Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 1

Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 1
SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Available at Your Favorlte Grocer 69- ÁRGANGUR SAVE MONEY! use LALLEMAND quick rising DRY YEAST In y4 Lb. Tins Makes the Finest Bread Avallable at Your Favorlte Grocer WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1956 NÚMER 41 Fréttir frá ríkisútvarpi íslands " U. SEPTEMBER 1956 — Lítið veiddist af reknetasíld 1 siðustu viku, söltun í þeirri ^iku nam tæpum 6,000 tunn- ktti og var heildarsöltun í vikulokin orðin 39, 265 tunn- ~r- Á sama tíma í fyrra nam neildarsöltun Suðurlandssíld- ar 21 þúsund tunnum. — 1 haust er saltað á 13 höfnum ®unnan og ^estanlands. Til Pessa hefur verið mest saltað 1 Keflavík, í 6,286 tunnur. ☆ ^Ólafskirkja var endurvígð SJÓ sunnudag, að viðstöddu j^iklu fjölmenni og var at- öfnin hin hátíðlegasta. Hér- aðsprófasturinn framkvæmdi Vlgsluna í umboði biskups. — Lagngerðar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjunni. — eraðsfundur Eyjafjarðar- Prófastsdæmis var haldinn í iafsfirði sama dag og sóttu ann prestar og safnaðarfull- ruar. Fundurinn mælti ein- regið með því að endurreist y^ði kirkja á Kvíabekk, en ún var lögð niður með lög- um 1914. Formaður sóknarnefndar iafsfjarðar, Kristinn Sigurðs son og kona hans Kristín ógnvaldsdóttir hafa gefið 10 Pusund krónur til endurreisn- ar kirkju á Kvíabekk. f ☆ I byrjun þessa mánaðar tók imskipafélag Islands í notk- Uu aðra hinna stóru vöru- s emma, sem verið hafa í ^ggingu á nýju afhafnasvæði Sem félagið hefir fengið til af- hota milli Sigtúns og Borgar- ns. Vöruskemmurnar eru immklædd stálgrindahús, sam a s yfir 6,000 fermetra, en ,ummálið er 40 þúsund ten- Pgsmetrar. Vörugeymsluþörf ^mskipafélagsins hefur stór- ukizt síðustu árin. Síðar er tlunin að byggja stórt vöru- eymsluhús niðri á hafnar- akkanum í Reykjavík. gmr kom til Reykjavíkur ®ddinefnd listamanna frá ^tjórnarríkjunum í boði í nefndinni eru fimm Jomlistarmenn sem efna til ^°nleika í Reykjavík næst- ^nandi fimmtudags- laugar- ags- 0g sunnudagskvöld. — ^bssneskur ballettflokkur er ^mntanlegur til Reykjavíkur jj Sunnudaginn kemur, í boði loðleikhússins. — Mennta- r-f arai5uneyti Ráðstjórnar- le 'lanna úefur boðið fimm ís- ^ nzkum listamönnum þang- St- Guðrún Á. Símonar og i e an íslandi hafa verið boð- Pangað í janúar n.k., og dr. Páll ísólfsson, Þuríður Páls- dóttir og Rögnvaldur Sigur- jónsson í apríl næsta vor. ☆ 12. seplember Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk á Blönduósi í gærkvöld og bauð Sláturfélag Austur-Húnvetninga öllum fundarmönnum til mannfagn- aðar 1 fundarlokin. Aðal- fundurinn gerði þá kröfu til ríkisvaldsins, að það verðbæti allar útfluttar landbúnaðar- vörur svo að bændur fái fyrir þær það verð, er þeim ber samkvæmt verðgrundvellin- um. Skorað var á ríkisvaldið að veita úr ríkissjóði jafnháa upphæð, og tekin er af neyzlumjólk, í verðmiðlunar- sjóð mjqlkur, enda gangi þetta fé til verðuppbóta á vinnslu mjólk mjólkurbúa utan fyrsta verðlagssvæðis. ☆ í nótt snjóaði víða í fjöll fyrir norðan. I Siglufirði var alhvít jörð niður undir sjó. Siglufjarðarskarð er þó ak- fært ennþá. ☆ 1. desember í fyrra voru landsmenn taldir 159,480 og hafði þeim fjölgað á árinu um 