Lögberg - 20.03.1958, Side 1
71. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 20. MARZ 1958
NÚMER 12
Fyrsti fagskólinn á íslandi
tekinn til starfa
Fyrsti verklegi iðnskólinn á
íslandi tók til starfa í gær <15.
íebrúar) í Iðnskólanam í
Reykjavík. Það er Félag ís-
lenzkra prentsmiðjueigenda,
sem stofnaði þennan skóla, og
afhenti hann íslenzkum prent-
nemum.
Skólinn er í tveimur vist-
legum stofum í kjallara Iðn-
skólans og er hann búinn á-
gætum tækjum: í annarri
stofunni eru tvær prentvélar,
en í hinni eru leturkassar,
ietur og fleira. Baldur Eyþórs-
son, prentsmiðjustjóri, for-
maður Félags íslenzkra prent-
smiðjueigenda, afhenti prent-
arastéttinni skólann til afnota,
en Magnús Ástmarsson for-
maður Hins íslenzka prentara-
félags þakkaði fyrir hönd
prentarastéttarinnar. — Auk
þess tóku til máls Þór Sand-
holt, skólastjóri Iðnskólans,
Hálfdán Steingrímsson, prent-
smiðjustjóri, sem afhenti skól-
anum að gjöf stóra mynd af
Steindóri Gunnarssyni, sem
var upphafsmaður þessa máls,
og 2000.00 kr. til fagtólskaupa.
Hafsteinn Guðmundsson,
prentsmiðjustjóri og Helgi H.
Eiríksson, formaður bygging-
arnefndar Iðnskólans.
1 ræðu Baldurs Eyjólfssonar
sagði meðal annars:
„Ég vil í nafni Félags ís-
lenzkra prentsmiðjueigenda
bjóða ykkur velkomna hingað
í dag. Fyrsti verklegi iðnskól-
inn er að taka til starfa. Skól-
inn hefur hlotið nafnið Bók-
iðnaðarskólinn í Reykjavík, og
fyrsta deild hans, Prentskól-
inn, er að taka til starfa.
Við, sem að þessu stöndum,
hugsum svo hátt, að eftir
nokkur ár verði bókbindarar,
prentmyndasmiðir og offset-
prentarar eða allar deildir
bókagerðarinnar búnar að
eignast sinn fagskóla. Saga
Prentskólans er orðin löng
innan vébanda FÍP. Steindór
heitinn Gunnarsson bar fyrst-
ur manna fram tillögu um
stofnun og starfrækslu sér-
staks fagskóla og var sú til-
laga studd af Gunnari Einars-
syni á fundi í FÍP. Frá þessari
stundu barðist Steindór Gunn-
arsson fyrir Prentskólanum og
stofnaði sjóð, er nota skyldi,
þegar undirbúningur að starf-
rækslu skólans hæfist. í þenn-
an sjóð gaf Steindór heitinn
meira og minna alla tíð meðan
hans naut við. Sérstök skóla-
nefnd hefur starfað á vegum
FÍP, og skipa hana nú Haf-
steinn Guðmundsson, Haukur
Herbertsson og Óli Vestmann
Einarsson. — Ýmsar prent-
smiðjur og forráðamenn þeirra
hafa stutt þetta skólamál af
miklum rausnarbrag. Þeim
vil ég þakka velvilja og góðan
stuðning. Sérstaklega vil ég
þ a k k a Ríkisprentsmiðjunni
Gutenberg og forstjóra henn-
ar, Steingrími Guðmundssyni,
fyrir mikinn og alhliða stuðn-
ing. Skólastjóra Iðnskólans,
hr. Þór Sandholt, vil ég þakka
frábæra lipurð og hjálpsemi,
skólanefnd Iðnskólans fyrir
góðan skilning og fyrir-
greiðslu, svo og byggingar-
nefnd Iðnskólans fyrir ómet-
anlega hjálp og fyrirgreiðslu í
sambandi við staðsetningu hús
næðis þess, er við höfum nú
fengið til afnota hér í Iðnskól-
anum. Hr. menntamálaráð-
herra Gylfa Þ. Gíslasyni vil
ég þakka fyrir fjárhagslegan
stuðning, svo og borgarstjór-
anum í Reykjavík, hr. Gunn-
ari Thoroddsen.
Okkur, sem að undirbúningi
Prentskólans höfum staðið, er
fullkomlega ljóst, að þetta
fullnægir ekki þörfum þeirra
tíma, er við lifum á, en teljum
sð þetta sé sæmilega góð
byrjun og erum fullvissir um
að innan skamms tíma verði
húsnæði það sem við höfum
nú, orðið of lítið, því að við
munum halda áfram að bæta
við tækjum eftir því sem fjár-
hagsleg geta okkar leyfir.
