Lögberg


Lögberg - 04.12.1958, Qupperneq 7

Lögberg - 04.12.1958, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 4. DESEMBER 1958 7 Frétf-ir frá Giml l# 1. desember, 1958 Gimli Women’s Institute fé- lagið hafði ársfund sinn fimmtudagskveldið 20. nóv- ember í Skautaskálanum. — Fjórtán meðlimir og sex gestir sátu fundinn. Forseti félags- ins, Mrs. G. Arnold, gaf ágætt yfirlit yfir starfsemni félags- ins á árinu, sem sýndi að fé- lagið hafði lagt lið mörgum góðum málefnum og mátti vera vel ánægt með starfsem- ina .Eftirfarandi konur voru kosnar í stjórnarnefnd fyrir árið 1959: Mrs. J. Gender, for- seti; Mrs. A. Washburn, ritari; Mrs. D. Walker, féhirðir; og Mrs. G. Arnold, Mrs. R. Bryson, Mrs. S. J. Tergesen, Mrs. N. K. Stevens, Mrs. R. Howard, Mrs. W. J. Wright, Mrs. R. Buck. Fyrir veitingum stóðu: Mrs. D. Walker, Mrs. R. Howard og Mrs. Bryson. Meðal fundar- gesta voru Miss Jórunn V. Thordarson og Mrs. H. R. Tergesen. Að loknum fundarstörfum sýndi Miss Thordarson mikið af góðum litmyndum frá ferðalagi sínu um Evrópu- löndin, og hafði Mrs. Terge- sen verið með henni á flest- um þessum ferðalögum sum- arið 1957. En Miss Thordar- son var skólakennari í Þýzka- landi í tvö ár, frá haustinu 1956, en þá fékk hún leyfi frá skóla sínum á R.C.A.F. Stn. Gimli til að kenna í tvö ár við skóla í Soest í Þýzkalandi, þar sem börn “2 ndCanadian Infantry Brigade” stunduðu nám í fyrsta til fjórða bekk. Skólinn hafði 25 kennara; um 700 börn sóttu skólann, þegar flest var þar samankomið. — Síðara árið var Miss Thordar- son aðstoðar-skólastjóri þar. Hún kom til Gimli aftur s.l. sumar og hefir tekið viA, kennaraembættinu aftur við R.C.A.F. Stn. Gimli. — Miss Thordarson líkaði vel í Þýzka landi, sagði að borgir þar væru sérstaklega hreinlegar og fólkið viðfeldið. Hún ferð- aðist um 18 lönd í Evrópu og tók myndir þar sem hún kom. Hún fór á Heimssýninguna í Brussels í Belgíu og tók þar mikið af myndum ;sagði hún, að enginn gæti nú gizkað á að styrjöld hefði verið þar háð, því að nýjar byggingar hafa risið upp þar sem áður voru rústir. Einnig sagði Miss Thordarson, að það hefði ver- ið mjög fróðlegt að vera tvö ár í Evrópu og dásamlegt tækifæri til að sjá hvernig fólkið lifir í hinum gömlu Evrópulöndum. Hvar sem maður fer verður saga fyrri alda að veruleika. Hún sagði: „Ef nokkrir kennarar hafa tækifæri til að fá leyfi frá skóla sínum til að kenna í Evrópu (on loan) í tvö ár, eins og ég gerði, myndi ég sterk- lega ráðleggja þeim að fara.“ Hinir mörgu vinir Miss Thordarsonar fagna heim- komu hennar til Gimli; þeir gleðjast yfir því að dvöl hennar í Evrópu hefir verið bæði fræðandi og skemmtileg. ----0--- Þriðjudaginn 25. nóv. var haldin afmælissamkoma á Betel fyrir vistfólk, sem átti afmæli í nóvember og desem- ber. Því miður var ég ekki viðstödd. — Miss Margaret Sveinsson, sem hefur stjórn- að afmælissamkomunum, hef- ir gefið mér eftirfarandi upp- lýsingar: 1. Sungir sálmur — Mrs. H. Stevens við hljóð- færið; 2. Almennur söngur; 3. Mrs. Jónína Guðmundsson las kvæði; 4. Almennur söngur; 5. Sveinn Sveinsson las kvæði; 6. Almennur söngur; 7. Tryggvi Jóhannesson kvað gamanvísu; 8. Söngur; 9. Ávarp, Miss S. Hjartarson; 10. Almennur söngur; 11. Ávarp og bæn, séra John Fullmer; 12. Sunginn sálmur. — Nöfn þess fólks, er átti afmæli í nóv. og des. eru þessi: — Guð- mundur Fjeldsted, Jón Ólafs- son, Sigurður Einarsson, Sig- urður Johnson, Mrs. María Vopni, Árni Sigurdson, Mrs. Ólöf Björnsson, Mrs. Kristín Ólafsson og Mrs. Vilborg Thordarson; yngstur var Sig- urður Einarsson, 79 ára; elzt Mrs. Kristín Ólafsson, 89 ára; meðalaldur 85 ára. Tvennt af afmælisbörnunum komu að borðinu í hjólastólum. Mrs. Kristín Kristjánsson og séra John Fullmer voru einnig við afmælisborðið, áttu þau bæði afmæli í nóv. — 1 ávarpi sínu hafði Miss M. Sveinsson sagt meðal annars