Lögberg - 31.10.1957, Side 8

Lögberg - 31.10.1957, Side 8
8 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1957 Talaði héðan við systur sína í Ástralíu á afmæli hennar 1 gærmorgun fór fram fyrsta almenna símtalið milli íslands og Ástralíu. — Var það ungur lyfjafræðingur, sem hér er á ferð, sem talaði heim til sín. Þrátt fyrir erfið símaskilyrði tókst samtalið mjög vel. Skömmu eftir að símtalið hafði farið fram í gærmorgun, hitti tíðindamaður blaðsins hinn unga Ástralíumann, sem heitir James Burns og á heima á Melbourne. Hann kom hing- að á mánudaginn, og þá var honum m. a. skýrt frá því, að hann gæti auðveldlega talað héðan í síma heim til sín. — Þá datt mér í hug, sagði Mr. Burns, að gaman gæti verið að tala heim á laugar- daginn, þ. e. í gær, en þá varð systir mín 21 árs. S.l- þriðju- dag pantaði ég símtalið hjá Landssímanum. í gærmorguh kl. 10 kom ég svo niður í Landssímahús, til þess að tala heim. Það tók um hálftíma að afgreiða samtalið. Þegar systir mín talaði við mig, var kvöld í Melbourne — kl. 8.30. — Afmælisveizlan stóð yfir. Hún þakkaði fyrir sendinguna. Hún vissi að ég var hér á íslandi og spurði hvort þar væri ekki hræðilega kalt. Ég sagði henni, að svo væri þennan morgun, en ann- ars hefði verið hið bezta sum- arveður. — Er ég hafði óskað henni til hamingju með dag- inn, og við skipzt á nokkrum orðum, var símtólið hinum megin látið ganga milli föður míns og móður og annarra skyldmenna, sem voru í af- mælisveizlunni. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hringdi heim síðan ég fór í ferðalag mitt til Evrópu í janúarmán- uði s.l. Þetta var óviðjafnan- leg stund fyrir mig, sagði Mr. Burns. Vil ég færa starfsfólki Landssímans þakkir fyrir, hve vel þetta tókst. Það var sann- arlega 210 króna virði að tala heim í þessar þrjár mínútur. Mr. Burns hefur ferðazt hér um austursveitir og er nú á förum norður í land- Ég hefi sérstakan áhuga á fossum og hefi ég tekið margar ljós- myndir af vatnsföllum víðs vegar. Vonast ég til þess að verða heppinn með veður, þá er ég kemst norður að Detti- fossi, en þangað er ferðinni heitið. Þegar ég kem til baka, langar mig að bregða mér austur undir Eyjafjöll og skoða Skógarfoss og Gljúfra- búa. ----0----- Símtal þetta fór fram um London og tókst furðuvel, þrátt fyrir óvenju langvarandi truflanir, sem stafa frá sól- gosum. —Mbl. 8. sept. Úr borg og bygð Minningarhátíð Deildin FRÓN í samráði við stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins minnist þess 11- nóv. n.k., að í haust eru liðin 150 ár frá fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Samkoman verður haldin í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju og byrjar kl. 8.30 e. h. Forseti Fróns, Jón Johnson, setur samkomuna, en Harald- ur Bessason prófessor inn- leiðir umræður um skáldið og kynnir Dr. Richard Beck prófessor, sem flytur minn- ingarræðuna, er hann nefnir „Þjóðvakningarmaðurinn Jón- as Hallgrímsson.