Kennarar skólans hafa verið
ráðnir Hafsteinn Guðmunds-
son, Óli Vestmann Einarsson
og Hjörleifur Baldvinsson.
Hér með afhendi ég skóla
þennan prentarastéttinni á ís-
landi til afnota og vona að
þessi tímamót megi verða
prentiðnaðarstéttinni á íslandi
hvatning til enn aukinnar
vandvirkni og hagsældar á
komandi árum.“
—Alþbl., 16. febr.
Veitið athygli
Fólk er beðið að minnast
fyrirlesturs próf. Einars Ólafs
Sveinssonar í Sambands-
kirkjunni í kvöld (fimmtudag)
kl. 8.15 e. h. Fyrirlestur pró-
fessorsins fjallar um gildi ís-
lenzkra fornsagna, eins og
fyrr hefir verið skýrt frá. Á
föstudag kl. 1240 flytur próf.
Einar fyrirlestur við Manitoba
háskóla í Theatre I, The Arts
Building.
FÁEIN MINNINGARORÐ:
Kristján Árnason
Leiðir skiljast, þá ljósið
slokknar- Einn landnámsmað-
urinn enn fallinn í valinn.
Sunnudaginn 19. jan. s.l. lézt
á spítalanum í Foam Lake
einn af frumherjum þess hér-
aðs, eftirlangvinnan sjúkdóm.
Hann var fæddur á íslandi 30.
maí 1887 í Neshjáleigu í Loð-
mundarfirði. Þar ólst hann
upp með foreldrum sínum,
Bjarna og Ástríði (Árnason)
til 16 ára aldurs, en þá fluttist
hann með foreldrum sínum til
Ameríku og settust þau fyrst
að í bænum Henzel, N. Dak.
Árið 1904 tók hann sér heim-
ilisréttarland í Kristnesbyggð,
Saskatchewan. — Árið 1914
kvæntist hann eftirlifandi
konu sinni Maríu Ólafsson,
dóttur Kristjáns og Guðrúnar
Ólafsson, sem bæði höfðu
flutzt frá Islandi á unga aldri
og byggt upp af auðninni
heimili í Foam Lake héraði.
Kris Árnason, eins og hann
var löngum kallaður, lifði alla
ævina af landbúnaði, að und-
anskyldum 10 árum sem þau
áttu heima í Winnipegosis. —
Nú syrgja hann öldruð kona
hans og sex börn, öll upp-
komin og gift, Mrs. Gordon
Grant í Prince George, B.C.;
Mrs. Art Ross, Wadena, Sask.;
Kristján Marvin, Foam Lake;
Páll, Leslie, Sask.; Walter,
Dunduru, Sask.; og Harald í
Estevan, Sask.; tvo sonu höfðu
þau hjónin misst: Elmer lézt
fjögra ára gamall, og Ólafur,
sem þjónaði í kanadíska hern-
um, féll í orustu á Italíu- —
Kristján heitinn sagði alltaf
að hann ætti tólf börn, sem
þýddi að tengdadætur og synir
voru öll hans börn, því að öll
börnin þeirra eru gift; allar
þessar fjölskyldur voru við út-
för hans. Barnabörnin eru níu,
sex stúlkur og þrír drengir.
Honum fylgja hugheilar þakk-
ir frá konu hans, börnum og
vandamönnum, því að hann
var góður heimilisfaðir og
ástríkur eiginmaður. Þessa
heims auð hlaut hann aldrei,
en viðskaps og truasts sam-
ferðamanna sinna naut hann;
og ráðvendni og drengskapur
eru æviminning hans.
Útför hans var fjölmenn og
hann var jarðsettur í Foam
Lake grafreit 23. janúar s.l.
frá Sambandskirkjunni þar.
Blessuð sé minning hans.
—K. O.
Hafizt handa um kirkjubyggingu
í Kopavogi í sumar
Kirkjan er teiknuð af husameistara ríkisins
Hinn 12. janúar s.l. var sam-
þykkt á aðalsafnaðarfundi
Kópavogssóknar að hefjast
handa um kirkjubyggingu á
næstkomandi sumri. Ákveðið
var að kirkjan skyldi reist
samkvæmt teikningu Harðar
Bjarnasonar, húsameistara rík
isins.
