Lögberg - 18.12.1958, Side 6

Lögberg - 18.12.1958, Side 6
6 LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 18. DESEMBER 1958 ------------------j GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Hvernig sem það orsakaðist, fréttist seinna eftir stelpukrakka, sem var þar á heimilinu að gæta Ingveldar litlu úti við, sem nú var á öðru ári, að Gunnar hefði skellt henni svo harkalega á gólfið, að það fossaði blóð úr nösunum á henni. Amma hennar hafði farið með hana inn í hjónahúsið til að hugga hana, en drengurinn hafði skotizt út til að losna við snuprur, sem móðir hans hafði hótað honum. En Jóhanna litla, sem þá var komin á sjöunda ár, fór fram í skála til föður síns, sem þar var að tinda hrífu, og sagði honum frá því, sem komið hafði fyrir. Þá sást drengurinn gægjast inn um gluggann með þrjózkulegu glotti. Faðir hans bað hann að finna sig snöggvast. Hann þorði ekki annað en að hlýða. Þar fékk hann vel útilátna hýðingu hjá föður sínum. Hann þaut háorgandi eitthvað út úr bænum. Þetta var náttúrlega ekki annað en það, sem altítt var á þeim árum, hafði oft sæmileg áhrif til góðs, en oftar hið gagnstæða. Samt kom það sjaldan fyrir, að hann væri barinn. Þegar Jóhann var farinn vestur á engjar og litla stúlkan sofnuð, fór Þórey að spyrja eldri dóttur sína hverslags grenjur hefðu verið í Gunnari, hvað hefði eiginlega komið fyrir. Hún sagði henni, hvernig með hann hefði verið farið, án þess að kenna vitund í brjósti um hann. Ingveldur fór að leita kringum bæinn, en fann hann hvergi. Svo fóru allir, sem heima voru að leita, og Valdimar var sendur á næstu bæi, en þar voru fáir heima, en þeir tóku þátt í leitinni samt. Um kvöldið, í brúnamyrkri, var leitinni hætt. Allir þóttust þess fullvissir, að hanp hefði þotið í sjóinn í geðofsa- kastinu. Um miðja nótt ranglaði móðir hans út. Hún hafði heldur lítið geta sofið. Einhver von vakti þó enn í huga hennar. Hún gekk inn alla bakka, þótt þeir hefðu verið marggengnir fyrir nokkrum klukkustundum í albjörtu. Þá heyrði hún rödd drengsins, þar sem hann var að kalla á ömmu sína neðan úr þessum djúpa bás, sem ómögulegt var að komast ofan í. Hún hljóp heim og vakti mann sinn. Hann var fljótur að hrinda fram bát og sækja drenginn, en þá var hann orð- inn eins og brjálaður. Ingveldur gat þó loksins komið honum í værð. Hann lá lengi veikur, hafði víst fengið snert af lungnabólgu. Fár veit hverju fagna skal, hugsaði fjölskylda hans, þeagr hann fór að hressast, því að ódæll og fyrirhafnarsamur hafði hann áður verið, en nú var hann langt um verri. Hann lét svo óskaplega í svefninum, að fólkið gat ekki sofið. Eina nóttina reis faðir hans úr rúmi sínu, smeygði sér í ytri buxurnar og lýsti yfir því, að sér dytti ekki annað í hug, en fara með þennan bölvaðan umskipting í sjóinn. Það hefði verið betra, að hann hefði aldrei fundizt. Þórey bað hann þess grátandi, að vera kyrr og skipta sér ekki af honum. Hann yrði fljótlega rólegur aftur. En hann fór fram fyrir hvað sem hún sagði. Það var þá glaðaljós og Ingveldur gamla sat á rúminu fyrir framan drenginn og var að reyna að koma honum til sjálfs sín. „Hvað er þár á höndum?