Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.10.1956, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. OKTÓBER 1956 Fréttapistlar frá Kyrrahafsströndinni Þó vorið 1956 væri bæði kalt og hráslagalegt, þá hefir það nú gleymzt fyrir löngu síðan, því sumarið hefir verið svo ljómandi indælt, að þess dæmi muna ekki eldri menn hér um slóðir. Sólskin og blíða allan júní, júlí og ágúst og það sem komið er af septem- ber; þar af leiðandi hefir allt félagslíf verið í miklum blóma. Skemmtiblót og allar útisamkomur hafa heppnast sérstaklega vel og orðið fólki til ánægju, líka hefir fólk ferðast um allar landsins byggðir og skemmt sér í góða veðrinu. Ekki hafa landarnir hér á Ströndinni farið varhluta af vel heppnuðum samkomum og útiskemmtunum, því 17. júní hátíðahöldin og íslend- ingadagarnir hafa fært okkur íslendingum hér á Strönd- mni mikla ánægju. í þessu sambandi vil ég minnast á að félagsskapur Islendinga hér í Seattle, „Vestri“ hefir í mörg herrans ár gefið út félagsblað, sem „Geysir“ heitir, ritstjóri þess er hr. Jón Magnússon, sem margir kalla skáld, enda á hann það skilið. Geysir, sem lesinn er af rit- stjóranum á hverjum Vestra- fundi, hefir inni að halda stór- merkilegar ritgerðir af ýmsu' tagi, kvæði og gamanvísur, smásögur og ýmsar skrítlur, líka giftingar og dánarfregnir, frásagnir um alla Islendinga, sem heimsækja Seattle, um menntamenn frá Islandi, sem dvelja hér við nám, og margt og mikið fleira. Blaðið Geysir er hið skemmtilegasta í alla staði !og hefur inni að halda stór-mikinn fróðleik. Á síðasta Vestra-fundi, sem haldinn var fyrsta miðvikudag í september, og líka var hinn fyrsti fundur eftir sumarfríið, var Geysir lesinn eins og vana iega, og var þar skýrt frá því helzta, sem gerzt hafði á sumrinu, sem er að líða, svo ég sem línur þessar rita, fékk leyfi hjá ritstjóra blaðsins að biría hér nokkuð af þeim fréttum, og set ég þær hér orðréttar: Hin árlega ferð að Stafholti í Blaine, Wash., var farin þann 3. júní. Þar framreidd íslenzk máltíð, sýndur leikur- inn „Bónorðið“. Haldinn sam- söngur, fluttur ræður o. s. frv. Einsöng á ensku og íslenzku flutti Tani Björnson, við hljóð færið var frú Erika Eastvold. Samkomunni stjórnaði séra G. P. Johnson, en auk hans töluðu Dr. Haraldur Sigmar, séra Albert Kristjánsson, K. F. Frederick ræðismaður, Einar Símonarson lögfræðing- ur, og Þórður Ásmundsson lögfræðingur. Þá söng einsöng Michael Wallace hinn yngri. Leikendur voru: frú Soffía Wallace, Tani Björnson, Tómas Wallace læknir og Sigurður S. Thordarson. Bæði samkoman og ferða- lagið gekk fólki mjög að óskum. —J. Magnússon ---0---- Bréf frá Ágúsl G. Breiðfjörð, TIL VINA MINNA FRÁ SEATTLE Góðu vinir, konur og menn, sem komuð hingað í dag til að hressa og gleðja okkur, gömlu börnin. Því það er sagt, að tvisvar verður gamall maður barn. Ég er þess fullviss, að allir, sem hafa heyrt það, sem fram fór og notið skemmtunar og veitinga, eru ykkur hjartan- lega þakklát fyrir komuna. Mér finnst þið leggið alltof hart að ykkur með vinnu og fyrirhöfn, sérstaklega kon- urnar. Það er nú vanalegt, þar sem maturinn er annars vegar. En þær eru glaðar að vinna það verk, og við, sem þiggjum, látum okkur það vel líka, og borðum með ánægju og matarást. Ég vil nú endurtaka inni- legt þakklæti fyrir allt það, sem þið hafið gert fyrir þetta heimili, með peningagjöfum og heimsóknum, til að gleðja okkur, sem höfum hér heimili. Megi algóður Guð blessa öll ykkar störf, sem þið vinnið af kristilegum kærleika, því kærleikurinn er mestur í heimi, eins og blessaður frelsarinn — Jesús Kristur — kenndi — elsku til allra manna. Og Guð er kærleikur, og kærleikurinn er Guð. Ágúsl G. Breiðf jörð ----0---- — 17. JÚNÍ — „Vestri" efndi til íslenzkrar þjóðminningarhátíðar þann 17. júní, til að samfagna 12, ára lýðveldi Islands. Hóf þetta var haldið í samkomusal