Líkan af kirkjunni var til
sýnis á safnaðarfundinum.
Mönnum bar saman um, að
húsameistara hefði tekizt
mjög vel að leysa verkefni
þetta, sem er nokkrum vand-
kvæðum bundið. Er það aðal-
lega hve kirkjan stendur hátt
og sézt vítt að, en henni hefir
verið valinn staður á hæð
vestan Hafnarfjarðarvegar,
þar sem hún blasir daglega við
sjónum margra- Er þar mjög
fallegur staður.
Kirkja þessi verður jafn-
arma krosskirkja og eru stafn-
ar dregnir út í oddboga.
Kampar verða hlaðnir úr
grjóti. Stafnar verða að mestu
úr steindu gleri og kirkjan því
öll tilkomumeiri uppljómuð,
langt að séð. Yfir kirkjuskip-
inu verður hvolfþak, sem hvíl-
ir á súlum. Veggir verða
klæddir viði. Svalir eru á
hliðarveggjum og söngpallur
gegnt kórnum. Má segja að
bæði ytra og inna skiptist á
hinn hefðbundni kirkjustíll og
nýtízkustíll.
Kirkjan mun rúma um 250
manns í sæti og verða 400 fer-
metrar að flatarmáli.
Vonir standa til að nokkuð
fé verði veitt úr bæjarsjóði til
framkvæmdanna og fjáröfl-
unarnefnd starfar einnig inn-
an safnaðarins.
Vona menn að ekki muni
standa á nauðsynlegum leyf-
um til byggingarframkvæmda
þeirra, er fjárframlög safnað-
arins hrökkva til. Er þess
ekki sízt að vænta þar sem
Kópavogskaupstaður er nú
þegar orðinn einn stærsti
kaupstaður landsins.
—VÍSIR, 12. febr.
Flytur ópólilíska ræðu
Hon. Lester B- Pearson
fiutti á þriðjudagskvöldið at-
hyglisverða, ópólitíska ræðu,
sem fjallaði einvörðungu um
viðhorf heimsmálanna á breið-
um grundvelli, þar sem lögð
var á það megin áherzla, að
þjóðirnar yrðu að gera út um
deilumál sín með sáttmáls-
gerð.
Minningarorð
Þann 5. febrúar 1958 andað-
ist Jón Pétur Bergþórsson á
Lundar, Man. af hjartaslagi.
Hann var staddur í Ashern,
Man., þegar dauða hans bar
að höndum. Foreldrar Jóns
voru þau heiðurshjónin Berg-
þór Jónsson og Vilhelmína
Eyjólfsdóttir, sem bjuggu á
Möðrudal á Fjöllum á íslandi.
Þar fæddist Jón 23. marz 1885,
þar ólst hann upp hjá foreldr-
um sínum til sex ára aldurs-
Þá flutti hann ásamt foreldr-
um sínum til Manitoba í
Canada. Þau námu land 1
Lundarbyggð og bjuggu þar
í mörg ár. Var Jón hjá for-
eldrum sínum og hjálpaði
þeim, þar til hann fór að vinna
hjá öðrum. Hann var góður
vinnumaður, trúr og ábyggi-
legur í orði og verki og vin-
sæll maður í sinni byggð, sem
líka eðlilegt var. Hann var
prúðmenni, hversdagslega
hægur og stilltur, gat þó verið
kátur og spaugsamur, ef svo
bar undir.
Árið 1915 kvæntist Jón
ágætri stúlku, Miss Petrínu
Fríman. Þau byggðu sér heim-
lili í Lundarbæ, og hafa átt
þar heima ávalt síðan og
vegnaði vel. Hann lætur eftir
sig konu sína og eina systur,
Mrs. Björgu Runólfsson, sem
býr í Saskatchewan, og sex
mannvænleg og vel gefin
börn, öll gift. Eru þau hér
talin eftir röð: Guðrún, Ólafur,
Vilhelmína, Albert, Magnús
og Jón.
Jóns Bergþórssonar er sárt
saknað af öllum sem þekktu
hann bezt. Hann var jarðsung-
inn frá lútersku kirkjunni á
Lundar 10. febrúar, að við-
stöddu miklu fjölmenni, og
jarðsettur í Lundar grafreit.
Kveðjumál flutti Rev. A. T.
Davies frá Eriksdale, Man.
Nú þegar jarðnesk þrotin
samleið er
mun þig í minni ástvinirnir
geyma.
Og biðja heitt að friður fylgi
þér.
1 faðmi Guðs þú megir eiga
heima-
V. J. Guttormsson