Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 4

Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1957 Lögberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lðgberg” is published by Columbia Press Limited, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Printers Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa WHitehall 3-9»3t Betel og jólin Nú líður senn að jólum, hátíð ylsins og birtunnar, þótt í skammdegi sé, friðarhátíðinni miklu, sem meistarinn frá Nazaret í þeim skilningi, sem jól kristinna manna eru haldin, lagði grundvöllinn að. Við aðkomu jóla að þessu sinni, svo sem á undangengnum jólum, verða jólagjafir vafalaust gefnar, misjafnar að glæsi- leik og misjafnar að verðgildi; séu þær gefnar, svo sem vera ber, í því augnamiði að gleðja, getur ekki hjá því farið að gott hljótist af gefanda og þiggjanda til blessunar. Stofnanir þær, sem okkur standa næst, mega ekki undir neinum kringumstæðum gleymast, er til þess kemur að velja jólagjafir; innan veggja þeirra, svo sem á Betel, dvelur aldurhnigið fólk, sem þarf á kærleiksríkri aðbúð að halda, og góðu heilli nýtur hennar, þó fram að þessu hafi húsrými verið takmarkað um of; úr þessu hefir þegar verið mikið bætt með hinni veglegu fimmtíu íbúða nýbyggingu, sem tekin var til afnota í júnímánuði síðastliðnum. Það væri synd að segja, að bygginga- og Betelnefnd hefði lagt árar í bát; er nýbyggingunni var lokið, lét nefndin þegar taka til starfa við endurnýjun gömlu byggingarinnar, er mjög var úr sér gengin varðandi öryggi og aðra nauðsyn- lega hentisemi. Breytingar þær á gömlu byggingunni, sem nú eru í upp- siglingu miða allar til mikilvægra bóta, og var þess sízt van- þörf, þar sem vitað var, að húsakynnin voru hvergi nándar nærri öruggur bústaður aldurhnignu fólki, sem þungt var orðið um fót; nú verða stigar eldtraustir auk þess sem lyftu verður komið fyrir jafnskjótt og fjárhagsástæður leyfa. Á annari hæð hússins verða tuttugu og fjögur rúm, sem ætluð eru rúmföstu fólki, en að meðaltali hefir einn þriðji vistmanna einhverju sinni verið bundinn við rúmið. Á aðalfólfi er nýtt eldhús í undirbúningi, stækkaður borðsalur og umbætur í dagstofu. , Með því hve byggingarkostanaður allur hefir hækkað, varð hin upprunalega áætlun 15 af hundraði lægri en átt hefði að vera; nú reiknast svo til, að kostnaðurinn við nýju bygginguna og viðgerð við þá gömlu, hlaupi upp á $205,000.00. Söfnunin fram að þessu, að því er Gretti Eggertssyni for- manni fjársöfnunarnefndar segist frá í bréfi og skýrsla fé- hirðis K. W. Johannsonar ber með sér, nemur upphæðin, sem safnast hefir $171,000.00, en til þess að ná hinu ákveðna markmiði, þarf að safna $33,5000.00 í viðbót; þess skal getið, að hin upprunalega kostnaðaráætlun fól ekki í sér mat á húsgagnakostnaði, né heldur kostnaði við ýmisleg áhöld. Sérstök fjársöfnun hefir verið hafin til kaupa á hús- gögnum og áhöldum. Hér fer á eftir sundurliðaður reikningur, sem lesendur Lögbergs og aðrir velunnarar Betels hafa gott af að kynna sér: Furnishings for new building (already purchased) $17,500 00 Infirmary floor (Hospital beds and equipment) 6,000.00 Kitchen and Laundry 5,000,00 Third floor 3,200.00 Main floor 3,200.00 $35,000.00 í