Lögberg - 30.08.1956, Page 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956
5
V'¥^tVv ^ V#
r
AHLGAH/IL
l\VENNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Er Selkirk hvítfiskurinn oð líða undir lok?
Til stuðninðs góðum mólstað
Húsmæður geta gengið úr
einni matvælaverzluninni í
aðra hér í Winnipeg og spurt
eftir Selkirk hvítfisk, og svar-
ið er ávalt það sama: hann er
ekki fáanlegur. Þó er hið
stóra Winnipegvatn svo að
segja við bæjardyr þessarar
borgar, og hvítfiskveiðarnar í
því vatni nýafstaðnar.
Hægt er að fá hvítfisk úr
öðrum vötnum, en enginn
hvítfiskur í heimi er eins
hvítur, feitur og bragðgóður
eins og Selkirk hvítfiskurinn,
en hann veiðist aðeins í Win-
nipegvatni. Hann er mjög
eftirspurður í Bandaríkjunum
og meginið af veiðinni er sent
á markaði þar, en ef nóg væri
af honum myndi hann fást
hér líka.
Ég hafði heyrt að sum fiski-
félögin hér hefðu tekið hvít-
fiskibáta af Winnipegvatni og
sent þá norður á Great Slave
Lake, og eitt félagið, Canadian
Fish Producers, hefði jafnvel
sent annan fiskiflutningsbát
sinn, Diana, þangað norður.
Ég átti því viðtal við forstjóra
þess félags, James H. Page.
Félag hans hefir afarmikla
fiskiframleiðslu með höndum,
ekki aðeins við Winnip.egvatn
og Great Slave vatn, heldur
einnig á mörgum öðrum vötn-
um í Manitoba: Winnipegosis,
sumar og vetur, þar veið-
ist bezti pickeral-fiskurinn;
Manitobavatni á veturna, þar
veiðist sauger, perch og
piceral. Ennfremur á smærri
vötnum í Norður-Manitoba:
Molson, Gods, Reindeer og
South Indian. í þeim fæst
hvítfiskur, silungur (trout) og
pickeral. Frá þessum minni
vötnum er fiskurinn fluttur á
flugvélum; félagið á tvær
flugvélar, er bera um 2000
\pund hvor. Mr. Page er enn-
fremur umboðsmaður fyrir
stjórnina í Saskatchewan,
selur fiskinn, sem hún fram-
leiðir, á Bandaríkjamarkað-
inum.
En nú var það aðallega
Selkirk hvítfiskurinn og Win-
nipegvatn, sem ég vildi
grennslast um, og ég spyr Mr.
Page:
— Ég heyri sagt að þú og
hin fiskifélögin séu að flytja
báta af Winnipegvatni til
Great Slave vatns. Gefur
það til kynna að þið séuð að
tapa trú á veiðunum í Winni-
pegvatni?
— Ekki vil ég segja það, en
Winnipegvatn er okkur ráð-
gáta. Veiðarnar í hinum vötn-
unum hafa verið góðar, en
hvítfisksveiðin í Winnipeg-
vatni hefir brugðist, víst í ein
sjö ár og var aldrei minni en í
sumar. Stjórnin leyfir að
fiska 3 miljónir punda hvít-
fisks um sumarvertíðina, en
aðeins 1 miljón punda fékkst
úr vatninu í þetta skipti og
1% miljón í fyrra. Nokkur
bót -var, að stjórnin leyfði
hvítfisksmönnum að veiða
pickerel bæði nú og í fyrra,
og pickeral-veiðarnar voru
góðar á norður-vatninu, en
brugðust illa á suður-vatninu,
enginn fiskur t. d. við Mikley.
— Heldur þú ekki, að hvít-
fiskurinn í Winnipegvatni sé
að gereyðast vegna ofveiði, og
ráðlegt væri að loka vatninu
um skeið?
— Hvarf hvítfisksins er
öllum ráðgáta, en ég hygg, að
ekki megi loka vatninu vegna
þess hve margir eiga afkomu
sína undir því, auk þess ligg-
ur stórfé í fiskitækjum og
fiskistöðvum við vatnið. Ef til
vill eru áraskipti að gengi
hvítfisksins, hver veit? —
Eins og þú veizt, framlengdi
fylkisstjórnin fiskitíman
fram til 10. ágúst. Síðustu 10
dagana voru hvítfisksveiðarn-
ar fremur góðar. Telja sumir
að þá hafi hvítfiskurinn kom-
ið úr Playgreen vatni niður
Nelson-ána í Winnipegvatn,
en aðrir, að þegar vatnið verði
hlýrra þá þjappist fiskurinn
fremur saman í torfur. Fiski-
máladeildin hefir nú ákveðið
að senda út 3 báta á hvítfisks-
Veiðar 15. september og aðra
þrjá 15. október til að rann-
saka, hvort verið er að veiða
hvítfiskinn á röngum tíma og
um ferðir fisksins upp árnar
í smærri vötn. Fiskifræðingar
telja að meir en nægileg fæða
sé í Winnipegvatni fyrir hvít-
fiskinn, svo ekki fjarlægist
hann vegna fóðurskorts.