íslenzku kirkjunnar. Sam- komustjóri var séra G. P. Johnson; hann kallaði menn í sæti kl. 8.30 e. h. og bauð við- stadda velkomna á mótið. Þá var sungið “The Star Spangled Banner” og „Ó, Guð vors lands“, o. s. frv. Sam- tímis var dregið til hliðar leik- sviðstjaldið, og komu þá fram fimm konur klæddar íslenzk- um búningum. Frú Ruth Sigurðsson kynnti þær og lýsti búningum þeirra. Fjallkona var frú Emma Scheving, sem flutti ávarp ásamt frumsömdu kvæði eftir Jónas J. Middal. Hinar voru ungfrú Ethel Vatnsdal og frúrnar Margrét Gústafsson, Mabel Thordarson og Valdís Bracken. Aðalræðumaður var Hall- dór Kárason, frá Bellingham. Einnig tóku til máls þeir K. F. Frederick og séra Russell Weberg. Þá söng Tani Björn- son nokkur lög. Við hljóð- færið var frú Erika Eastvold. Frú Kristín Smedwig lék á fiðlu, hana aðstoðaði frú Erna Dolan. Loks var almennur söngur, skemmti- og þjóð- Ávísun Jimma er ein af tveimur miljónum Þetta er borgunardagur — og Jimmi er ekki seinn á sér að komast í bankann, leggja inn peningana og láta gera upp bankabókina. Honum fellur vel hve örugt og þægilegt það er, að fara með penjnga á slíkan hátt. Ávísun Jimma er aðeins ein af tveimur miljónum, sem Canadamenn gefa daglega út fyrir vörur og hvers konar þjónustu, en þær tákna 90 af hundraði allra peningaviðskipta, og skjót afgreiðsla og lipurleg meðferð ávísana í hinum löggiltu bönkum er nauðsynleg æskilegum fjármálarekstri landsins. Viðskiptavinir, sem tíðum gefa út ávísanir geta notað hlaupareikning, en þeir, sem einkum hafa sparifé í hyggju, nota sparisjóðsbók. Útibú yðar annast þessa bankaþjónustu og fleiri slíkar tegundir hverjum og einum til hagsmuna. Ad. No. 4-5G LÖGGILTU BANKARNIR ÞJÓNA SAMFÉLAGI YÐAR rækniskvæði. Að endingu voru framreiddar veitingar. — Samkoma þessi var vel sótt, og var fólki til mikillar ánægju. —J. M. Hið frumsamda kvæði eftir Jónas J. Middal, sem Fjall- konan flutti, 17. júní, er á þessa leið: Ég er konan, fjalla fríð, með fossinn, dalinn, græna hlíð, og tryggðum bundin traustuna lýð, tignarleg um ár og síð. Ég á fornan fræðasjóð og frelsisríka menntaþjóð. Og skáldin, sem að semja ljóð um sveina, menn og göfug fljóð. Ég hef fornu frelsi náð, fjötrum engum lengur háð. Dagur nýr um loft- og láð, leiðin verður geislum stráð. Flétti þjóðir friðarband, framtíð ekki kvíðum grand- Meðan báran berst við sand, blessi Drottinn Isaland. —Jónas J. Middal ----0---- Frú Hanna Bjarnadóttir og maður hennar Þórarinn JónS- son voru stödd hér í Seattle þann 9. júní s.l. og var efnt tij samkomu fyrir þau í nafm Vestra. Bæði eru þessi hjon ung og fríð sýnum. Maðurinn stundar múraraiðn, en konan hefir stundað söngnám um nokkur ár, og síðustu tvö árin hefir hún dvalið í Los AngeleS> Californiu. Þarf því ekki að efa um hennar hæfileika og list. Hún söng fyrir Seattle* íslendinga, sem allir dáðu framkomu hennar, því hun hefir mikil og fögur hljóð og beitir þeim hrífandi vel þvingunarlaust. Frú VictoP3 Johnston aðstoðaði af sinni viðurkenndu slaghörpukunn' áttu. — Vestra-konur frani' reiddu veitingar og lengdisj þá um allan helming þetíS1 hrífandi gleðistund. ----0---- Skógargildi við Mörlu-vat0 (Martha Láke) Þangað eru réttar 16 mílur enskar, frá miðbiki Ballard' borgar, og er þessi staður 1 Snowhomish County. Vegur er greiðfær alla leið og ligSur yfir lágar hæðir og Meðfram veginum er á báðar hliðar, og við kross götur eru vegamerki, er ÞV1 auðratað um landið, sel11 sýndi sig bezt þann 22. júlí S- ' Þá var haldið hið árlega Is' lendingagildi við vatnið, sóttu þetta mót um 300 manns- Varð þetta fyrir atorku Vestra-nefndarmanna og uur sumarblíðunnar. Til skemmtunar var söng^ Tana Björnsonar og frú Mur grétar Kristjánsson og færasláttur frúnna Brl Eastvold og Sigríðar BjörnS^ son; ennfremur harmoi^ hljó®'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.