“ spurði hún kuldalega, þó að hún vissi vel, hvað fyrir honum vakti, því að hún hafði heyrt, hvað hann talaði fyrir innan. „Ég get ekki haft þetta fyrir augum mér lengur“, sagði hann, „ég kasta honum í sjóinn; hann ætlar aldeilis að gera út af við hana móður sína með þessum bölvuðum látum“. „Er hún móðir hans, ef þú álítur að hann sé umskiptingur“, sagði hún. „Auðvitað er þetta bölvaður umskiptingur“, sagði hann. „Skammastu þín. Það ert þú, sem hefur farið svona með hann“, sagði hún. Drengurinn var vaknaður og horfði æðislega í kringum sig. „Ég er að hugsa um að henda þér í sjóinn“, sagði faðir hans. „Ekki í sjóinn, ekki í sjóinn“, veinaði drengurinn. „Taktu Ingveldi litlu og farðu með hana inn fyrir. Þið getið haft hana hjá ykkur. Ég hefði al- drei átt að láta hann frá mér, aumingja barnið“, sagði gamla konan. „Ég skal reyna að biðja svo fyrir honum, að hann geti sofið“. En Jóhann stóð við rúmið eins og hann væri að ráða það við sig, hvort hann ætti að framkvæma þessa hræðilegu hótun eða ekki. Ingveldur sótti í sig veðrið á meðan. „Ef þú ert ekki svo þrekmikill að geta þolað að heyra til hans, skaltu bara fara út og kæfa sjálfan þig og hengja. Mér er sama hvort þú gerir“. Þórey var komin fram 1 húsdyrnar, náföl og titrandi. „Mamma“, sagði hún hræðslulega. „Hvernig getur þú talað svona?“ En gamla konan var orðin of reið til að láta undan síga. Hún hvessti augun á dóttur sína og sagði: „Þér ofbýður þetta, en á hitt gaztu hlustað, sem hann var að hugsa um að framkvæma. Þér datt ekki í hug að biðja barninu þínu griða. — Taktu Ingveldi litlu og farðu með hana inn fyrir. Þér hefði ekki átt að vera það ofætlun að hafa fyrir henni, svo að drengurinn hefði ekki þurft að hrekjast út í hornið“. »teeetetetc<etet<teeete!etctetcteieieteteteteietetei<ecteeetcictciet«teeeieeeec<eteteeeteeetetcef E *> f M í a K * X y x e>tctctctctc>ct<tctetetcectctctcictctctctetct<ci ettctctctctctetctetctcectctctctctctctctctetctctctctcictetctctctctctetctcictcecictctctctctetetctcv ffi « “ 5 í * V W v st V y y 5 y y v v * v V *>■ y ■ I CHRISTMAS AND NEW YEAR'S GREETINGS TO OUR FRIENDS AND CUSTOMERS 8 1 l 1 X X Walter Bergman Lfrd. Phone SPruce 2-0441 I y I SEASON'S GREETINGS SKY CHIEF SERVICE Texaco Producis Marfac Lubrication FRITZ GIRMAN CHARLIE WEIDEMAN A HOUSE INSULATED WITH w OOD OOL ☆ SAVES FUELS ☆ DEADENS SOUND ☆ RESISTS FIRE ☆ SAVES LABOR ☆ IS WARM IN WINTER IS COOL IN SUMMER THORKELSSON LIMITED I » 2020 LOGAN AVE., WINNIPEG y (kMtkMlSlMtSlSiSlMMMtSoSlXXSiaiSiaikStftDkMikkkkMlltMlkSlMhkatMl l IkStatka. PHONE SUnsei 3-1142 Sargenl and Banning WINNIPEG 3, Man. 1365 SPRUCE ST. WINNIPEG, MAN. SPruce 2-9488 Three Lines jí <; i i i <í <; Á H % ii <; i E ctc><tct<tctcietcectctc«ctctctctcicictctcectct<tctcictctetctctctctctceeectetcictc« Hveitibænilur! ■ FLYTJIÐ KORN YÐAR TIL KORNHLAÐA N. W. PATERSON & SONS LTD. Cypress Hivet. Man. - - PERCY WILSON I 4 Holland, Man. Swan Lake, Man. JACOB FRIESEN HARRY VAN HOLLAND Innilegustu óskir . . . Um gleðileg jól, til allra okkar íslenzku viðskiftavina og allra íslendinga, og góðs, gæfuríks nýórs. • N. M. PATERSON & SONS iMtkkStkStstkkkkatataiMtá nMtSisiBtSiSiBikSiSrstSiStSiSiBiaiSiS:S(StSiSisi3tSiSiStBtStStSiStstsisiatststsiSikSiStstM tctcectct<tctcictctetctcteect<tcectctcte)ctctctetctce<tcecect«<tct<ictctct<'cte!etcectctctc’ctctcectctctc>c<ceeectcteictct<tc<cictctcectctetcic« X SINCEREST WISHES For o JOYOUS CHRISTMAS ond o HAPPY NEW YEAR to all our lcelandic Friends WINNIPEG LIMITED 609 Grain Exchange Building HAGBORG FUEI PHONE 74-3431 SERVING WINNIPEC SINCE 189 CANADA »satkkkkkkkkStkkkkkkkkStkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkStkkBikkkkSikkkkkkkkkkkkkk4

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.