Lögberg - 04.12.1958, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958
Lögberg
GefiC út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDT STREET, WINNXPEG 2, MANITOBA
Utan&Bkrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manltoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstofustjðri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
"Lögberg" is published by Columbia Press Limited.
303 Kennedy Street, Winnlpeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Prtnters
Authorized aa Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa
WHitehall 3-9931 ____________
Helgar lindir
Eftir Dr. VALDIMAR J. EYLANDS
Erindi, flutt á ársfundi Fróns 1. dseember 1958.
Ég var mjög ungur, er ég heyrði fyrst getið um helgar
lindir, uppsprettur, sem menn töldu gæddar sérstökum töfra-
mætti. Á björtum sumardegi fór ég eitt sinn með móður
minni til næsta bæjar. Þegar þangað kom tók jafnaldri minn
á móti mér, og sýndi mér það helzta í bænum og í kringum
hann. Loks leiddi hann mig suður fyrir bæjarhúsin að vatns-
bóli, þar sem tært og svalandi bergvatn spratt úr jörðu, og
rann síðan í litlum læk suður túnið. „Þetta vatn þrýtur
aldrei, og það frýs ekki heldur,“ sagði drengurinn, og bætti
svo við: „Þetta er Gvendarbrunnur.“ Ég hafði þá aldrei heyrt
talað um Gvendarbrunna, en vildi ekki láta fáfræði mína í
ljósi, og spurði því einskis. Á heimleiðinni spurði ég móður
mína: „Hvað er Gvendarbrunnur?“ Hún svaraði eitthvað á
þá leið að það væri helgar lindir, sem Guðmundur biskup
góði hefði vígt með bænum og guðsorði, og að vatnið í þeim
væri sérstaklega heilnæmt og hressandi. Ég hafði aldrei séð
biskup, en taldi víst að það væri ákaflega göfug og virðuleg
persóna, fanst mér því einkennilegt að nokkur maður í slíku
embætti skyldi kallaður Gvendur. Ég átti eldri bróður, sem
Guðmundur hét, en við systkinin kölluðum hann aldrei
Gvend, nema þegar við vorum reið við hann.
En árin liðu, og ég komst að því að íslenzka þjóðin var
reið yið Guðmund biskup Arason, en dáðist þó að honum
um leið. Islendingar hafa jafnan verið reiðir við þennan
einkennilega Hólabiskup, (1203—’37), vegna þess að hann bar
að nokkru leyti ábyrgðina á því, að þjóðin glataði frelsi sínu,
en hafa jafnframt dáð hann vegna kærleiksverka hans og
mannúðar.
Á samkomu eins og þessari, sem er helguð minningunni
um endurheimt sjálfstæði þjóðarinnar, er eðlilegt að menn
vilji gera sér grein fyrir því hvers vegna það glataðist. En
það er löng og flókin saga, slungin mörgum ömurlegum
þáttum. Einn þeirra, og ekki sá veigaminnsti, var í höndum
Guðmundar biskups, og varð hann í meðvitund margra,
skálkur og landráðamaður, er hann leitaði fulltingis erlendra
höfðingja í baráttunni við andstæðinga sína og opnaði þannig
flóðlokurnar fyrir erlendum afskiptum af málum íslendinga,
og síðar ánauðar, sem þjakaði þjóðina um aldaraðir. En
þess verður ávalt vel að gæta, er þessa manns er minnst og
dómur felldur á líf hans og starf, að hann var fyrst og fremst
borgari hins alþjóðlega kaþólska kirkjuríkis, og að öll við-
leitni hans í embætti miðaði að því að halda fram kröfum
þess ríkis og efla vald þess. Þetta stakk mjög í stúf við starfs-
háttu og stefnu fyrirrennara hans fram að þeim tíma. Af-
skipti páfakirkjunnar af málum íslands höfðu verið fremur
lítil unz Guðmundur hóf biskupsdóm. Biskupar landsins
höfðu verið veraldlegir höfðingjar fyrst og fremst, og þjóð-
legir íslenzkir biskupar. Landsmenn höfðu að vísu játast
undir kristna trú, en forráðamenn kirkjunnar framfylgdu
ekki kröfum páfastólsins af neinni alvöru, — vissu sem var,
að slíkt mundi verða óvinsælt af landsmönnum. Auðvitað
hlaut að því að draga, að hin rómverska kirkja teygði
hramma sína til íslands og gerði kröfur til þeirra umráða
yfir sálum manna og lífi, sem hún ávalt tilskilur sér. Guð-
mundur Arason er í raun og veru fyrsti biskup íslands, sem
tekur kaþólsku kirkjuna alvarlega, hann er gagntekinn af
anda hennar í öllum greinum og vill sýna henni takmarka-
lausa hlýðni. Reyndist hann því kirkjunni mjög auðsveipur
þjónn, en um leið óþjáll ljár í þúfu þeim er halda vildu
fornum venjum. Hann heimtar fullkomið sjálfstæði fyrir
kirkju sína, samkvæmt guðs lögum (þ. e. hinum kanoníska
rétti), hvað sem landslögum leið. Hinir veraldlegu höfðingjar
risu öndverðir gegn slíkum nýmælum. Afleiðingarnar voru
sífelldar róstur, svo að Guðmundur biskup var á nær stöðug-
um flótta á biskupstíð sinni, og stundum fangi í höndum
andstæðinga sinna. Þar kom, sem vænta mátti, að hann skaut
málum sínum undir úrskurð andlegra samlanda sinna er-
lendis, en þeir gripu tækifærið fegins hendi til að setja Is-
lendinga í bóndabeygju, bæði
í andlegum og veraldlegum
efnum.
