Lögberg - 31.10.1957, Page 1
70. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1957 NÚMER 44
Frá Suður-California
MINNINGARORÐ:
Guðjón Kristjánsson
Laugardagskveldið hinn 12.
október s.l. fór fram hin ár-
lega samkoma Leifs Eiríks-
sonar félagsins í Los Angeles
Breakfast Club í Los Angeles.
Þarna komu saman um 1400
manns. — Eins og í síðastliðin
10 ár komu íslendingar þar
töluvert við sögu hvað undir-
búning snerti. Svo kom þar
fram hin vinsæla söngkona
Eileen Cristy — söng hún
marga söngva við mikla hrifn-
ingu. Þar var stór söngflokkur,
sem söng marga Norðurlanda-
söngva. Sömuleiðis sýndi vel
æfður 20 mánna hópur karla
og kvenna skandinaviska
dansa. Ágætar veitingar voru
framreiddar úti og inni, og
dansað var til kl. eitt um nótt-
ina af miklu fjöri. — Um 50 til
60 íslendingar voru þarna og
héldu þeir vel hópinn í marg-
menninu. Þarna voru margir
frá íslandi, t. d. Ásgeir Ás-
geirsson og kona hans Kalla
Sveinsdóttir, eru þau hjón í
heimsókn til bróður Köllu á
Long Beach, Suma Swánson;
Holgeir Gíslason, kona hans
Guðrún Sæmundsdóttir, sonur
þeirra Gísli Oscar Clausen í
Reykjavík er móðurbróðir
Holgeirs; Jón Jónsson, hann
er sonur Bjarna Jónssonar
snikkara, sem einu sinni átti
heima í Winnipeg; Guðlaug
Magnúsdóttir frá Skuld í
Nýjustu fréttir
Georgi K. Zhukov yfirhers-
höfðingi rússnesku ráðstjórn-
arríkjanna fram að síðustu
helgi, hefir „gufað upp,“ að
því er fregnir frá Moskvu
herma; um ástæðuna er enn
eigi vitað; hvort hann var orð-
inn ofjarl Khrushevs, sem
ryðja þurfti úr vegi, eða ein-
hver dularöfl skárust í leik-
inn. Zhukov er persónulegur
vinur Eisenhowers forseta, er
víðtæk áhrif hafði á fram-
vindu síðari heimsstyrjaldar-
innar, og það var hann er lét
liðssveitir sínar hrekja Þjóð-
verja út úr Úkraníu. Eftir-
maður hans er Malinovsky
marskálkur.
Nýtt róðhús
\ Winnspog
l
Við bæjarstjórnarkosning-
arnar, sem hér fóru fram hinn
23. þ. m-, samþyktu kjósendur
6 miljón dollara járveitingu
til að koma upp nýju ráðhúsi,
er reist skuli verða á Broad-
way skamt frá . þinghúsi
fylkisins.
Hafnarfirði, hún er í heim-
sókn til dóttur sinnar Mrs.
Bernard; ennfremur Jóna
Haraldsdóttir frá Súðavík;
Stanley Ólafsson ásamt frú
sinni; Halla og Hal Linker,
móðir hennar og stjúpi Stefán
Jóhannsson frá Hafnarfirði.
Samkoma þessi var mjög
vel sótt, fór prýðilega fram og
var öllum til sóma, sem þar
komu við sögu.
Hinn 8. sept. s l. komu sam-
an um 150 íslendingar í Fern-
dell Park í Hollywood hæðun-
um, sem án efa er einn af
fegurstu stöðum í Suður-
California. Dagurinn var dá-
samlegur, ekki of heitt. Guðný
Thorwaldson veitti ókeypis
kaffi allan daginn. Kjartan
Runólfsson var þar með
harmoniku sína; spilað var og
sungið svo að bergmálaði í
fjöllum. — Meðal gesta þar
var Guðmundur Pálsson tré-
smíðameistari frá Boston,
Mass. Hann er fæddur í
Reykjavík, systursonur Jóns
Hafliðasonar í Winnipeg í
Vesturheimi; hefur hann dval-
ið í 37 ár í Boston; hann er
kvæntur þýzkri konu; synir
hans tveir eru flugmenn. —
Guðmundur hefir heimsótt ís-
land, enda góður Islendingur
og víða heima.
Endurkosinn í
bæjarst-jórn
Paul W. Goodman
Við nýafstaðnar bæjar-
stjórnarkosningar í Winnipeg
var Paul W. Goodman endur-
kosinn í bæjarstjórn fyrir 2.
kjördeild með miklu afli at-
kvæða. Mr. Goodman hefir
reynst ágætur bæjarfulltrúi,
sem vissulega verðskuldaði
endurkosningu.
Guðjón Kristjánsson andað-
ist að Reynistað í Mikley 1.
febrúar 1955. Hann var ná-
lega 84 ára að aldri; var fædd-
ur á íslandi 17. febrúar 1871,
austfirzkur að ætt og fluttist
til Vesturheims frá Papey um
aldamótin. Hann var fyrst hjá
Samson Samson í Norður
Dakota, en keypti svo bújörð
í Saskatchewan; rak búskap í
nokkur ár og flutti þaðan til
Winnipeg.
