Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.12.1957, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1957 5 ’wwwwwwirwwwwwwwwwwwvww r r /UilJG/iMAL GVENNA \ Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON DROTTNINGIN FRAMHALD Klæðaburður hinnar ungu, brezku drottningar er ekki minnsta erfiðið, sem hún verð- ur að leggja á sig, ekki sízt eins og í þessari síðustu lang- ferð hennar. Samkvæmt sið- venjunum urðu allir búningar hennar að vera nýir. Það hefði þótt ókurteysi, ef hún hefði komið fram í Canada eða Bandaríkjunum í búning- um, er hún hefði notað í öðr- um löndum. Það þurfti því að sauma um 30 til 40 nýja bún- inga áður en hún lagði af stað og til þess að hún væri við öllu búin, því ekki má nota sama búninginn tvisvar. Hún þarf að hjálpa til að velja snið þessara búninga og láta máta þá á sig, og í þetta umstang fer mikið af dýrmætum tíma hennar. Talið er að hún hafi komið fram í 27 mismunandi búningum í þessari 9 daga dvöl hennar hér vestra. Það eitt að þurfa að skipta oft um búninga daglega getur orðið nokkuð þreytandi. Mesti íburðurinn er lagður í kveldbúningana, og ber drottningin þá framúrskar- andi vel. Hún heimsótti París í vor, en konur þeirrar borgar hafa lengi haft það orð á sér, að kunna betur að búa sig fagurlega og bera sig betur en aðrar konur. Elizabeth stóð þeim fyllilega á sporði í þeirri list. Er sérstaklega minnst hápunkts heimsóknar- innar, þegar forseti Frakk- lands hélt henni veizlu. Nor- man Hartnell, klæðskeri drottningarinnar, hafði látið sauma henni undurfagran búning fyrir það tækifæri. Blóm Frakklands, fleur-de-lis og poppies voru útsaumuð á kjólinn með perlum, tópas- steinum og gullvír; var kjóll- inn svo íburðarmikill, að hann hefði borið flestar konur ofur- liði — en ekki Elizabetu drottningu; þegar hún birtist á pallinum fyrir ofan tröpp- urnar er liggja niður í borð- sal Elysée Palace, með glamp- andi gimsteina í hárinu, emer- alda og demanta-festi um hálsinn og hinn skínandi skarlat-rauða Legion of Honor borða um barminn, þá urðu hinar skrautbúnu frönsku konur svo hrifnar, að þær fóru ósjálfrátt að klappa sam- an höndum. Parísarborg bað um að mega geyma þennan kjól í minningu um komu drottningarinnar. En það var auðvitað ekki einungis bún- ingtu-inn né demantarnir, sem ollu hrifningunni; það var tíguleikinn og yndisþokkinn í framkomu drottningarinnar. í heimsókn hennar hingað vestur er sérstaklega minnst tveggja slíkra blikmynda, er heilluðu fjöldann: Þegar hún kom út úr þinghúsinu eftir að hafa lesið hásætisræðuna og ók á burt í opinni kerru. A undan og eftir reið canadiskt riddaralið — Mounties — í sínum litfögru einkennisbún- ingum á kolsvörtum hestum. Drottingin var í gimsteina- skreytta krýningarkjólnum sínum með kórónu á höfði, en við hlið hennar sat hinn hái og glæsilegi maður hennar í liðsforingja einkennisbúningi. Þetta var eins og draummynd úr ævintýri. Hin stundin var við móttöku Brénzka sendi- ráðsins í Washington. Tjald úr “fiber-glass” hafði verið reist á balanum fyrir framan