Margt fleira fléttaðist að
sjálfsögðu inn í þessa baráttu,
svo sem hið endalausa reip-
' tog höfðingjanna um völdin
innanlands, og erfiðleikar í
verzlunarmálum. En því verð-
ur ekki neitað, að Guðmundur
biskup varð fyrstur íslenzkra
forystumanna til að bjóða er-
lendum mönnum ákvörðunar-
rétt um íslenzk mál. Það var
upphafið á stjórnarfarslegri
ógæfu Islands. En lokaþáttinn
átti þó Gissur Þorvaldsson er
hann steypti þjóðveldinu ís-
lenzka í skaut Hákonar gamla
Noregskonungs. Sagt hefir
verið, að konungur sá hafi
unnið Island með hernaði, en
það var hernaður íslendinga
sjálfra sín á millum. Sundr-
ungarandinn hefir jafnan
verið versti óvinur Islendinga,
bæði að fornu og nýju, bæði á
íslandi og vestanhafs. Sögur
vorar sýna það ljóst að íslend-
ingar unnu frelsinu, en að
þeir báru ekki gæfu til að
gæta þess vegna innbyrðis
óeirða.
Nafn Guðmundar hefir lif-
að á vörum þjóðarinnar, og
hann hefir hlotið viðurnefnið
„hinn góði.“ Sumir sagna-1
ritarar telja hann fyrsta trú-
arlega hugsjónamanninn, sem
komið hefir fram á sjónar-
sviðið í sögu Islendinga. Hann
er gjafmildur fram úr öllu
hófi, og svo kærleiksríkur við
þá sem voru minnimáttar, að
slíks þekkjast engin dæmi,
fyrr eða síðar. Hann varð í
meðvitund þjóðarinnar hinn
mikli kraftaverkamaður og
píslarvottur vegna sannfær-
ingar sinnar og trúmennsku
við þær skyldur, sem honum
voru í hendur fengnar. Hitt er
annað mál, hvort sannfæring
hans var byggð á réttum for-
sendum, hvort trú hans var
ekki að einhverju leyti bland-
in heimshyggju og valdafíkn
þeirrar stofnunar, sem hann
hafði helgað krafta sína. Auð-
vitað var hann barn síns tíma;
hann virðist auk þess hafa
verið snauður að mannþekk-
ingu, og fáráður í stjórn-
málum.
Hann vígir brunna, sem
enn bera nafn hans víðsvegar
um Island. Hann staðhæfir
undir yfirheyrzlu, að vígslur
sínar hafi í sjálfu sér engan
kraft, vatnið sjálft hefir helg-
an mátt, en aðeins þar sem
trúin er fyrir hendi. Vígsla
hans hjálpar aðeins hugum
manna til að einbeita trúnni
að vatninu á vissum stöðum.
Margir trúðu á mátt hans og
vígslur; aðrir gerðu gys að
honum, og saurguðu brunn-
ana, sem hann vígði með því
að kasta af sér vatni í þá.
Trúin, einlægnin og skyldu-
ræknin voru þessum manni
helgar lindir. Það, að vera
sjálfum sér trúr, var honum
fyrir öllu.
íslendingar hafa ávalt átt
sér helgar lindir. Þar til má
nefna þjóðarvitund þeirra og
þjóðarmetnað, menningararf,
bókmenntir, trú og tungu.
Það voru slíkar lindir, sem
nærðu og uppörvuðu hug-
sjónamenn og stórmenni and-
ans, eins og Jón Sigurðsson,
Fjölnismenn og aðra, sem á
ýmsum öldum hafa barizt
fyrir viðreisn íslenzku þjóðar-
innar, og haldið uppi sóma
hennar,, unz áfanganum var
náð, sem vér minnumst í dag.