Guðjón heitinn var góðum
gáfum gæddur, íhugull og
gætinn. Hann lagði um eitt
skeið mikla rækt við mann-
tafl 'og árið 1926 vann hann
mikinn sigur í þessari merki-
legu list; hann hlaut medalíu,
sem skákkappi hinnar cana-
disku þjóðar í bréfa-viðskipta-
tafli — Correspondence Chess,
— og skaraði langt fram úr
öllum þeim, er um heiðurinn
kepptu.
Árið 1930 fór hann til
Mikleyjar á vegum Helga
Sigurgeirssonar; var hjá hon-
um í tvö ár og fluttist síðan
til Kristjáns og Sigþóru
Tómasson að Reynistað og þar
dvaldi hann það sem eftir var
ævinnar, í liðlega tuttugu ár.
Guðjón heitinn var framúr-
skarandi húsbóndahollur og
dyggur í öllu starfi, er honum
var falið á hendur. Hann hafði
umsjón með búskapnum á
heimilinu og var oft tekið til
þess, hve hann var nærgætinn
við skepnurnar; hann virtist
skilja málleysingjana og þrif-
ust þeir vel undir hans um-
sjá- Hann var og barngóður
0o þótti barnahópnum, sem
þar var að vaxa upp á heimil-
inu mjög vænt um hann. Var
brátt litið á hann sem væri
hann einn af fjölskyldunni.
Vinum sínum var hann ó-
brigðull.
Útfarardaginn 4. febrúar
komu Tómasson-systkinin
fjögur, sem flutt voru af
eynni, heim til að taka þátt í
kveðjuathöfninni. Húskveðja
fór fram á heimilinu; útförin
var gerð frá Mikleyjarkirkju
og hinn látni lagður til hvíldar
í Mikleyjargrafreit. Séra H. S.
Sigmar flutti kveðjumál.
Frú Sigþóra og börn hennar,
sem urðu hinum látna svo
lengi samferða, minnast þessa
gamla, góða vinar með inni-
legu þakklæti.
Guðjón lét eftir sig bróður,
Hannes Kristjánsson, á heim-
ilinu Höfn í Vancouver, og
bróðurdóttur, frú Fjólu Gray,
Winnipeg, Man. Var hún við-
stödd útför frænda síns. —I. J.
Tyrkneska stjórnin
endurkosin
Síðastliðinn sunnudag fóru
fram almennar kosningar til
tyrkneska þingsins og lauk
þeim á þann veg, að flokkur
Demokrata, sem Adnan
Menderes forsætisráðherra
hefir veitt forustu um alllangt
skeið gekk sigrandi af hólmi
með miklu afli atkvæða; sex
hundruð og tíu fulltrúar eiga
sæti á þingi; þingið kom sam-
an hinn 1. þ. m- til að velja
sér forseta til fjögra ára.
MINNINGARORÐ:
Guðmundur
Elías
Guðmundsson
1867—1957
Guðmundur Elías andaðist
29. sept. s.l- á sjúkrahúsinu í
Bellingham, Wash. Hann var
fæddur 29. apríl 1867, ættaður
úr Árnessýslu. Kvæntist 21.
október 1890 Guðrúnu Stein-
grímsdóttur, systur Guðmund-
ar Grímssonar hæstaréttar-
dómara í N. Dakota.
Guðrún og Elías fluttu til
Vesturheims árið 1900; döldu
í N. Dakota í 2 ár; fluttu þaðan
til Winnipegosis og voru þar í
önnur 2 ár; fluttu svo þaðan
til Foam Lake, Sask. og
bjuggu þar í 19 ár; tóku sig
upp á ný og fluttu vestur á
Kyrrahafsströnd og höfðu
heimilisfang á Point Roberts,
Wash. í 26 ár; en síðustu ár
ævi sinnar var Elías á Gamal-
menna heimilinu „Stafholti“ í
Blaine, Washington.
Elías lætur eftir sig háaldr-
aða eiginkonu sína og 9 börn.
Þeim hjónum varð 12 barna
auðið — þrjú dóu ung. Nöfn
barnanna, sem lifa föður sinn,
eru sem hér segir:
Matthías bóndi í Foam
Lake, Sask., Canada.
Sigrún heima á íslandi.
Guðrún Dagmar á Point
Roberts, Wash.
Valtýr (Walter) í Belling-
ham, Wash.
Guðmundur í Seattle-
Kristín í Bellingham.
Agnes í Ferndale, Wash.
Steinunn Jóna í Spokane,
Washington.
Þórhallur Garðar í Belling-
ham, Wash.
Öll þessi börn ofanskráðra
hjóna eru gift og eiga börn
sjálf. Þetta er fjölmennur ætt
stofn og frábærlega myndar-
legur, sem íslendingar vestan
og austan hafs mega vera
stoltir af.
Elías var einarðlegur í fram
komu, bókavinur mikill og
söngelskur.
Útför Elíasar sál. fór fram
1. okt. s.l. í Blaine frá Mc-
Kenney útfararstofu. Séra A.
E. Kristjánsson flutti kveðju-
orð. —J. J. M.
Skúli G. Bjarnason