Lögberg - 30.08.1956, Side 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 30. ÁGÚST 1956
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
, Utanáakrif ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is published by The Columbia Press Limited,
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Printers Limited
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
PHONE 74-3411
Ólíkar starfsaðferðir
Sinn er siður í landi hverju segir hið fornkveðna og á
þetta engu síður við um starfsvenjur á vettvangi stjórn-
málanna en öðrum sviðum mannlegra athafna.
Á Bretlandi hinu mikla, er framarlega stendur að stjórn-
arfarslegri þróun, sitja stjórnir, sæti þær engum sérstökum
áföllum, fjögur ár við völd í senn, en hafa fimm ára stjórn-
skipulegt leyfi til valdameðferðar ef svo býður við að horfa,
þó óalgengt sé að þær noti sér það.
Einu sinni á ári, síðla sumars eða snemma hausts, halda
megin þingflokkarnir brezku ársþing sín svo sem til að
kynnast því, þó ekki sé nema að litlu leyti, hvernig í hátt-
virtum kjósendum liggi, hvort þeir séu í sólskinsskapi, eða
allra veðra geti verið von; á þingum þessum eða flokks-
fundum, eru stefnuskrár flokkanna endurskoðaðar, sléttað
yfir ábærilegustu misfellurnar og nýjum hylliboðum hampað
framan í háttvirta kjósendur, og er þá vitaskuld til Iþess
ætlast, að þeir allra auðmjúklegast segi já og amen við öllu,
sem á borð fyrir þá er borið; þessir fundir, þótt haldnir séu
einungis einu sinni á ári hafa að minsta kosti talsvert skemti-
og kynningargildi, og eru til umræðu í borg og bygð löngu
eftir að þeim var slitið.
Nokkuð öðru máli skiptir, er nágrannar vorir sunnan
landamæranna eiga í hlut; við lok tveggja ára fara fram
almennar kosningar til neðri málstofu þjóðþingsins í
Washington, auk þess sem þriðjungur öldungadeildar verður
þá að fá nýtt eða endurnýjað umboð. Við slíkar kosningar er
sjaldnast mikið um að vera, þær eru haldnar hávaðalítið,
eða svo að segja hávaðalaust; það er því ekki í rauninni fyr
en framboðsþing Demokrata og Republicana koma til sög-
unnar að lifna tekur eitthvað í skákinni, því þá skal velja
forseta- og varaforsetaefni og þá gefst háttvirtum erindrek-
um allra náðarsamlegast kostur á að virða fyrir sér ásjónu
leiðtoganna, er sett höfðu sér það markmið, að gæta vel-
farnaðar þeirra næstu fjögur árin. Og hvað voru nokkrir
svitadropar og hvað voru nokkrar vökunætur í samanburði
við þann óumræðilega fögnuð, sem klæðafaldssnertingu gat
orðið samfara?
Framboðsþing eru, svo sem vitað er, um garð gengin,
mannmörg og sögurík um margt; en þó þar væri vitanlega
um að ræða tvær greinar af sama stofni, voru þær þó með
mismunandi litblæ; yfir þingi Demokrata hvíldi eldlegur
framsóknarandi með skýrmótuð stefnumið, þar sem innan-
ríkis og utanríkismál voru tekin föstum tökum án hlið-
sjónar af því hvað falla kynni bezt í kramið, er að kosninga-
borðinu kæmi; þing Republicana minnti á ládeyðu, þar sem
limirnir sýndust dansa viljalausir eftir höfðinu þakklátir yfir
því, að fá að fljóta með.
Hvernig Republicanaflokknum reiðir af í nóvember-
kosningunum er vitaskuld enn á huldu; flokkurinn nýtur
auðsjáanlega hvergi nærri þess fylgis með þjóðinni sem já-
bræður hans láta í veðri vaka.
Brezkur, pólitískur spásagnarandi, D. W. Brogan, lét ný-
verið þannig ummælt, að sér þætti líklegt, að Eisenhower
ynni kosningu, þó telja-mætti víst, að Republicanar mistu
hald í báðum þingdeildum.
Enn leggur ljóma út frá nafni Eisenhowers sem hinnar
miklu sigurhetju í síðustu heimsstyrjöld, en hvort sá ljómi
nægi honum til endurkosningar í haust getur orðið álitamál;
og víst er um það, að í ráðherravali er síður en svo að honum
hafi tekist giftusamlega til.