Sú þjóð, eða það þjóðarbrot,
sem á sér ekkert ættarstolt,
vanrækir sögu sína, gleymir
bókmenntum feðra sinna, og
lætur reka á reiðanum um
hugsjónir, á sér enga framtíð.
Vér, Vestur - íslendingar,
höfum frá upphafi sögu vorr-
ar hér vestra, átt helgar lindir,
sem voru andlegir næringar-
brunnar, fyrst í frumbýlings-
baráttunni, og síðan í allri
mannfélagslegri þróun vorri
fram á þennan dag. Auðvitað
voru það sömu lindirnar og
þær sem heimaþjóðin bergði
af: saga þjóðar vorrar, tunga
hennar, bókmenntir og trú.
Þessar lindir voru helgaðar á
ný, í fórnum, tárum og striti
frumherjanna. Þeir lögðu
grundvöllinn að þeim félags-
legu samtökum sem vér búum
i við, þeim stofnunum sem vér
eigum, og að þeirri hagsæld
og þeim orðstír, sem vér nú
njótum. Þessar lindir þrutu
ekki, og þær frusu ekki held-
ur á meðan þeirrar kynslóðar
naut við, fremur en Gvendar-
brunnurinn í túni æskuvinar
míns. Vitanlega hafa þeir
ávalt verið á meðal vor, sem
hafa vanrækt þessar lindir og
saurgað þær á ýmsan hátt. En
það breytir engu um þann
heilnæma kraft, sem í þeim
felst.
En eru ekki þeSsar helgu
lindir að fenna í kaf hjá oss?
Eigum vér nokkrar helgar
lindir lengur?
íslenzk tunga er sú helga
berglind á meðal vor, sem
ekki má þorna upp. Ef að sú
lind hverfur úr túni vestur-
íslenzkrar menningar, þá eru
allar hinar hætt komnar. En
hvert stefnir hjá oss í þessu
efni? Spyrjið íslenzka bóka-
eigendur ,og þá sem fyrir
bókasöfnum standa. Menn
eru nú víðsvegar að keppast
við að losa sig við bækur
feðra sinna, stundum með báli
og brandi, stundum með því
að gefa þær hverjum sem
hafa vill, en fáir vilja hafa,
nema þá helzt bókamenn frá
íslandi, sem svo gjöra þessa
aflgjafa frumherjanna að
verzlunarvöru. Spyrjið Þjóð-
ræknisfélagið og deildir þess
um hagi og horfur. Spyrjið
kirkjurnar. Þær eru víst ekki
margar, vestur-íslenzku kirkj-
urnar, þar sem helgar tíðir
eru að staðaldri fluttar á ís-
lenzku máli, og þeim fer sí og
æ fækkandi, sem vilja sitja
við þær lindir. Einkennileg
ósamkvæmni virðist koma
fram í hugsun þeirra manna
og háttalagi, sem harma hin
kröppu kjör íslenzkra menn-
ingarmMla hér, en sneiða þó
að meliu eða öllu hjá kirkj-
unni, þeirri stofnun, sem
lengst og markvissast hefir
starfað að viðhaldi íslenzkrar
tungu á meðal vor. Ekki verð-
ur þó því um kennt, að ekki sé
völ á tilbreytni að því er
túlkun hins kirkjulega boð-
skapar snertir hér hjá oss, og
engum dettur lengur í hug í
nokkurri alvöru að halda því
fram, að kirkjan hér hjá oss
vilja leggja fjötra á samvizku
manna.
Spyrjið vikublöðin íslenzku!
Sannarlega hafa þau verið
uppsprettulindir fróðleiks um
íslenzk mál, og þræðir, sem
hafa tengt einstaka menn,
heil byggðarlög, og jafnvel
þjóðarbrotið hér við heima-
þjóðina, kynningar og kær-
leiksböndum, frá upphafi
göngu sinnar. Þau eiga nú,
sem kunnugt er, við ramman
reip að draga, og hagur þeirra
þrengist æ meir.
Framhald á bls. 8
ADDITION
to Betel Fumiture Fund
Ónafngreindur gefandi hef-
ir gefið húsgögn í eina íbúð á
Betel í minningu um frú Sig-
ríði Bjerring — $350.00. Þessi
góða gjöf í minningu þessarar
göfugu konu er meðtekin með
þökkum.
BETEL CAMPAIGN
$250,000.00
Make your donations to the
"Betel" Campaign Fund.
123 Princess Street,
Winnipeg 2.
^penhagen
Heimsins bezta
munntóbak