“ Frú Hólm- fríður Danielson les upp nokkur af kvæðum Jónasar, og ungfrú Ingibjörg Bjarna- son syngur nokkur lög, sem gerð hafa verið við ljóð hans. Vonast er til að fólk fjöl- menni bæði til þess að fræðast og skemmta sér og þá ekki síður til að hylla minningu listaskáldsins góða. Inngangur verður ekki seld- ur en samskot verða tekin. FRÓNS-nefndin ☆ Ársfundur íslendingadagsins verður haldinn í fundarsal Sambandskirkjunnar á þriðju- dagskveldið 5. nóverber n.k., klukkan 8. Fyrir fundinum liggur að kjósa nýja nefndarmenn og bera fram fjárhagsskýrslur ársins. Áríðandi að fólk sem hefir áhuga fyrir áframhaldi dags- ins sæki fund. JÓN K. LAXDAL riíari nefndarinnar ☆ — ÞAKKARORÐ —' Öllum þeim er heiðruðu út- för föður okkar, ættföður og tengdaföður, Pálma Lárusson- ar, með nálægð sinni, eða á einn eða annan hátt sýndu okkur samúð og vinahót, söng- flokki og sóknarpresti Gimli- safnaðar vottum við innilegt þakklæti- Lár usson's- f j ölskyldan ☆ Mr. Ari Johnson frá Árborg var staddur í borginni fyrri- part vikunnar sem leið. ☆ Mr. B. J. Lifman frá Árborg var staddur í borginni á fimtudaginn var. Ættingjar á íslandi óska upp- lýsinga um eftirgreint fólk: Sesselja Þorvaldsdóttir, ljós móðir. Guðmundur Guð- mundsson, maður hennar. — Hann stundaði fiskiveiðar- Fóstursonur þeirra, Kristján Þorvaldur Kristinsson, f. 2. febrúar 1900. Þessi fjölskylda fluttist til Vesturheims 1900. Sesselja dó um 1938—1939. Til er mynd tekin í Winnipeg 1914—1915. Ef til vill hefir fjölskyldan gengið undir nafn- inu Goodman. Jón Gíslason trésmiður frá Reykjavík fluttist vestur um haf árið 1875, ásamt elzta syni sínum, Árna Einar, fæddur árið 1867. Tveimur árum síðar (1877) fór kona Jóns, Oddrún Samúelsdóttir, með „stóra hópnum til Ameríku. Settist fjölskyldan að í Halifax, N.S. Árið eftir 1878 eignuðust þau son, Ingólf að nafni. Þrjú börn þeirra hjóna urðu eftir á íslandi og fluttust aldrei vestur. — Mynd létu þau taka af fjölskyldunni í Halifax og sendu börnum sínum og vina- fólki á íslandi, og eru enn til nokkur eintök. Ingólfur litli er að sjá 8—9 mánaða gamall, en Árrii Einar 11—12 ára. Oddrún mun hafa lifað skammt eftir þetta, því Ingólfi litla var komið til fósturs í franskt nunnuklaustur. Bréf barst til íslands frá Árna Einari árið 1883—’4 að faðir hans Jón væri látinn. — Veit nokkur hér um Ingólf og Árna Einar (Johnson) eða af- komendur þeirra? Upplýsingar sendist til: MRS G. J. JOHNSON, 109 Garfield St. Winnipeg, Man. 1 ☆ Heimilishjálp óskast Miðaldra kona eða eldri óskast til að taka að sér létt hússtörf á íslenzku heimili. Aðeins tveir í fjölskyldunni. Upplýsingar á skrifstofu Lög- bergs — WHitehall 3-9931. ☆ Boði sjóliðsforingi Sædal, ásamt komu sinni og tveim sonum, dvaldi síðastliðnar tvær vikur í heimsókn hjá foreldrum sínum Mr. og Mrs. A Sædal, Eggertson Apts., og systkinum sínum hér í borg. Hann hefir undanfarin ár verið í Victoria, B.C., en verð- ur nú framvegis með sjóhern- um í Halifax. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir ☆ — MESSUBOÐ — íslenzk guðsþjónusta verður haldin í Lútersku kirkjunni á Lundar, sunnud. 3. nóv. — Messutími kl. 2 e. h. S. Ólafsson EMBASSY OF ICELAND Washington 8, D. C. Ref: 24. E. 16. 