Lögberg - 23.05.1957, Blaðsíða 3

Lögberg - 23.05.1957, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1957 3 Ábyrgðarkennd æskufólksins hér er athyglisverð — segir frétiamaður frá CBC Um þessar mundir eru staddir hér á landi tveir menn frá kanadísku útvarps- og sjónvarpsstöðinni CBC til að kynna sér íslenzka menningu og atvinnulíf. CBC er rekin af ríkisstjórninni en við hlið hennar eru ýmsar útvarps- stöðvar í einkaeign. Donald R. Gordon er fréttamaður og hef- ir farið víða um heim á vegum CBC, m. a. var hann í Egypta- landi og Israel í nóvember s.l. Sagði hann í viðtali við fréttamenn Morgunblaðsins í gær, að þeir félagar væru hingað komnir til að sjá með eigin augum líf manna og að- stæður á íslandi, og flytja síðan kanadískum hlustendum árangur athuganna sinna. Við reynum að fá fram öll sjónar- mið og ná til sem flestra sviða íslenzks menningar- og at- vinnulífs, sagði hann. Við höf- um raunar heyrt heilmikið um ísland frá Bandaríkja- mönnum, en okkur þykir eðli- legast að sjá ykkur af eigin sjónarhóli. ísland er nú orðið eitt mikilvægasta landsvæði í veraldarsögunni, og mér finnst þið ekki vera öfunds- verðir af því, þar sem þið hljótið framvegis að verða bit- bein stórveldanna. Gordon kvaðst hafa orðið fyrir sterkum áhrifum af því, sem hann hefur séð. Þið eigið merkilega sögu og gamlar, rótgrónar hefðir, sem okkur Vesturheimsbúa skortir. Ég held, að ykkur sé engin hætta búin menningarlega. Ég hef átt tal við marga íslenzka æskumenn úr öllum stéttum, og ég var undrandi yfir á- byrgðarkennd þeirra og rík- um áhuga á heiminum um- hverfis sig. Þetta æskufólk virðist vera heilbrigt og vel menntað, og allir sem ég hef hitt hafa sýnt einstaka hjálp- semi. — Býrð þú sjálfur í Kanada? — Nei, ég á fast heimili í London, þar sem kona mín er læknir, en ég er alinn upp í Ottawa. Við höfum ætíð haft mjög náið samband við Bret, enda þótt við séum algerlega óháðir þeim. Það er jafnmikil móðguri við Kanadamann að kalla hann Breta og Amerík- ana. Við höfum einnig mikil viðskipti við Bandaríkjamenn, og þeir hafa herstöðvar í Kanada. Á alþjóðavettvangi hafa Kanadamenn oft gegnt hlutverki milligöngumanns milli stórveldanna, ekki sízt milli Breta og Frakka, því við erum engu síður franskir en við erum brezkir. Lester Pear- son er sá maður, sem við erum hreyknastir af, enda nýtur hann mikillar hylli hvarvetna í heiminum. — Þú hefir hitt ýmsa ís- lenzka listamenn að máli. Hvað finnst þér um þá? — Mér finnst vera mikill svipur með íslenzkri og kana- dískri málaralist, bæði að því er snertir litameðferð, áferð og efnisval. Landslagið og andlitin eru mjög svipuð. Ég á hér við hina þjóðlegri ís- lenzku list. Um abstraktlist vil ég ekkert segja. 1 Kanada er nú að verða mikill gróandi í menningar- lífinu, fyrst og fremst í leik- list og tónlist. I skáldskap eig- um við marga ágæta menn, ekki sízt þá sem skrifa á frönsku. Af þeim sem skrifa á ensku ber hæst þá Bruce Hutchinson,, sem skrifar þjóð- legan skáldskap að hætti Kiljans, Eric Nichol, sem skrifar helzt satírur að hætti Þórbergs og ljóðskáldið E. G. Pratt. — Franska ög enska eru kenndar jöfnum höndum í öllum skólum, og það er styrkur fremur en veikleiki að hafa tvö tungumál. Ekkert þjóðarbrot í Kanada verður út undan eða hefir þá tilfinn- ingu að það sé óvelkomið. Þetta er sérlega mikilvægt, þegar þess er gætt hve inn- flytjendastraumurinn er ör. Frá striðsíokum hafa um 2 milljónir innflytjenda komið til Kanadá frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku. Á þessu ári koma um 100,000 frá Eng- landi. — Hefurðu komið í Þjóð- leikhúsið? — Já, ég sá sýningu á „Bros- inu dularfulla“ og þótti mikið til um hana. Þið eigið mjög góða leikara, bæði í smærri og stærri hlutverkum, og mér 3Óttu leiktjöldin einstaklega vel gerð. Sjálft leikhúsið er meðal fegurstu og bezt út- DÚnu leikhúsa, sem ég hef séð. Minnisstæðastur fannst mér leikur Ingu Þórðardóttur. Þegar hér er komið samtal- inu birtist félagi Gordons, myndatökUmaðurinn Anthony Housset. Hann er íri eins og þeir gerast beztir, kátur og skemmtilegur, og hefir sér- stakt yndi af hestum, enda er hann þegar búinn að ná sér í bók um íslenzka hesta. Hann segir umsvifalaust: Það virð- ist hafa slegið út í fyrir blaða- manni Tímans í gær. Hann segir að við höfum verið að drepast úr kulda, þegar við vökntH§um, eri sannleikurinn var sá, að við vorum að sálast úr hita og opnuðum alla gíugga. Þegar ég spyr hann um James Joyce, skáldið heims- kunna, bandar hann frá sér hendinni og segir: Nei, nei, spurðu ekki um hann. Þegar ég var í Englandi fyrir nokkru hitti ég Lou Costello, apa- köttinn frá Hollywood, og þegar hann heyrði að ég væri íri, rauk hann á mig og sagði ákafur: „Vildurðu ekki vera svo góður að skýra þennan náunga, James Joyce, fyrir mér?