— Vonandi er, að þessi kon-
unglegi fiskur, Selkirk hvít-
fiskurinn, komi aftur í Win-
nipegvatn, en í millitíðinni
hefir þú flutt báta til Great
Slave vatns?
— Já, í fyrra sumar sendi ég
þangað 8 hvítfiskibáta og
flutningsbátinn, Diana; það er
56 feta langur bátur. Flutn-
ingur hans gekk vel, enda
annaðist Chris Thorsteinsson
frá Riverton flutninginn, en
hann er því starfi alvanur.
Hann ók honum á löngum
pallvagni með tractor til Ed-
monton og þaðan til Hay
River og Grimshaw. Vegurinn
þangað er góður, og hann var
kominn til baka úr þessari
löngu ferð — 1900 mílur —
eftir 15-daga. —
— Hvað segirðu mér um
veiðarnar í þessu mikla vatni,
Great Slave?
— Fiskiveiðarnar þar eru
undir eftirliti sambands-
stjórnarinnar í Ottawa. Aflinn
er góður, 9 miljónir punda
teknar á ári, 5 á sumrin og 4
á veturna. Sumarvertíðin er
frá 15 júní til 10. september;
aðalfiskitegundirnar eru hvít-
fiskur og silungur (trout).
Fiskimönnum voru greidd 10
cents fyrir hvítfiskspundið og
12 cents fyrir silungspundið í
sumar. Veiðiaðferðirnar eru
hinar sömu og á Winnipeg-
vatni. í sumar voru þar um
100 fiskimenn frá Manitoba.
Ég-vil skjóta því hér inn, að
langbeztu fiskimennirnir þar
sem annars staðar, eru íslend-
ingar; þeir láta hendur standa
fram úr ermum og hika ekki
við að vinna sólarhringinn í
gegn, ef þess er þörf og gróði
í aðra hönd.
— Þú selur fisk fyrir Sask-
atchewan-stjórnina, hefir hún
tekið fiskiútgerðina þar í
sínar hendur?
—Nei, en C. C. F.-stjórnin
þar lætur fiskimenn velja um
með atkvæðagreiðslu, hvort
þeir vilji að stjórnin höndli
fisk þeirra eða þeir selji hann
sjálfir til fiskifélaga. Úrslitin
eru þau að stjórnin hefir um-
sjón með um helming fiski-
framleiðslunnar. — Stjórnin
dregur frá söluverðinu kostn-
aðinn við að höndla fiskinn og
skiptir afganginum meðal
fiskimanna. Þetta þýðir þó
ekki að stjórnarfiskimenn fái
ávalt meira fyrir fisk sinn en
hinir. Fyrir nokkrum árum
var skrifstofu- og höndlunar
kostnaður orðinn altof hár. Þá
var^skipaður nýr fiskimála-
ráðherra, sem lagði af um 40
manns, svo kostnaðurinn varð
hæfilegur. Á einn hátt hefir
C. C. F.-stjórnin í Saskat-
chewan bætt hag fiskimanna
almennt fram yfir það sem
stjórnin hér í fylkinu hefir
gert; hún hefir reist 4 hrað-
frysti- og geymsluhús fyrir
fiskinn í Norður Saskat-
chewan og er að láta reisa hið
fimmta í sumar. Þetta eru alt
miklar og vandaðar bygging-
ar um miljón dollara virði
hver. Þetta er gert til þess, að
fiskimenn séu ekki nauð-
beygðir að selja fiskinn þegar
eftirspurn er lítil og verðið
lágt, heldur geti geymt hann
þar til verðið hækkar. —
Ég kveð nú hinn dugmikla
NÝ L E G A birtu vestur-
íslenzku vikublöðin til-
kynningu frá prófessor Sigur-
birni Einarssyni, formanni
Skálholtsfélagsins á íslandi,
þess efnis, að dr. Richard
Beck hefði sent félaginu að
gjöf meginhlutann af upplag-
inu af bæklingi sínum, „Svip-
myndir af Suðurlandi“. Fór
prófessar Sigurbjörn jafn-
framt lofsamlegum orðum um
efni bæklingsins og meðferð
þess. 1 „Tímanurri“ þ. 8. júlí
lýsti Þóroddur Guðmundsson
rithöfundur frá Sandi bækl-
ingnum ennfremur á þessa
leið:
„Þetta eru ferðaminningar
höfundarins frá sumrinu 1954
og ræða sem hann flutti á
Skálholtshátíð 18. júlí sama
ár, hvort tveggja yljað ó-
slökkvandi ættjarðarást og