21. október, 1957 Hr. ritstjóri Einar P. Jónsson Lögberg 303 Kennedy Street, Winnipeg, Manitoba Canada. Hr. ritstjóri: Sendiráðinu hefir borizt fyrirspurn frá Guðna Pálssyni, Túngötu 36, Reykjavík, útaf afdrifum bróður hans, Guð- laugs Pálssonar, sem fór til Canada 1908. Bréf Guðna, dags. 5. október, fylgir í afriti. Biðjum vér yður vinsam- legast, hr. ritstjóri, að birta fyrirspurn í blaði yðar til les- enda, sem kynnu að vita um afdrif Guðlaugs. Með fyrirfram þakklæti fyrir aðstoð yðar. Virðingarfyllst, Björn Tryggvason Reykjavík 5/10 1957 EMBASSY OF ICELAND in Washington 8, D. C. Háttvirta íslenzka sendiráð í Washington: Með þessum línum leyfi ég mér hér með að biðja sendi- ráðið íslenzka í Washington að reyna að hafa upp á manni, sem heitir Guðlaugur Páls- son- Átti hann síðast heima á Laufásvegi 39, Reykjavík, áður en hann fór til Canada. Þetta var 1908 um haustið. Guðlaugur Pálsson skrifaði alltaf til að byrja með, en svo fóru bréfin að koma sjaldnar. Hann fór á verkfræðinga- háskóla í Canada og tók þar gott burtfarapróf. Síðasta bréfið kom frá honum, að mig minnir, vorið 1915. Skrifaði ég honum þá og bað hann um að fara ekki í stríðið. Þetta bréf kom aftur, endursent og upp- rifið. I næsta bréfi á undan hafði hann skrifað, að hann væri búinn að fá góða atvinnu. Væri hann verkfræðingur við brúarsmíði í Winnipeg. Þegar hann var þarna gaf hann mér heimilisfang sitt. Því hef ég nú glatað og hef ekki getað neitt um hann spurzt. Ég hef sent fyrirspurn um Guðlaug til enska sendiráðs- ins í Reykjavík. Að stuttum tíma liðnum kom það svar, að fyrirspurnir þess hefðu ekki borið árangur. Við Guðlaugur, bróðir minn, misstum foreldra okkar 1914, bæði í sama mánuðinum. Þetta var búið að skrifa hon- um. Ekki tel ég ólíklegt, að Guðlaugur hafi farið í stríðið 1914, meðal þess fjölda her- manna, sem fóru frá Canada og Bandaríkjunum til Frakk- lands, þegar Þjóðverjar voru með eiturgasið illræmda og stráfelldu allar herfylkingar, sem komu frá Canada og Bandaríkjunum. — Stjórnir Canada og Bandaríkjanna hljóta að hafa nafnalista yfir þá menn, sem hafa fallið, eða orðið óvígir í þeim hildarleik. Guðlaugur Pálsson, bróðir minn mun vera um 68 ára, ef hann er á lífi. Með beztu kveðju um góðan árangur af þessu bréfi. Virðingarfyllst, GUÐNI PÁLSSON, Túngötu 36, Reykjavík, Iceland A Lelter to the Edilor Avalon Hotel, Waukesha, Wisconsin Oct. 27, 1957. Dear Einar Páll: This week I am in Mil- waukee, Wisconsin at an Evangelism Mission where I am guest preacher at St. Mark’s Lutheran Church. — Will return to Winnipeg on Nov. lst. —0— On Nov. 3rd ai 3 p.m. there will be a special service in Immanuel Lutheran Church, Baldur, Man., where they are celebrating the 50th Anni- versary of the congregation, and the dedication of their Church. — I will be conduct- ing this service at Baldur. Sincerely, Eric H. Sigmar ☆ Mr. J. W. Johannson leik- hússtjóri frá Pine Falls, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. Gamalli konu var gefið fyrsta bjórglasið, sem hún hafði nokkru sinni smakkað. Eftir að hafa tekið nokkra dropa, leit hún upp undrandi á svipinn: „En skrítið!“ muldraði hún. „Þetta er alveg eins á bragðið og meðalið, sem maðurinn minn hefur tekið inn reglu- lega síðustu tuttugu árin!“ KAUPIÐ og LESIÐ — LÖGBERGI OKKAR FÓLK gefur vcgna þess . . að það veit hve mikils virði Líknar- samlagið með sínum 37 deildum er fyrir borgarfélagið og samborgara okkar. Við vitum aldrei hvenær vinur eða nágranni þarf á hjálp að halda, sem aðeins Líknarsamlegið getur veitt . . . gegnum Barna-, Fjölskyldu-, Heilbrigðis-, Leikstarfsemi, — Elli- deildirnar og aðra ómissandi opin- bera þjónustu. GEFIÐ YKKAR SKERF

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.