Lögberg - 20.03.1958, Side 4

Lögberg - 20.03.1958, Side 4
4 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 20. MARZ 1958 Lögberg GefiS ðt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 303 KENNEDY STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram "Lögberg” is published by Columbia Press Dimlted, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada Printed by Columbia Prtnters Authorized as Second Class Mall, Post Offlce Department, Ottawa WHitehall 3-9931 Útdráttur úr þingræðu eftir Ásmund Loplson, þingmann Saltcoats-kjördæmisins í Saskalchewan. Ásmundur hefir átt flestum mönnum lengri setu á þingi vestur þar og hefir staðið af sér margar pólitískar hryðjur, er hafa mundu riðið mörgum kappanum að fullu; en Ás- mundur er meira en lífseigur, er til pólitískrar baráttu kemur; hann virðist í rauninni alveg ósigrandi. — Hér fara á eftir ummæli hans í skyndiþýðingu, en hann flutti þau á þingi 25. febrúar síðastliðinn: „Mér dylst ekki, að eins og nú horfir við, verði það einkum utanríkismálin, er dragi að sér athygli allra hugs- andi manna jafnt í Canada sem annars staðar, og þá vita- skuld engu síður í Saskatchewanfylki en í öðrum landshlut- um á bygðu bóli. Það er þess vegna í rauninni ekkert undrunarefni þótt mörg augu hvíli á Canada um þessar mundir og fólk bíði með nokkurri óþreyju kosningaúrslitanna þann 31. þessa mánaðar; ekki einungis vegna þeirra viðfangs- efna, er ráða verður úr heima fyrir, heldur og engu síður vegna þess að nú hefir verið fjarverandi síðan 10. júní frá friðarfundum Sameinuðu þjóðanna sá maðurinn, sem saknað er þaðan mest og dýpst hafði áhrif á viðhorf friðarmálanna í mannheimi undanfarinn áratug; er hér átt við Lester B. Pearson, fyrrum utanríkisráðherra Canadastjórnar og erind- reka hennar hjá Sameinuðu þjóðunum; það var ekki einasta að Mr. Pearson aflaði sér persónulega víðfrægðar í embætti sínu, heldur stækkaði hann svo landnám Canada, að þar hafa fáir komist í hálfkvisti við. Stórblaðið Manchester Guardian lét á sínum tíma þess getið, að Mr. Pearson væri vafalaust merkasti utanríkisráð- herra sem þá væri uppi, en þau ummæli voru skráð í fyrra sumar. Að Mr. Pearson sé sjaldgæfur sáttasemjari verður eigi um vilst; það er ekki einasta að hann sé manna lagnastur við að slétta úr minniháttar misfellum, heldur nýtur hann sín bezt þar, sem mestra átakanna er þörf, og af þeirri ástæðu er það, að honum er af mörgum að miklu þakkað hve giftu- samlega það tókst í fyrrahaust, að afstýra vandræðum í Mið- austrinu, er leitt hefðu getað til meiriháttar ófriðarbáls. Það var ekki að ástæðulausu, að Mr. Pearson var sæmdur friðarverðlaunum Nóbels; marghliða barátta hans í þágu al- þjóðafriðar, mun mega teljast einstæð í sinni röð, þar sem viljafesta og drengilegur tilgangur féllust í faðma við hug- sjónafestu og mannlund. Mr. Pearson er fyrsti Canadamaður- inn, sem fallið hefir áminstur heiður í skaut; hann var vel að honum kominn og hefir með slíkri viðurkenningir orpið ljóma á nafn þjóðar sinnar. Sú er ósk og von margra, að málum skipist þannig til, að þess verði eigi langt að bíða, að Mr- Pearson taki sitt fyrra sæti við sáttmálsgerðarborð hinna Sameinuðu þjóða, þannig, að þar megi áhrifa hans gæta sem lengst