mannvináttu. Bæklingurinn
er gefinn út í tilefni af 900 ára
afmæli biskupsstóls í Skál-
holti, prentaður í 500 eintök-
um og meginhluti upplagsins
sendur Skálholtsfélaginu að
gjöf. 1 bæklingnum, sem er 27
blaðsíður að stærð í Skírnis-
broti, segir frá för prófessors
Richards og frú Berthu Beck,
sem er ættuð af Suðurlandi,
um þann landshluta. Við lest-
urinn hafði ég mikla ánægju
af að fylgjast með þeim hjón-
um á ferðum þeirra og eigi að
síður að hlýða á mál prófess-
orsins í Skálholti, en hann er
mælskumaður mikill, sem
margir vita.“
Nú hefir það orðið að sam-
komulagi milli stjórnar Skál-
holtsfélagsins og höfundar, að
hann héldi eftir um stundar
sakir takmörkuðum eintaka-
fjölda af bæklingnum, til þess
að gefa íslendingum vestan
hafs tækifæri til þess að eign-
forstjóra Canadian Fish Pro-
ducers og hann gefur mér fisk
í soðið að skilnaði — pickeral,
sennilega frá Winnipegosis. —
Fiskurþm er alveg eins og ég
vil hafa hann, flattur, roðið á
honum en hreistraður. Þegar
stráð er á hann hveiti, salti og
pipar og hann steiktur í
sméri, er þetta mesti herra-
mannsmatur, en kemst þó
ekki í hálfhvisti við Selkirk
hvítfiskinn.
ast hann og styðja með því
góðan málstað. Bæklingurinn
er vandaður að frágangi og
prýddur heilsíðumynd af
Skálholti. Hann kostar $1.00,
sendur burðargjaldsfrítt hvert
sem er í Bandaríkjunum eða
Canada. Allt, sem kann að
koma inn fyrir sölu hans,
gengur, frádráttarlaust, í söfn-
unarsjóð Skálholtsfélagsins til
end'urreisnar Skálholtsstaðar.
Þeir, sem vilja eignast
bæklinginn, geta keypt hann
beint frá höfundinum, en
áritun hans er: Dr. Richard
Beck, University Station,
Grand Forks, North Dakota,
U.S.A.
Dánarfregn
Hinn 29. júlí síðastliðinn
andaðist að heimili sínu að
7907 Rhedes Ave., N. Holly-
wood, Calif., Jóhannes Thor-
steinson af hjartasjúkdómi.
Jóhannes var fæddur nálægt
Hallson, North Dakota, 12.
júlí 1882. Foreldrar hans voru
Thorsteinn Jóhannesson ætt-
aður frá Stóru-Laugum í
Reykjadal í Þingeyjarsýslu,
og kona hans Guðrún Jóns-
dóttir frá Hriflu í Ljósavatns-
hreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu.
Jóhannes giftist Önnu dótt-
ur Valgarðs Sverrissonar frá
Upham í Mouse River bygð-
inni í North Dakota. Þau eign-
uðust sjö börn: Thelmu Fisher,
sem dó fyrir nokkrum árum
síðan í grend við Bantry, N.
Dak.; Margrét Romsos; Marcy
Long og Harold Lloyd, sem öll
búa í N. Hollywood. Þau
mistu son í Kóreu-stríðinu,
Duncan; Donna Mclnnerney,
býr í Fresne og Merlin, sem
er enn í foreldrahúsum.
Útförin fór fram frá Eman-
uel lútersku kirkjunni í Glen-
haven grafreitnum í North
Hollywood. Guð blessi minn-
ingu hins látna.
Jóhannes var góður drengur
og um alt hinn mesti sæmdar-
maður.
Málningarlykt í nýmáluð-
um herbergjum hverfur fljót-
ar, ef látið er standa inni í
herberginu fata eða annað ílát
með vatni, og bezt að skipta
oft um vatnið.
Yfir 790 útibú
Royal bankinn canadiski er stærsti banki í Canada með útibú
svo að segja um víða veröld. Sérhvert útibú er trygt með öllum
eignum bankans og eru því peningar yðar ávalt í öruggri vernd.
Þér getið byrjað sparisjóðreikning með $1.
Viðskipti yðar eru kærkomin
THE ROYAL BANK OF CANADA
Hvert úiibú nýiur irygginga allra eigna bankans,
sem nema yfir $2,675,000,000.
t