Lögberg - 18.12.1958, Side 1
Scason’s Grcetlngs
d)avÍdAML StuudÍDA,
PHOTOGRAPHERS
Phc < Gover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
Season’s Greetings
OavidijyfL StadwA,
PHOTOGRAPHERS
’hone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
71. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 18. DESEMBER 1958 NÚMER 51 og 52
Friður á jörðu og vel þól knan yfir mönnunum £
Fréttabréf fró Norður Dakota
GLEÐILEG JÓL
Ekki munu það teljast nein-
ar fréttir í augum lesenda
Lögbergs, sem norðan landa-
mæranna eiga heima, að hér
höfum við verið að berjast við
Vetur konung af harðneskju
mikilli, en heldur farið hall-
oka, sem við var að búast.
Hefur þetta skiljanlega dregið
heldur úr öllu félagslífi og at-
hafna, en þar sem heldur virð-
ist vera lát á kuldunum og
ekki hefur snjóað meir, eru
menn almennt að vona, að
mesti ofsinn sé liðinn hjá, að
minnsta kosti í bili. Allir aðal-
vegir eru samt í góðu lagi,
snjólausir og enginn ís á þeim,
en hliðargötur allar svo og
hlöðin á bæjunum eru ill-
færar og má ekki mikið út af
bera svo að allt teppist.
Hér höfðu menn hlakkað
mikið til að fá að heyra söng-
konuna frægu og ágætu, Guð-
rúnu Á. Símonar, en því mið-
ur varð veturinn á undan
henni, svo að ekki var nokkur
, leið að hafa söngsamkomu
hennar að sinni. Varð mönn-
um mikil eftirsjá að því, að
vita hana fljúga yfir byggð-
irnar án þess að geta lent og
veitt okkur öllum ánægjulega
kvöldstund. Hún kom til
Grand Forks, þar sem dr.
Richard Beck tók á móti
henni og hafði upphaflega
ætlað að koma henni áleiðis
hingað til okkar, en af því
varð ekki sem fyrr segir, held-
ur fór hún til Winnipeg og
þaðan til New York. Vonum
við, að við verðum heppnari,
þegar einhver góður gestur
kveður næst dyra hjá okkur.
En þótt við nytum ekki
söngs Guðrúnar Á. Símonar,
höfum við ekki alveg farið
varhluta af hinum æðri list-
um. Hér söng sem sé hinn
glæsilegi kirkjukór Fyrstu
lútersku kirkju í Winnipeg
undir öruggri stjórn frú Bjarg-
ar Isfeld. Söng kórinn hér 14.
nóv., og mátti ekki tæpara
standa, að þau slyppu við snjó
og frost. Kórinn söng í Víkur-
kirkjunni á Mountain við
mikla hrifningu áheyrenda.
Einsöngvari var frú Pearl
Johnson, en undirleik annaðist
Sigrid Bardal, lék hún einnig
einleik. Var það mál manna,
að tónleikar þessir hefðu tek-
izt afbragðs vel; og ekki varð
það til að spilla ánægju
manna ,að fá að heyra séra
Valdimar J. Eylands í söng-
hléi. Mæltist honum að vanda
vel og ræddi nokkuð um það
nána samband og samstarf,
sem ætíð hefði verið milli
byggða íslendinga í Norður
Dakota og Winnipeg, hvatti
hann menn frekar til að efla
það, heldur en láta niður falla.
Sóknarpresturinn, séra Ólafur
Skúlason, bauð kórinn vel-
kominn í upphafi söngskemmt
unarinnar og þakkaði fyrir á
eftir. Hann var einnig veizlu-
stjóri í neðri sal kirkjunnar,
en þangað var öllum boðið á
eftir. Hafði kirkjukór Víkur-
safnaðar undirbúið veiting-
arnar og stóð fyrir þeim.
Meðan setið var undir borð-
um, voru margar og góðar
ræður fluttar, bæði af gestum
og heimamönnum. Eru allir
sammála um það hér um slóð-
ir, að heimsókn sem þessi sé
mikill menningarauki og mik-
ilvæg í því að efla félagsand-
ann og treysta vináttuböndin.
Komi kórinn sem fyrst aftur.