3,447. ☆ Á Siglufirði er nú lokið við að skipa út 45 þúsund tunnum síldar frá þessu sumri. V . ☆ í þessum mánuði eru liðin 20 ár síðan franska rannsókn- arskipið Pourquoi Pas fórst með 44 manns vestur undir Mýrum, einn komst lífs af. Þessa atburðar verður minnst í kaþólsku kirkjunni í Reykja- vík með minningarguðsþjón- ustu á sunnudaginn kemur og einnig verður minningarat- höfn í kirkjugarðinum. Sonur skipstjórans af Pourquoi Pas og annar frakkneskur maður eru hér staddir í tiléfni af því að minnst er þessa sjóslyss. ☆ 13. seplember Fyrstu sýningarnar í Þjóð- leikhúsinu á þessu hausti verða listdanssýningar. Tólf manna ballettflokkur frá Ráð- stjórnarríkjunum kemur til Reykjavíkur á sunnudag, og verður frumssýning n.k. þriðjudagskvöld. Dansfólkið er frá Leningrad, Moskvu og Kærnugarði, allt kunnir dans- arar. — Þá verður frumsýning á Spádóminum eftir Tryggva Sveinbjörnsson, leikstjóri er Indriði Waage; verið er að æfa tvö önnur leikrit, Tehúsið Framhald á bls. 5 Frettir fra starfsemi S. Þ. BLÓMLEGT VlfiSKIPTALÍF í FLESTUM VESTUR- EVRÓPULÖNDUM — SEPTEMBER, 1956 — Viðskiptalífið er blómlegt í flestum Vestur-Evrópulönd- um, segir í skýrslu frá. Efna- hagsnefnd Sameinuðu þjóð- anna fyrir Evrópu (ECE). Þessi skýrsla fjallar einkum um ástand og horfur í við- skiptalífipu á fyrri árshelm- ingi þessa árs og er hún birt í septemberhefti — “Economic Bulletin for Europe.” — í Vestur-Þýzkalandi, Frakk- landi og Hollandi stendur við- skiptalífið í sérstökum blóma, en aftur á móti virðist vera um stöðnun að ræða í Bret- landi. Dreifing vinnuaflsins virðist einnig vera betur skipulögð á meginlandinu en í Bretlandi. Jafnvel í Svíþjóð og Noregi, þar sem áður var skortur á verkamönnum í vissum atvinnugreinum var ástandið betra en áður á fyrra helmingi ársins. í Frakklandi og Svisslandi er einnig um framfarir að ræða í atvinnu- og viðskiptalífinu og er það þakkað utanaðkomandi á- hrifum. Viðskiptaörðugleikarnir í Bretlandi stafa af sérstökum ástæðum, segir í skýrslunni, þar sem eftirspurn eftir vör- um, sem framleiddar eru í Bretlandi hefir minnkað. — Bretum hefir ekki tekist að dreifa vinnuaflinu frá þeim atvinnugreinum, sem dregið hefir úr til hinna, sem hafa þörf fyrir vinnuafl. I skýrsl- unni er talið, að ekki sé útlit fyrir að ástandið batni í Bret- landi nema að eftirspurn eftir brezkum vörum vaxi á ný. En það er ekkert sem bendir í þá átt eins og er. Á meginlandinu má hins vegar búast við, að hið blóm- Heimskringla sjötug I vikunni, sem leið, mintist Heimskringla sjötíu ára til- veru sinnar með afmælisút- gáfu, er bar með sér, að blað- inu höfðu í tilefni af atburð- inum borizt árnaðaróskir víðs- vegar frá. — Sjötugsafmæli þessarar tegundar, er merkis- viðburður, talandi vottur þess hve íslenzk tunga, jafnvel í hinni vestrænu dreifingu, er lífseig, og hve margir þeir enn eru vor á meðal, er fjarlægja vilja hana feigð. Stofnanir vor Vestmanna eru nú ekki fleiri en það, að óþarft er að flýta fyrir aldur- tila þeirra. haldist og liggja til þess sömu ástæður og hipgað til, góður markaður bæði innanlands og utan. í Vestur-Þýzkalandi er innanlandsmarkaðurinn enn þýðingarmikill fyrir viðskipta lífið og í Frakklandi er hann í vexti, en það eru aðalástæð- urnar fyrir hinu góða ástandi í þessum löndum. í skýrslu ECE er sérstakur