Lögberg - 27.12.1956, Blaðsíða 11
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 27. DESEMBER 1956
19
gersamlega að sleppa sér,
þegar lögreglan hafði sannan-
ir á hann í höndum sér.
Um það bil 2000 manns, sem
álíta má hættulegt fólk, vegna
geðtruflana, er undir stöðugu
eftirliti, og aðalstöðvarnar
fylgjast nákvæmlega með
dvalarstað þess á hverjum
tíma. Þegar forsetinn fer í
heimsókn til einnar eða ann-
arar borgar, sér leyniþjónust-
an um, að stöðug gát sé höfð
á öllum grunsamlegum per-
sónum, sem vitað er um. Þeg-
ar Truman heimsótti Chicago
árið 1946, rákust leynilögreglu
mennirnir skyndilega á ná-
unga einn, sem kom á járn-
brautarstöðina, einmitt í sömu
mund og lest forsetans nam
staðar. Þeir höfðu þekkt hann
eftir ljósmynd, sem rannsókn-
ardeildin hafði látið þeim í té.
Ferðir forsetans eru skipu-
lagðar í hverju smáatriði í
samráði við Secret Service.
Þegar Eisenhower forseti und-
irbjó för sína til Genf á fund
hinna f jóru stóru sumarið 1955
sendi Secret Service leynilög-
reglumenn sína til Sviss
etetctetet«retej
mörgum vikum áður. Þeir
völdu húsið, þar sem Eisen-
hower skyldi búa, og kort-
lögðu allt umhverfi þess,
gerðu uppdrætti af öllu hús-
inu, réðu þjónustu fólk eftir
nákvæma rannsókn, lækna,
símaþjónustumenn, já, — og
tryggðu það meira að segja að
bréfakarfan væri hreinsuð af
ráðvöndu fólki, sem treysta
mátti. I amerísku konsúls-
skrifstofunum, sem Eisen-
hower átti að hafa til afnota
meðan hann dveldi á fundin-
um, voru allir veggir, gólf og
loft, leiðslur og vatnsrör, tal-
símatæki, lampar og ljósa-
rofar, nákvæmlega rannsak-
aðir. Auðvitað var Secret Ser-
vice kunnugt um ferðaáætl-
unina, brottfarar- og komu-
tíma hvert sem forsetinn vék
sér við á ferðalaginu.
Persónulegar venjur forset-
anna, svo sem morgungöngur
Trumans og golfleikur Eisen-
howers, skapar leyniþjónust-
unni sérstök verkefni við að
glíma. 1 augum áhorfenda lít-
ur það svo út, að Eisenhower
hafi engan lífvörð, þegar hann
Compliments of
THE WEST’S OLDEST MUSIC HOUSE
75 YEARS SERVING THE WEST
HEINTZMAN PIANOS
HAMMOND ORGANS i
EVERYTHING IN RADIO \
S HI-FIDELITY AND TELEVISION
I J
!J. J. H. McLEAN & CO. LTD.
Edmonton & Graham Winnipeg, Manitoba \
eeieictctcectetetetetetctctetceetetctctctctceetctcteteeeieecectetcecteteteecteteteeeectcectctcvj
Megi hátið Ijósanna vekja hvarvetna
frið og fögnuð! Með þökk fyrir greið
og góð viðskipti.
SELKIRK GARAGE LTD.
MERCURY - LINCOLN & METIOR DEALERS
At the Bridge \
SELKIRK, MAN. PHONE 3111 j
f*aatatS)»agSts«S)StSiS)SgS9S)StS)S)St»»S)S)SiStS)S)SaS)S)S)S)S)S«>)a)atS)S)StS)StSistata)l
^tcteectetctctetctctctctctetetetctcteteietetctetcteteteeetetcteeetctetctetetetetetetetetctetctc;
1 3
Innilegar
jóla- og nýársóskir
S. A. THORARINSON
BARRISTER and S0LICIT0R
2nd Floor Crown Trusi Bldg., 364 MAIN ST.
Office Phone 92-7051
HEIMASlMI 40-6488
leggur golfkúlu sína í stöðu
og byrjar að leika, en það eru
jafnan vopnaðir leynilögreglu
menn meðal golfleikaranna á
vellinum. Einn af leyniþjón-
ustumönnunum, ber í golf-
kassa sínum stuttbylgju sendi-
tæki, svo að hann getur haft
samband við aðalstöðvarnar,
eða leynilögreglumenn, sem
eru á ferð á bílum sínum utan
við leikvanginn og hafa auga
með inngönguhliðinu á golf-
völlinn. Þegar forsetinn fer í
leikhús, er nákvæm rannsókn
framkvæmd í sambandi við
hvern einstakan leikara, sem
kemur fram í leikritinu, leyni-
lögreglumaður er að tjalda-
baki meðan leikurinn fer
fram, og komi skotvopn við
sögu í leikritinu, er það rann-
sakað áður en það er borið
fram á sviðið.
Á sama hátt er Secret Ser-
vice stöðugt á verði til þess
að fyrirbyggja slys. Þegar
iorsetinn er viðstaddur knatt-
leiki ,er maður settur fyrir
framan stúku hans til þess að
vera viðbúinn að grípa hættu-
lega bolta, er koma kunna í
stefnu á forsetann. Þegar
Eisenhower var í Genf, veitti
forseti Secret Service, U E.
Baugham, því athygli, að vél-
skófla var að starfi í hús-
grunni gegnt ameríska kon-
súlatinu, og Baugham fékk
svissnesku lögregluna til þess
að stöðva framkvæmdir, þar
til bifreið Eisenhowers var
ekið fram hjá staðnum.
Eftir Genfarfundinn gagn-
rýndu svissnesk blöð þær
reglur, sem viðhafðar voru til
að vernda Eisenhower forseta,
og töldu þær ofstækisfullar og
öfgakenndar. En staðreynd-
irnar sýna, að þessi gagnrýni
á engan rétt á sér. í þau 55 ár,
sem Secret Service hefir vak-
að yfir öryggi forseta Banda-
ríkjanna með góðum árangri,
hafa launmorðingjar í öðrum
löndum líflátið samtals níu
konunga, drottningar og ríkis-
arfa, ellefu forseta, sextán'
forsætisráðherra og fjölda-
marga aðra háttsetta menn og
þjóðhöfðingja, þeirra á meðal
Mahatma Gandhi og Folke
Bernadotte greifa. Mörg af
þessum illræðisverkum höfðu
afdrifaríkar afleiðingar fyrir
mörg lönd, já, fyrir allan
heiminn, en það, að nöfn for-
seta Bandaríkjanna hafa ekki
komið á þennan dapra dánar-
lista, er varla tilviljun einni
háð.
—Sunnudagsblaðið
iBggan I