Lögberg - 22.01.1959, Síða 1
Oavid/um, SiuudwA.
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 6-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
OavbdAML. SiuudÍDA.
PHOTOGRAPHERS
Phone GRover 5-4133
106 Osborne Street
WINNIPEG
71. ÁRGANGUR
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 22. JANÚAR 1959
NÚMER 4
Bréf fró Elfros, Sask.
Kæra Ingibjörg: 16. janúar, 1959
Þá er nú komið að því að
einhver árangur sjáist af
verkum mínum, þó varla
verði á þau litið, og mælt sem
forðum, að alt sé harla gott.
Mér verður frekar lítið úr
verki hvern daginn við inn-
köllun, því kaupendur taka
mér svo vel að oftast fylgir
því löng heimsókn og kaffi-
drykkja, sem endar þó ætíð
með því að mér er borgað til
að fara, þar er nú aðalpunkt-
urinn fyrir Lögberg. Ég get
fullvissað þig um, að Lögberg
er vinsælt hjá þeim kaupend-
um, sem ég hef kynni af, og
allir rétta „fimmuna“ með
glöðu geði. Nokkrir bíða með
óþreyju eftir grein Páls B.
Sjálfur gef ég ekki mikið fyrir
þessa eineygðu pólitík. Mér
finnst það vera þrjár hliðar á
henni — Páls hlið, þín hlið og
rétta hliðin. Það er býsna
hæpið að maður geti verið
bjartsýnn í heimsmálunum
eins og þau eru nú. Góðir og
samvizkusamir stjórnmála-
menn eru afar sjaldgæf und-
ur. Þeir sem hafa þá dreng-
lund að vilja ekki vamm sitt
vita, koma þar hvergi nærri.
Ekki veit ég hvort það mundi
bæta að verulegu leyti kjör al-
þýðunnar, þó að öreigaskipu-
lagið kæmist á. Það mundu ef
til vill færri svelta. En þar
sem allt er sniðið eftir ákveð-
inni línu verður enginn frjáls
að sínu. Alþýðan bara virt og
metin eins og sauða- og nauta-
hjörðin. “Take your choice.”
Kommar staglast alltaf á her-
væðingu Bandaríkjanna, en
þó eru Rússar þar langt á und-
an í útbúnaði morðtóla. —
Geimfara-farganið er ekki
annað en kapphlaup um yfir-
burði í orku, og þó það sé enn
á bernsku-stigi, bendir það
allt í eyðileggingaráttina. —
Bretar og Bandaríkjamenn
hafa ekki fram að þessu viður
kennt stjórendur í Kína sem
réttarfarslega stjórn. En þeg-
ar uppreisnarflokkur í Cuba,
undir stjórn Castro’s, náði
völdum, var hann á auga-
bragði viðurkenndur sem lög-
legur stjórnandi landsins bæði
af Bretum og Bandaríkjunum.
Samt kemur það upp úr kaf-
inu að þetta er blóðþyrstur
morðflokkur, sem myrðir
sigraða landa sína einungis
vegna þess, að því sem séð
verður, að þeir eru andstæð-
ingar í pólitík og hræðsla við
það að þeir síðar meir vaxi
þeim yfir höfuð.
Framhald á bls. 2
Hörmulegt slys
Þann 4. janúar vildi sá
hörmulegi atburður til á
Vaðlaheiði, austan Akureyrar,
að lítil fjögra sæta flugvél
fórst og með henni fjórir
ungir menn. Þeir sem fórust í
þessu sviplega slysi voru:
Jóhann Helgason, 31 árs að
aldri, sjúkraflugmaður frá
Akureyri; hann var sonur
hjónanna Kristínar Jóhanns-
dóttur og Helga Tryggvason-
ar, forstjóra á Akureyri;
Guðmundur Kristófersson frá
Hrísey, sonur hjónanna
Jennýar Jörundsdóttur og
Kristófers vélstjóra í Hrísey,
Guðmundur heitinn var sex-'
tán ára að aldri; Stefán Hólm
frá Hrísey, hann var sonur
hjónanna Ingibjargar Stefáns
dóttur og Péturs Hólm verk-
stjóra í Hrísey, hann var 15
ára að aldri og nemandi í
Laugaskóla; Pétur Hólm frá
Hrísey, tvítugur að aldri, al-
bróðir Stefáns heitins, en þeir
bræður voru einkabörn for-
eldra sinna. Pétur heitinn
hafði nýlega lokið stúdents-
prófi við Menntaskólann á
Akureyri og var við nám í
Kennaraskóla íslands.
Flugvélin mun hafa lent í
hríðarbyl með þeim afleiðing-
um að hún rakst á hæð eina,
sem liggur á milli Grjótárgils
og Bíldsárskarðs í austurbrún
Vaðlaheiðar. Talið er að allir
þeir, sem í vélinni voru hafi
látizt samstundis og árekstur-
inn varð. Flugvélin átti eftir
aðeins fjögurra mínútna flug
til Akureyrar.
Fró Oftawa
Sambandsþingið var sett á
fimmtudaginn með venjulegri
viðhöfn. Á föstudaginn tók
Hazen Argue formaður C.C.F.
stjórnina til bæna fyrir að
svipta póstmeistara einn í
Ontario póstafgreiðslu vegna
þess að hann skrifaði ádeilu-
grein um Diefenbaker í eitt
dagblaðið. — Á mánudaginn
skýrði Lester B. Pearson for-
maður Liberala stjórninni frá
að nú væri hveitibrauðsdög-
um hennar lokið; hún hefði
nú verið við völd í meir en
18 mánuði og þýddi því ekki
lengur að afsaka ráðslag
stjórnarinnar með því að á-
saka Liberala um vanrækslu-
syndir; sagði hann að stjórn-
inni hefði algerlega mistekist
að sporna gegn atvinnuleys-
inu og verðbólgunni og lýsti
vantrausti á henni.