og bezt, en til þess að tryggja slíkt, þarf flokkur hans, Liberalflokkurinn, að fá kosna á þing eins marga fylgjendur hans og framast má verða. Með hliðsjón af því hve þungt er í lofti á vettvangi heims- málanna og óráðið veðurfar, virðist það liggja í nokkurn veg- inn í augum uppi, að kjósendur þessa lands fylki liði um foringja Liberala hinn 31. þessa mánaðar, hinn þaulreynda diplómat, sem heimurinn dáir. Herra forseti! Sú er óbifandi sannfæring mín, og ég tel víst, að fjöldi manna og kvenna séu svipaðrar skoðunar, að ef lánast megi að útiloka stríð næstu nokkur árin, dragi smám saman úr hættunni. Ég hallast á þá sveif, að kommún- ista- eða sósíalistaþjóðirnar séu að smáslaka á klónni varðandi ný viðskiptasambönd og gagnkynni, en slíkt hvorttveggja horfir jafan til heilla. GERLAFRÆÐI eftir SIGURÐ PÉTURSSON — Reykjavík 1956 — 144 s. Éð var að vaxa úr grasi, þ e g a r Náttúrufræðingurinn hóf göngu sína 1931, og var á- skrifandi hans og barnablaðs- ins Æskunnar í senn. Vel má vera, að sumt af því marga, sem þetta nýja tímarit flutti, hafi farið fyrir ofan garð eða neðan hjá mér á fimmtánda árinu í einangrun ísfirzkra fjalla, en eflaust höfðu þessar greinar allar sín áhrif á fram- tíð mína. Ýmislegt í tímarit- inu virðist hafa vakið athygli mína til slíkra muna, að ég man meginið af innihaldinu ennþá. Meðal slíkra er ein um köfnunarefni og jarðvegsgerla í fyrsta árgangi ritsins, önnur um jarðslagann, og sú þriðja um rotjurtir í öðrum árangi. Það var ungur stúdent að nafni Sigurður Pétursson, sem skrifaði þessar greinar, en eng- inn gat sagt mér meira um hann fyrir nær þremur ára- tugum. Síðan Náttúrufræðingurinn birti hinar fyrstu greinar Sigurðar Péturssonar, hefir hann ekki legið á liði sínu við að kynna íslenzkri alþýðu ýmsa hluta náttúruvísindanna með greinum og góðum bók- um. Mun óhætt að fullyrða, að Árni Friðriksson einn hafi lagt jafnmikið af mörkum á þessu sviði, og hefir þó Sig- urður dregið mjög á hann hin síðari ár. Hann er höfundur þeirrar kennslubókar í líf- fræði, sem lesin er í fram- haldsskólum, mjólkurfræði hans hefir eflaust átt sinn þátt í bættri meðferð á þessari dýrmætu fæðutegund, og heyrt hefi ég fróða menn fara fögrum orðum um bók Sig- urðar um matvælaiðnað. Sig- urður hefir eytt miklum tíma í myndun nýyrða á sviði líf- fræðinnar í víðasta skilningi þessa orðs. Ýmis þessara orða verða ef til vill aldrei eign al- mennings, og sum verða alltaf umdeild, en önnur eru til prýði og jafnvel það góð, að fáir munu trúa því, að þau séu ekki forn. En þótt Sigurður hafi þannig auðgað málið manna mest og bætt úr þekk- ingarskorti á mörgum sviðum, hefir hann forðazt að skrifa nema nokkrar smágreinar um aðalfag sitt og áhugamál, — gerlafræðina. Þessu bætti hann ekki úr fyrr en árið 1956 með bók sinni um „Gerla- fræði.