Merkishjón ein í þessum
byggðum héldu upp á „dem-
ants-brúðkaup“ sitt fyrir
skömmu. Voru það þau hjónin
Magnús og Guðbjörg Björn-
son, sem heima eiga í Moun-
tain. Þau voru gefin saman í
Garðar-kirkjunni 3. desember
1898, en hafa lengst af átt
heima í Mountain-byggðinni.
Hafa þau komið mikið við
sögu þeirrar byggðar, Magnús
var t. d. fyrsti bæjarstjóri í
Mountain og mikill framá-
maður um alls konar fram-
kvæmdir og umbætur. Frú
Guðbjörg hefur reynzt manni
sínum hin bezta stoð og stytta,
enda mæt kona og greind vel.
Er hún hagmælt og hefur
mjög gaman af ljóðum, á held-
ur ekki langt að sækja það,
þar sem faðir hennar, Sigur-
björn Guðmundsson var skáld
mæltur vel og hafa kvæði hans
birzt á prenti, m. a. núna ný-
lega á íslandi. Börn þeirra
hjóna, sem í fjarlægð dvelja,
komu öll til að halda daginn
hátíðlegan með foreldrum sín-
um; einnig komu þó nokkur
af 15 barnabörnum og 6 barna-
barnabörnum, sem þau Magn-
ús og Guðbjörg eiga. Árna
vinir þeirra þeim alls hins
bezta og Guðs blessunar.
Það slys vildi til aðfaranótt
hins 7. desember að fjós brann
hér á bæ einum. Var það bær
Vincent Rambecks og konu
hans Elínar, sem er dóttir
Jakobs heitins Erlendssonar,
eiga þau heima austur af
Mountain. Urðu þau eldsins
vör um eitt leytið um nóttina,
og var þá of seint að gera
nokkuð. Vincent þurfti sjálfur
að aka til Cavalier til að fá
slökkviliðið, þar sem allt síma-
samband í þessum hluta byggð
arinnar er enn í ólagi, síðan
stormurinn sleit allt niður.
Ekki varð nema nokkrum
kúm bjargað, allt hitt brann
inni. Hafa þau orðið þarna
fyrir tilfinnanlegu tjóni. Ekki
er vitað um upptök eldsins,
en helzt er búist við, að það
hafi verið út frá rafmagns-
leiðslum.
Jóla-undirbúningurinn fer
nú að komast í algleyming, og
enn er hægt að fá hangikjöts-
læri og rúllupylsu, hvort
tveggja vel reykt, hvað er nú
vel þegið. — Körfubolti
(basketball) er iðkaður af
kappi miklu, og leika lið bæði
úr barnaskólanum og mið-
skólanum við félaga sína úr
öðrum skólum tvisvar í viku.
Hafa bæði Garðar og Moun-
tain drengir verið sigursælir
enn sem komið er. Á liðið úr
miðskólanum á Garðar líka
meistaratitilinn að verja, þar
sem þeir unnu hann síðast. Og
svo segir okkur hugur, að þeir
hafi fullan hug á að láta hann
ekki ganga sér úr greipum
baráttulaust.
Við kveðjum að sinni, en
látum ef til vill heyra í okkur
aftur, ef tækifæri gefst.
Fréttaritari Lögbergs
Forseti Fyrsta
Lúterska safnaðar
K. W. Johannson
Ársfundur Fyrsta lúterska
safnaðar var haldinn í fyrri
viku og verða nöfn embættis-
manna birt í næsta blaði; én
til forseta var kjörinn K. W.
(Bill) Johannson.
Til er málverk eftir mann,
Morris að nafni. Er hin helga
fjölskylda sýnd þar fyrir
tjalddyrum. Jósef situr og
horfir á konu sína, og Jesú
barnið, sem er að leika sér við
móður sína. María heldur út-
breiddum faðmi á móti syni
sínum, er hann hleypur áleið-
is til hennar með útréttar
hendur. En sólin að baki
drengsins kastar skugga, sem
myndar krossmark á jörðina,
af líkama hans og útréttum
örmum. Af þessu dregur
myndin nafnið: Skuggi kross-
ins.
Jólin eru, samkvæmt eðli
sínu, m e s t a fagnaðarhátð
mannanna, en skuggi krossins
fellur, nú sem fyrr, víða á jóla-
hald manna. Meðal annars
minna jólin oss á það hve
skjótt tíminn líður, og sú á-
minning er ekki ævinlega vel-
komin, sízt þegar árunum
fjölgar að mun, og framtíðin
er óviss. Hver jólahátíð er eins
og varða á vegferð mannsins,
úr tímanum inn í eilífðina.
