Lögberg - 18.12.1958, Síða 3

Lögberg - 18.12.1958, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. DESEMBER 1958 3 ungi kennari er mjög vinsæll, hvar sem leið hans liggur — og Ethel ekki síður. Hann leysir starf sitt vel af hendi við Háskólann, og er talinn ágætur kennari að sögn há- skólamanna. Við þakkarhátíð Bandaríkjamanna flutti hann messu í Reykjavík á ensku fyrir Bandaríkjamenn. Hér á Vatnsnesi höfum við fengið að láni frá ríkinu kr. 30,000 til að skipta milli þeirra bænda, sem urðu fyrir mestu tjóni vegna vondrar heyskap- artíðar. Því miður hrekkur þessi upphæð skammt, en von- andi að sjö til átta bændur geti fengið eitthvað sem hjálpar við fóðurbætiskaup. Ég hitti biskupinn að máli þegar ég var suður í Reykja- vík. Hann leit vel út og var hinn hressasti. Séra Kristinn í Chicago hefir nú þýtt bók hans ÆVI JESÚ. Bókin er góð, og ef hún er vel þýdd, sem ég efast ekki um, þá ætti hún að vekja athygli í hinum enskumælandi heimi, þegar hún kemur út. Það er alltaf dálítið vandasamt að fá góðan og drífandi útgefanda. Fram- tíð bóka er oft undir því kom- in, hversu til tekst í því efni. Biskupinn bauð mér heim til sín í hádegisverð. Hin elsku- lega frú hans og börn þeirra tóku, eins og þeirra er venja, ljómandi vel á móti mér. Ég beið stundarkorn í stofunni og ræddi við biskupinn; þá kom frúin inn til okkar; maturinn var kominn á borðið. Nú, sann- leikurinn er alltaf sagnabezt- ur. Mér þykja góð svið, en þó því aðeins að ég sjái ekki hausa á diski. En vitanlega eru hausar bornir þannig fram á íslenzku heimili. Með bros á vör gerði ég mitt bezta til að tína það bezta úr hausn- um, en mig grunar að biskups frúin hafi haldið að ég væri ekki mjög hrifinn af sviðum, að minnsta kosti ekki í því formi, sem Islendingum þykja þau bezt. Biskupinn situr enn í sínu embætti, vinsæll og dugandi í störfum. Hvort hann gegnir biskupsstörfum áfram vitum við ekki eins og sakir standa. Það hefur gefið illa á sjó Hugheilar jóla- og nýárskveðjur! til allra okkar íslenzku vina. ARTHUR A. ANDERSON JAN O. ANDERSON Managers, SWEDISH AMERICAN LINE L, OFFICE: ROOMS 3 AND 4 468 MAIN ST.. WINNIPEG, MAN. Phone WHiteholl 3-5613 1 undanfarnar vikur vegna storma, sérstaklega á Suður- landi, og er því ekla á fiskmat í landinu. — Englendingar halda áfram 'að láta illa við strendur okkar. Þeir sýna lít- inn eðan engan skilning við íslendinga í landhelgismálinu og líkjast að því leyti ræn- ingjunum forðum, sem herj- uðu og stálu. — Ég er „glaður“ yfir því að Skotar hafa í sín- um dagblöðum tekið afstöðu með íslendingum. Bið kærlega að heilsa öllum vinum og kunningum. Robert Jack KAUPIÐ og LESIÐ —LÖGBERGI .tctcieteteictcicteictcteteictcictctetcteicicte v | I 5? Merry Christmas and Happy New Year to my many lcelandic Friends Dave Veitch | Your Imperial Oil Agent ■ I PHONE 4221 469 EVELINE ST. SELKIRK Brdimxs (6nu'tiuxui! The festive lights shine brightly throughout the city . . . and the happy spirit of the season is everywhere. Our wish for you and your family is a holiday just as bright and gay . . . filled with health, happiness and good fellowship. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA l VESTURHEIMI Forsett: DK. RICHAKÐ BECK 801 Llncoln Drlve, Orand ForkB, North Dakota. Stjrkið félagið með þvl að gerast meðllmlr. Arsgjald $2.00 — Tímartt félagsins frítt. Sendist tll fjármálaritara: MR. GCÐMANN LEVY, '186 Llndsay Street, Winnipeg 9, Manitoba.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.