kafli, sem fjallar um útgjöld neytenda og kaupgetu al- mennings. í Frakklandi fara neytendaútgjöldin vaxandi. Sama er að segja um Holland og Svissland. í Danmörku hefir hins vegar dregið úr neytendaútgj öldunum. Aukin bifreiðaframleiðsla Ef iðnaðar- og viðskipta- þróunin heldur áfram í sama dúr sem hingað til má reikna með, að framleiddir verð 2,8 til 3,2 miljónir bifreiða í Evrópulöndum árið 1960. Bif- reiðaframleiðslan í Vestur- Evrópu hefir aukizt jafnt og þétt hin síðari ár um 10% á lega viðskipta- og atvinnulíf ári. Hvort þróunin heldur á- fram og sem hefir valdið því, að eftirspurn eftir bifreiðum hefir enn ekki verið fullnægt. I skipabyggingu og siglinga málum er vöxtur. Það er af- leiðing af auknum viðskiptum á heimsmarkaðnum og sér- staklega vegna aukins kola- innflutnings Evrópu.anda frá Ameríku. Ráðstafanir gegn verðbólgu Verðbólgan heldur áfram í flestum löndum, segir í skýrslunni. Auk Vestur- Þýzkalands hafa m. a. Finn- land, Holland og Tyrkland gert auknar ráðstafanir til að draga úr eða forðast verð- bólgu. Flestar þjóðir hafa komið á verðlagsákvæðum í einhverri mynd. í nokkrum löndum hefir verið hert á viðskiptahöftum, sem þegar voru fyrir hendi. í Englandi og Noregi hafa yfirvöldin gripið til þess ráðs til að draga úr verðbólgunni, að setja á verðfestingu, auk þess, sem dregið hefir verið úr kaupgetu almennings með háum sköttum og með því að draga úr niðurgreiðslum hins opinbera. Framhald á bls. 4 Sextíu og fimm ára afmæli háskóla kennslu í norrænum fræðum Kennslan í Norðurlanda- málum og bókmenntum á ríkisháskólanum í Norður- Dakota (University of North Dakota) í Grand Froks á 65 ára afmæli um þessar mundir, því að grundvöllur var lagður að þeirri kennslu með sér- stakri samþykkt ríkisþingsins árið 1891, og hófst kennslan í þeim fræðum á háskólanum þegar það haust, og hefir hald- ið áfram nærri óslitið síðan. Undanfarin 27 ár hefir dr. Richard Beck verið prófessor við ríkisháskólann í Norður- landamálum og bókmenntum og forseti norrænu deildarinn- ar, en nýlega voru hinar er- lendu tungumála- og bók- menntadeildir sameinaðar í eina allsherjardeild (Depart- ment of Modern and Classical Languages) og varð hann for- seti hennar, jafnframt því og hann heldur áfram kennsl- unni í sínum fræðigreinum. Af Norðurlandamálunum er mest áherzla lögð á kennslu í norsku, vegna þess hve Norð menn eru fjölmennir í Norður Dakota, en einnig er kennd íslenzka, Noregssaga og úr- valsrit bókmennta Norður- landanna allra lesin í enskum þýðingum, jafnframt því, sem fluttir eru fyrirlestrar um þær á ensku. Á þessu hausti eru innrit- aðir rúmlega 50 stúdentar í Norðurlandamálum og bók- menntum, langflestir í norsku, en einnig nokkrir í íslenzku. En alls eru rúmlega 800 stúdentar í erlendu tungu- máladeildinni; kennsluna í þeim fræðum annast, auk dr. Becks, sex aðrir háskóla- kennarar, tveir í frönsku og þýzku, hvorri um sig, einn í spænsku og einn í klassiskum fræðum. Á þeim 65 árum, sem liðin eru síðan kennsla hófst á ríkisháskólanum í norrænum fræðum, skipta þeir stúdentar hundruðum, sem þar hafa stundað nám í þeim kennslu- greinum, og einnig er það orð- inn æði stór hópur námsfólks af íslenzkum stofni, sem þar hefir lagt einhverja stund á íslenzkunám.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.