“ „Gerlafræði“ Sigurðar Pét- urssonar er ekki mikil að vöxtum, en því meiri að gæð- um. Ég þekki enga aðra slíka bók á erlendum málum, þar sem þjappað er saman jafn- miklum fróðleik um gerla á aðeins 144 síðum- Þrátt fyrir þetta hefir höfundinum tekizt að koma í veg fyrir þurrar upptalningar, og bókin er skemmtileg aflestrar um leið og hún er iærdómsrík og menntandi fyrir leika jafnt sem lærða. Engar tegundir gerla hafa gleymzt, og öllum þeim gerlum, sem mikilvæg- astir eru taldir, er lýst stuttort og gagnort svo að þykkir doð- rantar gera ekki betur. Vel má vera, að við séum farnir að gera meiri kröfur til Sigurðar um málvöndun en almennt gerist, svo að manni finnist hann eiga að gera bet- ur en allir aðrir á þessu sviði. Hvað sem slíku veldur, þá virðist mér Sigurður hafa far- ið betur með málið á öðrum sviðum en í sinni sérgrein. Nokkur dæmi skulu nefnd. Ég hélt, að „stífkrampi“ væri nefndur „stjarfi“ á ís- lenzku, en hið danska „örger“ hefir ef til vill hlotið ríkis- borgararétt og útrýmst hinu íslenzka „jastri“ úr alþýðu- máli. Það er varla hentugt að nota orðið „frumplöntur,“ sem í sjálfu sér er óíslenzkt, um þær jurtir, sem eru svo frum- stæðar, að þær eru aðeins ein fruma, þótt ég hafi ekkert betra orð á takteinum. Og í sambandi við flokkun eða kerfun hinna ýmsu gerla talar Sigurður um, að þeir „grein- ist“ eða „flokkist“ á þennan hátt eða hinn, en notar aldrei sögnina „að kerfa,“ sem þó virðist liggja hendi næst. Fleiri slík orð mætti fetta fingur út í og eins hitt, að höfundurinn notar stundum að óþörfu erlend orð í stað gamalla íslenzkra. En þótt gagnrýna megi slík smáræði, ber ekki að gleyma því, að í bókinni úir og grúir af góðum nýyrðum, sem líklegt er að samlagi sig alþýðumáli fyrr en varir. Það má vel vera, að smámis- tök séu hér og hvar í bókinni, þegar gerlafræði sleppir, en þau eru engin aðalatriði. Eitt slíkt hefi ég til dæmis rekið augun í í sambandi við frumu- skiptingar: þegar talað er um „kjarnanet“ er það úrelt hug- tak byggt á lélegum smásjám fyrir hálfri öld, og endurtekið í sífellu af þeim, sem minna kunna í frumufræði. Mikil- vægt er aftur á móti, að bókin er ekki aðeins alþýðlega skrif- uð, heldur og á allan hátt að- gengileg og fróðleg um hluti, sem alla varða mjög. í stuttu máli sagt: „Gerla- fræði“ Sigurðar Péturssonar er vel skrifuð bók um merki- legt efni. Lærðir geta mikið af henni lært og leikir hafa lengi beðið hennar og munu með hennar aðstoð sjá leiðir til að koma í veg fyrir sjúkdóma og skemmdir af ýmsu tagi sem og læra hvernig nota má gerla við dagleg störf. Lestur henn- ar ætti að auka skilning á nauðsyn fyllsta hreinlætis í meðferð matar, sem eflaust er mjög ábótavant á íslandi engu síður en erlendis. En bókin er að auki gott dæmi til eftirbreytni fyrir aðra sér- fræðinga á sviðum, sem ekki hafa verið tilhlýðilega kynnt íslenzkri alþýðu, því að betur verður ekki skrifað í stuttu máli um svo flókin atriði. Sig- urður á þakkir skilið fyrir allar þær stundir, sem hann hefir eytt til að kynna ís- lenzkri alþýðu náttúrufræði alla tíð síðan hann skrifaði greinarnar góðu í hin fyrstu hefti Náttúrufræðingsins, en eflaust yrði hann hvað á- nægðastur, ef „Gerlafræðin11 hans kæmist á sem flest heim- ili og yrði lesin af öllum. Hún er meira en þess verð. Áskell Löve Mbl., 31. jan- Kaupið Lögberg VIÐLESNASTA ISLENZKA BLAÐIÐ "Betel"$205,000.00 Building Campaign Fund 1—180 Make your donations to the "Betel" Campaign Fund, 123 Princess Street, Winnipeg 2. HAVE A WINNIPEG NORTH CENTRE REPRESENTATIVE in the DIEFENBAKER GOVENRMENT Elect John MacLEAN JOHN MacLEAN ELECTION COMMITTEE

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.