sendiráðið er rúmaði 3000 gesti; grænar ábreiður voru breiddar á grasið, tjaldstólp- arnir blómiun skreyttir; fólk- ið í sólskinsskapi að masa; þá birtist pipe major fyrir ofan tröppurnar á sendiráðshúsinu; á eftir honum stigu fram hægt, og tígulega tveir skozkir pípu- leikarar og léku um leið Over the Seas to Skye. Nú var stutt bið og þá birtist drottningin í í öllu sínu skrauti við hlið Eisenhowers forseta Banda- ríkjanna. Þau stóðu augnablik grafkyrr, tíguleg og ljómandi. Einn af gestunum, sem venju- lega lætur sér fátt um finnast þessa viðhafnarsiði, sagðist hafa staðið á öndinni þar til þau leystu upp þetta drama- tíska augnablik með því að ganga ofan stigan. Blaða- og myndatökumenn, sem fylgdust með ferðum drottningarinnar, sögðu það hið erfiðasta verkefni er þeim hefði fallið í hlut. Það er ekki gaman fyrir drottninguna að hafa það alltaf á vitundinni að hver hreyfing hennar og svip- breyting eru vaktaðar og hvert orð hennar komið í .öll heimsblöðin svo að segja á svipstundu. Hún má alltaf vera á verði, því hún er alltaf undir smásjánni, og blaða- mennirnir eru síður en svo nærgætnir, ef svo vill verkast og fara ekki að lögum. Þau hjónin plöntuðu tré í trjágarð Rideau Hall í fyrri heimsókn sinni, og fóru út að skoða það; engum blaðamanni hafði verið leyft þangað inn þessa stund. Þau héldu að þau væru ein þarna; tóku saman höndum og dönsuðu kringum tréð. Einn myndatökumaður hafði þó stolist inn og klifrað upp í tré, beðið þar í þrjá tíma, og náði mynd af þeim. Life Magazine fékk nem- anda og prófessor frá daufra og dumbra skóla til að æfa sig í að lesa á varir drottning- ar þegar hún flutti hásætis- ræðuna yfir sjónvarpið. Síðar þegar hún var viðstödd fót- boltaleikinn í Maryland, sátu þeir hinumegin við völlinn og lásu gegnum sterkan sjónauka hvert orð sem hún sagði. Hún sat hjá ríkisstjóranum og virt- ist lítið hrifin af leiknum. En í síðari hluta hans, þegar Mary- land liðið fór að hafa betur, tókst ríkisstjórinn á loft af fögnuði, gleymdi sér alveg og skellti hendinni á kné drottn- ingarinnar. Hún gat ekki annað en talað frjálslega við þennan glaða mann, en enginn skildi síðar hvernig Life Magazine fékk birt samtal þeirra orð fyrir orð- Það rigndi og rigndi . . . Bandaríski kvikmyndaleik- arinn og framleiðandinn Kirk Douglas, hefir nýlega lokið við að kvikmynda “The King of the Vikings” í Noregi. Það var ekki fyrirhafnarlaust verk, því fyrir utan að láta byggja þrjú víkingaskip, sem eru eftirlíkingar af víkinga- skipinu á safninu í Osló og kostuðu hvorki meira né minna en 60 þúsund dali, lét hann byggja „víkingaþorp“ á lítilli klettaeyju í einum firð- inum og þurfti að fá tvö skip til þess að „hýsa“ 600 manna flokk, sem vann við kvik- myndatökuna. — Það var fólk af ólíku þjóðerni, og tafði það nokkuð fyrir myndatökunni að alla fyrirskipanir þurfti að kalla upp á norsku, dönsku, sænsku, þýzku, frönsku, ítölsku og ensku. Miklar rigningar voru með- an á kvikmyndatökunni stóð og þurfti kvikmyndatökumað- urinn að útbúa sérstakan loft- blásara