lög- berg árnar prestshjónunum og hinum unga syni heilla og blessunar. ☆ Kirkjuþingsfulltrúar og prestar hins Evangeliska, lút- erska kirkjufélags Islendinga í vesturheimi, lögðu af stað vestur til Vancouver með sér- stakri Canadian Pacific lest á fimtudaginn var til að sitja þar kirkj uþing; eitthvað af öðru íslenzku fólki, mun hafa slegist með í förina. ☆ Þjóðræknisdeildin „Frón" þakkar hér með eftirtöldum konum fyrir bækur og rit gefið til bókasafns deildar- innar: Frú Hólmfríði Péturs- son og frú Unu Th. Líndal. Innilegustu þakkir fyrir hönd deildarinnar „Frón“. J. Johnson, bókavörður ☆ — danarfregn — Síðastliðinn föstudag lézt í San Francisco, Cal., Sigfús Brynjólfsson byggingameist- ari, merkur og vinmargur drengskaparmaður; hann læt- ur eftir sig frú sína, Sophiu, glæsilega afbragðskonu. Mrs. Athalsteinn Johnson — Edna — frá Vancouver, kom nýlega ásamt sonum sínum þrem og dóttur í heimsókn til foreldra sinna, Mr. og Mrs. S. Björ'nson, Beverley St. — Gerir Mrs. Johnson ráð fyrir því að dvelja hér um mánaðartíma. ☆ Mr. og Mrs. Jóhannes A. Johnson frá Oak View, Man., voru stödd hér í bænum um helgina, ásamt syni sínum Herman og dóttur og tengda- syni Mr. og Mrs. Wm. Norberg frá Montreal, Que., sem eru hér í heimsókn til foreldra og ættingja. ☆ Séra Skúli Sigurgeirsson frá Duluth, Minn., hefir dvalið hér um slóðir nokkra undan- fara daga ásamt frú sinni; dvöldu þau hér í gistivináttu Jónasar sonar síns og frúar hans; auk hinna mörgu vina og ættingja í þessari borg, heimsóttu prestshjónin einnig frændur og vini í Mikley, Selkirk og á Gimli. ☆ Mr, V. Valgardson skóla- stjóri frá Moose Jaw, Sask., kom til borgarinnar á mánu- daginn ásamt frú sinni; við- dvöl þeira varð ekki löng, því ferðinni var heitið svo að segja rakleitt norður til Mikl- eyjar, þar sem þessi mætu hjón ætla að njóta um hríð nokkurrar sumarhvíldar. ☆ Mr. G. A. Williams kaup- maður í Mikley var staddur í borginni nokkra daga í fyrri viku. ☆ — DÁNARFREGN - Thorleifur Sigúrður Damels son lézt að heimili sínu hér í borginni síðastliðinn laugar- dag, freklega sjötugur að aldri; hann átti lengi heima í Skógarnesi í Mikley, en dvaldi síðar nokkur ár í Riverton, en síðast í þessari borg; hann stundaði jafnan fiskiveiðar; hann lætur eftir sig konu sína, Guðrúnu, einn son, Munda, og sex dætur, Mrs. S. Ostertag, Mrs. A. Horwood, Mrs. J. Simpson, Mrs. H. Halldórsson, Mrs. F. A. Cann og Mrs. A. Friesen. Barnabörnin eru átján; einnig lifir hann einn bróðir, Daniel, og tvær systur, Mrs. E. Sveinson og Mrs. L. Josephson. Útförin var gerð frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton í gær. Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng. ☆ Nýlátin er hér í borginni Mrs. Sigríður Galbraith, hnig- MESSU BOÐ ST. STEPHEN'S LUTHERAN CHURCH — Silver Heighls — Eric H. Sigmar, Pastor Sunday, July 15th: Family Service 11 A.M. ☆ — MESSUR 15. júlí — GIMLI, kl. 11 f. h. ÁRNES, kl. 2 e. h. S. T. RIVERTON, kl. 4 e. h. S. T. Þessi messa ér á íslenzku og kirkjugestum er boðið til veit- inga að henni lokinni. HECLA, kl. 7.30 e. h. Séra Bragi Friðriksson ☆ Messur í Vatnabygðum, Sask. Sunnud. 