Að meta góða menn og manngildi þeirra, er engin dygð,
heldur hrein og bein skylda; að persónukostir Eisenhowers
forseta séu að makleikum metnir, er drengilegt og virðingar-
vert; en persónudýrkunin getur gengið langt, of langt, og
orðið að dýrkun annarlegra guða og hefir þá illa tekist til;
dómum um menn og málefni verður jafnan að stilla í hóf og
sannmat lagt á orð og athafnir.
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, og af ávöxtunum
verða menn að læra að þekkja Eisenhower forseta sem stjórn-
málamann, hvað sem lýðhylli hans og öllu öðru viðkemur.
Bandaríkjaþjóðin er sterk og voldug forustuþjóð, og hún
þarf á sterkum forustumönnum að halda.
Eitt elzta hús íslands brennur til
kaldra kola
Margt manna í húsinu, er
eldurinn kom upp. Litlu
var bjargað — nær engu
óskemmdu
Eitt allra elzta húsið á ís-
landi, stóra timburhúsið
„Búðin“ á Raufarhöfn, brann
til ösku á skömmum tíma á
sunnudagsmorguninn. Varð
litlu bjargað. En í húsinu bjó
eigandi þess Einar Jónsson
hreppstjóri, fréttaritari Mbl. á
staðnum. Auk þess voru þar
um 50 síldarstúlkur, sem unnu
hjá Söltunarstöðinni Óðinn. —
Stórhýsi þetta, setti mikinn
svip á hið litla þorp, og er
Raufarhöfn mun svipminni á
eftir, þegar aðeins sjást kol-
svartar rústir þessa stóra
húss, sem flutt var til Raufar-
hafnar árið 1832 frá Jótlandi.
En talið er að það hafi verið
byggt þar á dögum Hansa-
kaupmanna.
Margar síldarstúlkur
voru í húsinu
Eldurinn kom upp í rishæð
hússins um kl. 2.30 á sunnu-
daginn. Þar uppi bjuggu síld-
arstúlkur. Mun þar hafa
gleymst straumur á rafsuðu-
plötu. Hið gamla hús varð al-
elda á undra skömmum tíma.
Vindur stóð á suðurhlið þess.
Síldarstúlkurnar voru ekki
allar að störfum og m. a. sváfu
sumar. Mátti ekki tæpara
standa að stúlkurnar kæmust
út hjálpar- og slysalaust.
Voru sumar fáklæddar. Munu
nær því allar síldarstúlkurnar
hafa misst allan sinn útbúnað,
sem þær tóku með sér í verið.
Auk þess munu þær hafa tap-
að peningum, vinnulaunum
sínum, en hve almennt það
var meðal þeirra var ekki
vitað í gær.
Mikið íjón Einars
hreppstjóra
Einar Jónsson herppstjóri,
sem rak verzlun sína í húsinu
og bjó þar sjálfur með fjöl-
skyldu sína varð fyrir mjög
tilfinnanlegu tjóni. Það sem
bjargaðist út af innbúi hans,
varð fyrir meiri og minni
skemmdum við þann flutning.
Einnig það af vörunum sem
bjargað var, mun mikið hafa
skemmzt. Er ekki vitað hve
mörg hundruð þúsundum
króna brunatjónið nemur.
Húsið var vátryggt en innan-
stokksmunir og annað mun
ekki hafa verið fulltryggt.
Skemmdir minni en við
hefði mátt búast'
Á Raufarhöfn er það al-
menn skoðun manna, að það
gangi kraftaverki næst að
ekki skyldi hljótast miklu
meira tjón í bruna þessum.
Brunadælur eru ekki til í
þessu litla þorpi. Síldarverk-
smiðjan á lausa dælu, ekki
sérlega kraftmikla. Þá komu
fjögur síldveiðiskip að bryggju
í námunda við „Búðina“, og
voru dælur þeirra settar í
gang.
Ekki var til neins að ætla
sér að kæfa eldhafið, sem var
óskaplegt skömmu áður en
húsið féll, en það var aðeins
um hálfum öðrum klukku-
tíma síðar. — Slökkvistarfið
beindist að því að verja mik-
inn síldarbragga Óskarsstöðv-
arinnar, síldartunnulager, þar
sem uppsaltaðar tunnur voru
í stórum flekk, og svo bryggj-
una. — Og með dælum skip-
Dánarfregnir
Edgar J. Ransom, sem lengi
var forstjóri Columbia Press
Ltd., og einn af stofnendum
ensku Unitara kirkjunnar í
Winnipeg lézt í Ottawa 23.