Jón Johnson lótinn
Á laugardaginn varð bráð-
kvaddur hér í borg Jón
Johnson, sem í mörg ár var
forseti Þjóðræknisdeildarinn-
ar Frón og bókavörður henn-
ar. Með honum er til grafar
genginn einn af mætustu
meðlimum Þjóðræknisfélags-
ins. Mun ritari félagsins,
Haraldur prófessor Bessason
rita minningarorð um hann í
næsta blað Lögbergs.
|Hon. Thor Thors og
frú Ágústa í Ottawa
í fyrri viku átti Grettir L.
Johannson ræðismaður sím-
tal við Ambassador Thor
Thors, var hann þá staddur í
Ottawa ásamt konu sinni frú
Ágústu, og sátu þau setningu
sambandsþingsins á fimmtu-
daginn var, en hann er ekki
einungis Ambassador íslands
til Bandaríkjanna heldur og
sendiherra Islands til Canada,
Argentínu, Brazil og Cuba, og
e. t. v. fleiri þjóða í Vestur-
heimi, auk þess sem hann
hefir verið fulltrúi Islands á
þingum Sameinuðu þjóðanna
síðan 1946 og verið þar for-
maður í mörgum mikilvægum
nefndum, og hefir hann ekki
sí^t reynzt skorinorður mál-
svari þjóðar sinnar á þeim
vettvangi, svo sem hin snjalla
ræða hans í síðasta Lögbergi
gefur til kynna. Hitti hann að
máli þar eystra ræðismenn
íslands, J. Ragnar Johnson,
Q.C., í Toronto og J. G.
Gauvrean í Montreal.
A VISION
Dusk was drifting into night whilst I
Stood on the threshold of the falling shade
Sunk in a chrysalis of sombre thought;
When suddenly, like vapour swiftly rising,
Or speeding cloud, the darkness rolled away
Revealing a fair vision of enchantment,
Before me rose tall buildings, domed and towered,
Whose walls were carved with legend, and inlaid
With agate, onyx, bloodstone, rich red gold
And many-coloured jade, shining like naught
That I had ever seen.
And then I heard a voice proclaiming . . . Those
Are the ideals man for man has wrought.
While yet I stood entranced, I heard the roar
Of winnowed flame, leaping as it sought
New realms above; beneath its mighty power
I then beheld a myriad buildings fall
To crash and lie like hummocks on the ground.
And, as a sheet of blinding dust arose
Therefrom, these words I caught
Clear-borne .... This is the dire destruction
(Nurtured from the time of Tree and Cave)
Man upon man has brought.
Night rang her curfew bell, and, as the vision
Slowly faded like a dying cadence
Of music painted with an opal’s fire,
I saw that yet proud buildings reared their heads
Above the shrouding gloom, despite of aught
That grimly menaced their security.
Then, with the aura of their loveliness
Lingering within my mind, I paused
To reap the vintage of my reverie,
And muse upon the though
That God in man will perish not, but be,
With utmost power, upheld,
By the great keystone of eternity.
—Helen M. Lloyd, Calgary, Alta.
—ALBERTA POETRY YEAR BOOK, 1958
Gestur fró Edmonf-on
Jakob Henrickson frá Ed-
monton var staddur í Winni-
peg í fyrri viku; var hann ný-
kominn úr heimsókn til systur
sinnar á Gimli, Vigdísar, Mrs.
Sigfús Bergman. Mr. Hen-
rickson er vinmargur og
frændmargur hér í borg; móð-
ir hans, Ásdís, var systir
Arinbjörns heitins Bardal og
þeirra systkyna.
Mr. Henrikson var í þjón-
ustu Canadiska flughersins
um langt skeið, en er nú
starfsmaður hjá Canadian In-
dustries Ltd. í Edmonton;
kvað hann þá borg hafa vaxið
ört á árunum frá því 1945 og
eru þar nú um 250 þúsund
íbúar; eru það olíulindirnar
þar, sem hafa orsakað þessa
hröðu þróun borgarinnar.
Olían er aflgjafi allskonar iðn-
aðarfyrirtækja, sem þar eru
stofnuð.
Allmargir íslendingar hafa
flutt til Edmonton víðsvegar
frá; hafa þeir myndað með
sér félagsskap, Icelandic
Society. Aðalsamkoma ís-
lendinga þar er haldin 17.
júní og kemur þar fram
„Fjallkona" eins og á öðrum
íslendingadögum hér vestra.
Var dóttir Mr. Henrickson,
Irene, Fjallkona árið 1957, en
síðastliðið ár dóttir Sigfúsar
Arnfinnson; sú fjölskylda er
upphaflega frá Lundar, og er
Mr. Arnfinnson í þjónustu
Albertastjórnar. — Um 160
manns hafa sótt samkomur
Islendinga.
Fjöldi annara Skandinava
eru búsettir í Edmonton og
eru Norðmenn fjölmennastir.
Hafa þeir nýlega stofnað mán-
aðarblað í sameiningu —
Scandinavian Centre News,
er flytur fréttir af Skandinöf-
um þar í borg; fréttaritari ís-
lendinga er H. M. Sumarliða-
son. Þá hafa þeir í hyggju að
stofna Scandinavian Centre,
og eru hlutabréf seld í þeim
tilgangi.
Hin árlega allsherjar sam-
koma Skandinava í Edmon-
ton verður haldin 24. janúar
í Jubilee Auditorium og hefir
J. Henrickson umsjón með
sölu aðgöngumiða fyrir Is-
lendinga þar. — Meiri fréttir
síðar af þessari nýju nýlendu
V estur-í slendinga.