Ýmsir eiga um sárt að binda,
vegna fátæktar, umkomu-
leysis og ástvinamissis. Mörg
sæti eru nú auð, þar sem ást-
vinir sátu um síðustu jól.
Önnur jól, og enn fleiri auð
sæti, og ef til vill það, sem
vér sjálf skipum nú. Jólin
ættu að kenna oss að telja
dagana, hvetja oss til áð afla
veganestis fyrir ófarna leið, og
til að nota tækifæri, sem oss
kunna að gefast til að dreifa
krossum mótlætisins, sem
þjaka samferðamennina að
svo miklu leyti sem í voru
valdi stendur.
Skuggarnir dreifast þar sem
jólasólin skín. Margvíslegur
krossburður verður mönnum
léttari, er þess er minnst,
hvaða boðskap jólin færa oss
í raun og veru. Jólin minna
oss á hið nána samband, sem
er á milli himins og jarðar.
Drottinn vakir, já, hann vakir
yfir þér. Svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf sinn
eingetinn son á hinum fyrstu
jólum. Og enn kemur hann ti
vor, í orði sínu og anda, til að
benda oss á tilgang og tak-
mark lífsins. Englar himinins
sungu lofsönginn: Dýrð sé
Guði í upphæðum, og friður á
jörðu. Og englar syngja enn,
ef að menn aðeins gefa sér
tíma til að hlusta. Allur himn-
anna her stendur í nánu sam-
bandi við oss, mannanna börn.
Hvílík huggun hreldum sál-
um. Vegna þess að sambandið^
milli himins og jarðar er svo
náið, vitum vér að þeir sem
vér höfum elskað og misst,
eru oss ekki fjarri. í húsi föður
míns eru mörg híbýli, sagði
Kristur. Vér erum öll undir
sama þaki, aðeins í mismun-
andi vistarverum. Þakið er
liminn Guðs, sem umlykur
alla tilveru, en tilveran öll er í
hendi hans, og stjórnað af
vizku hans og kærleika.
Hversu dýrðlegt er það ekki
að vita að sambandið milli
íimins og jarðar er svo náið,
og að vér erum öll í hendi
Guðs um tíma og eilífð. Jólin
skerpa skilning vorn á þessum
málum og styrkja trú vora,
enda þótt margt sé enn hulið
fyrir mannlegri sjón.
S k u g g a r hversdagslífsins
dreifast og hverfa, þar sem
jólasólin skín. „Verið óhrædd-
ir,“ er kjarni jólaboðskapar-
ins. Látið sama hugarfar vera
í yður sem var í Kristi Jfesú.
Við jötu Jesú barnsins er eng-
inn flokkadráttur, ekkert kyn-
þáttahatur, ekkert vopnabrak,
né valdastreyta. Þar eru
hvorki fátækir né ríkir. Vell-
auðugir vitringar og purpura-
klæddir höfðingjar þessa
heims komu til Betlehem í
öndverðu, og þar fundu þeir
fyrir allslausa fjárhirða. Allir
voru þeir honum jafn kærir þá
og síðar, og allir hlutu þeir
blessun hans. Allir auðguðust
þeir af nálægð hans, enda þótt
hann væri allslaus að jarðnesk
um gæðum. En án þess auðs,
sem hann átti, gaf og gefur,
eru allir menn örsnauðir; en
það er auðlegð trúarinnar á
Guð og kærleiksríkan tilgang
lífsins, á barnsréttinn, á bróð-
urskylduna gagnvart öllum
mönnum. Hefir þú, lesari góð-
ur, skap til þess að segja: —
Eg ekkert sjálfur á né hef,
af auðlegð þinni part mér gef?
Ef svo er, munu skuggarnir
hörfa fyrir jólaljósinu í sál
þinni.
Hægt og hljótt, heilaga nótt,
faðmar þú frelsaða drótt,
plantar Guðs lífstré um
hávetrar hjarn,
himnesku smáljósi gleður
hvert barn.
Friður um frelsaða jörð.
Gleðileg jól! —V. J. E.