þennan sjóð hafa nú safnast $3,200.00 fyrir húsgögn og ýmisleg áhöld. Af þessu má ráða, að samstiltra átaka er þörf varðandi fullnaðarframkvæmdir þessa mikla mannúðar- og menningar- máls, sem ekki þolir neina bið. Þéss er vænst, að lánast megi að taka til afnota bygg- inguna alla þann 1. janúar næstkomandi og mun hún þá geta veitt viðtöku 110 vistmönnum í alt. Látið Betel og sólsetursbörnin, sem þar dvelja, ganga á undan öllu öðru að því er jólagjafir yðar áhrærir. Vinarkyeðja AKUREYRI. 2. desemebr 1957 Kæri Einar Páll: Beztu þakkir fyrir alla á- gæta kynningu síðastliðin 30 ár, kynningu sem geymist en gleymist ekki. Með þessum miða sendi ég þér borgun fyrir Lögberg fyrir árið, sem þegar er liðið og árið sem byrjar bráðum. Fréttir eru fáar héðan af Akureyri, dagarnir líða fram eins og lygn straumur, án flúða, strengja eða fossafalla. Hér er ágætisfólk sem elskar náungann eins og sjáKt sig og gjörir engum neinn órétt, enda hefir sjálfur skaparinn gefið þar gott eftirdæmi í meðhöndlun sinni á fólkinu yfirleitt. T. d. er veðurfar hér svo einmuna gott og yndislegt utan fáa daga þegar hann sjálfur var önnum kafinn annars staðar, að einhver annar skaust inn í óleyfi og hlóð niður slíku snjómagni að alt fór á bólandi kaf, allir vegir tepptust til heiða og sveita. allur þessi mikli snjór hvarf þó á fáum dögum fyrir regni og þýðvindi, svo nú er snjólaust í sveitum. Oftast er hér 5— stiga hiti- Hér er ágætt félagslíf, ekki þó svo að skilja að hér sé ein hjörð og einn hirðir, heldur eru margar hjarðir og margir hirðar, en það raskar á engan hátt neinu í hinu félagslega jafnvægi og einingu í bæjar- lífinu. Mér dettur stundum í hug að svona hafi heimurinn hlotið að vera áður en syndin og bitvargurinn kom til sög- unnar. — Ég skrapp til Þing- valla í sumar sem leið og það- an austur í Þjórsárdal; ég hafði áður komið til Þingvalla, en ekki lengra. Þjórsárdalur lagðist í auðn fyrir mörgum öldum af eldgosi, en er nú óðum að gróa upp aftur. — Landslag þessa héraðs er með fegurstu og einkennilegustu, sem ég hefi séð, breytileikinn næstum takmarkalaus. Þar er nýlega búið að grafa upp bæ- inn Stöng, sem fórst í hinu sama eldgosi, og sér þar húsa- skipun alla á íveru- og úti- byggingum, hefir sú skipun verið alleinkenníleg og ólík því sem nú gjörist sem von er til. Byggt heíir verið yfir þessar gömlu leyfar og þær fornminjar, er þar fundust og er það til sýnis ferðamönnum undir eftirliti umsjónarmanns. Við höfðum ásett okkur að fara aðra ferð til Gullfoss og Geysis, en svo óheppilega vildi til að þann dag var regn- súld og þoka, en þessa staði er gagnslaust að sjá í dimm- viðri, svo sú ferð fórst fyrir. Skömmu síðar fórum við aðra ferð frá Akureyri til Húsavíkur, Ásbyrgis og Detti- foss. Þú hefir vafalaust komið á þessar slóðir, svo óþarfi er að gefa þar á nokkra lýsingu, enda mundi mig bresta orð þar til. Við komum til Ás- byrgis síðla laugardags. Það til Lögbergs sama kvöld var ákveðinn dansleikur á eggsléttri grund- inni í Byrginu. Tæplega var hægt að þverfóta fyrir ölvuð- um unglingum hvar sem litið var. Að sjálfsögðu er drykkju- skapur bannaður þar á staðn- um, en víkingar fara ekki ætíð að landslögum. Næsti áfangi var Dettifoss. Þetta var