á kvikmyndavélina til þess að blása rigningunni burt áður en hún skall á „linsuna“. Af þeim 60 dögum sem kvik- myndatakan stóð rigndi í 49 daga. Einn af myndatökumönnun- um spurði einn af norsku aukaleikurunum dag nokkurn, er hann var orðinn þreyttur á regninu: — Segðu mér, er alltaf rign- ing hérna? — Ég veit það ekki, svaraði pilturinn — ég er ekki nema 18 ára gamall! — Ég sver að ég hefi aldrei sagt illt orð um nokkurn mann. — Því trúi ég vel, því að þú talar aldrei um annan en sjálfan þig. ----0----- — Þennan hatt ættuð þér endilega að kaupa frú, hvíta fiöðrin í honum gerir yður tíu árum yngri, sagði af- greiðslustúlkan. — Ágætt, svaraði frúin. — Setjið þá tvær fjaðrir í hann! Við kveldverðarboð í Wal- dorf Astoria hótelinu, þar sem voru 4 þúsund boðsgestir, varð að koma gestunum fyrir í fleiri en einum sal; voru því sett upp sjónvarpstæki til að sjónvarpa frá aðalsalnum í smærri salina. Þetta mun drottningin hafa vitað, en ekki hitt, að myndir yrðu teknar meðan hún var að borða né, að hægt væri með sérstöku gleri í myndavélinni að draga andlit hennar úr 35 metra fjarlægð, þannig að það fyllti myndflötinn á T.V. tækinu. Blaðamennirnir, sem vaktað höfðu drottninguna stöðugt í 9 daga, sáu allt í einu konu, sem þeim kom ókunnuglega fyrir sjónir; hún hló glaðlega en var þó svo taugaóstyrk að hún sló fingurgómunum stöð- ugt í borðið meðan hún hló, strauk niður hár sitt og lagaði kórónuna; færði til axlaborð- ana á kjól sínum nokkrum sinnum og greip til baka glas, sem þjónninn ætlaði að taka í burtu. „Hugsið ykkur þá alveg ó- trúlegu stjórn, sem þessi kona beitir við sjálfa sig,“ sagði einn fréttaritarinn í hluttekn- ingarróm. „Ég hefi aldrei áður séð hana hreyfa sig þannig.“ Og rétt í því gaf Elizabeth sýnishorn af þessari sjálf- stjórn. Maður kom aftan að henni til að laga hátalarann, þegar hún var að hlæja og draga á sig löngu hanzkana. Á sama augnabliki var eins og blæja félli yfir andlit hennar, svipurinn stilltist og hend- urnar kyrðust. —Framhald ■iliBllilBlllHlBiiliBiiilBlillBllllHliliBlliiBllllBiiilflliiiBlBliilBilllBiNÍBIillBillinillSlllBiiliBirilBiilli | | I i I A L • • • ÍSLENZKA MILLILANDAFLUGFÉLAGIÐ | j «-V--------------------------j Lægstu ffuggjöld I «' I ! ÍSLANDS I Á einni nóttu til Reykjavíkur . . . ágætur kvöldverður með || koníaki, náttverður AU/r ÁN AtJKAGREIÐSl/TJ MEÐ IAk jjg Rúmgóðir og þagilegir farþegaklefar með mlklu fótrými . . . = áhöfnin, (i Skandlnavar, sem þjálfaðir hafa verið í Bandaríkjvm- B um, býður yður velkominn nm borð. Ekkert flugfélag, sem S heldur uppi föstiun flngferðum yfir JVorður-Atlantshafið, býður B Iiegri fargjölvl. = Eftir skamma viðdvöl á íslandi halda l'lugvélarnar áfram til ■ XOREGS, SVttJÓÐAR, DANMEliKl R. STÓRA-BRETI/ANDS, B ÞtZKAEANDS. 1 i 15 West 47th Street, New YorK 36 PL 7-8585 NEW YORK . CIIICAGO . SAN FRANCISCO ^3illllBIIIIBIIIIBIIIIBllllBIII!BIIIIBIII!BIIIIBI!!IB!l!!BI!!IBli:iBllllBII!IB!!!IB!lllB!!!!BI!!!B!IIIBIIIIBillíl i ■ ■ lllli

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.