Lögberg - 18.12.1958, Síða 4
:*<te>ctc<ctc!c«ctc<c<«tctci«s
LÖGBERCí, FIMMTUDAGINN 18. DESEMBER 1958
Lögberg
Geflð tit hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
303 KENNEDT STREET, WINNIPEG 2, MANITOBA
Utanáskrift rltstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manttoba
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Skrifstofustjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Ver8 $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
“Lögberg" is published by Columbia Press Limited,
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Manitoba, Canada
Printed by Columbia Prtnters
Authorized as Second Class Mall, Post Oífice Department, Ottawa
WHitehall 3-9031
Áhrifin nakvæmlega þau sömu
Frá barnæsku minnist ég jólanna og kenndi þá sömu
áhrifanna og nú í dag. Það var eitthvað dularfult um helgi
jólanna eins og það er nú. Það var friðurinn, þessi heilagi
friður, sem auðkenndi aðgang jóla frá öllum öðrum dögum
maður varð gagntekinn af þessum friði og þessari heilögu ró;
sem brendi sig inn í vitund alls og allra. Þegar jólin voru að
koma, var eitthvað óvænt á ferð öðruvísi en aðra daga. Jó
kristinna manna voru líka öðruvísi en aðrir dagar; í þeim
fólst dulmáttur, sem æðri var öllum skilningi, frelsandi mátt
ur, sem náði á vald sitt öllu og öllum.
Það má vel vera, að hugsanir af þessari tegund séu taldar
gamaldags og úreltar, en hvað er það þá, sem ekki verður
gamaldags og úrelt. Ég hlakkaði til jólanna, sem barn, eins
og önnur börn vafalaust gerðu; og þegar þau komu færðu
þau mér fögnuð og frið. Ég hlakka til jólanna enn, og enn í
dag færa þau mér ómælis fögnuð og frið; og því ætti ég þá
að láta mér til hugar koma, að alhelgi jólanna sé eitthvað
úrelt fyrirbrigði. Sálmurinn ógleymanlegi, Heims um ból
hefir sömu áhrif á mig nú og hann hafði í fyrstu æsku minni
á hvaða máli hann er sunginn skiptir engu til. Þegar maður er
búinn að hlusta á sama tungumálið áratugum saman, verður
maður ekki lengur var við mismuninn. í mínum huga lætur
nú Holy Night alveg eins í eyra mér eins og Heims um ból
lét á heiðarbýlinu í Jökuldalsheiðinni.
Ekkert, sem er háleitt og fagurt verður nokkru sinni úrelt
það fylgir sólaruppkomunni og sólarganginum í allri hans
óumræðilegu fegurð.
Það minkar enginn við það að verða barn; menn stækka
við það, að sameinast sínum eigin uppruna og bergja af lind
æskunnar og Ijóssins.
Jól kristinna manna eru annað og meira en bláber hugar-
burður; þau fela í sér fangvíða heimspeki, sem blessað hefir
göngu mannanna frá kyni til kyns. Og sé Jesús frá Nazaret
ekki frelsari mannkynsins, hver er það þá?
Við fögnum jólum vegna þess að okkur er ljóst, að
mannkynið þarf á boðskap jólanna að halda; það þarf þess
allra hluta vegna; það þarf á innri frið að halda og það finnur
hann í boðskap Meistarans frá Nazaret. Menn geta óskað eftir
innri friði og fálmað út í loftið eftir honum; en slíkan frið
finna menn ekki nema því aðeins, að þeir opni hjörtu sín
fyrir kærleikanum og boðskap hans, — kærleikanum, sem
var og er mestur í heimi.
Að fagna komu jólanna er sama og að fagna andlegu erfða-
frelsi mannanna; jólin eru hátíð frelsisins, lifandi vitnis-
burður þess, sem er fegurst og æðst í lífssögu mannanna
GLEÐILEG JÓL!
—E. P. J
tctdctctctetctctctctctctetctctetctctctcíctctctctctctctctctctcictctctetcictcictctctctctctcti
HÁTIÐARKVEÐJUR . . .