15. júlí: Kandahar, kl. 11 f.h. — á ensku. Foam Lake, kl. 3 e.h. á ensku. Mozart, kl. 8 e. h., á ensku. Miðvikudaginn 18. júlí: Leslie, kl. 7.30 e. h. á íslenzku. Allir boðnir velkomnir. Skúli Sigurgeirsson ☆ Messað verður í Guðbrands- söfnuði við Morden, Man., sunnud. 22. júlí. Messugjörðin fer fram í samkomuhúsi bygðarinnar og hefst kl. 2 e. h. Standard Time. Mælt verður bæði á ensku og íslenzku. S. Ólafsson in að aldri; hún var tvígift; fyrri maður hennar var Magnús Brynjólfsson lög- fræðingur, en sá seinni Gal- braith læknir; heimili hennar var áratugum saman í Cavalier, N. Dak., og þangað var lík hennar flutt undir umsjá Bardals. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Mr. Ásmundur Loptson frá Yorkton, Liberalþingmaður fyrir Salt Coats kjördæmið í Saskatchewan, var staddur í borginni á þriðjudaginn; hann leit sem snöggvast inn á skrif- stofu Lögbergs, en því miður var ritstjórinn ekki við til að geta fagnað honum sem gömlum og góðum vini. ☆ Nýkomin er hingað til borgarinnar ungfrú Judit Jón- björnsdóttir kenslukona af Akureyri í heimsókn til föður síns, og mun hún dveljast hér fram undir haustið. ☆ Hin vinsælu hjón, þau Steindór Jakobsson og frú, sem árum saman starfræktu matvöruverzlunina The West End Food Market, en seldu hana fyrir ári eða svo, eru nú byrjuð að verzla þar aftur og gengur verzlunin nú undir nafninu Jakobsson Food Store. Sími SUnset 30494. — Þarf ekki að efa að fyrrum viðskiptavinum verði tíðfarið í búðina. Framhald af bls. 5 styðja og fylgja fram kröfum konungs um skatt af skipum er sigldu norður fyrir Noreg til Hvítahafsins, var Hejnesön leyft að ráðast á og hertaka sérhvern Hollending er til náðist á opnu hafi, á leið norð- ur fyrir Noreg til Rússlands, færa skipin til Bergen, þar sem konungi skyldi greiddur helmingur hagnaðarins, en Mogens og félagar hans skyldu halda hinum helm- ingnum. Með þessum sérrétt- indum var Mogens Hejnesön í raun og veru eini konungs- skipaði sjóræninginn á Norð- ur-Atlantshafi, enda kunni lann að notfæra sér þessa pægilegu aðstöðu. Hann var tvímælalaust hugprúður og duglegur sjómaður, en af lífi og sál slóttugur og grimmur sjóræningi, sem ekki tók svo bókstaflega þau skilyrði fyrir leyfinu að friðsamir sjófar- endur -skyldu látnir óáreittir. Sjálfa verzlunina lét Mogens félaga sína í Bergen annast. Ekki leið langur tími þar til konungi fór að berast miður fagrar sögur af starfsemi Mogens Hejnesön og gekk það svo langt að konungur hugðist gera ráðstafanir til þess að stöðva feril sjóræn- ingja síns. Mogens tókst þó með ótrúlegri ófyrirleitni og loforði um að endurfinna Grænland, að ná aftur náð konungs, sem lengi hafði dreymt um að ná Grænlandi undir krúnuna og gert út marga leiðangra í því skyni, sem þó allir mistókust. •— Mogens skyldi sjálfur kosta þessa ferð og hafa allan veg og vanda af þessum leiðangri, en þetta var árið 1581. Bjó hann nú skip sitt út frá Fær- eyjum og heimti farareyri af landsmönnum sínum á hinn óvægilegasta hátt, en Öll stjórn hans á þessari ferð bar vott um hinn mikla