ágúst. Hann var listrænn og
kunnur fyrir snild sína í
leturgrefti og prentmynda-
gerð. Lætur eftir sig ekkju,
tvo sonu og dóttur.
☆
Mrs. Margréi Anna I. Ólafs-
son, dó á föstudaginn 24. ágúst
að heimili sínu 387 Queens,
St. James, 60 ára að aldri.
Hana lifa eiginmaður hennar,
Ólafur; tvær dætur, Mrs.
Charles Kydd og Mrs. Roy
Webster; tveir synir, Narfi og
Alfred. Dr. Valdimar J. Ey-
lands flutti kveðjumál í
Bardals útfararstofunni á
mánudaginn. Jarðað var í
Chapel Lawn grafreitnum.
☆
Mrs. Lillian Grace Einars-
son, 606 Alverstone St., Win-
nipeg, lézt á miðvikudaginn
22. ágúst, 72 ára að aldri. Hún
lætur eftir sig tvo sonu, A.
Murray og Walter James;
þrjár dætur, Etta Einarsson,
Mrs. Laura Charles og Mrs.
J. H. Murray; ennfremur sjö
barnabörn. Hún var lögð til
hvíldar í Brookside grafreitn-
um á laugardaginn.
☆
Oddur Brandson. 972 Minto
St., hér í borg, lézt á Almenna
sjúkrahúsinu 23. ágúst. Hann
var 78 ára að aldri; hafði dval-
ið í Winnipeg um 45 ára skeið
og stundað trésmíði og húsa-
byggingar. Hann lifa ekkja
hans, Ásgerður; þrír synir,
Karl, Björn og Ásgeir. Hann
var jarðsunginn á mánuda^-
inn af séra Philip M. Péturs-
syni og lagður til hvíldar í
Brookside grafreit.
☆
Sigurihor Maiihías Hen-
rickson, fyrrum í Winnipeg,
en um alllangt skeið í Chicago,
lézt þar í borg á mánudaginn,
20. ágúst og var jarðaður þar.
Hann var í 23. herdeild cana-
diska hersins í fyrri fteims-
styrjöldinni. Hann lifa kona
hans, þrjár dætur, Mrs.
Wright, Mrs. G. Haines og
Mrs. R. Jensen; tveir bræður,
Wilhelm og John, og ein
systir, Fredericka.
anna og síldarverksmiðjunn-
ar, vatnsburði síldarfólks, sem
fljótlega safnaðist til hjálpar,
tókst að verja síldarbraggann,
tunnurnar, og skemmdir a
þeim lager munu ekki telj-
andi, og loks sjálfa bryggjuna.
Síðar um daginn kom varð-
skipið Þór til Raufarhafnar og
bæfði í rústunum að mestu
með kraftmikilli dælu, sem
varðskipsmenn fluttu á land.
Flult í barnaskólann
Strax í gærkvöldi var farið
að koma fólkinu, sem í brun-
anum hafði misst allt sitt,
fyrir og sýndu allir mikla
hjálpsemi við það og lánaði
fólk sængurfatnað, dýnur og
fleira, svo hægt var að skjóta
skjólshúsi yfir allt fólkið, en
á Raufarhöfn var hver smuga
setin. Barnaskólinn var feng-
inn fyrir fólkið.
----0----
í gær munu allmargar síld-
arstúlkur, sem í brunanum
lentu hafa haldið heim. Full-
trúi sýslumannsins á Húsavík,
var á Raufarhöfn í gær við
rannsókn brunans.
—Mbl., 24. júlí
— Þér ættuð að reyna að
komast heim, sagði nætur-
vörðurinn við augafullan ná-
unga, sem var að basla við að
finna skráargat á ljóskers-
staur. — Hér býr enginn
maður.
— Góði maður! Þér hljótið
að hafa fengið yður of mikið
neðan í því. Sjáið þér ekki að
þarna uppi logar Ijós — eða
hvað?
"Betel" $180,000.00
Building
Campaign Fund
----—180
—160
—140
—120
Make your donations to tbo
"Beiel" Campaign Fund.
123 Princess Street,
Winnipeg 2.