“ Ég deplaði bara augun- um; hafði aldrei hitt manninn. —Mbl., 23. marz Á kvöldvökunni Blaðamanni tókst að ná fundi Gretu Garbo — aldrei þessu vant. „Ég er á förum af landi burt og kem hingað vafalaust aldrei aftur,“ sagði hann auð- mjúklega, „og mig langaði svo mjög til þess að sjá yður áður en ég færi og mega hafa eitt- hvað eftir yður fyrir blaðið mitt.“ Um leið rétti hann henni auða skrifbók og bað hana að skrifa eitthvað í hana., En leikkonan sagði ekki neitt og hún hafði þvertekið fyrir að skrifa nafn sitt því þá hefði heil skriða dunið yfir hana af slíkum beiðnum. En blaðamaðurinn beið full- ur eftirvæntingar eftir því að eitthvað gerðist og sýndi ekk- ert fararsnið á sér. Loks tók Greta bókina; skrifaði í hana „góða ferð“ og hvarf að svo búnu þegjandi á brott. ☆ Hinn heimskunni stærð- fræðingur, Gaspard Monge, hafði aldrei farið í söngleika- hús á sinni ævi. Fyrir þrá- beiðni nokkurra vina sinna á- kvað hann að fara með þeim í óperu Mozarts „Don Juan.“ Allan tímann, meðan á söng leiknum stóð, hlustaði stærð- fræðingurinn sviplaus á hina fögru hljómlist Mozarts án Business and Professional Cards Minnist BETEL í erfðaskrám yðar SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hrelnlr. Hitaeinlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- vitS, heldur hita frá aB rjflka flt meö reyknum.—Skrifiö, slmiö tll kelly sveinsson 625 WaU St. Winnipeg Just North of Portage Ave. SUnset 3-3744 — SUnset 3-4481 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louiso Street Simi 92-6227 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPÖRATE SEALS CELLULOID buttons 324 Smith St, Winnipeg PHONE 92-4624 Van's Electric Ltd. $36 Sargent Ave. Authorized Home Appliance Dealers GENERAL ELECTRIC — ADMIRAL McCLARY ELECTRIC — MOFFAT SUnset 3-4890 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likklstur og annast um flt- farir. Allur fltbúnaCur sá bezti. StofnaC 1894 SPruce 4-7474 FRÁ VINI P. T. Guttormsson barrister, S0LICIT0R, notary public 474 Groin Exchonge Bldg. 167 Lombord Street Office Phone 92-4829 RciWence 43-3864 Offlce Phone Res. 92-4762 SPruce 2-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. SPruce 4-7855 ESTIMAT|| J. M. Ingimundson Re-Roofing — Asphalt Shlngle* Insul-Bric Sidlng Vents Installed to Help Eliminate Condensation 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. PARKER. TALLIN. KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITORS Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Clive K. Tallin, Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. Phone 92-3561 Muir's Drug Store Ltd. J. CLUBB FAMILY DRUGGIST SERVING THE WEST END FOK 27 YEARS SPruce 4-4422 EUice & Home Thorvaldson, Eggertson. Bastin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA Bldg. Portage and Garry St. PHONE 92-8291 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. SPruce 4-0222 Weston Office: Logan & Quelch SPrnce 4-5818 Res.: SPruce 4-0118 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningal&n og eldsábyrgC, bifreifia&byrgB o.s. frv. Phone 92-7538 S. A. Thorarinson Barrister and Bolicitor 2nd Floor Crown Trust Bhig. 364 MAIN ST. Office Phone 92-7051 Heimaslml 40-6488 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Phone 92-2468 100 Princess St. Wlnnlpeg, Man. And offices at: FORT WILLIAM - KENORA FORT FRANCES - ATIKOKAN þess að séð yrði, hvort honum líkaði betur eða ver. Að sýningunni lokinni spurðu vinirnir Monge hvern- ig honum hefði líkað í leik- húsinu og hljómlistin, sem þar hafi verið leikin og sungin. „Engan veginn. Ég fæ ekki skilið hvað hægt er að sanna með þessari hljómlist,“ svar- aði hann stuttaralega. The Business Clinic Anna Larusson — Florence KeUett 1410 Erln Street Phone SíTuce 5-6676 Bookkeeplng - Income Tax Insurance Dr. ROBERT BLACK Sérfræöingur I augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. 401 MEDICAL AUTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3861 Heimasimi 40-3794 KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.