Við höfum jafnan haft mikla ánægju af að fá jólaspjöld,
frá frœndum og vinum, og líka að senda samskonar
kveðjur, en í þetta skipti vegna óvenju mikils annríkis
vanst okkur ekki tími til þess, og biðjum því Lögberg að
flytja öllum vinum okkar, fjær og nær innilegar jóla- og
nýársóskir. Ingibjörg og Einar P. Jónsson
SEASON’S GREETINGS TO OUR FRIENDS AND
CUSTOMERS.
f HECLA TRANSFER
Serving Hecla and Gull Harbor
fWinnipeg Terminal: Manitoba Truck Depot
308 Fountain Street
* Phone: Winnipeg WHitehall 3-7859 — Hecla 302 R 14
BETELCAMPAICN
$250,000.00
26,985
|| 17,415
223,015
219,166
Make your donations to the
"Betel" Campaign Fund,
123 Princess Street,
Winnipeg 2.
ADDITIONS
to Betel Building Fund
Thomas E. & Ingibjörg
Johnson
Keewatin, Ontario, $100.00
í minningu um 68 ára gift-
ingarafmæli okkar 31. okt.
1958.
----0----
Thorgeirson Company
Printers,
532 Agnes Street,
Winnipeg 10, Man. $27.50
HÖFÐINGLEGAR GJAFIR
í Lögbergi 4. desember var
kvittað fyrir $350.00 fyrir hús-
gögn í eina íbúð á Betel, en
gefandi ónafngreindur. Þessi
góða gjöf var frá Miss Sigur-
björgu Stefánsson kennara á
Gimli í minningu um ástkæra
móðursystur, Sigríði Bjerring
(Mrs. S. O. Bjerring).
----0----
Mr. og Mrs.
Grímur E. Johnson,
1115 Rock Street,
Victoria, B.C. $1000.00
Þessi mætu hjón hafa gefið
þessa fjárupphæð fyrir hús-
búnað í tvær íbúðir á Betel í
minningu um foreldra sína:
Grímur E. Johnson í minningu
um Einar og Ólöfu Gríms-
dóttur Johnson, er námu land
í Minneotabyggð, Minnesota
árið 1877, og kona hans, Mar-
grét Ingibjörg Stephenson
Johnson í minningu um for-
eldra sína, Joseph og Messiana
Jósíasardóttur Stephenson, er
námu land í Markerville,
Alberta 1889. Meðtekið með
þökkum. Grettir Eggertson
;tctc>cteic!etetctctcteteteietetctc!ctctctctctetctetctctctct«tctctctctetctctctctcictctetcictetc«
SEASON’S GREETINGS ... |
Superior Roofing and
Fiooring
RESIDENTIAL AND COMMERCIAL CONTRACTORS
Phone Winnipeg WHiíehall 3-7346
91 Marion Sí.
St. Boniface, Man.
«St9tM»3tSi»St»tatMtSt»iat»3t9l3l)«at>l9tI«M»iSi>t)«3lS4at>i3tat>iSt>tltItSt>t>llt9iSl>i«
itetctetctctctctctet«tctetctctctctctct«tetc«etctc!et«tctctctctctcietctctctctctctctct«tctctct«tc«
SEASON’S GREETINGS . . .
May Happiness and Prosperity Be Yours
in the Coming Year!
THE MARLBOROUCH
AND
ST. CHARLES HOTELS
«>t>t>i>t>i>tsiat>i>íst>t>t>tat>tat>t>t>t>i>ista«>i>t>i>iat>ts«at>i3ta«>i>i>t>i>t>tat>t>i3i>i>iíl
HUGHEILAR JÓLA- OG NÝÁRSKVEÐJUR
Megi hátíðir þær, sem nú fara í hönd
veita birtu og yl inn á hvert einasta
íslenzkt heimili austan hafs og vestan og
veita börnum jarðar farsæld og frið.
KEYSTONE FISHERIES LTD.
G. F. JÓNASSON, eigandi og forstjóri
Sími WHiteholl 2-5227
60 Louise Sfreet Winnipeg, Man.