í fyrsta sinn sem mér auðnaðist að sjá þetta tröllslega náttúrusmíði. Ekki er hann fagur, en hann er hlaðinn einhverri ólýsanlegri forneskju tign og töfrakrafti, sem gjörir hann ógleymanleg- ann. Þegar ég stóð á bergsnös- inni gegnt honum og horfði á flaumbreiðuna byltast fram af brúninni og falla ofan í dimm- an gljúfursvelginn og fann bergið skjálfa undir fótum mínum, virtist mér ég vera annaðhvort horfinn til baka aftur í löngu liðnar aldir eða fram í einhvern ókominn tíma, þar sem teikn og kraftaverk væru deglegir viðburðir. Mér datt í hug sagan um Loka læstan í fjöturinn Gleipni, þegar ég sá Dettifoss sem ólmaðist hamslaus en fjötraður bergfjötrunum sem þrengdu að á allar hliðar. Hve lengi hafa þessi fangbrögð verið háð og hve lengi munu þau vara hér eftir. Þegar þess er gætt að vatnsdropinn holar steininn með óþreytandi elju, er ekki ósennilegt að þetta mikla vatnsmagn fossins sem sífellt og óaflátanlega sverfur og sagar hamrabrúnina sem skapar fallhæðina og fossinn, muni við það breyta lögun og línum frá núverandi svip. Vafalaust er hann nú í dag með öðrum svip, en þegar maðurinn sá hann í fyrsta sinn- Eitt sinn er sagt að and- inn hafi svifið yfir vötnunum. Svífur ekki einhver máttugur andi yfir Dettifoss? Annars vega fossins gnæfir lóðrétt berg, líklega mörg hundruð feta hátt, ofan það falla stríðir vatnsstraumar af úða sem stígur upp úr gljúfr- inu og myndast þegar foss- þunginn að ofan mætir sínu eigin endurkasti úr kletta- þrönginni að neðan. Líklega sé ég ekki DettifQss 1 annað sinn, en hann verður mér ó- gleymanlegur. Á heimleiðinni fórum við gegnum Mývatnssveit. Það er með afbrigðum fagurt hérað og einstakt í sinni röð. Drykklanga stund var áð hjá Goðafossi, hann er fagur, bjartur og brosandi, ólíkur hálfbróður sínum í Jökulsá. Þaðan var haldið sem leið lá heim til Akureyrar og var þessi ferð hin bezta og margt markvert séð, þótt fljótt væri farið yfir. Af mér sjálfum er það að segja að mér hefir aldrei liðið betur en nú og það er mikið sagt vegna þess að mér hefir oft áður liðið ágætlega, en ég hefi ekki verið hjá dóttúr minni fyrr. Ég bið þig nú að bera þeim af kunningjum mínum, sem þú ef til vill mætir kæra kveðju mína með ósk um gleðilegt komandi ár. Dóttir mín og ég biðjum innilega að heilsa konu þinni með innilegri jóla- og nýárs- ósk frá okkur báðum til ykkar beggja. Með beztu hamingjuóskum. Þinn einl. Jónbjörn Gíslason ADDITIONS to Betel Building Fund From the Bjarnason family $150.00 In loving memory of Rev. Jóhann Bjarnason, former pastor of Betel, who died January 18, 1940. ---0---- íslenzka kvenfélaginu við Leslie, Sask. 5 00 í kærri minningu um Mrs. Sigríði Ólafsson, er var heiðursmeðlimur í félaginu. -----------0---- Mrs. Margaret Hattstad Mr. H. J. Hofteig, Mount, Minnesota 20.00 In memory of the late John G. Isfeld of Minneota, Minnesota. ---0---- Mr. Tryggvi Eyolfson, Árborg, Manitoba 50.00 ---0---- Mr. & Mrs. B. Bjarnason, Langruth, Manitoba 10.00 KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI "Betel##$205#000.00 Building Campaign Fund —180 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund. 123 Princess Slreet, Winnipeg 2.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.