dugnað hans og fyrirhyggju. Honum tókst að fá Grænlandsjökla í augsýn, en ísinn kom í veg fyrir að hann næði inn til strandarinnar. Sigldi hann þá í norðaustur í þeirri von að komast til Austurbyggðar, en þar hamlaði einnig ís honum, svo að hann varð frá að hverfa. Til þess að halda einkaleyf- inu á siglingum til Færeyja, eftir hina misheppnuðu Græn landsferð, varð Mogens Hejnesön að ganga í félag við kaupmann nokkurn í Ham- borg og borgara í Kaup- mannahöfn og fengu þeir fé- lagar rétt þennan til 5 ára. Ýmsar alvarlegar málshöfð- anir vofðu yfir höfði Mogens Hejnesön, svo að árið 1583 missti hann aftur hið konung- lega einkaleyfi til siglinga til Færeyja, en næstu tvö árin sigldi hann í þjónustu Hol- lendinga og var foringi her- skips, sem hertók mörg ensk kaupför að hætti sjóræningja, þótt Holland og England ættu ekki í ófriði á þeim tímum. Árið 1587 sneri hann aftur til Danmerkur, en ári seinna dó verndari hans Friðrik kon- ungur III. og notaði nú óvinur hans Kristofer Valkendorf tækifærið, lét handtaka Mog- ens og varpa honum í fang- elsi í Kaupmannahöfn fyrir sjórán, og í janúar árið 1589 var færeyski sjóræninginn Mogens Hejnesön dæmdur til dauða og hálshöggvinn í hallargarðinum. Svo mikla aðdáendur átti 3Ó Hejnesön meðal áhrifa- manna í Danmörku, að árið eftir aftökuna fékk hann fulla uppreisn æru sinnar, og var grafinn upp og jarðsettur á ný í kirkjugarði Oslevs dausturs, en Valkendorf hröklaðist frá embætti við lítinn orðstír. Mogens Hejnesön lifir enn þann dag í dag í hjörtum allra Færeyinga. Gallar hans eru gleymdir, en dyggða og dugn- aðar minnzt og um frægðar- verk hans ganga margar sögur, sem sagðar eru í söng og kvæðum á dimmum vetrar kvöldum og margur Færey- ingurinn rekur ætt sína til hans, sem flestir landsmenn telja bera hæst á söguöld. I lok 16. aldar komst verzl- unin við Færeyjar í hendur „Islands-verzlunarinnar“ (Det Islanske Kompani) og er saga hennar upp frá því hliðstæð verzlunarsögu Islendinga frá dögum dönsku einokunarinn- ar, og verður því ekki rakin hér. —VÍKINGUR Afnám dauðadóms Framvarpið um afnám dauðadóms, sem neðri mál- stofa brezka þingsins nýlega samþykti, hefir nú verið lagt fram í lávarðadeildinni, hvernig sem því kann að reiða þar af. Á kvöldvökunni Gárungar austan járntjalds henda mikið gaman að því, að Rússar eigna sér uppfinn- ingamenn flugvéla, útvarps, kvikmynda o. s. frv. Saga er sögð af tveimur Ungverjuna, sem voru að ræða um síðustu viðburði. Annar þeirra ga^ þess, að rússneskur vísinda- maður hefði nýlega fundið upp lyf, sem gæti lengt líf' daga mannsins upp í 300 ár. Hinn stóð höggdofa augna- blik, síðan rak hann upp ör- væntingaróp. „Hvað er að?“ spurði hinn- „Hvað er að!“ sagði sá ör- væntingarfulli. „Hugsaðu þér bara, hversu hræðilegir fang- elsisdómarnir verða, her eftir!“ Kaupið Lögberg VÍÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ Subscription Blank COLUMBIA PRESS LTD. 695 Sargent Ave., Winnipeg I enclose $ for subscription to the Icelandic weekly, Lögberg. NAME ADDRESS City Zone ..

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.