að „vinkona okkar, Kristín Kristjánsson, sem verið hefir partur af þessu heimili af og til í ellefu ár, átti afmæli 7. nóv. Hún hefur matreitt handa okkur, hjúkrað okkur og hennar glað lega framkoma hjálpað oss öllum að komast í gegn um erfiða daga, og ég má ekki gleyma öllum íslenzku réttun- um, sem hún hefur búið til handa okkur, sérstaklega hennar gómsætu pönnukök- um, sem hún kom svo oft með þegar við áttum sízt von á þeim. Við öll óskum Kristínu til lukku í framtíðinni." Svo þakkaði hún afmælisbörnun- um fyrir starf þeirra um æv- ina og sagði: „Og nú eruð þið komin til Betel, og engin á- stæða til að leggja árar í bát. Ég vona að vera ykkar hér verði björt og þægileg." — Einnig þakkaði hún séra John Fullmer fyrir það, sem hann er að gera fyrir Betel og ósk- aði honum og fjölskyldu hans alls hins bezta. Ennfremur sagði Miss Sveinsson: „Fæð- ingarafmælin eru ekki einu afmælin, sem koma í kring ár- lega; Bergur og Stefanía Johnson eiga Gullbrúðkaups- afmæli í desember; mér fanst að við ættum að minnast þess því að það tilheyrir desember, þótt að skyldfólk þeirra minnt Framhald á bls. 8 Minningarorð 'r .tsTrrr- Frú Guðný Tómasson Þann 18. nóvember síðast- liðinn andaðist að Beaver, Manitoba, sæmdarkonan frú Guðný Tómasson, rúmlega 94 ára að aldri. Hún var fædd í Gjáhúsi í Grindavík á íslandi 23. marz 1864; foreldrar henn- ar voru þau Þorsteinn Þor- kelsson og Ragnhildur Sig- urðardóttir. í júlímánuði 1898 giftist Guðný Einari Tómassyni frá Auðsholti í Biskupstungum, en foreldrar hans voru Tómas Guðbrandsson í Auðsholti og Guðrún Einarsdóttir, ættuð af Seltjarnarnesi. Þau Einar og Guðný flutt- ust til Canada aldamótaárið og stofnuðu þegar heimili að Big Point-byggð við Manitoba vatn; eftir skamma dvöl þar lá leið þeirra til Narrow- byggðar og þar bjuggu þau í fjögur ár; þaðan fluttu þau búferlum til Westbourne og ráku þar af miklum dugnaði búskap í þrjátíu og sjö ár; nutu þau mikilla vinsælda í héraði, enda búin þeim mann- dyggðum, er íslendinga mest mátti prýða. Er heilsu Einars tók að hnigna fluttu þau hjónin til sonar síns í Beaver-pósthéraði og nutu þar ástúðlegrar um- hyggju og aðhlynningar, er gerðu þessum þreyttu land- nemahjónum sólsetursárin unaðsleg og fögur. Einar lézt 25. apríl 1952 og ekkja hans sex árum síðar. Hún lætur eftir sig tvo sonu, Kristinn og Tómas, sem búsettir eru að Beaver, eina dóttur, Sigríði í Winnipeg og fósturdóttur, Ólafíu Bergman; ennfremur tvö barnabörn. Útförin var gerð frá St. George Anglican kirkjunni í Westbourne-byggð 21. nóv. og hin látna var lögð til hvíldar við hlið eiginmanns síns í grafreit byggðarinnar. Með Guðnýju Þorsteins- dóttur Tómasson er til grafar gengin göfug og trygglynd kona, er alls staðar kom fram til góðs. Blessuð sé minning hennar. —I. J. KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI Í'AV. v ■ VWva' v*:,V" ■v*v' .V.V. . ..V. ..vi’. . .. ... ... V.VV.'.W.V.V. . . A'.VA,.'.V.'..V.V.á.."v CanaOA til Óskráðra Innflytjenda er óska að setjast að '\ Canada Stjórnardeild Þegnréttinda og Inn- flytjendamála mun taka á móti um- sóknum um fasta búsetu frá óskráð- um innflytjendum, er komu til Canada fyrir 23. ágúst 1958. Þeir, sem komu til þessa lands sem óskráðir innflytjendur fyrir þann tíma og óska eftir að stofna heimili sín í Canada, verða að sækja um fasta búsetu (“landing”) á nálægustu innflytjenda skrifstofu eins fljótt og mögulegt er, í öllu falli, FYRIR 1. MARZ 1959. Allar umsóknir verða hver um sig íhugaðar til staðfestingar, með hlið- sjón af innflytjenda reglugerðinni. EFTIR 1. MARZ 1959 verða um- sóknir um fasta búsetu fyrir óskráða innflytjendur í Canada teknar til greina nákvæmlega í samræmi við Innflytjenda Löggjöfina og Regl- urnar. Ellen Fairclough, Minister of Citizenship and Immigration

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.